Ísafold - 23.12.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 23.12.1904, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist eiuu sinni eða tvisv. i viku. VerÖ árg. (80 »rk. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */, doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Oppsögn (snrifleg) bundin við iramót, ógild nema komin sé ti) útgefanda fyrir 1. október og kaup- andi skuldlaus við blaðið. Afgreiðsla Austurstrœti 8. XXXI. árg. Beykjavík föstudagiim 23. desember 1904 81. blað. JíuóJadi jfíaAýa/lútv i. 0. 0 F. 8612308'/,. Gufubáturinn Reykjayík fer upp í Borgarnes 5., 12. og 27. janúar, 6. og 23. febrúar, 6., 14. og 21. marz, en suður íKefl avík m. m. 16. janúar, 14. febr., 10. og 24. marz. Báturinn kem- ur: við á Akranesi í hverri Borgar- fjarðarferð. Fer ult. af kl. 8 árdegis héðan. Landsreikniiiguiimi 1903. Lokið er nýlega við að semja hann. Tekjurnar hafa orðið það ár nokkuð minni en árið á undan. f>ær voru þá 1 milj. 40 þús. Bn dú (1903) 1 milj. 12 þús. Alt fjárhag8tímabilið hata þær þá komist upp í rúmlega 2 m i 1 j . 5 0 þ ú 8. Fyrir 20 árum eða fjárhagatímabil- ið 1882—1883 voru þær að kalla rétt- um helmingi miuni eða 1 milj. 22 þús. Utan fjárlaga, þ. e. eftir fjárauka- lögum og öðrum lögum ýmsum, hafa greiddar verið úr landssjóði nær 118 þúa. kr. þar af farið 60—70 þúe. til útrýmingar fjárkláðans og 20—30 til Lagarfljótsbrúarinnar. Margt af tekjunum hafði þetta ár (1903) farið til muna fram úr áætlun, pósttekjurnar mest eða um 70 þús. Sá gróði er að þakka frímerkja- breytingunni. Bann var þó enn meiri árið áður, eða 105 þús. Hátt upp í 200 þús. hefir landssjóð ur ábatast þetta fjárhagstimabil á því að skifta um frímerki. |>að eru gömlu frímerkin, er gengu alveg úr gildi, þegar nýju frímarkin voru lögleidd, sem hafa eelBt þetta. jþar næst hefir kaifi- og Bykurtollur gefið af sér 57 þús. kr. meira en á ætlað var. Búist við 195 þús., en urðu 252 þús. Ennfremur áfengist-ollur komist 42 þús. kr. fram úr áætlun. Hún var 100 þúa., en tolluriun sá varð 142 þús. Sömuleiðia hefir útflutningsgjald af fiski og lýBÍ komist upp í 8372 þús. í stað 55 þús. Tóbak8tollur fór og nál. 8 þús. fram úr áætluu, og aukatekjur 11 þúe. Loka urðu óvissar tekjur 10 þús. kr. meiri en gert var ráð fyrir. Nokkuru minni en við var búist urðuáragjöld af verzlun og veitingum áfengra drykkja; og munu fáir kunna það að lasta. Mjög litlu skakkar frá áætlun í út- gjöldunum flest öllum. Helzt er það á vegafénu. Tilflutn- ingabrauta varið 31 þús. í stað 24 þÚB. |>ar af meira en 17 þÚ8. til við- halds þeim vegum. Til verðlauna fyrir útflutt amjör höfðu verið ætlaðar aðeina 500 kr., en urðu nátt upp í 4000 kr. Nú 8em fyr sparaðiat 8000 kr. styrk- til gufubátsferða á Breiðafirði. Af útgjöldum landssjóðs þetta ár, samtals um 937 þúe,, hafa annars 250—260 þúa. farið til samgöngumála. Til skóla og annarrar kenslu rúm 100 þús. Til lækna rúm. 70 þúa. og þar að auki Dær 30 þús. til holdsveikraspítal- ans. Til landbúnaðar 60—70 þús. Laudshöfðingi, amtmenn og önnnr umboðsstjóru hafa kostað 41 og al- þingi 37 þús. Fjárlögin þessi 2 ár, 1902 og 1903, gerðu ráð fyri 133 þús. króna tekju- halla. En í þess stað hefir fjárhagstíma- bilið eudað á um 220 þús. kr. af gangi alls. Hann var 144 þús. kr. eftir fyrra árið, og 75 þús. eftir þetta hið síðara. Víst er það góður búskapur. En þetta er áður en miljóna þing- ið, frá í fyrra, kemur til skjalauna, og áður en Dýja stjótnin heimleuda aezt á laggir. því miður er hætt við öðrum ár- angri af landsbúskapnum 1904—1905. Bœjarstjórn Reykjavíkur samþykti á fundinnm 15. þ. m. breytingar þær 3 á beilbrigðissamþyktinni, er landsstjórnin hafði stungið upp á, og ákvað, að sain- þyktin gengi i gildi 1. apríl 1905. Frestað var samþykt á vegarstefnu með- fram Tjarnarbrekkn, og byggingarnefnd og veganefnd falið að útvega npplýsingar um dýpt Tjarnarinnar á þvi svæði, áætlun nm kostnað vegagerðarinnar, stærð þeirrar lóðar, er bæjarstjórn lætur af bendi o. fl. máli þessn viðvíkjandi. Sömul. var frestað samþykt á lóðarsölu til Völundar. Bæjarstj. vildi ekki endurborg Hlutabank- anum neitt af verði þvi, er hann hafði greitt fyrir lóðarkaup við Austnrstræti, enda þótt bankinn noti hana ekki alla nnd- ir hús tiitt. Vegafé 1905 var þannig ráðstafað, S0O0 kr.: Hverfisgata frá Klapparstíg að Baróns- stig 2000 kr., Ingólfsstræti 1400, ofaniburð- ur í götur og vegi 2000, Vesturgata (700 fðm.) 1000, Amtmannsstigur 550, ýmsar götur 30—200 kr., ýmsar smáaðgerðir 480 kr., — alt eftir áætlun og tillögum vega- nefndar. Ennfremur var samþykt að verja nær 400 kr. til að lengja Njálsgötu austur að Barónsstig (88 fðm.) og til 34 fðm. i Barónsstíg milli Grettisgötu og Njálsgötu um 150 kr., og loks um 80 kr. til 18 föm. í Vitastig, milli Laugavegs og Hverfisgötn Veganefnd falið að koma með fyrir vor- daga áætlun yfir gagngerða viðgerð á Hafn- arstræti, Aðalstræti og JÞingboltsstræti. Bæjarstjórn afsalaði sér forkaupsrétti að hálfri dagsl. af erfðafestulandi Dan. Bern- höfts, Melkotstúni, er hann semr fyrir 1350 kr , að áskildu vegarstæði ókeypis. Bened. Jónssyni sótara synjað um launa- bót. Oddur Arnórsson afsalrði sér lóð sinni við Frauin sveg. Penna dag lieíi eg ír.ist! Yfirvald rekur svo embætti sitt, að kalla má þá embættisþjónustu því nær eina óshtna festi af embættisaf- glöpura. Af embættinu alveg óviðkomandi á- stæðum halda þeir, sem yfir hann eru settir, svo í hönd með honum, að alt helzt honum það uppi að ósekju. Margítrekaðar áskoranir um að grenslast eftir um háttemi mannsins embættislega eru vettugi virtar og að engu hafðar. Loks er til málamyndar, þegar ekk- ert er undanfæri framar, fenginn til þess handónýtur óreglumaður, vesal- ingur, sem er þrásir.nis ósjálfbjarga. Hann heldur próf yfir embættis- bróður sínum — við skál! jbar verður úr hneyksliskák og ekk- ert annað. Enda var svo til ætlast, vitanlega. Frá réttarhaldinu verða þeir félag- ar samferða heim á leið til rannsókn- ardómarans, hvor öðrum til samlætis, laugau veg, »syngjandi fullir og skan- dalíserandi á hverjum bæ.« Sakborningur rekur embætti sitt á- fram með saroa veg og prís sera áð- ur, en rannsóknardómarinn er »for- framaður* fyrir afrekið. því að í því landi sat réttvísin í hásæti, með spekinnar bók fyrir fram- an sig, lesaDdi hana og íhugandi öll- um stundum, en lítandi aldrei við veigum né vina kjassmálum, og seg- jandi líkt og Títus keisari, af hjá leið svo nokkur dagur, að ekki lægi eftir hana einbver skínandi vottur vizku og réttlætis, dáðar og drengskapar: þenna dag hefi eg mist! Frikirkjan. Hún dafnar býsna-vel, fríkirkjan hérna í Reykjavík. Söfnuðurinn sá er nú orðiun svo fjölmennur, að hann ætlar að sprengja kirkjuna utan af sér, ekki nema 2 ára gamla, og er hún þó 20 álnir á lengd, auk forkirkju, með setpöllum uppi (veggpöllum) o. s. frv. En nú á að lengja hana nærri um belming, eða 15 álnir, á sumri komanda. það var samþykt með öll- um atkvæðum á safnaðarfundi sfðasta sunnudag. það ev fullyrt, að þá muni hún verða stærsta kirkja á l&ndinu. Sigling'. Piskiskipið G-olden Hope, eign þeirra Jóns Pálssonar og Sigurðar- Þórðarsonar skipstjóra o, fl., kom hingað 21. þ. m. eftir 18 daga ferð frá Mandal, þangað sent í haust til viðgerðar — látið i það nýtt þilfar. Það var fermt salti til eigendanna. Fekk ilt veður. Misti mann útbyrðis um nótt, í góðu veðri þó, Helga Jóhannsson bér úr bæ (frá Ármóti), ein- hleypan; hafði kent geðbilunar í sutnar. Rektor B M Olsen og lestrarfélagið íþaka. tlát.tvirti herra ritstjóri! Viljið þér gjöra svo vel, að taka grein þessa í blað yðar? 1 2.^. tölublaði Þjóðólfs þ. á. stendur grein með fyrirtögninni: íþökuafmœli. Avarp til rektors. í grein þessari er þess getið, að 2 menn úr stjórnarnefnd Iþöku hafi afhent þáver- andi rektor latínuskólans, B. M. Ólsen, þakkarávarp, á 25 ára afmæli félagsins. Ávarpið er lof eitt um Olsen og afskifti hans af Iþöku, og telur ritstjórinn það piltum til sæmdar, svo sem hans var von og vísa. Þetta finnum vér ástæðu til að leiðrétta. Sannleikurinn er sá, að Ólsen var afhent ávarp þetta að félagsmönnum fornspurðum. Tveir menn úr stjórnarnefndinni sömdu og sendn ávarp þetta án vilja eða vitund- ar annarra, og annar þeirra borgaði skraut- ritun á þvi úr sínum vasa. Þetta tiltæki vakti. sem von var, megna óánægju meðal pilta, þvi þeim fanst sizt ástæða til að færa þakkarávarp manni, sem margsinnis stóð í vegi fyrir nanðsynlegum lagahreytinguiu i félaginu og var svo marg- 8kiftinn um stjórn þess, að hann meinaði stjórnarnefndinni nauðsynleg fundarhöld og sýndi að öðru leyti svo mikla stirfni, að 3 nefndarmenn gátu ekki við unað og neydd- nst til að segja af sér störfunum. Og eins og allir vita, var hann eigi svo vinsæll sem skólastjóri, að knnnugir gætn látið sér detta i hug, að piltar sendu hon- um slikt ávarp. Þetta er i fullu samræmi við það, hvern- ig þesBÍr 2 piltar fara í felur með ávarpið og láta það birtast á prenti einmitt á þeim tima, er piltar voru á heimleið úr skólan- um, og því von til þess, að þeir veittu þvi ekki eftirtekt. Samþykt á íþökufundi 19. des. 1904. Fyrir hönd félagsmanna, stjórnarnefnd íþöku: Olafur Gunnarsson Steindór Björnsson p. t. forseti. ritari. Jakob Ó. Ldrusson. Haraldur Jónasson. Guðm. Asmundsson. Mannalát Hér í hænvim lézt 14. þ. mán. eftir langa legu (i tæringu) frá Anna Hafliða- d ó 11 i r, kona cand. Einars Gunnarssonar, góð kona og vel að sér. Þau áttu 1 harn á lífi. Bráðkvaddur varð sama dag Svend H a 11 verzlunarmaður Jónasson, frá Þing- eyri, á þrítngsaldri, eftir langa vanheilsu. Hér í bæ lézt 18. þ. m. ekkjufrú Helga M a g n ú 8 d ó t ti r, ekkja sira Jóns Jak- obssonar i Glæsibæ, tengdamóðir H. And- ersens klæðskera og móðir Jakobs Jóns- sonar verzlnnarmanns, komin á áttræðis- aldur. Póstgufuskip Vesta ^Gottfredsen) lagði á stað á tilteknum tima 18. þ. m til útlanda. Með henni tóku sér far til Khafnar þeir Ólafur Hjaltesteð hugvits- smiður, Sigfús Einarsson söngfræðingur og Jóh. J. Reykdal verksmiðjueigandi frá Hafnarfirði. Berklaveikisbókin. Nýprentað er af henni önnur út- gáfa og fæst ókeypis sem fyr hér í bæ hjá héraðslækni Guðm. Björnssyni. Frá útlönduin. Ensk blöð til 17. þ. m. með gufu- skipinu ísafold í dag. Port Arthur þá enn óunnin. Svo að heyra sem flotaleifar Rúasa á höfninni aéu alveg frá; alls eitt höfuðorustuskip ofan sjávar þar, Sevastopol. Rússar segjast hafa sökt skipuDum ejálfir. En því er ekki trúað. — Mjög ókyrt orðið heima á Rússlandi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.