Ísafold - 12.10.1904, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.10.1904, Blaðsíða 3
267 Nýjar bækur. íslenzk-ensk orðabók eft- ir G. T. Zoega. Reykjavík 1904. (Sig. Kristjánsson). VIII+ 560 bls. L j ó ð m æ 1 i eftir Matthías Joc humsson III. bindi. Rvík 1604. (Dav. Östlund). 288 bls. Eislandbltiten. Ein Samm- elbuch neu isliindischen Lyrik von J. C. Poestion. Mit einer kultur- und literaturhistorischen Einleitung und erlatitendeu Glossen. Leipzig und Miinchen 1905 (Georg Möller). XLIV + 232 bls. Lofgjörð (úr Davíðs sálmum). Fyrir karla og kvenna raddir með undirspili. Eftir Sigfús Einarsson. Reykjavík (Guðm. Gamalíelsson). Jón jporkelson.dr. phil., r. af dbr. (rektor). Eftir Jón Ólafason. (Sérpr. úr Andvara 1904). 18 bls. Tíðindi frá kirkjuþingi. Tuttugasta ársþing hins evangeliska lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi. Haldið í Winnipeg, Manitoba, 24.—30. júní 1904. 46 bls. liatínuskólinn. Tala pilta er nú þar 63 að eins. í'ærri en verið hefir nokkurn tíma meira en 30 ár. Þeir voru helmingi fleiri, fyrir hór um bil 20 árum. Komust þá einu sinni einmitt uppj'126. En skóla- nám stunda raunar miklu fleiri en þetta í vetur, að kunnugra sögn á að gizka um 30 utan skóla. Fjórtáij, nýsveinar voru teknir í skól- ann í þetta sinn, þar á meðal 1 stúlka. Af þeim lesa þó þrír utan skóla. Tregt kvað ganga að fá kapelláninn í þýzkukensluna í efri bekkjunum. Helzt horfur á, að það lánist alls ekki. Það er rautialegt, að maðurinn skuli vera kominn í þessar ógöngttr, hinn setti yfirkennari, því raunalegra, sem honum er annars borinn bezti vitnis- burður, sem sjálfsagt má, og ísafold hefir vikið á áður hvað eftir annað. Sbr. skilnaðarvottorð það, er hann fær frá Flensborgarskólanum nú í blaðinu í dag, og er óefað rótt, eða að minsta kosti alt sem sagt er þar um mann- kosti hans, þ ó a ð meðfram muni það eiga að vera plástur á áverka þann, er sumir tala um að honum hafi veitt- ur verið fyrir það, er hanu fór að troða ✓ sér eða láta troða inn á meðal latínuskóla- kennaranna, og það meira að segja í efsta sætið þar. Það e r sitt hvað, að vera góður kennari við Flensborgarskólann — sum- ir segja ágætur, sumir mikið góður að mörgu eða flestu leyti, — eða við lat- ínuskólann. Við hann er heimtuð miklu meiri þekking yfirleitt, eins og sjálf- sagt er, og þ a r þykir nú einu sinni ekki minna boðlegt, nema í hæsta lagi í viðlögum, heldur en miklir þekkingar- yfirburðir yfir nemendur. Það þykir e k k i nóg að vera þeim jafnsnjall eða hafa verið það einhvern tíma, fyrir meira en 20 árum. Það er vitaskuld vottur um samvizku- semi mannsins, og kemur heim við aðra mannkosti hans, að hann vill gjarnan fá sig bættan upp með sór færari manni í aðalkenslugrein sinni. Það mundu ekki allir hafa gert. En hitt hefði þó verið enn meiri samvizkusemi, ef hann hefði aldrei gefið kost á sór í þessa stöðu, sem hætt er við að verði honum til tómrar mæðu, þratt fyrir bezta vilja. Konungkjöriiir þingmetin. það segja þeir nú afráðið í fullri alvöru, vildarvinir stjórnarinnar, að af gömlu konungkjörnu þingmönnunum verði ekki haldið nema tveimur, þeim Eir. Briem og Jul. Havsteen. Með því að töluverður vandi er á við land lækninn, bæði vegna fylgispektar og venzla, á að hafa það svo um hann, að hann beiðist undan endurkosningu fyrir ellihruraleika sakir. Vitaskuld getur hann þó því síður embættinu þjónað. En ekki er skift BÓr af því. Enda er enginn vafi á því talinn, að fyrstur hinna nýju konungkjörnu þing- manna eigi að verða maður, sem er uppgefinn við að þjóna embætti, nefnil. uppgjafarektor B. M. Olsen. Jón Ólafsson ritstjóri kvað sjálfur segjast eiga að verða konungkjörinn. f>á er Steingr. Jónsson sýslum. sagð- ur ráðinu í 3. konungkjörna sætið auða. Plástur á Pétur, er hinum bróðurnum er hafnað. Um hinn fjórða og síðasta., eða þá 6. konungkjörna, ef allir eru tald- ir, er enn nokkur vafi. jpað mun hafa átt einu sinni að vera bóndi, með því að Deuntzer gerði bónda að konung- kjörnum þingmanni skömmu eftir að hann komst til valda og þeir félagar. En bæði er þar fögur dönsk fyrir- mynd, ogannað hitt, að það ber óræk- an vott um alþýðlegan hugsunarhátt hins nýja íslenzka ráðgjafa, að lúta svo lítið að skipa íslenzkum bónda á bekk með stórhöfðingjum þeim, sem prýtt hafa að undanförnu þá hina ó- dauðlegu sveit. Og vitaskuld m á finna í hóp stjórnarmanna í bænda- stétt, þótt ekki séu ýkjamargir, e i n- h v e r n nógu vasaþjálan. En eftir síð- ustu ófarir ísfirzka prófastsins, sem gengið hefir tvívegis í dauðann fyrir ráðgjafann, er mælt að nú sé h o n - um ætluð sú lífsins kóróna, er ráð- gjafinn hefir þar vald á, og eigi hann að ganga í biskups stað á þingmanna- bekk. Hver efast um, að vel fari á því? Flensborgarskólinn var settur mánudag 3. þ. m. þar eru nú 57 nemendur, 13 í kennaradeild, og 44 í gagnfræðadeildunum báðum; það er nokkuru fleira en fyr hefir ver- ið; aðsóknin að skólanum hefir aukist ár frá ári að undanförnu, og að þessu sinni höfðu 70 alls sótt um inngöngu f hann. Síra Magnús Helgason setti skólann fyrir hönd skólastjóra, er lá sjúkur af fingurmeiui. Hann mintist að lyktum á burtför Jóhannesar kennara Sigfússonar frá skólanum, og hvað marga mjög mundu sakna þar vinar í stað, »því að um það hef ég heyrt alla eitt mæla, samkennara hans og lærisveina, að hann hafi ver- ið ágætur kennari, frábærlega ósérhlíf- inn og samvizkusamur, fjölfróður mjög, laginn að kenna og ljúfur í umgengni. |>ó mun hitt eigi hafa minna valdið um ástsæld bans hér, hve sannur og hollur vinur hann reyndist jafnan læri- sveinum sínum, svo að þar áttu þeir athvarf í flestum greinum, sem hann var. ]?eir> sem eiQhvern tíma hafa reynt það, að dvelja umkomulitlir og ókunnugir langt frá átthögum og for- eldrahúsum, geta bezt skilið, hvers virði það er, að eiga slíkt athvarf hjá kennara sfnum. Lærisveinar Jóhann- esar hafa borið orðstír hans og vin- sæld út um land, og vafalaust hefir það meðal annars stutt að því, að auka aðsóknina að skóla þessum; má því ætla, að jafnvel nýkomnir nem- éndur sakni hans. Eg er því viss um, að eg mæli það eitt, sem oss er öllum í hug,er egnú sendi honum héðan innilega þökk fyrir starf hans hér og þá einlægu ósk, að hin samaheillog blessun fylgi honum og starfi hans framvegis við skólann þar sem hann er nú kominn.t Allir viðstaddir guldu samkvæðivið þessum orðum með því að standa upp. Ritsíminn. Til starfa á ritsímÍDn fyirhugaða að taka 1. okt. 1906 í síðasta lagi. f>ví hefir Ritsímafélagið heitið. Tiltekið hámark fyrir verði á milli- landasímskeytum hefir verið sett í samninginn; það haft er á valdi sam- göngumálaráðgjafans danska í þeirri grein, og var þess eigi getið í skýrslu Khafnarblaðanna, er ísafold hafði fyr- ir sér um daginD. f>að gildir 5 ár. f>á á það atriði að endurskoðast og nýr samningur gerður um það. Ekki er það hámark gert heyrurn kunnugt að svo stöddu. Ný.ju stjórnai'blaði fullyrða þeir að von sé á, sem stjórn- inni eru handgengnastir. Kaup gerð við væntanlegan ritstjóra, samið um kaup hans, og kaupavinnan vandlega til tekin. Með nýári kvað blaðið eiga að byrja í síðasta lagi. Stjórninni þykir »öfugi penninnn duga sér miðlungi vel; finst sér vera lítið lið að »heimskustu heimskunni á Fróni.« Dáin er erlendis nýlega (í Khöfn) kona Arn- ljóts prests Ólafssonar í Sauðanesi, frú Hólmfríður f>orsteinsdóttir prests á Hálsi Pálssonar. Hún fór utan í sumar að leita sér lækninga við meinsemd. Gáfuð merkiskona, sem þær systur. f>au hjón áttu mörg börn á lífi uppkomin. Skipstrand. Fyrra sunnudag, 2. þ. m., rak upp kaupskip á Vogavík, í landsunnan- aftökum og brimi. f>að hét Fjallkon- an, um 100 smálestir að stærð, skip- stj. Waardahl, sá hinn sami og stýrði Reykjavíkinni fyrir nokkrum árum, og var skipið eign hans og Bj. Guðmunds- sonar timbursala. f>að var hingað á leið frá Norvegi með viðarfarm til trésmíðaverksmiðjunnar í Hafnarfirði. Skipverjar komust á land við illan leik og náðu með sér sumum farangri sínum að eins. Uppboð í dag á skipi og farrai. Gufubátnum Oddl frá Eyrarbakka á að hafa hlekst eitthvað á í Grindavík sunnudaginn var (9. þ. m.). Fréttir af því ógreini- legar að svo stöddu. Læknaskólanemendur eru nú 14. Þeirra eru 4 nýir: Guðmundur Guðfinnsson, Gunnlaugur Þorsteinsson, Jón Kristjánsson og Magnús Pétursson. Prestaskólanemendur eru nú 9. Þeirra eru 4 nýir: Bogi Benediktsson, Har- aldur Þórarinsson, Jóhann Briem (frá Hrunaý og Jóhann Gunnar Sigurðson. Við ísafjarðardjúp utanv. 1. okt. Fátt að frétta, nema mislingar eru nú hér vist útdauðir. Tið hefir verið hér góð þar til i gær, gerði norðan kafaldsbyl, svo nú er alhvitt til sjóar. Aflalaust hér við djúp. Þrjú skip til hákarlaveiða frá vesturl. i suinar (2 frá ísaf., 1 frá Önundarf.): Arthur og Fanny (skipstj. Jón Pálsson, Hnifsdal) fekk 669 tunnur lifrar, Emma (skipstj. Helgi Andrésson) 326, og Geir frá Önundarf (skpstj. Ingibjartur Sigurðsson) 611 tunnur. Ferð um Holland. Eftir Tliora Friðriksson. IV. Frá Bergen ókum við til annars þorps, er heitir Schoorl og er þaðan i norður. Alstaðar lýsir sér sami þrifnaðurinn og sama velmegunin. Húsin eru öll eins og þau væru ný- lituð, og spegla má sig í hverjum glugga. þorpið liggur líka á einstak- lega fallegum stað, neðan undir háum, hvítum sandhólum, er verja allar strendur Hollands; bæði Bergen og Schoorl standa skamt frá sjó. þó er sandhólagirðingin hvergi eins breið eins og einmitt á þessum stað (5 rastir), og tókst okkur því ekki að sjá á haf út, þó að við færum upp á hæsta sandhólinn hjá Sehoorl, um 200 feta á hæð. Ferðinni var ekki heitið lengra þann dag, og létum vér vagninn aka tóman aftur til Bergen, en gengum sjálf, til þess að geta skoðað hólana betur. Aður en við lögðum á stað, fórum við samt inn í veitinga- hús til þess að hressa okkur, og feng- um þar drykk, er Hollendingar nefna advocat og mælt er að enginn kunni að byrla nema þeir. Hann er búinn til úr eggjum, mjólk, sykri og rommi. Hollendingar kalla sandhólana de Du- inen. Um þá er aagt, að þeir eigi vindinn fyrir föður og hafið fyrir móð- ur. þ>að er og greinileg skýring á, hvernig þeir eru til orðnir. |>eir eru eins og breiðir virkisgarðar fyrir landi; það er víðast hvar lægra en yfirborð sjávar (í krÍDgum Amsterdam t. a. m. er mismunurinn tíu fet). þar sem náttúran hefir brugðist, hafa mennirnir orðið að reisa sjálfir varnarvirki gegn ofurefli sjávargangs, svo sem t. d. í eynni Walcheren. En þó að sand- hólarnir séu ómissandi fyrir landið, þá geta þeir einnig orðið nokkuð nærgöng- ulir og flutt sig heldur langt frá sjó En það er Hollendingum illa við. ]?eir reyna því að hefta sandfokið með öllu móti. Yzt við sjóinn gróð- ursetja þeir eins konar mel (marbálm), en skógartré, er lengra dregur frá sjó. Einmitt milli Bergen og Schoorl er þvílík gróðrarstöð, og eru trén orðin þar há og miklu beinvaxnari en í líkum gróðrarstöðvum í sandhólunum á Jótlandi, sem ég sá fyrir 6 árum. Er það eins og í Danmörku fyrir at- orku einstakra manna, að skógræktun- arfélög hafa komist á; og láta allir sér ant um að styðja þau, því Hollending- ar eru fyrirmynd annarra þjóða að atorku og gefast aldrei upp í barátt- unni við höfuð8kepnurnar. f>að hefir oft verið sagt um Holland,. að náttúran þar sé svo ljót og leið- inleg, landið svo flatt, skurðirnir svo þráðbeinir o. s. frv. En þó hafa ef til vill hvergi f heirai verið gerðar eins fallegar landslagsmyndir eins og einmitt á Hollandi. Mér fanst eg skilja það þetta kveld, er eg kom upp á hólana við Sehoorl, því eins og eg hefi aldrei séð myndir eins líkar nátt- úrunni og hollenzkar landslagsmyndir (eftir R u i s d a e 1, van der Neer,. Hobbema o. s. frv.), eins hefi eg aldrei séð náttúru jafnlíka mynd eíns og þá í Hollandi. |>egar gott er veður þar, varpar birtan einhverjum undra- verðum silfurljóma yfir alt, og allir litir eru svo mjúkir og þýðir. Landið er flatt, það er satt; en yfir það er breidd grænblómofinábreiða.lögðsilfurböndum, og á henni reist snotur lítil þorp, þar sem kirkjuturninn gnæfir hátt yfir hin húsin, ótal vindmylnur og einstakir bóndabæir. f>orpin eru fá að tiltölu, því hollenzkir bændur vilja helzt hafa alt hver út af fyrir sig. Bújarð- irnar eru stórar og bæudur auðug- ir. Húsakynni hvarvetna eins, stórt

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.