Ísafold - 08.10.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.10.1904, Blaðsíða 1
'Kemnr út ýmist einn einni eÖa tvisv. í vikn. YerÖ árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eÖa l1/* doll.; borgist fyrir miöjan ’úli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin viÖ áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október og kaup- andi sknldlaus við blaöiö. Afgreiðsla Austurstrceti 8. XXXI. árg. Reykjavík laug/ardaginn 8. október 1904 06. blað. «. 0. 0. F. 8610148' , Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. i kverjnm mán. kl. 2—3 i spltalanum. Forngripasafn opiÖ , á miðvikud. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn kl. 10—3 og ,,6Va—7V2. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á bverjnm degi kl. 8 árd. til kl. lOsíðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og •^nnnndagskveldi kl. 8*/s siðd. Landakotskirkja. GuÖsbjónnsta kl. 9 ,og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- «endur kl. 10*/s—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag i*l. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafii opið hvern virkan dag skl. U—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. «og ld. kl 12—1. Ndttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið á sd. kl. 2—3. Tanhlœkning ókeypÍB í Pósthússtræti 14b 1 og 3. mánnd. bvers mán. kl. 11—1. Ritsímasaniiimguriim. Ný undirskriftar-ávirðing. Samningurinn um ritsímalagning tingað til lands hafði verið fullgerður og undirskrifaður í Kaupmannahöfn 26. f. mán., af stjórn Ritsímafélagsins norræna og saœgöngumálaráðgjafa Dana (Chr. Hage), svo og Islandsráð- gjafanum, væntanlega af hans hendi ,þó með nauðsynlegum fyrirvara um endurnýjaða fjárveiting alþingis að brottnumnu skilyrðinu í fjárlögunum, eins og þau eru nií, sbr. síðasta blað. Kostirnir eru þeir, sem skýrt var frá í síðasta blaði: lending sæsímans annaðhvort á Reyðarfirði eða Seyðis- firði, með landsíma þaðan hingað á kostnað landssjóðsins íslenzka gegn 300,000 kr. tillagi eitt skifti fyrir öll frá Ritsfmafélaginu í notum þess, að það losast við að leggja sæsímann til Reykjavfkur. Ritsímafélagið fær 54 þús. kr. árstillag úr ríkissjóði og 35 þús. kr. úr landssjóði íslands 20 ár, svo sem lengi hefir staðið til. Sfminn verður ekki lagður beint frá Dan- mörku (Jótlandsskaga), sem ráðgert var einu sinni, heldur að eins frá Hjaltlandi til Færeyja, og þaðan aft- ur til Austfjarða; það er að sögn þriðj- ungi ódýrra. f>etta er nú gott og blessað, e f ekki fer það alt um koll á þinginu í sum- ar, vegna þess, að það treystir sér ekki til að ganga að kostunum, sem settir eru um landsímann: að landssjóður beri þann kostnað einn, með fyrnefnd- um Btyrk, þvert ofan í það sem það fór fram á og hafði í skilyrði í fyrra fyr- ir veiting 35 þús. árstillagsins. Lifa verðum vér í þeirri von, að þingið sjái 8ig um hönd, og að landið verði nú loks þoirra hlunninda aðnjótandi í þessari grein, sem allur hinn mentaði heimur hefir annars haft all-lengi og þar getur varla nokkur maður hugsað sér án að vera nú orðið. En hér fylgir þó því miður annar böggull skammrifi, og hann slæmur. Og hann er meir að segja þannig vaxinn, að þar mun þingið engu geta við ráð- ið öðru vfsi en að ónýta alt saman, með fjárveitingar8ynjun. Vér leggjum til nál. 2/6 af kostnað- inum, 700,000 kr. í 20 skömtum, en Danir, ríkissjóður, 3/5. Plestir munu þá ganga að því vísu, að vér eigum að eiga þann þátt íum- ráðunum yfir honum, sem sú tala rennur til. En því fer fjarri. Danir, danski samgöngumálaráðgjaf- inn áskilur sér þau ö 11, að minsta kosti í höfuðatriði því, er þar kemur til greina, en það er verðlag á sfm- skeytunum. Hann á að ráða því e i n n milli landa. Hann getur haft það svo hátt, sem h o n u m sýnist. Vér höfum þar e k k e r t atkvæði. Og þetta hefir ráðgjafinn íslenzki undirskrifað. f>essu gengur hann að áhorfslaust. Hann virðist hafa lagst þar e n n flatur fyrir fætur danska ráðaneytinu. Enda leynir það sér ekki í frásögn Khafnarblaðanna um samningsgerð þessa, að hans er svo sem að litlu eða engu getið þar við, heldur er samgöngumálaráðgjafinn danski og Ritsímafélagið látið hafa samið og sett þetta alt saman. Búast má við, að reynt verði að verja þetta með því, sem stendur eða ekki stendur í stöðulögunum frá 1871. Eftir þeim beri að telja ritsímatengsli með sameiginlegu málunum, a f þ v í að þau eru ekki nefnd þar meðal sérmálanna íslenzku. Ritsími er þar sem sé alls ekki nefndur á nafn. þar er sýnilega alls ekki hugsað svo hátt. þar eru að eins nefndar »póst- ferðir milli Danmerkur og íslands*, og lögboðið, að sá kostnaður skuli greið- ast úr ríkísBjóði. þetta munu þá Danir bera fyrir sig um, að þ e i r eigi hér e i n i r að ráða. En liggur þá ekki hitt beint við, að þeir eigi þá einnig að standa einir straum af kostnaðinum þeim? Ber þeim að eins rétturinn, en ekki s k y 1 d a n, sem réttinum er vön að fylgja? Nei. f>að er haft hins vegar hérna. Vér erum látnir bera nær helming kostnaðarins, en gerðir réttlausir að því skapi. Og er þó millilandaritsím- inn gerður engu [síður fyrir fFæreyjar en ísland, ”auk Jþess .sem JDanmörk sjálf hefir þó hagsmunina af símanum að hálfu móts við oss að minsta kosti. f>að er nærri kátbroslegt, sem í samningunum stendur: að íslenzka stjórnin eigi að ráða verðlagi á land- símaskeytunum. Hver annar gat komið til nokkurra mála að réði því ? þegar vér leggjum sjálfir landsímann á vorn kostnað, að frádregnu fyrnefndu tillagi, sem er að eins það sem spar- ast fyrir það, að Ritsímafélagið fær að fleygja sæsímanum á land austur á landshorni, í stað þess að koma með hann beint hingað til höfuðstað- arins. Vér höldum honum við. Vér berum allan kostnað við rekstur hans. Og þessi sjálfsögðu umráð vor yfir landsímanum eiga svo að vega móti því, að vér erum sviftir allri íhlutun um stjórn og afnot sæsímans, þrátt fyrir hið stórkostlega tillag vort til hans. f> e 11 a er ráðgjafinn frónski látinn undirskrifa. Já, — nú undirskrifar hann. Botnvörpuveidifélag. Hér er nýlega, 28. f. mán., stofnað hlutafélag, er nefnist Fiskiveiðahluta- félag Faxaflóa (með takmarkaðri á- byrgð), með þeirri fyrirætlun, að veiða fisk, einkum þorsk, með botnvörpu- gufuskipi og að kaupa skip í því skyni eða leigja það. Stofnfé minst 25 þús. kr., í 500 kr. hlutum, sem greiðist fyrir 1. desbr. f>essir eru í stjórn félagsins: Aug. Flygenring, kaupm. í Hafnarfirði, for- maður; Björn Kristjánsson, kaupm. og alþingismaður, í Reykjavík; Arn- björn Ólafsson, fyr. vitavörður, í Kefla- vík. Félagið mun ætla sér meðal annars og sérstaklega að reyna að birgja höfuðstaðinn að soðningarfiski á öllum árstímum. f>ess er og full þörf. Botnvörpuveiði láta frumkvöðlar þessa félagsskapar fráleitt betur við en aðrir yfirleitt. En þeir hugsa og segja vitanlega sem svo, að úr því að full- reynt sé, að engin leið sé að því að afnema botnvörpuveiðar útlendinga hér við land, þá sé heimska fyrir hér- lenda menn að fyrirmuna sjálfum sér þá veiðiaðferð að svo sem 1C0. eða 200. hluta á við útlendingana. Og heldur má gera sér von um, að innlendir botn- vörpungar hlífist fremur við en út- lendir að spilla með vörpunum beztu fiskimiðum fyrir opna báta. Skarlatssóttin nyrðra. Hún hefir ekki færst út frekara, svo kunnugt sé, segir Nl. 24. f. mán., og verið létt á flestum; á fáeinum þó mjög þung. Tveir sjúklingar höfðu að eins fengið hálsbólgu og hitaveiki 1—2 sólarhringa; en engan vott af útþoti og enginn skinnflagningur sést á þeim. »Sýnir þetta, hve örðugt get- ur verið að þekkja veikina, þegar hún er sem vægust*. — Sóttvarnarráðstöf- unum héraðslæknis yfirleitt vel hlýtt og sýndur lofsverður áhugi að stemma stigu fyrir veikinni. Báðg.lafinn kom aftur heim hingað frá Kaup- mannahöfn með póstskipirm í fyrri nótt. Með afföllum. f>að mun koma mörgum óvart, að seðlar Hlutabankans (íslands banka) eru ekki teknir nema með afföllum í sjálfri umboðsstofnun hans í Kaup- mannahöfn, Privatbankanum. Afföllin eru ókki stór að vísu, 1/4°/0 eða svo. En þau eru nóg til þess, að almenningur þar ytra vill ekki sjá seðlana. En það gerir bankanum hér hnekki, bakar honum óálit. Almenn- ingur veit ekkert um það, hvernig á því stendur; hirðir ekki um að vita það. f>að eitt er nóg, að seðlarnir íslenzku eru ekki jafngóðir, jafngjaldgengir dönskum seðlum eða sænskum eða norskum. f>að er merkilegt, að stjórn Hluta- bankans skuli ekki hafa reynt að var- ast þetta og boðið heldur umboðsstofn- un sinni að greiða sjálf það lítilræði, sem hana langar til að næla á því að leysa inn íslenzku seðlana fullu verði, e f til þess kæmi nokkurn tíma, að þess væri krafist, eða þá sjaldan er svo bæri undir. |>að eru heilar 250 kr. á hver 100,000. Annars er þetta eitt áþreifanlegt dæmi þess, hve hagfelt Hlutabankan- um er að hafa ekki umboðsdeild í K- höfn, heldur að verða að drotna Privat- bankanum um hvert smáviðvik, sem hann þarf að láta gera þar fyrir sig. f>að þ u r f t i og engum að koma á óvart, hver yrði afleiðingin af því ráð- Iagi, að vilja ekki hafa umboðsdeild erlendis. f>að er langt síðan, — það var snemma í surnar, — er meiri háttar kaupsýslumaður þar í Khöfn, sem hér hefir mikil viðskifti, skrifaði ísafold: »Ekki er til nokkurs hlutar að spyrj- ast fyrir um neitt í Privatbankanum, er kemur til íslenzkra viðskifta. f>ar veit enginn neitt eða hirðir um að láta neina vísbendingu í té þar að lútandi. f>að sannast, að með þessu lagi hverfur fljótt alt traust á því meðal verzlandi manna hér, að nýi bankinn verði ís- landi að neinu verulegu liði«. f>að er eins og ekki þyki annað hlýða en að hafa eitthvert úrkasts-mark á öllu sem íslandi kemur við, hvort sem nokk- ur hin minsta ástæða er til þess eða ekki. Allir vita, að Hlutabankaseðl- arnir eru engu miður trygðir en dansk- ir seðlar, auk þess sem þeir eru ekki einungis jafn-vel gerðir, heldur miklu betur, — miklu meiri vandi að stæla eftir þeim, falsa þá. Sænskir og norsk- ir seðlar ganga í Danmörku án affalla, hér um bil frá hvað ómerkilegri banka- holu sem þeir eru. f>að eru þó utan- ríkisseðlar. En hér er svo sem annað uppi á teningnum. f> á er ekki talað um ríkisheildina. Hún er e k k i bor- in fyrir þegar svo stendur á, að oss getur verið greiði í því. f>að er held- ur í hina áttina. Vorkunn var og er miklu heldur um Landsbankaseðlana, þótt þeim væri gert lægra undir höfði, svo illa sem þeir eru gerðir og óvandstældir, auk annars.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.