Ísafold


Ísafold - 22.10.1904, Qupperneq 1

Ísafold - 22.10.1904, Qupperneq 1
Xenmr út ýmist einn sinni eða tvisv. i vikn. YerÖ árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa l'/s doll.; borgist fyrir miÖjan ’úlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin viö áramót, ógild nema komin aé til átgefanda fyrir 1. október og kaup- andi skuldlans við blaðið. Afgreiðsla Austurstræti 8. XXXI. arg. Reykjavík laugardagiiin 22. október 1904 69. blað. JtuAéadi jWaAýaAMv . 0. 0. F. 8610288'/, Gufub. Beyk.iavík fer npp i Borg- arnes 2S. okt., 10. og 19. nóv., 6. og 15. des.; kemur við á Akranesi i hverri ferð. Suður (til Keflavikur o. s. frv.) fer hán 4., 23. og 28. nóvhr., og 20. des. Fer alt af 11. 8 árd. Angnlœkning ókeypis 1 oe 3. þrd. I hverium mán. kl. 2—3 i spitalanum. Forngripasafn opið á m vd. oe 14 11—12. Hlutabankinn opinn kl.10—3 og 61/,—71/,. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- -in á hverjum degi kl. 8 árd. til ki.lOsiðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 81/, siðd. Landakotskirkja. Ouðshjánusta kl. 9 •ug kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspitali opinn fyrir sjákravitj- vendur kl. 10‘/,—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag 11. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafit upið hvern virkan dag ii. Ií—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnid opið á þrd., fimtud. og ld. kl 12—1. Tannlœkniny ókeypisí Pósthússtræti 14b 1 og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Breyting á kosningalögunum. Ekki þarf neitt að kippa sér upp við það, þótt stungið sé upp á að breyta eitthvað kosningalögunum nýju á næsta þingi. Slíkt er altítt um Jagasmiði alþingis. — Kosningalögin eru allmikið nýmæli, og ekki tiltöku- mál, þótt reynslan leiði í ljós ein- hverja smíðagalla á þeim. Til þess hafa þessar aukakoaningaríaumar orðið, og unnið þar meðnokkurt gagn óbein línis, auk hins, er þær hafa gert bein- línis: að sýna megna óánægju þjóðarinn- ar yfir hinni nýju stjórn, bæði vegna hinnar ólöglegu akipunar ráðgjafans og annars. f>ví var hreyft á þingmálafundi í þessu kjördæmi, höfuðstaðnum, hve kjördagur væri óhentuglega valinn fyr- ir kaupstaðakjördæmin og sjávarsveit- ir, vegna hins mikla fjölda kjósenda, sem þar eru frá heimilum sínum í öndverðum september. |>ar væri miklu hentugra að hafa kjördag mánuði sið- ar. f>að er að eins landbúnaðar- sveitirnar, sem 10. sept. er mikið hentugur. f>inginu þótti nauðsynlegt, að hafa sama kjördag um land alt, aðallega vegna þess, að þá væri ekki hægt fyrir fallna frambjóðendur, að stökkva úr einu kjördæmi 1 annað. En því hugkvæmdist ekki það ráð, sem yfirdómari Jón Jensson kom með í sumar: að setja sama timatakmark (13. ágúst) fyrir framboðum í öllum kjördæmum landsins, þótt kjördagur væri ekki hinn sami, heldur annar í landsveitum en kaupstöðum og sjáv- arplássum. Annað, sem rétt væri að breyta, ef farið væri að hreyfa við kosningalög- unum á annað borð, er að vera ekki að hafa tvöfalda kjörstjórn nema þar sem kjörstaðir eru fleiri en einn í kjördæmi. Annars er það tómur hé- gómi, bvo sem í kaupstaðakjördæmun- um öllum, nema Reykjavík, verði henni skift í regluleg undirkjördæmi, sem e k k i var gert í sumar. Enn er eitt, sem ómissandi er að umbæta. f>að eru fyrirmælin um kjörfundar- artímann. f>au voru látin standa óbreytt frá því sem var í eldri lögunum. f>etta, að slíta kosningu hálfri stund eftir að kjósendur hætta að gefa sig fram í striklotu, og séu 2 stundir liðnar frá kjörfundarbyrjun. En sú regla er al- veg úrelt og óhafandi. Hún er mið- uð eingöngu við hagræði kjörstjórnar- innar, og á vel við þann hinn gamla hugsunarhátt, að embættismenn séu drotnar lýðsins, en ekki þjónar hans. Með því lagi eiga kjósendur mjög und- ir högg að sækja að komast að því að kjósa. f>eir eru á nálum um, að þá og þegar sé lokað fyrir þeim náð- ardyrunum. f>eir verða að standa á verði svo og svo lengi til þess að vera öruggir, og vinna margir það ekki til, heldur hverfa frá, þegar mikil er ösin við kjörsalsdyrnar, og koma annað- hvort alls ekki aftur eða þá ekki fyr en um seinan. f>að er mörgum minn- issætt, hvernig hér gekk í sumar. Rétta tilhögunin er sú, að kjörfund- arstaðurinn sé opinn a 11 a n d a g- i n n, frá morgni til kvelds, t. d. kl. 9—9. f>að eru kjósendur, sem eiga að réttu lagi að geta haft sem mesta hentisemi, komið þegar þeir eiga hæg- ast með, og að þuría ekkert að sér að ugga. f>eir eru ekki til vegna kjörstjór- anna, heldur kjörstjórarnir vegna þeirra. f>að er og tiltekið í lögunum, að ekki þurfi að vera við að staðaldri nema 2 kjörstjórar, af 3; þeir geta því skifst á um að víkja sér frá, til mál- tíða eða annars. Kjósendum á að vera jafnlítill ó- maksauki og tímatöf að skjótast á kjörstaðinn og greiða sitt atkvæði eins og að skreppa í búð. f>eir gera það þá einhvern tíma dags, þegar bezt stendur á fyrir þeim hverjum fyrir sig. Hitti þeir fyrir mikla ös, hverfa þeir frá að sinni. Og vitaskuld má ekki hætta að taka við atkvæðum, þótt kveld sé komið eða tiltekinn lokatimi (t. d. kl. 9), ef kjósendur gefa sig þá enn fram í striklotu. f>es8a er vitaskuld helzt þörf í fjöl- mennum kaupstaðarkjördæmum, að svo stöddu aðallega hér í bænum. En al- veg eins væri það hið eina rétta í öðrum kjördæmum, að ætla rneiri hluta dags til kosningarathafnarinnar, t. d. kl. 10—5 eða svo. f>að er þeim mikið hagræði, sem langt eiga að, og eyðir þar sem ella allri óvissu um kjörfundarBlit. Fleira mætti laga, orða betur o. s. frv. í lögunum, ef til kemur, þótt ekki sé lengra út í þá sálma farið að svo stöddu. Hið nýja stjörnarblað. f>eir sprungu á því, stjórnarmenn, að koma sér upp nýju málgagni af sjálfs sin rammleik. Fyrst átti að byrja á því í septbr. og koma því út um land með síðustu ferð strandbátanna. En er það lánaðist ekki, var áform- ið að láta það byrja með nýárinu í siðasta lagi, eins og getið var um dag- inn í ísafold. Alt gekk það samt í basli, og ekki annað sýnna orðið en að hætta yrði við alt saman. Trú stjórnarmanna sjálfra á fyrirtækið ekki sterkari en það. Vildu margir hlífa sér við að kasta fé sínu á glæ. f>á fá þeir augastað á auglýsinga- blaði kaupmannahlutafélags hér í bæn- um, er nefnist Reykjavík og Jón Ó- lafsson stýrir. f>að átti að vísu upp- haflega að sneiða gersamlega hjá öllu flokksfylgi í landsmálum og flytja hér um bil eingöngu fréttir, einkum verzl- unarfréttir. Ýmsum félagsmönnum lík- aði það illa, er út af því brá og rit- stjórinn gerði það að málpípu ráðgjaf- ans nýja, með svæsnum deilum við þá, sem vildu ekki skipa sér undir hans merki orðalaust. f>ar kom að lyktum, að fá skyldi nýjan ritstjóra, er hlýðnaðist betur fyrirmælum eigenda blaðsins og upphaflegri fvrirætlun þess. En þá skárust stjórnarliðshöfðingj- arnir í leik. f>eir voru uppgefnir við hið fyrirhug- aða nýja blað, og sáu sér eigi annan kost vænni en að reyna þá að krækja í Reykjavíkina til ótakmarkaðra um- ráða, og fá því þá ráðið um leið, að þar yrðu engin ritstjóraskifti. f>að var þjóðráð, að láta aðra kosta fyrir sig útgáfu blaðsins og eiga þó sama sem í því hvert bein, sem kallað er. En til þess þurfti bæði fylgi félaga- stjórnarinnar, eða meiri hluta hennar, og jafnvel meiri hluta félagsmanna á fundi, ef svo slægist. Hér segir ekki af því, með hverjum hætti skyndileg áttaskifti urðu hjá meiri hluta félagsstjórnarinnar. Hitt er víst, að þegar á fund kom, áttu stjórnarmenn þar öfluga talsmenn, sem þeir voru, formaður og annar meðstjórnandi hans. f>að er eftir formanni haft þá eða um þær mundir, sem lengi mun í mincum haft, að hyggilegast væri fyrir kaupmanna- stéttina að fylgja stjórninni, og yrði umskifti á henni, þá að söðla óðara um, sem kallað er. En miklum and- mælum sætti það heilræði þó, og mundi hafa illa farið fyrir stjórnar- mönnum, ef lands8tjórnar»móðurbróð- irinn« þjóðkunni hefði eigi »bjargað landinu« að vanda, og trygt sér meiri hluta á fundinum með þeim hætti, að hann fekk með fulltingi formanns inn í félagið 5 nýja menn, er hann mun hafa vitað sér taumliðuga; það voru 2 bankaþjónar hans, einn fyrverandi bankaþjónn hans, sem séjústizráðið frá hinum bankanum, er hann lánaði rétt í það sinn, og svo 2 borgarar aðrir. Með þeim liðsauka vann hann slig á kaupmannameirihlutanum í fé- laginu, er var og er þeirrar eðlilegu skoðunar, að viðskiftahylli verzlana sé bezt borgið með þvf, >’ð eiga sem minstan hlutílandstjórnarflokkadeilum. f>að hafðist fram þann veg á fundi fyrnefnds hlutafélags nú fyrir fám dögum, með 17 : 13 atkv., sem var mergurinn málsins: að Landsbanka- stjórinn sæti fyrir kaupum á 2/s hlut- um af höfuðstóli félagsins og þyrfti þvi ekki nema örfá atkvæði í viðbót til þess að ráða þar gersamlega lög- ura og lofum. f>ar með er áminst kaupmannablað orðið skilmálalaust stjórnarmálgagn, þ ó a ð á að gizka sjálfsagt 9/10 hlut- um kaupmannastéttarinnar hér í bæn- um muni samt vera það um geð held- ur en hitt, og margir þeirra mjög óá- nægðir yfir því. Lagarfljótsbríiin. Við hana var lokið nokkurn veginn í f. m., loksins, og hún opnuð til um. ferðar 21. f. mán. f>að er langlengsta brúin á landinu, 480 álnir. Ölfusárbrúin er 180 álnir alls (þó að eins 120 yfir sjálfa ána), og f>jórsárbrúin hér um bil eius, — hafið yfir sjálfa ána þar 128 álnir. Brúarendarnir liggja á rúmlega 5 álna háum steinstöplum límdum. Frá þeim liggja langir upphlaðnir vegarspottar niður á jafnsléttu, 5—6 álna báir mest, 70 álna langur sá að norðanverðu við fljótið, og hinn eigi skemmri en 300 álnir. Nyrðri vegar- spottinn er hlaðinn' úr grjóti að mestu, en hinn úr sniddu. LJndir brúna eru 6 álnir trá lægsta vatnsborði, en 18 þml. að eins frá því, sem fljótið verður mest í vatnavöxt- um. Brúin er 4 álnir á breidd, eins og brúin á Ölfusá. Breiddin á f>jórsár- brúnni er ð'/4 alin. f>etta er fastabrú, en ekki hengibrú, eins og þær á f>jórsá og Ölfusá, og und- ir henni 29 tréstólpar með 16 álna milli- bili. í hverjum tréstólpi eru 2—3 staur- ar, sem reknir eru niður í fljótsbotninn, eigi skemuren 20—25 álnir sumstaðar; svo er mikil leðjan í botninum, mest jökulleðja. Ofan á þessa stólpa eru lagðir járn- bitar eftir endilangri brúnni, 2 í breidd- ina, og þar ofan á þvertré með 1 álnar millibili; á þau þvertró er sjálft gólfið lagt, úr plönkum. Handrið úr járni eiga að vera með fram brúnni beggja vegna, lx/2 álnar há. Ekki var komið upp nema annað handriðið, er brúin var opnuð til um- ferðar, og gólfið ekki lagt í fullri breidd; enda hvorki steinstöplarnir við brúar- endana fullgerðir né vegarkaflarnir upp frá þeim. Til hlífðar tréstólpunum í ísreki eiga að vera ísbrjótar svo nefndir upp frá þeim, 28 að tölu. En þeir koma fæst- ir fyr en að sumri, hvernig sem á þvf stendur; að eins 4—5 búist við að komið verði fyrir í haust. f>á má landssjóður biðja um góðan vetur. Ella við búið, að ísrek fari með brúna þá þegar vegar allra veraldar. En því má hann illa við, slfk ógrynni fjár sem brú þessi hefir þegar kostað, fyrir hin og þessi óhöpp, eða þá hand- vömm brúarsmiðanna meðfram.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.