Ísafold - 19.11.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.11.1904, Blaðsíða 2
‘290 Samkvæmt tillögum sijórnarinnar á- lyktaði fundurinn að deildin akyldi atofna og gefa út ritsafn, er nefnist Alþýðurit Bókmentafélags- i n s, og komi út í stærri eða minni heftum eða bæklingum, eftir því sem efni og ástæður leyfa. I safn þetta skal taka hvers konar ritgerðir, er miðað geta til almennra þjóðþrifa, verið mentandi og uppörvandi og vak- ið n^enn til íhugunar á nauðsynlegum un^bótum bæði í andlegum og verk- legum efnum. Sem dæmi þessa nefn- ir ályktunin : 1. Um uppgötvun og hagnýting nátt úruafianna. 2. Um náttúrufræði, landfræði, þjóð- fræði og mannfræði. 3. Um heilsufræði og varnir gegn\stór- sóttum, 4. Um þjóðfélagsfræði og mannrétt- indi. 5. Um atvinnumentun og verklegar umbætur. 6. Um fjármál og skattamál. 7. Um skólamál og uppeldisfræði. 8. Um bókmentir og listir. 9. Um samgöngumál og póstmál. 10. Um bjargráð og íþróttir. 11. Æfisögur þjóðskörunga, sem orðið geta til uppörvunar og fyrirmynd- ar fyrir æskulýðinn. pá samþykti fundurinn og sam- kvæmt tillögum stjórnarinnar, að deildin skyldi heita þrenns konar verðlaunum fyrir þrjár hinar beztu skáldsögur eða leikrit með efni úr íslenzku nútíðarlífi eða sögu þjóðarinnar, er bærust stjórn deildar- innar fyrir 1. jan. 1906, og dæmd væru verð verðlaunanna af 3 manna dómnefnd. Handritin séu eign höf- undanna, en deildin áskilur sér út- gáfurótt til þeirra gegn venjulegum ritlaunum. Verðlaunin eru þessi: 1. verðlaun: 300 kr. (200 kr. í peninguir og 100 kr. í bókum og upp- dráttum félagsins, eftir vali þess sjálfs, er verðlaunin hlýtur). 2. verðlaun: 200 kr. (100 kr. í peningum og 100 kr. í bókum og upp- dráttum). 3. verðlaun: 150 kr. (50 kr. í peningum og 100 kr. í bókum og upp- dráttum). Þegjandi Yottnrinn lýgur sízt. Umboðsm. B. G. Blöndal á Kornsá brá í sumar hér í bl. (56. tbl.) alþm. Hermanni Jónassyni á f>ingeyrum um ósannindi á þingi út af til- lögu hans um söluverð á þjóðjörðinni Ægissíðu, 2800 kr., sem var meðal- vegur milli 2700 hjá sýslunefnd og 2900 hjá þingnefnd, og töluvert hærra en samsvarar eftirgjaldinu, 200 álnum eða rúmum 100 kr„ að umboðslaun- um frádregnum; enda hafði orðið að færa eftirgj. niður um 40 álnir síðast til þess að jörðin bygðist, og gekk þó dræmt. Svona skýrir hr. H. J. frá í svari með ofanritaðri fyrirsögn, en of löngu fyrir ísafold. — Umbm. hafði sett upp á jörðina 3500 kr. Fyrir tilnefndum annmörkum á jörð- inni greinir hr. H. J. ýms rök. Eng- jar e r f i ð a r: binda verður af þeim votaband að mestu eða öllu f votviðra- sumrum, á slæman þurkvöll; og s 1 æ m a r: blautar, fá enga rækt nema beint frá loftinu, verða því vanal. ekki slegnar nema úr sinu; hey mikilgæf, aðalgrastegund mýrarelting. Tún þ ý f t: f þýft og ósléttað, mikið arg- asta þýfi; $ verið sléttað, en mest þýft orðið aftur. Taðan ó h o 11: vottorðsgefandinn annar frá í sumar, M. Kristjánsson, 16 ára ábúandi á Ægissíðu, hefði að sjálfs hans sögn hrakist þaðan vegna skuldaþunga og kilaóláns sökum töðuóhollustu (túnið raklent, mikill súr í því, gras því mjög eltingarskotið). Lítil hlunnindi að silungsveiði: borgar varla netin, sem marfló etur og silunginn líka oft — þetta órengt af vottorðs- mönnum. Lýsing umboðsmanns og vottorðs- rnanria hans svo glæsileg, að Iakleg umboðsmenska, sem ekki gefur lands- sjóði meira en 80—90 kr. arð af annari eins eign: engjar úr túni greið- færar, feykigrasgefnar (með 1000 hesta heyskap, þótt meira en helmingur sé óslegið) o. s. frv! þó gengið þar af öllum í manna minnum, nema síðasta ábúanda (í góðærunum 1899—1904). þó aukist þar sína tíð um meir en 100 hesta í meðalári, og til húsa hafi hann varið um 2000 kr., þ. e. lagt um 250 kr. á ári til endurbóta á jörðinni. En hátt kaupgjald og verkmannaskort- ur hefti miklar umbætur jafnvel fyrir öflugri búmönnum. Höf. kvartar síðast um illkvitnis- legan rithátt, lítt samboðinn virðingu umbm. Segir almenningi koma stór- um minna við ábúðin á þingeyruru en umboðsmenska hans, og þyki sér þó sinni virðingu ósamboðið að elta hann með vöndinn inn á það svæði. Ritsíminn — lwar á land? Úr bréfiúr S-Múlasýslu 28/io í 63. tbl. Isafoldar er minst á rit- símann og sagt að fyrst hefði verið talað um að leggja sæsímann á land f Reyðarfirði, og þess getið um leið, að sæsímaverkfræðingnum litist ekki á þar vegna mikilla strauma í fjarðarmynn- inu, og þess annars, að sjávarbotn sé þar ósléttur og misdjúpur með hvöss- um hraunnibbum o. s. frv. [Haft eftir ísl. farþega sunnlenzkum, er var sam- ferða ritsímaverkfræðing Koefod hingað til lands í haust með Vestu.— Ritstj.]. þessar fréttir um ritsímalagninguna í ísafold komu mér á óvart. j>ví ekki var það að heyra á sæsímaverkfræð- ingnum, er hann var á ferð í Reyðar- firði raeð Vestu, að nokkuð væri á móti því, að Bæsíminn væri lagður á land í Reyðarfirði. þvert á móti lét hann þá í ljósi, að það væri eins gott og framast mætti kjósa. j?á hélt hann til Seyðisfjarðar og hefir dvalist þar síðan. Er mér ekki kunnugt, að hann hafi nokkuð fengÍBt við að rann- saka sjávarbotninn fyrir mynni Reyð- arfjarðar. Allir þeir sjómenn, sem eg hef talað við, og frá bernsku hafa stundað veiðar á fiskimiðunum fyrir mynni Reyðarfjarðar, segja, að í ál þeim, sem gengur úr hafi ínn í Ileyð- arfjörð, sé Band- og leirbotn, en hitt sé satt, að beggja megiu við álinn, bæði að norðan og sunnan, sé sjávar- botn ósléttur. Dýpið f álnum, þar sem hann er grynstur, segja þeir að sé 70—80 faðmar, en um og yfir 100 faðma dýpi bæði fyrir utan og innan. |>að lítur því út fyrir, að sæsímaverk- fræðingnum hafi eigi verið skýrt rétt frá, hvernig sjávarbotninum hagar í Reyðarfirði. það er ekki gott að vita, hverir hafa iátið sér sæma slíkt. j>eir eru margir, sem vilja draga alt til Seyðisfjarðar og Seyðfirðingar eru öt- ulir að berjast fyrir sér. Sameinaða gufuskipafélagið hefir sína aðalbækistöð hér eystra á Seyðisfirði og danska sjóliðið á varðskipinu líka. En reyndist nú svo, að ekkert af náttúrunnar völdum væri á móti því, að leggja sæsímann á land í Reyðar- flrði, þá ætti sjálfsagt að gjöra það. j>að mælir alt með því. Úr því sæ- síminn á að koma á land á Austfjörð- um, og ekki eru til nefndir nema þess- ir 2 staðir, þá er rétt að taka þann fjörðinn, sem sunnar liggur; því að lík- ast til mun þess langt að bíða, að ritsími verði lagður sunnan um land til Reykjavíkur. j>ví að það gefur að skilja, að úr því ritsíminn á að legg- jast norður um land til Reykjavíkur, þá er rétt, ef litið er á hagnað lands- manna, — að hinar eystri endastöðv- ar hans liggi svo sunnarlega á Aust fjörðum, sem kostur er á. j>að mun og vera mun hættuminna landsfmans vegna, að leggja hann úr Reyðarfirði upp í gegn um Fagradal, sem verður með tímanum lífæðin milli Fjarða og Héraðs, heldur en um Fjarðarheiði, sem er bæði afarsnjósæl og liggur svo hátt. j>ó að landsímar 8Óu í öðrum löndum lagðir yfir há fjöll, þá er ekki víst, að þau fjöll hafi þann ókost, auk hæðarinnar, að vera nálægt sjó, þar sem loftið er jafn- þrungið vætu eins og hér við Aust- firði, og því hætt við miklu snjókingi eða hrími, þegar því er að skifta. Reyðarfjörður er og miðbik Aust- fjarða, stærsti, fólksflesti og tilkomu- mesti fjörðurinn þar, miklu fólksfleiri en Seyðisfjarðarbær og hreppur að samanlögðu. Beggja vegna við hann eru og fjölbygðir firðir: Norðfjörður og Fáskrúðsfjörður, þar sem fult er af út- lendingum á sumrum, sem mundu nota ritsímann enn meira, ef hann væri þeim nálægur. Reyðarfjörður er og hinn mesti síldveiðafjörður lands- ins, annar en Eyjafjörður. En við enga aðra veiði er jafnnauðsynlegt að standa f daglegu sambandi við önnur lönd. Mál þetta þarf að hugsa; vel þvf að hér er mikið í húfi. Saga Lagarfljóts- brúarinnar sýnir, hvað það er dýrt, að byrja á stóru fyrirtæki án þess að hafa hugsað málið vel áður og undirbúið það vel. j>að, að það er hættuminna fyrir landsfmann að leggja hann upp Fagra- dal en yfir Fjarðarheiði, er að mínu áliti ástæða, sem er svo þung á met- um, hvað sem öllu öðru líður, að húa ætti sannarlega að takast til greina. Hér er um það að tala, hvort kapp- girni einstakra manna eða heilla fó- laga, sem halda Seyðisfirði fram, á að ráða meira en velferð og hagur alls landsins. Hér er spurningin sú, hvort menn vilja leggja það í sölurnar vegna Seyðisfjarðar, að eiga á hættu, að vera öðru hvoru að vetrinum án sím- ritans. Alla leið til Eyjafjarðar er hvergi eins hættulegur staður fyrir hann eins og hin háa og snjóþunga Fjarðarheiði. Vonandi er, að landsstjórnin reyni að hafa áhrif á mál þetta landi og lýð til góðs. Ætla mætti og, að Reykjavíkurbúar vildu róa að því öll- um árum, að landsírainn yrði lagður þar yfir landið, sem honum er minst hætta búin af náttúrunnar völdum. Að minsta kosti væri það óhyggilegt, að byrja á því, að velja. heldur Fjarðarheiði en Fagradal. /. L. S. Nýr Ulábbur var stofnaður hér í gærkveldi, félag, er nefnist F j ö I n i r og er ætlað »að skemta félagsmönnum og jafnframt glæða áhuga þeirra á bókmentum og; fögrum lÍ8tum«. j>að er að öðru leyti með líku sniði og Reykjavíkurklúbb- urinn, tillag sama, 5 kr. — nema í vetur þó að eins 372 kr. —, hefir satnkomur tvisvar í mánuði minst, og er önnur ætluð bókmentum og fögr- um listum. Stjórn : Guðmundur Finn- bogason cand. mag. (form.), Einar ritstjóri Hjörleifsson, Indriði Einars- son revisor, Kaaber verzlunarfulltrúii og Hinrik Erlendsson læknaskólastúd- ent. Félagsmenn orðnir þegar nær 60. Félagar geta verið jafnt karlar sem konur. Samsðng sinn endurtóku stúdentar þriðjudag- inn var í Bárubúð, fyrir húsfylli hér um bil, enda tókst mikið vel. j>eir ætla enn að syngja á sama stað í kveld og alt hið sama, en fyr- ir sama sem ekki neitt (10 a.), til þess að fátæklingar eigi kost á að njóta þeirrar fögru og ágætu skemt- unar. Samkvæmt tillögum stjórnarinnar voru kosnir heiðursfélagar: skáldin magister Ben. Gröndal og síra Matthías Jochumsson, og rithöfundarnir síra Alexander Baumgartner og The Right Hon. James Bryce, M. P. . Sextán nýir félagar voru teknir í félagið á fundinum. Bæjarstjórn Reykjavíkur breytti til á siðasta fandi dálítið nm lóðarkaapin við Mjölni. Hún afsalaði sér forkaupsrétti að erfða- festnlandi Gnðjóns Helgasonar. Sömuleið- is að Skothúsblett nr. 1 (fyrir 400 kr. (Ásg. Sig.). Benedikt Jónssyni sótara synjað um launa- hækkun. Kosnir til að semja alþýðustyrktarsjóðs- skrá Hannes Hafliðason, Magnús Einarsson og Kristján Þorgrímsson. Skólanefnd falið að segja af eða á um, hvort lána mætti leikfimishús barnaskólans nokkrum stúdentum, sem um það höfðu beðið. Samþykt að selja útvegaðar járngrind- ur um Austurvöll (vitlaus pöntun). Samþykt brunabótavirðing á þessum húseignum: Guðm. Jakobsson við Lauga- veg 18,827 kr.: Benóní Benonísonar við sama veg 8379; Jóns Guðmundssonar á Eiðsstöðum 4123; geymsluhús Sigurðar Hjaltested við Klapparstig 919. Fengið hafa hér þetta ár 30 fátækling- ar styrk úr alþýðustyrktarsjóði, 27 kven- menn og 3 karlmenn, flestalt 10 kr. (4 fengið 15), samtals 320 kr. Um annað ámæli umboðsm., tilraun alþm. H. J. að fá þingið til að farga þjóðjörðinni Árbakka fyrir bændaeign Yztagil jöfnum kaupum, tekur hann það fram, að mat og eítirgjald sé dá lítið hærra á Yztagili, en Árbakki hafi að vísu útræði fram yfir, þó með slæmri lending og langri sjávargötu, enda lítt notað lengstum. Yztagil hins vegar í mesta þéttbýli, mjög vel löguðu fyrir samlagsbú að dómi S. S. ráðunauts. Hann (H. J.) flutti frv. í urnboði sýalunefndar (14 manna) og samkvæmt þeirra áliti og tilkvaddra matsmanna. Enginn kunningsskapur getað ráðið um afskiftin af sölunni á Ægissíðu; þeir átt lítið saman að sælda, hann (H. J.) og bóndinn þar, sjaldan fund- ist og hvorugur upp á annan kominn; og alt af hafi hann kosið andstæðing sinn á þing (B. S.), nú þrívegis í röð. Brigzl umbm. um hlutdrægni og ágengni við landssjóð af hendi alþm. H. J. segir hann hafa rifjað upp fyr- ir almenningi þar nyrðra það dæmi, er hann (umbm.) mat Breiðabólsstað í j>ingi í hendur syni sínum einum á 2400 kr., miklu betri jörð að margra dómi en þær, er umbm. hefir virt 3000—3500 kr. Brigzlinu um slæma ábúð á fúngeyr- um svarar H. J. svo, að töðufall hafi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.