Ísafold - 19.11.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.11.1904, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eOa tvisv. i vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa l1/* doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé tii útgefanda fyrir 1. október og kaup- andi sknldlans við blaðið. Afgreiðsla Austurstrœti 8. XXXI. árg. Reykjavlk laugardaginu 19. nóvember 1904 73. blað. JtwiiadijWa'ujaAMi 1. 0. 0. F. 86ll258‘/2 0. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. i hverjum mán. kl. 2—8 i spltalanum. Forngripasafn opið á mvd. og Id II —12. Hlutabanki nnopinnkl.10—í!og6'/j—7'/a. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- iln á liverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd. Almennir fundir á hverju fiistudags- og annnndagskveldi kl. 8*/» siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 ag kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspltali opinn fyrir sjúkravit- jsndur k). IO'/j—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafii opið hvern virkan dag *). 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud og ld. kl. 12—1. Tannlœkning ókeypisiPósthússtræti 14b 1. og ð. mánud. hvers mán. k). 11—1. Gufubáturinn Reykjavík fer upp i Borgarnes 6. og 15. des. ; hann kemur við á Akranesi i hverri ferð. Snð- ur (til Keflavikur o.s. frv.) fer hann23 og 28. nóvhr., og 20. des. Fer alt af kl. 8 árdegis. Leikfélag Reykjavíkur leikur á morgun. IS* Sjá götuauglýsingar. |"|eRMEÐ leyfi eg mér að biðja þá, sem ekulda fyrir organspil í dóm- kirkjunni, að borga mér það sem fyrst. Krisján J> o r g r í m s s o n . Leikfélag Reykjavikur. Aftubgöngub (Hinb. Ibsen). Leikfélagið á mestu þökk og heiður skilið fyrir að hafa ekki einungis ráð- ist í það þrekvirki, að sýna eitfc binna tilkomumestu snildarverka Hinriks lb sens í leikritmensku, Afturgöngur, heldur að bafa leyst það ekki lakara af hendi en það gerði við fyrstu tilraun, núna á helginni er var. Og f því lofi á leikkennarinn í þetta sinn, kand. Jens Waage, vafa- laust mesta ítölu. |>að er mikið starf, gem þar liggur eftir hann, og það ærið vandasamt. Tíminn þó furðu- stuttur. Yiðbrigðin að sjá og heyra svona sjónleik eða vanalegt léttmeti, — þau eru ekki neitt smáræði. j>að er líkt og að koma úr timbur- kofa inn í marmarahöll. Yfirburðir slíks mikilmennis í leik- sagnalist sem Hinr. Ibsens eru þeir eigi hvað minstir, hversu andlegur skapnaður manna þeirra, karla og kvenna, er hann leiðir fram á sjónar- sviðið, er skýr og samstæður, sjálfum sér samkvæmur og smíðisbrestalaus, eius og höggvinn væri í marmara, en þó mannlegt hold og blóð frá hvirfli til ilja, auðþekt hvar sem er og eng- um torskilið, þótt fjarskylt kunni að vera. Skáldið er ekki síður spekingur en listamaður. Hann er hjartnanna 0g nýrnanna landkönnuður, ef svo mætti að orði kveða. Margt ber hon- um þar fyrir sjónir, og margt leiðir hann öðrum fyrir sjónir. En alt kannast þeir við það vel, þótt ekki hafi fyrir þá borið áður nema sumt. Fyrir því er öðrum þræði hægra að breyta sér i ham þeirra manna, er skáldsnillingar Bkapa í huga sér og bregða oss fyrir sjónir, heldur sam- kynja hugsmíði eftir liðleskjur eða viðvaninga í skáldmeDt. |>ar á það heima um meira en orðalagið, að eitt rekur sig á aunars horn. En hitt er það, að meira er og í húfi, ef ham- skiftin takast ófimlega. jbað er annað snildarmark á þvi, sem stórskáld láta frá sér fara að jafnaði, að svo finst þeim, er sér eða heyrir, sem þar sé engu orði ofaukið og ekkert vantalað. Svo er þar vand- lega í hóf sfcilfc um orð og gjörðir. Eins og hnitmiðað sé niður, hvað þarf og ekki þarf til þess, að hugsjón skáldsins íklæðist viðeigandi holdi og blóði. Hinrik Ibsen valdi sér framan af helzt söguleg yrkisefni. |>ess kyns eru Víkingarnir á Hálogalandi og Konungsefnin. En þá snerist hann að aldarháttum sinnar samtíðar og tók til að stinga á hinum og þessum kýlum á mann- félagslíkamanum, ýmist í sínu landi eða hvar sem er. Afturgöngur eru ein slík á- stunga. Kýlið, 8em þar er átt við, er svo vaxið, að í þann fcíð, er skáldið fór að bera að því tæki sín, þótti ekki meira en svo vel við eiga að hafa það í hámæli. Ritið ætlaði hvergi að fást leikið, og varla að það þætti fram- bærilegt umtalsefni í heiðvirðu sam- kvæmi. Nú, eftir tæpau fjórðung aldar, fæst enginn maður um það framar, ekki af því, að fólk sé ósiðiátara nú en þá, heldur hinu, að það er orðið dálítið ómyrkfælnara. Almenningur hefir vanist töluvert a f teprulegri glámskygni og á heilskygnum mönn- um samboðinn greinarmun á sönnu siðgæði og vanahjóms-sið 1 æ t i. Afturgöngur eru aðallega kyu- fylgjur-harmleikur. |>ar er eins og þrýst sé með logandi járni inn 1 með- vitund manna, hvern líkamlegan og andlegan ófarnað niðjar geta átt upp á siðspilta og léttúðuga feður. Rann- sóknir þar að lútandi voru mjög uppi á baugi í læknaheiminum í þann tíð. |>að verður hverjum hugsandi manni ósjálfrátt, þeim er les vönduð leikrit með athygli, að hann skapar í huga sér eitthvert ákveðið gervi haDda öll- um persónum leiksins. Svona hafði eg hugsað mér hann (eða hana); eða: svona hafði eg ekki hugsað mér hann, — 8egja þeir þá, er þeir sjá ritið leikið. Ekki þ a r f sá dómur að vera að marki hafandi til áfellis eða stuðnings skilningi og meðferð leikandans á hlutverki hans. Enda verður þar oft svo margt sinnið sem skinnið. En fyrir það fá þó einmitt leikendur yfir- leifcfc orð á sig, að þorri áhorfenda, einkum hinir skynbeztu, segja um hann eða þá, er þeir leika í hvert sinn : svona hafði eg hugsað mér hann, eða þá jafnvel: hann er b e t u r sýnd- ur en eg hafði hugsað mér. Mikil umhugsun, mikil vandvirkni og nákvæmni lýsir sér í framkomu prestsins (Manders) hér á leik- sviðinu (J. W.). Gervinu er haldið einstaklega vandlega allan leikinn. Alt, sem hann segir og gerir, er f fullu 8amræmi við þetta gervi. En — er hann ekki heldur karlalegur, sí-alvarlegur, óinnilegur, nærri stein g6rvingBlegur? Ætti hann ekki að vera örari í bragði, kviklegri, berandi menjar þess, að hann hefði verið nokkurt glæsimenni á yngri árum, þegar frú Alving leizt á hann? Ætl- ast ekki skáldið til, að hann taki á sig hið hálf-strembna kennimanns- gervi, þegar hann fer að tala við frú Alving sem prestur, ensé öðru vísi endrarnær, með öldurmannlegum og þó hálf barnslegum blíðusvip, sem lýsir sakleysi og auðtrygni, og er glað- legur, þegar það á við, — hann, setn er svo fljótur að láta sér bregða (vikna) við Parísea-brellur trésmiðs-ódráttarins? Frú Alving er mikið sæmilega leikin (frk. G. H.), einkum þar sem móðuráscin lætur mest á Bér bera. Lát- bragð dágott og allvel við eigandi yfir- leicfc, og tal áheyrilegt. J>ó var eins og hún nyti sín ekki vel í 1. þætti; en ekki að marka í fyrsta sinn. Frú Alving er kvenskörungur, mædd og reynd hefðarkona, hefir hugsað meira og ógrunnfærilegar en títt er um konur. |>ví þart' að heyrast sem mikið búi niðri fyrir, mikil reynsla og þar við studd gagnhugsuð lífsskoðun, er hún minnist á æfikjör sín, m. m. Orðin þurfa þá að hrjóta henni af vörum eins og undan fargi, úr instu hugar- fylgsnum, með lítilsvirðingarblæ við hjómi heims og máli manna. En alt það virðist þessum leikauda vera held- ur svo ofurefli viðfangs. |>að fer ekki hjá því, að O s v a 1 d hefði lánast hr. J. W. langbezt allra leikanda hér, líklega prýðilega. f>að er hann (Osv.), sem áhorfendum finst mest til um, þá tekur aárast cil,—sakir raunalegra forlaga hans og honum að miklu ósjálfráðra, — líklega Dærri því hvernig sem hann er leikinn. Hr. G. T. gerir það og dável. Hann bagar nokkuð óskýrt málfæri. Varmensku-bragurinn er ríkari á Jakob Engstrand hjá hr. Er. G. 6D volið, lymskan og hræsnin, sem virðist þó vera höfuðeinkenni hans hjá skáldinu, og veldur því, að prestur glæpist á honum hvað eftir anuað. Annars er hann vel leikinn. Sá leik- andi talar hverjum manni skýrara á leiksviði, og er það mikill kostur. Begina fer frk. L. I. mikið vel úr hendi, nema að sumu leyfci í síð- asta atriðinu, þegar hún umhverfist. f>ar þarf að bera meira á kaldlyndi hennar, léttúð og ófeilni. En sannar- lega er sú vansmíð fyrirgefanleg ungri stúlku. Vissulega hefir leikfélagið leyst Torfalögin með þessum leik. f>að er stór framför að honum og því stórfer fram á honum. Hann tekst sjálfsagt betur á morgun (og síðar) en fyrst, þótt vel væri og vonum framar miklu. Enda er svo um áhorfendur, að þeir þurfa að sjá hann 2—3 sinnum, ef hafa eiga hans full not. Fyr skilja þeir hann alls ekki til hlítar, séu þeir honum áður ókunnir. J>es8 skal getið um þýðinguna á þessu snildarverki (Gengangere), sem vera mun eftir cand. mag. Bjarna Jónsson (frá Vogi) og gerð í flýti, að hún er að heyra góð og vönduð yfir- leitt. Fáein veruleg mállýti geta ver- ið að kenna leikanda (og ekki þýð- anda), enda verða þá sjálfsagt löguð eftirleiðis, eða hvort heldur er. Bókmentafélagið. Nýmœli 1 Hafnardelldinni. |>riðjudaginn 11. okt. 1904 var hald- inn aukafundur i deild hins íslenzka Bókmentafélags í Kaupmannahöfn. Forseti (dr. Valtýr Guðmunds- son) mintist þar fyrst látinna heið- ursfélaga, prófessoranna Niels R. Einsens og W. Fiske, og gat því næst um, hverjar bækur félagið hefði gefið út þetta ár: Bókmentasögu ísleudinga (1. h.) eftir próf. Finn Jónsson og Landfræðissögu íslands (IV, 2) eftir próf. f>. Thoroddsen, sem þar með væri lokið. Hann lét þess og getið, að stjórn deildarinnar nefði gert ráðstafanir til að framfylgja betur eftirleiðis fyrir- mælum laganna (10. gr.) um að birta nýútkomnar bækur félagsins í blöðum og tímaritum, og krefja þá menn bréflega, er skulda félaginu, en víkja þeim úr því, ef þeir þrjózkast við að greiða tillög síu (33. gr.). Nú væri tala félagsmanna sam- kvæmt skýrslunum rúmlega 400, en þar væru margir taldir, sem ýmist hefðu fyrirgert félagsrétti sínum með skuldum eða væru á annan hátt komn- ir úr félaginu. |>etta væri nauðsyn- legt að leiðrétta. Hann gat þess og, að nauðsynlegt væri að reyna að koma á samræmi og festu í stafsetning á bókum félagsins, og jafnvel að endurskoða lög þess, sem í sumum greinum væru orðin úrelt og lítt framkvæmanleg, eftir því sem nú væri komið hag fólagsins. f>á var tekið til meðferðar málið um breyting á útgáfu Tímarits félags- ins og Skírnis og lesið upp álit nefnd- ar, er skipuð hafði verið í því. Fund- urinn ályktaði eftir tillögu stjórnarinn- ar, að vísa því máli algerlega frá sér og mótmæla harðlega aðferð Reykja- víkurdeildarinnar við að ráða því til lykta. Samkvæmt tillögum nefndar var samþykt að gefa út íslandslýs- i n g (30—40 arkir) eftir próf. f>. Thoroddaen, er hann hafði boðið deild- inni til útgáfu. Til að segja álifc sitt um annað rit- tilboð frá sama höfundi, eins konar framhald á ritinu um jarðskjálfta á Suðurlandi, er skýrði frá jarðskjálftum í öðrum landshlutum, var skipuð 3 manna nefnd.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.