Ísafold - 12.10.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.10.1904, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einn sinni eöa tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eÖa l'/j doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD. Uppsögn (skrifleg) bnndin vi8 úramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október og kaup- andi skuldlaus við blaðið. Afgreiðsla Austurstrœti 8. XXXI. árg. Reyfejavík iniðvikudaginn 12. október 1904 67. blað. JtuAstadó Jta/ujaAMi 1 0. 0 F. 86IOI48‘/2 Auffnlcekning ókeypis 1. og 3. þrd. i hverjum mán. kl. 2—3 i spltalanum. Forngripasafn opið á miðvikud. og ld '1-12. Hlutabankinn opinn kl. 10—3 og ’<5Vs-7>/2. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á uverjum degi kl. 8 árd. tflkl.lOsiðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 8'/2 siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 ig ki. t> á hverjum helgum degi. Landákotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- ■»ndur kl. 10‘/s—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafn opið hvern virkan dag lí.—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnid opið á þrd., fimtud. ■&g ld. kl 12—1. Ndttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið k sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14b I og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Ný skólareglugerð. Konungur hefir staðfest 9. f. ra. nýja, fyrirhugaða reglugerð fyrir hinn lærða skóla í íteykjavík. j>að er að eins bráðabirgðareglugerð, með nákvæmum fyrirmælum um kensl- una í 3 neðri bekkjum skólans, gagn- fræðadeild svouefndri, en þau um kensluna í lærdómsdeildinni látin bíða síðari tíma; hún á ekki að byrja hvort sem er fyr en haustið 1907. Keglugerðin gengur í gildi smátt og smátt, fyrst í neðsta bekk nú þegar, og svo upp eftir, — bætist við einn bekkur á hverju ári. Kenna skal í gagnfræðadeild, 3 neðstu bekkjum skólans, íslenzku, dönsku, ensku, kristin fræði, sagn- fræði og félagsfræði, landafræði, nátt- úrufræði, stærðfræði, teiknun, handa- vinnu, leikfimi og söng. En í lærdómsdeildinni sömu náms- greinar ítarlegar, nema slept alveg kristnum fræðum, teiknun og handa- vinnu, og ennfremur þessar náms- greinar í viðbót: íslenzka, bókmenta- sögu, þýzku, frönsku og latínu. Ætlast er til, að nemendur í gagn- fræðadeild verði það vel að sér í í s • 1 e n z k u , að þeir séu sæmilega færir að flytja erindi um efni, sem þeir þekkja vel, og geti skrifað ljóst, skipulega og á vönduðu máli um auðvelt efni; í d ö n s k u eiga þeir að vera það færir, að þeirgeti snúið á íslenzku kafla úr áður lesnu máli, sagt frá efni hans á dönsku og svarað á dönsku þar að lútandi spurningum, einnig snúið á fslenzku hæfilega auðveldum kafla ólesnum og hafa nokkra leikni í að rita málið rétt; í e n s k u er ætlast til að þeir kunni alveg jafnmikið, nema ekki að þeir riti málið; í kristnum fræð- u m á að hafa biblíusögur fyrir aðal- grundvöll kenslunnar. j?á er langt mál um það, hvað kenna skuli í nátt- úrufræði og stærðfræði. Um tilsögn- ina í dráttlist (teiknun) er sagt, að kenslan eigi að ímiða að því að örva eftirtekt nemendanna, svo að þeir geti dregið upp myndir af auðveldum hlut- um, sem þeir hafa fyrir sér«; í h a n d a- v i n n u sömuleiðis að örva hagleik nemandanna og glæða hjá þeim á huga og virðingu fyrir líkamlegri vinnu«. Gagnfræðapróí nefnist burtfararpróf í gagnfræðadeild, en stútentspróf í lærdómsdeildinni. Aðaleinkunn engin höfð við burt- fararpróf í hvorugri deildinni. j>eir fá þó prófskírteini, er burtfarar- prófin hafa staðist, »er sýni einkunnir þeirra í hverri námsgrein um sig við prófið og vottorð um hegðun í skól- anumi. f>eir 8em ekki hafa gengið undir burtfararpróf eða ekki staðist það, eiga einnig kost á að fá vottorð um þroska þeirra, kunnáttu og alla hegðun í skól- anum, of foreldrar þeirra eða vanda- menn krefjast þess. Daglegar einkunnir eru ekki gefnar. En þrisvar á ári á hver kennari að gefa nemendum einkunn fyrir ástund- an og kunnáttu í þeim greinum, er hann kennir, og legst meðaltal þeirra við ársprófseinkunnina; þann veg kem- ur fratn fullnaðareinkunn nemandans í hverri grein. Við inntökuprófsgreiuar í 1. bekk er bætt við náttúrusögu — dálítið í dýra- fræði og grasafræði, og nokkuð meiri kunnátta heimtuð en nú í dönsku og einkum þó íslenzku. Latínu auðvit- að slept alveg. Burtfararpróf úr gagnfræðadeildinni er jafnframt inntökupróf l lærdóms- deildina. Samskóli segir reglugerðin að skól- inn eigi að verða, þegar því verður við- komið, þ. e. jafnt fyrir stúlkur sem pilta. Nafni skólans breytir hún einnig. Hann á að heita upp frá þessu »hinn almenni mentaskóli í Reykjavík«. Skólameistari hefir vald til að svifta nemanda námsstyrk eða öðrum hlunn- indurn, eða vísa honum úr skóla fyrir fult og alt eða um stundarsakir, ef hann brýtur gegn góðri reglu og vel- sæmi eða sýnir af séí ókurteisi eða ó- hlýðni þrátt fyrir ítrekaðar áminning- ar skólameistara eða kennara. Mikilsvert liagræöi. j>etta eru helztu nýmæli hinnar nýju reglugerðar. Mikil viðskirtavelta. Ekki þarf Hlutabankinn að kvarta um viðskiftaleysi þaun stutta tíma, sem hann hefir rekið hór verzlun sína. Nú eru útgetigið hjá honum á aðra m i 1 j ó n í seðlum, eða nær helmingur allrar seðlafúlgunnar, sem lög leyfa honum. Og þó er verzlunarstótt vor ekki far- in enn að nota hann svo, að alment geti heitið. Þessu gengu allir skynbærir menn að fyrirfram, að seðlafúlga þessi hrykki ekki til hálfs, ef losa ætti verzlunar- stétt vora úr útlendum okurviðjum. Þegar verzlun landsins nemur hátt upp í 20 miljónum kr., má nærri geta, •hvort 2—3 miljóna lánsfé (eða 4—5, ef báðir bankarnir eru taldir) hrekkur eigi skamt b æ ð i handa verzlunar- stéttinni og öðrum stéttum landsins. Hlutabaukinn gerir innlagsmönnum sínum öllum — ekki að eins hlaupa- reikningsmönnum — mikilsvert hagræði með því, að taka gildar frá þeim tjekk- ávísanir svo nefndar, hvar sem heima eiga eða staddir eru, innan lands eða utan, fyrir þvi sem þeir eiga inni í bankanum eða eiga kost á að fá þar eftir reikningsláns-samningi, í stað þess að heimta innlagsbókina (sparisjóðsbók- ina) sýnda í bankanum í hvert skifti sem eitthvað er tekið út í hana og hvað lítið sem það er. Með því lagi verða allir utanbæjarmenn að hafa hér umboðsmann, sem geymi fyrir þá spari- sjóðsbókina (innlagsbókina), og er slíkt eigi einungis óþægilegt umstang, held- ur getur verið hættulegt, með því að t i 1 e r u óráðvandir umboðsmenn, sem standast eigi þá freistingu, að eiga þann veg eftirlitslaust vald á annarra fé, svo sem dæmin hafa s/nt hór, og mun minst af slíku þó hafa komist í há- mæli. Bankinn lætur viðskiftamenn sína fá fyrir lítið verð þar til gerðar ávísana- bækur, með svo vönduðum frágangi, að fölsun er óhugsandi, fremur en um seðla bankans. Það eru eyðublöð, svo og svo mörg, sem ávísandi ritar í það er hann ávísar, og rífur svo upp úr, en heldur eftir í bókinni nokkurs konar endurriti; á því getur hann ávalt sóð, hvað líður innieigninni í bankanum og hvernig og hve nær hann hefir at' henni tekið. Þessar ávísanir geta auk þess gengið mann frá manni með ábekingum, þ. e. hver afsalandi ritar að eins nafn sitt aftan á ávísanina. Þetta sjá allir að er stórmikið við- skiftahagræði. Enda hafa margir þann sið, er komist hafa upp á það, að greiða varla nokkurn tíma fó af hendi, sem neinu nemur, öðru vísi en með slíkum ávísunum. Þeir gera bankann þann veg að gjaldkera sinum og reiknings- haldara, auk þess sem hann er peninga- hirzla þeirra, og hún öruggari en þeir hafa til sjálfir. Hér á landi á almenningur eftir að læra þá hagnýting bankans. Nú er kostur á henni. Og það er ekki hætt við, að slíkt hagræði verði ekki notað, þegar menn komast upp á það. Peningasendingavastur og sparisjóðs- bóka hverfur þá úr sögunni að miklu leyti. bankans við Hlutabankann, sem þá verður um samið jafnframt. Pröfessor Niels R. Finsen. Með afföllum. Stjórn Hlutabankans hefir góðar von- ir um, að þeim illu búsifjum verði af- lótt bráðlega, að seðlar hans séu feldir í verði erleudis. Hefir skrifað um það til Khafnar í sumar, og gerir ráð fyrir, að málið komist í kring í fyrirhugaðri utanför yfirbankastjórans, br. Schou, nú með næstu póstskipsferð. Þar koma nokkuð ti) greina önnur vi^skifti Privat- Dáinn er í Kaupmannahöfn 24. f. m. sá hinn langfrægasti maður af ís- lenzkum kynstofni annar en Albert Thorvaldsen (og Snorri Sturluson í fornöld). Hann fæddist í Færeyjum 15. des. 1860. Þá var faðir hans þar landfó- geti. Haun hót Hannes Steingrímur Ólafsson Finsen, og var sonur Ólafs yfirdómara Hannessonar biskups Finns- sonar biskups Jónssonar prófasts frá Hftardal Halldórssonar, en bróðir þeirra Yilhjálms heit. Finsens hæstaréttadóm- ara, Óla Finsens póstmeistara o.fl. Síð- arvarð hann stiftamtmaður í Rípum og dó þar fyrir nokkrum árum. Kona hans og móðir Níels Finsens var dönák. Niels Ryberg Finsen gekk hór í Reykjavíkur lærða skóla árin 1876— 1882, útskrifaðist það ár, og tók em- bættispróf í læknisfræði við Khafnar- háskóla 1890. Fám árum síðar fann hann læknis- ráð það, er hann varð heimsfrægur fyr- ir, við átumeini því < andliti (og víðar), er 1 u p u s nefnist og er einhver hin mesta voðaveiki, sem dæmi eru til, önnur en holdsveikin. (Hún mun vera óþekt hór á landi). Mein þetta hafði reynst alveg ólæknandi. Ráðið var, að láta svo nefnda kemiska ljósgeisla leggja á blettinn, sem átan lagðist í. Meira en helmingur þeirra (54°/0), er þetta var reynt við, urðu albata, og flestöll- um hinna (40%) batnaði til muna. Sá var árangurinn eftir fáein ár, og er mælt að slíkra viðbrigða só varla dæmi í sögu læknisfræðinnar um nokkra meinabót. Þar næst, og þó áður, fann hann ráð til að læltna bólu. Það gerði hann með rauðum ljósgeislum. Hann komst fyrir þetta hvorttveggja í tölu þeirra manna, er kallaðir eru velgjörðamenn mannkynsins, og var það viðurkenningarvottur þess, er Nobels- verðlaunanefndin dæmdi honum í vetur sem leið þess árs læknisráðaverðlaun, nær 150 þús. kr. Mikið af því fó lagði hánn til ljóslækningastofnunar- innar í Kaupmannahöfn, er reist var fyrir 8 árum og ber hans nafn, enda veitti hann henni forstöðu til dauða- dags. Sams konar stofnanir eru nú komnar upp víðs vegar um heim. En — sjálfun sór gat hann ekki hjálpað, þótt öðrum öðrum væri hann þessi mikla hjálpvættur. 'Hann hafði þjáðst lengi, 12—14 ár eða svo, af lifr- arveiki með vatnssýki, er varð þó ekki beint banamein hans, heldur bilun í hjartanu. Hann hafði verið mesta ljúfmenni enda hvers manns hugljúfi. Kvæntur var hann dóttur Balslevs biskups í Rípum, höfundar biblíusögu- kversins. Hún lifir mann sinn ásamt 3 börnum þeirra nngum, 1 syni 8 vetra og 2 dætrum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.