Ísafold


Ísafold - 24.11.1904, Qupperneq 1

Ísafold - 24.11.1904, Qupperneq 1
Kemnr út ýmist einn sinni eöa tvisv. i vikn. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa l'/s doll.; borgist fyrir miöjan ’úli (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD. Dppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé tii útgefanda fyrir 1. október og kaup- andi sknldlaus við blaðið. A fgreiðsla Austurstrœti 8. XXXI. árg. Keykjavík íimtmlaginn 24. nóvember 1904 74. blað. JíuáÁldi jMaAýOstMV if 0. 0. F. 86II2581/, 0. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. i hverjnm mán. kl. 2 — 3 í spitalanum. Forngrifiasafn opið á mvd. og Id i 1 —12. Hlutabankinn opinn kl .10—3 og 6*/«—7 '/»• K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á iiverjnm degi kl. 8 árd. til kl. 10 slðd. Almennir fundir á hverjn föstudags- og •nnnudagskveldi kl. 8‘/2 síðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 g kl. 0 á hverjum helgum degi. Landakotsspitali opinn fyrir sjúkravit- jsndur kl. 10'/a—12 og 4—6. Landsborikinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafii opið hvern virkan dag kl. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtnd og ld. kl. 12—1. Tannlœkning ókeypis i Pósthússtræti 14b 1. og d. mánud. hvers mán. kl. 11 — 1. Gufubáturiiin Reykjavík fer upp í Borgarnes 6. og 15. des. ; hann kemur við * Akranesi í hverri ferð. Snð- ur (til Keflavikur o.s. frv.) fer hann 23 og 28. nóvbr., og 20. des. wa~ Fer alt af kl. 8 árdegiH. Leikfélag Reykjavíkur leikur næstk. laugard. kl. 8V2 Afturgöngur |“|ftRMEÐ leyfi eg mér að biðja þá, * sem skulda fyrir organspil í dóm- kirkjunni, að borga mér það sem fyrst. Kristján f> o r g r í m b s o n . Brlend tíðindi. Af ófriðinum engin stórtíðindi þetta sinn. Port Arthur enn óunnin í miðjum mánuðinum. Vörn Róssa þar mjög rómuð, sem má óefað, einkum hugprýði og þol- gæði yfirherstjórans þar, Stössels hers- höfðingja. Hann lætur engan bilbug á sér finna. þá er að berjast sér til frægðar, er þrotin er von um sigur, segir hann. Japanar gerðu afarharða hríð að borginni, landmegin, fyrstu daga mán- aðarins. |>á langaði ákaflega mikið til að vinna hana afmælisdag keis- ara síns, 3. nóv. Bn það tókst ekki. þeir biðu geysi-mikið manntjón. Róssar hafa það lag, að létta skot- hríð alt í einu, er mest gengur á, og ginna fjandmenn sína nær með þeim hætti. þeir, Japanar, ímynda sér þá, að þrotin séu skotföng fyrir Róss- um, og veita atgöngu að virki því eða vígstöð, er þá er barist um. En þá drífa að þeim skotin svo ótt og mikilfenglega, að varla stendur nokkur maður uppi. Eða þá að Róssar hafa fólgið sprengidufl í jörðu, þar sem Japanar leggja leið sína til atlögu, kveikja í þeim og þeyta öllu í loft upp. Sumir spá sem fyr Port Arthur falli á hverri stundu. En aðrir, að hón vinnist ekki fyrir jól ór þessu. Norður í Mandsjóríu hefir ekkert sögulegt gerst síðan stórorustunni lauk í miðjum f. mán., suður af Muk- den (við Sha-elfi). þeir horfast þar í angu.Kuropatkin og Oyama marskálkur, yfirhershöfðingi Japana, bóast sem bezt þeir mega við veírinum og draga að sér Iið og vistir af sem mestu kappi. Svo fór, sem betur gegndi, að brátt hjaðnaði vígamóðurinn í Bretum við Róssa ót af voða-skyssu þeirri, er Eystrasaltsflotanum varð á í Englands- hafi 22. f. mán., við botnvörpungana ensku. þeir áttuðu sig á því, að ó- viljaverk hefði það þó verið, hvernig sem á væri litið. Málsaðilar hafa nó komið sér saman um að láta millilanda- nefnd rannsaka málavexti og ef til vill gera um málið síðan. það eru Frakk- ar, sem stungið hafa upp á þeirri miðlun. Eystrasaltsflotinn er nó á leið ura- hverfis Afríku, hin meiri skipin; hin smærri fara um Zues-skurð. Austur f Gulahaf kemst flotinn um miðjan janó- ar, ef vel gengur; leiðin er það löng og seinfarin vegna tafar að kolaótveg- un m. m. Mikið talað um ólag á stjórn og heraga í flotaliði Róssa. Margir bera það upp í sig, að þeir muni hafa verið druknir, yfirliðarnir, er skjóta létu á fiskiskóturnar ensku. Herskipin róss- nesku eiga jafnvel að hafa skotið hvert á annað, í óðagotinu þessa nótt, og róss- neskur höfuösmaður einn nafngreind- ur að hafa beðið bana af róssneskri sprengikólu. Svo lauk forsetakosningu í Bandaríkjunum 4. þ. m., að Roosevelt (frb. rósefelt) var endurkjörinn með miklum atkvæðamun, eða réttara sagt miklu fleiri kjörmenn hans megin, á að gizka full 300 móts við um 150, er andstæðing hans fylgja, Parker dóm- ara; sjálf fer forsetakosningin ekki fram fyr en 1 öndverðum desember. þar ineð höfðu og Bamveldismenn, flokksmenn Roosevelts, unnið mikinn sigur í þingkosningum. Dáinn er á Frakklandi í haust Paul Cassagnac, gamall þíng- maður og blaðamaður nafnkendur, ein- hver hinn öruggasti og óhlífnasti tals- maður keisaradæmisins þar, orðhákur mikill og hólmgöngugarpur. það bar til á þingi Frakka fyrir fám vikum, að þingmaður einn, Syve- ton, vatt sér að einum ráðherranum, Andrée hermálaráðgjafa, er hann gekk niður ór ræðustólnum, og laust hann í andlitið með hnefannm svo hart, að hann leið í ómegin, og varð ekki jafn- góður nokkra daga. En nánustu vin- ir hvers um sig fóru í handalögmál og ryskingar þar í þingsalnum. Fátítt hneyksli er það á þingum. En eins- dæmi ekki þó. Hlutabankinn. Um síðustu mánaðamót voru ótgefn- ir seðlar hjá honum komnir upp í 960,000 kr. Lánin voru orðin hátt upp í U/4 miljón. þar af um 620 þós. gegn veði og sjálfskuldarábyrgð, róm 430 þós. gegn víxlum og nær 180 þós. handveðslán. Rómum 400 þós. miðlað til ótbó- anna. Yfirbankastjórinn, hr. Emil Schou, hefir afrekað það í utanför sinni meðal annars, að nó eru s e ð 1 a r b a n k a n s teknir með fullu ákvæðis- verði bæði í Privatbankanum í Khöfn og Centralbankanum í Kristjaníu. Hjá landfógeta í Færeyjum og í póststofunni í þórshöfn eru og seðlarnir teknir án nokkurra affalla, og í vænd- um kvað vera frá fjármálastjórninni dönsku fyrirskipun um, að konunglegar skrifstofur allar þar í landi skuli taka seðlana með ákvæðisverði. f>ar með eru þeir jafngjaldgengir er- lendis dönskum, norskum og sænsk- um seðlum, og er það allmikilsverð framför. Hr. Schou hefir og komið á í þess- ari ferð beinu ávísanasambandi milli Hlutabankans og ýmissa banka ót um heim, um fram það er áður gerðist, og það með góðum kjörum, til mikils hagræðis fyrir viðskifti við þau lönd. Reknetaveiðar Norðmanna hér við land. Stórkaupm. Thor E. Tulinius hefir að vanda sent ísafold skýrslu frá konsól Falck í Stavangri um rekneta- veiði Norðmanna hér við land. Hann byrjaði sjálfur á þeirri veiði hér fyrir 5 árum og er þetta yfirlit yfir hana síðan við ísland: 1900 . . 536 tunnur 1901 . . 916 1902 . . 5,000 1903 . . 40,000 1904 . . 85,000 þetta segir hann, sem satt er, að séu svo miklar framfarir, að eins- dæmi megi heita. Hann gerir aflann þetta ár (1904) 1 milj. 100 þós. kr. virði, og að ótflutn- ingstollurinn af þeim afla á íslandi nemi 17,000 kr. Eins og eg gat um við yðurí fyrra, 8egir ar. Falck ennfremur, höfðu þá þegar ýmsir Islendingar fengið sér skip og reknet, og þeir hafa verið töluvert fleiri þetta ár, ekki einungis norðan- lands, heidur einnig á Austfjörðum, og jafnvel í Reykjavík. Frá Norvegi var veiðin mest stund- uð ór vesturfjörðunum, einkum ór Stafangursamti. Hér (í Noregi) var mönnum mest forvitni á því, hvernig þeim mundi ganga, gufuskipuuum Albatros og Imbs; þau áttu að reyna til með ameríska tygilnót (snurpenot). Handa báðum þeim skipum höfðu verið pantaðar slíkar nætur frá Ameríku, og þau send á stað til íslands með góðum skipshöfnum. Albatros var einkum mjög heppin framan af. Hón aflaði 1000 tunnur á 7 dögum og kom með það heim. Hón aflaði og mikið vel síðan, og fekk alls 3100 tunnur. Imbs fekk 2600 tunnur. það sýndi sig þvf, að ekki var ein- ungis hægt að nota tygilnót, heldur og, að hón var afbragðs-veiðarfæri. Slík nót kostar með öllum ótbónaði 4500—5000 kr. Sumir öfluðu og mikið vel í reknet í sumar. Sum gufuskip fengu alt að 2400 tunnurn og seglskip 1600. Allir fengu eitthvað. Eg hygg því, að ótbónaður muni verðaenn meiri næsta ár en þetta ár, og það er hugsanlegt, að enn fleiri fái sér tygilnætur. það má gera ráð fyrir, að allur afla- tfminn sé ekki nema 6 vikur, og er það þá meira en lítið, sem berst á land af auðæfum sjávarins á ekki lengri tíma. það er kunnugt, að aíldarafli í vana- legar nætur hefir verið mjög rýr í sumar á íslandi, og því er það gleði- legt, að þessi nýja aflaaðferð hefir komist á, öllum þeim til hagsmuna, er hana stunda, og ekki sízt íslandi, sem hefir fyrir það áskotnast töluverð tekjugrein. Gæðin nokkurn veginn söm og í fyrra, og meðferðin yfirleitt betri nú en áður. þetta ár hefir og, eins og áður, danskur fiskimaður átt þátt í að stunda veiði þessa á Albatros, eftir beiðni, til þess að kynna sér hana. Athugaverðar tízkur. Rangfærsla og Reykjavikurhatur. II. Reykjavikurhatur. |>að er farin að verða tízka, að tala um Reykjavíkurhatur. Má sjá það meðal annars á því, að í blaðinu Reykjavík er farið þessum orðum um þjóðminningarræðu héraðslæknis G. B. í Reykjavík í sumar: Brýndi hann einkum, eins og áður hef- ir gert verið við sama tækifæri og oftar, hver skammsýni væri fólgin í Reykja- víkurhatrinu, sem svo oft bólar á. þessi orð sýna, þó að þau séu ekki nákvæm, að sitthvað er talað um Reykjavíkurhatur, og ekki sízt í Reykja- vík. Reykjavíkurhatur er vissulega at- hugavert, því alt hatur milli einstakra manna eða bæja, borga eða landa er skaðlegt. En eg er í vafa um, hvar eða hvern- ig Reykjavíkurhatur á sér stað. Eg hefi hvergi orðið þess var, að sá stað- ur sé hataður, og því síður, að það hatur sé um land alt. Eg gæti miklu betur tróað, að hér væri gagnstæðu máli að gegna. þess hefi eg víða orðið var, að fólk hefir mikið álit á því að vera í Reykja- vík, og hinn mikli fólksflutningur þang- að sýnir, að það er enginn hugarburð- ur. Eg held það ætti'því betur við að tala um Reykjavíkur- e 1 s k u en um Reykjavíkur- h a t u r. Margir munu kannast við orðið Reykjavíkursótt. það orð mun eiga að benda til þess, að fólk sé orðið sjókt af löngun til að komast til Reykjavíkur. Skyldara er það elsku en hatri til Reykjavíkur. Eg man að vísu eftir því, að nýlega hefir einum bónda (Vigfósi) verið bor- ið á brýn Reykjavíkurhatur í þjóðólfi; en mjög svo að ástæðulausu. það virðist vera mest bygt á þar tilvitn-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.