Ísafold - 08.10.1904, Blaðsíða 2
262
f>að er þó líklega ekki hin sameig-
inlega forsjón beggja bankanna hér,
hið virðulega Hlutabankaráð, sem ekki
má til þess hugsa, að gert sé upp á
mílli seðla þeirra, og hafi hún því lagt
drög fyrir, að þeir sættu hvorirtveggju
sömu kjörum erlendis. Hugsar og seg-
ir eins og karlinn, sem misti annan
hrútinn sinn máttdreginn niður fyrir
hamra í túnfætinum, og hratt svo hin-
um á eftir í bræði sinni, feitum og
föngulegum. »f>að er bezt þú faafir
sömu för!« kvað hann.
Nei, þ a ð er ekki líklega til getið,
þó að margt sé henni til lista lagið,
eftir því sem hún lýsti sér á fundin-
um hér 1 vor, þessura eina, sem hald-
inn hefir verið að svo stöddu.
H. Sigurðssonar við Skólavörðustíg (Geysi)
8003; Guðlaugs Guðmundss. við Hverfisg.
5711; Ingimundar Jónssonar við Holtsgötu
4085; Sigurjóns Einarssonar við Grettisgötu
3044; Jóns Þórðarsonar við Lindargötu
3010; Guðm. Jakobssonar við Laugaveg
2897; Guðmundar Einarssonar við Yitastig
2770; Guðm. Magnússonar við Erakkastig
2701; Gríms Grim3sonar við Bergstaðastr.
2097; Guðm. Jónssonar i Sauðagerði 1910;
Eyólfs Eyólfssonar á Grimsstaðaholti (bær)
1015. Enn fremur á geymsluhúsi Holds-
veikraspítalans 3872 og á geymsluhúsi Jul.
Scnou við Norðurstig 3864.
Allir á fundi nema Magnús Einarsson.
Athugaverðar tízkur.
Rangfærsla og Reykjavikurhatur.
Oft má af máli þekkja
í 32. tölublaði Þjóðólfs þ. á. er
grein nokkur með fyrirsögn : »Einkenni-
legur ökumaður«. Það lítur helzt út
fyrir, að grein þessi sé rituð af persónu-
legri óvild til manns hér í hreppi, sem
ritað hefir í blöðin um hugsanir bænda.
— Fáir bændur munu svo innrættir, að
þeir hafi gaman af að lesa háð og níð
um þá menn úr sínum flokki, sem
öðrum fremur vekja þá til umhugsunar
um helztu nauðsynjamál sín. Blöð, sem
slíkt flytja, verðskulda ekki hylli þeirra.
— Það hafa líkast til ekki önnur blöð
viljað gera, að flytja þessa óþokkagrein,
en Þjóðólfur, sem sífelt er að horast
niður. Hann hefir hugsað, að grein
þessi yrði kraftafæða fyrir sig, sem
bann gæti haldið sór við á um stund;
en það er þvert á móti.
Greinarhöfundur dylur nafn sitt, hefir
vantað drenglyndi til að setja það undir
ritsmíði sitt, en hefir langað til að segja
náunga sínum eitthvað til ófrægðar. —-
Þessi maður, sem greinarhöf. er að draga
dár að, er svo heiðarlegur og vel að
sér, að syslubúar, sem þekkja hann,
eru farnir að sjá, að hann er þing-
mannsefni handa þeim við næstu kosn-
ingar til alþingis.
Grein þessi er svo ómerkileg, að
henni er ekki svarandi.
Hún rýrir ekkert álit mannsins í
augum þeirra, sem þekkja hann.
Einu, sem greinin gefur í skyn: að
hann hafi mist úr hor, verð eg að mót-
mæla sem hreppstjóri í hreppnum, og
lýsa ósannindi, og eins því, að hann
hafi látið vinna um sláttinn 18—20
klukkustundir.
Hlíð 30. ágúst 1904.
Lýður Guðmundsson.
Bæjarstjórn Beykjavíkur frestaði
á fundi i fyrra dag sundlaugargerðinni til
vors, og skyldi nefndin i því máli fram-
kvæma allan undirhúning þess. Gaila-
mæling hafði reynst skökk og ekki hægt
á henni neitt að hyggja.
Veittar voru 150 kr. til aukanæturvörzlu
3 8Íðustu mánuði ársins.
Nokkrum máium vísað til nefnda.
Nokkrum börnum enn veitt ókeypis skóla-
kensla að nokkrn eða öllu leyti.
Frk. Kristínu Aradóttar ákveðið 75 aur.
kaup um tímann i stafsetningarkenslu i
barnaskólanum i vetur, og enn fremur 60 kr.
þóknun fyrir heimavinnu, svo og 30 kr.
ofanálag um árið sem leið.
Afsalað forkaupsrétti að erfðafestulandi
Páls Vídalíns, er hann selur ásamt húsi
fyrir 3800 kr. Sömuleiðis að 2261 feralin
af Skólabæjartúni, er þeir Þorl. 0. Johnson
og V. Bernhöft ætla að selja á 65 a. fer,-
alin, en áskilið ókeypis vegarstæði, hvenær
sem á þarf að halda.
Guðlaugu Oddsdóttur synjað kaups á
Þorgrimsholti með lóð.
’Jónas Jónasson í Steinsholti skipaður
ankanæturvörður.
Samþyktar voru hrunabótavirðingar á
þessum húseignum : Guðjóns Sigurðssonar
við Hafnarstræti (Ingólfshvoli) 78,338 kr.;
Haralds L. Möllers við Tjarnargötu 14,68i;
Helga Zoega við Bröttng. 13,695; Eiriks
I.
Rangfærsla.
það er orðið svo vanalegt, að snúa
út úr og rangfæra orð manna, sem á
prent koma, að það þykir lítill ósómi
að gera það. Enda er svo að sjá, sem
sumir menn leiki sér að því, þegar
þeir geta ekki hrakið orð mótstöðu-
manna sinna með skýrum og glöggum
röksemdum. þetta er þó athugaverð
tízka.
það erleitt fyrir þá menn, sem láta
í ljósi skoðun sína á almennum mál-
um, að geta átt von á því, að orð
þeirra séu rangfærð og lögð út á lak-
asta veg, eða að þeim séu eignuð orð,
sem þeir eiga ekki, til þess að hægt
sé að mótmæla þeim. það er leitt
fyrir þá, að láta þessar rangfærslur
vera óleiðréttar, og líka leitt fyrir þá,
að leiðrétta þær, og verða þá stund-
um að bera merkum mönnum rangindi
á brýn.
það er leitt fyrir þá, sem rangfæra
að beita þeim vopnum og láta þjóðina
sjá þau röksemda- og sannanameðul
sín.
það er leitt fyrir þjóðina, að kaupa
Og lesa allar þær deilur, sem af rang-
færslunni leiðir. Og það er meira en
leitt að vita það, að fyrir rangfærsl-
una draga margir skynsömustu og
beztu menn sig í hlé með að láta í
ljós góð ráð og bendingar í almennum
málum. Fyrir hana kjósa þeir held-
ur að þegja. En hinir hafa einatt
orðið, sem síður skyldi.
þegar rangfærslan kemur af vangá
eða misskilningi, eins og við getur
borið, þá er hún afsakanleg; en þá
ætti bezt við að höfundurinn afsakaði
hana opinberlega, undir eins og hann
verður hennar var. það sýndi veru-
legt drenglyndi. En fáir eru þeir, sem
taka sér sjálfir fram um að gera það.
Sú rangfærsia, sem kemur af athuga-
leysi og óvandvirkni, getur og verið
afsakanleg hjá ómentuðum og fáfróð-
um mönnum, en síður hjá hinum. En
vísvitandi rangfærslu verður engin bót
mælt.
Rangfærsla þessi, með sínum útúr-
snúningum og vefjum, er orðin svo
kunn, að ekki mun þurfa sannana við.
þó skal eg benda á þrjú nýleg dæmi
í því skyni.
1. í þjóðólfsgreinum B. B. búfræð-
ings, er hann hefir ritað móti mínum
greinum um búnaðarskólaflutninginn,
eru smá-rangfærslur. Hina helztu hef
eg áður bent á, þá í fyrri grein hans, þar
sem hann sleppir 5 orðum úr setningu,
er hann tekur eftir mér, og það með
tilvitnunarmerki. En í seinni grein-
inni segist hann hafa gert það til þess
að laga málið. Hversu viðeigandi að-
ferð það er, eða hvernig það hefir
tekist, ber öðrum að dæma um en
okkur sjálfum. En svo sem sýnis-
horn af því mætti benda á það, að
hann við hefir stóryrðið >óráðvendnin<
um rangfærslu sína. Mér getur hann
alls ekki eignað það orð um sína
rangfærslu öðruvísi en með sérstakri
rangfærslu. Úr því hann hefir sýnt
það með síðari greininni, að rangfærsl-
an var ekkert óviljaverk, þá er ekki
fjarri vegi, að eg geti samþykt með
honum að hafa um það orðið óráð-
vendni.
2. í Isafoldargrein hr. mannvirkja-
fræðings J. þ.: Enn um bæjar-
byggingar, eru einnig smá-rang-
færslur. T. d. segir hr. J. þ., að við
St. G. byrjum greinar okkar á því,
að segja, »að ekki hafi fundist til þessa
það byggingarefni, sem geti bætt úr
hinu bágborna byggingarástandi til
sveita, sérstaklega á veggjum, og að
leitun muni verða á því«. þessu mót
mælir hann ham svo og vitnar til
ritgerðar sinnar í Búnaðarritinu: Nýtt
byggingarlag (sem er um steinsteypu).
En eg get með engu móti kannast við,
að eg hafi sagt þessi orð eða það sem
í þeim felst. Verð eg því einnig að
telja mótmæli hans mínum orðum ó-
viðkomandi. Mér hefir ekki komið til
hugar að efast um, að steinsteypan
geti bætt úr hinu bága ástandi vegg-
janna. En eg efast um, að hún eða
önnur varanleg og hagkvæm húsagerð
sé fyrst uppfundin af hr. J. þ., eða
með hinni nýju íslenzku byggingar-
efnarannsókn, eins og mín orð lágu
til.
Satt getur það verið, að mér sé lítt
kunnugt um annað byggingarefni en
torf, timbur og bárujárn. En að eg
hafi þó hugmynd um steinsteypu,
sést meðal annars á því, sem eg lagði
til í ísafoldargrein minni: Bæjarbygg-
ingar og byggingarefnarannsóknir. Mér
leizt ekki á hina þunnu torfveggja-
hugmynd hr. J. þ. með grjót-undir-
stöðu, sementaðri að ofan og stein-
steypustöfum innanvið, pappalögðum
eða kölkuðum að utan, þegar þeir
hættu að síga, og bundnum með járn-
vír við stoðirnar meðan hann entist,
en úr því studdir af vana, og lagði
það til, að þá væri heldur hafðir stein-
steypuveggir, með þessum orðum : »var-
anlegra mundi og líklega ekki dýrara
að hafa veggina eingöngu úr sement-
aðri steinsteypu, svo sem 10—12 þml.
þykkri«.
Auk þess hefi eg áður sýnt í Bún-
aðarritinu, að mér reiknast steinsteyp-
an ódýrust fyrir endingar sakir, og þar
lagt til, að sú húsagerð yrði verðlaun-
uð, til að koma skriði á hana.
Tillögur hr. J. þ. f Búnaðarritinu
um að steypa steinana tel eg mikið
góða og þarflega hugvekju, en ekki
nýja eða nýtt byggingarefni. Eg hafði
séð áður mikið af steyptum steinum
og mjög stór hús úr þeim, en það
taldi eg með steinsteypu, og það gerir
hann stundum sjálfur.
Eg get ekki heldur kannast við, að
eg hafi fullyrt, að torfveggir hætti aldr-
ei að síga, eins og J. þ. segir að eg
hafi gert.
Grein hr. J. þ. er að öðru leyti
hógvær. Hann finnur ekkert að mín-
um tillögum, heldur eingöngu að því,
að eg skuli finna að hans tillögum.
Við það er ekkert athugavert, þótt hann
vilji verja sínar tillögur, ef hann hygg-
ur þær hagfeldari.
3. í þjóðólfsgreininni: Einkennileg-
ur ökumaður er býsna mikið af rang-
færslum og ósannindum og enda af
hálf-meiðandi orðum í garð eins bónda,
þó að alt 8é það með óbeinum og óljós-
um orðum. það er mikil furða, hvern-
ig sá maður fer með málefnið og jafn-
vel manninn að jafnástæðulausu og
jafn-tilgangslausu. Auðvitað Ieynir
höfundurinn nafni sínu, en hann hefir
(að sögn) fundist hér eystra fyrir það,
hve stirt honum gekk að koma grein-
inni á prent. Önnur blöð en það, sem
hefir svípað snið á sér og þessi grein,,
voru ófáanleg til að taka hana. þess
konar greinum ætti bezt við að svara
með lögsókn.
Ef ætti að sýna allar rangfærslur í
ritum manna hér á landi síðasta ára-
tug, sem finna má með samanburði
þeirra, þá mundi það verða sorgleg
sjón. þá kæmi í ljós. að sú tízka er
þjóðarmein.
Mest þjóðarmein er þó það, þegar
ritstjórar blaða, sem gerast leiðtogar
þjóðarinnar, rangfæra sjálfir orð ann-
arra manna og viðhalda þann veg þeim-
ósið, eða jafnvel venja þjóðina á hann-
En skeyta ekki um að gera sitt ítr-
asta til að koma í veg fyrir alt rang-
læti, hver sem í hlut á, en það er
þó þeirra helgasta skylda, og að styðja
eftir megni að því, að hið sanna og
rétta geti komið í ljós, svo að það sigri
að lokum.
Ekki geng eg í bindindi með að
skrifa í blöð vegna rangfærslunnar,
en lítið raun eg hafa við það; enda
sjaldan gert það öðruvfsi en íyrir til-
mæli annarra. Og þó hafa mín orð
verið mjög vægilega rangfærð móts
við hitt, hvernig farið hefir verið með
orð margra annarra.
Helli 3. okt. 1904.
Sig. Guðmundsson.
Merkismannalát erlendis.
Niels R. Finsen, prófessor í Khöfn,
hinn heimsfrægi ljóslækningamaöur,
lézt 24. f. m., tæpra 44 ára.
Herbert Bismarek fursti, elzti sonur
ríkiskanzlarans mikla, dó í f. mán., hálf—
sextugur.
Sir William Harcourt, einn með mestu
þingskörum Breta, varð bráðkvaddur
1. þ. m., hátt á áttræðisaldri.
Af ófriðinum
ekkert að frétta sögulegt fra því síð-
ast Búist við stórtíðindum á hverri
stundu, bæði við Port Arthur og norð'-
ur í Mandsjúríu, við Mukden. En svo
er það ekki meira.
Alexeieff jarl kvaddur heim og á að
verða utanríkisgjafi hjá Rússakeisara.
Kuropatkin tekur við af honum eystra.
Postskip Lanra (Aasberg) kom í
fyrri nótt frá Khöfn og Skotlandi, 2 dög-
um á undan áætlnn. Auk ráðgjafans kom
með því S. Á. Kristjánsson kaupm. frá
ísafirði, frk. Ástr. Stephensen og Laufey
Vilhjálmsdóttir, Þórdls Jónsdóttir yfirsetu-
kona o. fl. Laura fer til Vestfjarða 12.
þ. mán.
Varð úr því kross. Hætt við að
gera »móðurbróðurinn« að etazráði i þetta
sinn En kommandör-krossinn (óæðri) hefir
6ystursonurinn útvegað honum í þessari
ferð.
Verzlutiarmannafélag Reykja-
víkur hélt aðalfund sinn 1. okt. Félags-
menn eru nú 86. Þessir voru kosnir i stjórnr
B. H. Bjarnason kaupm. form., Jón Ey-
vindsson verzlunarm. skrifari, Sigurður
Guðmund8son verzlunarm. gjaldkeri, og L.
Kaaher og P. Biering meðstjórnendur. —
Um inntöku sækja 9 á næsta fundi, þar á
meðal 5 kvenmenn; það hefir aldrei verið
áður.
Vestmanneyjum 1. október. Mestur
hiti i júlimán. 26.: 16,9°, minstur aðfara-
nótt 16.: 6,7°; i ágúst var mestur hiti 9.;
17,5°, minstur aðfaranótt 20.: 3.7°; í sept.
var mestur hiti 8.: 14,1° minstur aðfuranótt
4.: 3,7°. Urkoman 70, 55 og 183 millim.
— Sjaldan mikil úrkoma i júlim., en þerri-
dauft oftast; i ágúst var fremur góð þurka-
tíð til 24, en siðan hélzt sami rosi til
septemherloka, oft með feikna-úrhelli og
austan eða suðaustan stormum; að eins 4
alþurrir dagar i septhr. Frá miðjum júlí
og framundir lok ágústmánaðar voru nær
stöðugar vindleysur.
Töbur núðust hér að mestu leyti ó*
skemdar.
Lundaveiði var með bezta móti; sömn-
leiðis fýlungaveiði.
Fiekafli hefir verið sama sem engínn.