Ísafold - 03.01.1905, Síða 3

Ísafold - 03.01.1905, Síða 3
3 orðnir sýuilega veikir 1896 og áttu því að vera í hreppstjóraskýrslunni, 5 veiktust frá 1897—1900, 4 árið 1901 og aðeins einn 1902. En ekki er þetta sú sanna viðkoma árið 1902. í skýrsl- um frá 1903 er auk þessa 1 tilnefnd- ir 3, sem sýkst hafi 1902, eða réttara sagt, veikin kom út á. þetta sýnir, að ekki er hægt að fá áreiðanlega vissu um árlega viðkomu holdsveiklinga fyr en nokkrum árum seinna. Af þeim 139 holdsveiklingum, sem taldir voru í árslok 1902, voru 8 3 karlar ogð6konur, 76 voru líkþráir, 63 limafallssjúk- ir. Eins og getið var um, vissum vér um 78 holdsveika sjúklinga utan spí- tala í árslok 1902. Hvar voru þeir nú einkum? 18 þeirra eða tæplega x/4 hluti þeirra áttu heima í Eyjafjarðarsýslu. í hreppstjóraskýrslunni, 6 árum áð- ur, voru þar taldir 28 holdsveikir. Síð- an hafa fundist þar 6 holdsveiklingar, sem vantaði í hreppstjóraskýrsluna, svo að 34 holdsveikir hafa að minsta kosti átt heima þar í árslok 1896, en það er ekki nema sjöttungur allrar töl- unnar 216. Með öðrum orðum: Á þessu 6 ára tímabili hefir tala holdsveikra manna í Eyjafjarðarsýslu hækkað hlutfallslega úr V6 upp í V41 þegar hún er borin saman við holdsveiklingafjöldann á landinu. Ég tek auðvitað aðeins þá sem eru utan spítala. Næst Eyjafjarðarsýslu kemur Ar- n e 8 sý s 1 a með 9 sjúklinga, 1896 voru þar 28, þá G u 11 b r i n g u - o g Kjósarsýsla, Eeykjavík og Skagafjarðarsýsla með 8 hver, en 1896 voru þar 20, 11 og 9 holds veiklingar. í Borgarfjarðar- og Mýra- sýslu, Snæfellsnessýslu, B a r ð a 8 t r a n d a r 8 ýslu og Rang- árvallasýslu hefir fækkunin ver- ið geypileg. þar voru 1896: 17, 18, 12 og 21 holdsveiklingar. I árslok 1902 voru tölurnar : 2, 4, 1 og 3. í Skagafirði og Reykjavík hefir sjúkl ingum eiginlega fækkað minst af öll um þessum sýslum. Leikhúsið. Nýjan leik hóf leikfélag Reykjavík- ur hér annan í jólum og lék kveld eftir kveld um hríð með mjög miklu aðstreymi áborfenda. Hann er enskur, eftir Hall Caine, sem hér er vel kunnur og mikill frægðarmaður. Ritið heitir á ensku The Christian, en er hér kallað John Storm, eftir annari höfuðpersón- unni. það er mjög tilkomumikið og hugnæmt. Um meðferð þess hér er það að segja, að ýmsir hinir skynbeztu áhorf- endur, vanir við að sjá vel leikið ’er- lendis, sátu alt að því hugfangnir meira en eitt kveld af að sjá til þeirra 2 leikenda, er mestu og vandasömustu hlutverkin höfðu, hve vel þeim tókst þar helzt sem meBt reið á. það eru þau frk. GuðrúnEinarsson og hr Jens B. Waage. þar fer saman mjög glöggur skilning- ur, frábær alúð og vandvirkni, og óvenju miklir hæfileikar. Allar horfur eru á, að íslenzkri leik- mént kvenna verði meiri fengur að frk. G. E. en hér eru dæmi til áður. Dável leika og í þessum leik þau hr. G. T., frk. Emilía Einarsson, frk. Gunnþ. Halldórsdóttir og hr. Friðf. Guðjónsson. ---- — ■ ^ ----- Dalavaldsmaður. Hvaðsagterum hann rétt- lætt með dómi. þess hefir áður getið verið í ísafold, að í stað þess að verða við áskorun amtráðsins í Vesturamtinu um opin- bera rannsókn — og hana auðvitað al- mennilega af hendi leysta, en ekki aeitt málamyndarkák — á hendur sýslu- manninum í Dalasýslu út af fram- komnum kærum um framkvæmdir hans í svo nefndu Laxárbrúarmáli, var hann látinn lögsækja ísafold fyrir að rifja upp þessar kærur (28. maí f. á.). það mal útkljáðist hér fyrir gesta- rétti rétt fyrir jólin (24. des.), þannig, að af ð sakargiftum alls, er stefnt var fyrir, telur dómarinn b 1 a ð i ð h a f a réttlætt 3 að öllu leytiog hiua 4. að meatu. Fyrir það sem þá er eftir, fær það sekt, þá lægstu hér um bil, sem tíðkast, sem sé 20 kr. Hin réttlættu atriði eru: 1. Valdsmaður sér um almennings- mannvirki eitt.1 Hann telur í kostn- aðarreikningi sínum eitt efmð í það, að minsta kosti, miklu dýrara en var. Hann fóðrar það eitthvað með sögu- sögn um þann eða þann aukakostnað. það reyndist hugarburður einn eða tómur tilbúningur. 3. Hann telur í reikningi fyrir stofnun, er hann hafði reikningshald fyrir, tölu- vertfé til útgjalda (200 kr.), er aldrei hafði greitt verið, og dró sér það þannig þá í bili að minsta kosti. það hafðist ekki út úr honum aítur fyr en eftir mörg missiri og þá við ilian leik. 5. Hann eyðir ennfremur miklu fé, nær 1200 kr., tilframannefnds mann- virkis heimildarlaust með öllu af þeirra hálfu, sem féð þurftu að veita til þess að löglegt væri. Að nokkru eða mestu leyti er rétt- lætt 4. atriðið: 4. Hann lætur gera mannvirki (veg) á almenningskostnað að þeim forn- spurðum, er fjárráðin hafði — demb- ir kostnaðinum á eftir yfir á almenn- ing og segir rangt frá um hagnýting hans. Loks er 2. sakargiftin talin ekki réttlætt: 2. Hann telur ennfremur áminst efni töluvert meira en var, — meira en hann varði til mannvirkisins. Maðurinn, sem helzt hlaut að geta um það borið, hvað mikið sement í stöplana hafði farið, skýrir svo frá, sem hér segir. En hann er ekki nema einn, og hinn (sýslumaður) þrætir í móti. Fyrir því g a t ekki öðru vísi farið en þetta í p r i v a t-máli, h v a ð sem sann- leikanum líður. það er opinber rann- sókn og annað ekki, sem ætlast verð- ur til að sannleikanu leiði í ljós, þeg- ar svona eða þessu líkt stendur á, hver sem hann er. það eitt er talið ekki réttlætt í 4. sakargiftinni, að sýslumaður hafi sagt rangt til um hagnýting fjár þess, sem þar ræðir um-hafði farið eitthvað milli mála um vegarkafla s u n n a n Laxár og n o r ð a n . En h i t t segir dómarinn réttlætt, þessi ummæli: «Hann lætur gera mannvirki (veg) á almennings- kostnað, að þeim fornspurðum, er fjárráðin hafði, (og) — dembir kostnað- inum á eftir yfir á almenningn. þetta er 5. eða jafnvel 6. dómurinn, sem s a m a blaðið, að eins e i 11 af hinum mörgu blöðum landsins, fær fyrir því á rúmu hálfu missiri, að það hafi réttlætt þungar sakargiftir á hend- ur 2 valdsmönnum landsins, sýslu raönnunum í Dalasýslu og Snæfells- ne88- og Hnappadalssýslu. O 11 eru þessi mál höfðuð til h r e i n s- u n a r téðum valdsmönnum og til þess aðjafna duglega á blaðinu fyrir að nafa embættisávirðingar þess- ara embættismanna (o. fl.) í hámæl- um. BúÍ8t var við, að það yrði því auðunnara, sem blaðið ætti óvenju örðugt aðstöðu, þyrfti að afla sér sönn- unargagna í fjarska, með setudómara á þess kostnað o. e. frv. En svona fór. Blaðið ýmist alsýknað og þá dæmt hafa réttlætt öll aðalatriðin í sakar giftum þe8s. Eða að eins sakfelt lítils háttar í sumum málunum, fyrir að hafa ekki vitað inn í huga manns, eða ekki tekist að sanna 1—ll/2 atriði af mörg- um, svo örðugt sem allir vita að oft erað fullsanna margt það, sem bæði guð og menn vita að er þó aldrei nema satt, — hvað sem þessu dæmi líður. Mundi þurfa margra frekari vitna við um stjórnarástand í landi, þar sem svona athæfi þykir vel sama gæzlu- mönnum réttvísinuar og mikils hóttar fulltrúum valdstjórnarinnar? «Nýr heimastjórnarsigur». það bar til daginn eftir að Páll heit. Briem andaðist, að unglingspilt- ur einn hér í bæ, af meiri háttar mönnum kominn, hittir á förnum vegi nokkur heimastjórnar stórmenni og leggur fyrir þau þá spurningu, hvort þeir viti, hvaða fyrirsögn aldraða mál- gagnið þeirra (þj.) göfuga ætli sér að hafa yfir andlát9fregninni þeirri. Ekki vissu þeir það. Nýr sigur heimastjórnarmanna, kvað piltur. — Ekki fer neinurn sögum um það, hvernig þessu var tekið. En hins er ekki ófróðlegt að geta, að pilturinn er náskyldur einum hinna helztu og merkilegustu flokksbræðra áminstra «heimastjórnar«-höfðingja. Mátti því segja, að þetta kæmi úr hörðustu átt. Preiitarasamblásturinn svo nefndur hér í höfuðstaðnum, sem virðist hafa stefnt að þvf, að fá alveg lokað nú með nýárinu 2 helztu prentsmiðjunum, ísafoldar og Félags- prentsmiðjuuni, hefir ekki þrátt fyrir alt hepnast frekara en það, að þær munu báðar geta eftir sem áður leyst af hendi sérhvað það, er að kallar, hvort heldur er fyrir sjálfa sig eða aðra, þar á meðal komið út viðstöðu- laust blöðum þeim, er þeim við koma sérstaklega, ísafold og Ingólfi. Til var ætlast, og mjög yfir því hlakkað löngu fyrir fram af ónefndum «vinum» Isafoldar, að hennar prentsmiðja hefði að eins 1 manni á að skipa til verka frá byrjun þ. árs, og mundi blaðið þar með af dögum ráðið. En þeir eru þó orðnir 7 nú þegar, og munu verða fleiri von bráðara. Líkt mun vera um hina prentsmiðjuna, að hana skorti alls ekki mannafla tilfinnahlega. Ráð er annars fyrir almenning, sem á þetta mál heyrir minst í ræðu eða riti, að trúa sem allra -minstu, er þar um segir eða sagt verður í «heima- stjórnar»-blöðunum, sérstaklega um til- drög samblástursins m. m. Frekari skýring þessa máls hér f blaðinu bíður síns tíma. Hjáleigusýningin. Ráðgjafinn hefir fengið nóg af henni og sagt sig úr forstöðunefndinni. Hefði helzt átt aldrei f hana að ganga. Fátækramálanerndin. Stjórnin hefir skipað í milliþinga- nefndina í fátækramálum f stað Páls amtm. Briem síra M a g n ú s prófast Andrésson á Gilsbakka. Hlutabankinn. Eins og sjá má á auglýsingu hér í blaðinu býður hann mikið góð kjör þeim sem vilja leggja þar inn fé á vöxtu, Linnlagsbók, sem er í rauninni sama sem sparisjóðsbók, og hefir þó þann kost umfram það sem vant er að vera um sparisjóðoinnlög, að gefa má út tjekkávísanir á það téj hvar sem er. Mælt er, að ekki muni eiga að skipa neinn mann í bankastjórnarsæti Páls heit. Briem fyrst um sinn að minsta kosti. Botnvörpungur höndlaður. Snemma í f. mán. náði Beskytter- en enskum botnvörpung landhelgis- sekum milli Vestmanneyja og lands, varð að elta hann lengi nokkuð og skjóta til hans, áður en hann lét sér segjast. Fyrir það fekk hann 2700 kr. sekt hjá sýslumanni í Vestmann- eyjum. Veðrátta einkarblíð frá því fyrir jól; þau alrauð og sjaldan föl sést á jörðu síðan. Blaðakaup. Ein8 og enginn kemst hjá að borga blað, sem ekki hefir sagt því upp með tilskildum fresti, eins er hinsvegar enginn skyldur að greiða fyrir blað, sem honum er sent ópantað, svo fram- arlega sem hann neitar að taka við því. En að veita viðtöku ópöntuðum blöðum eða eftir löglega uppsögn er sama sem að hafa pantað þau, og má búast við, að þá verði gengið eftir borgun fyrir þau, nema skýlaust sé tekið fram af réttum hlutuðeiganda (kostnaðarmanni 0. s. frv.), að ekki sé ætlast til borgunar. Fórn Abrahams. J>að var ekki öfund, er spratt upp af þessum nýju hugleiðingum, heldur angur yfir hinum mikla mun milli þessara tveggja þjóða, er gátu aldrei ázt nema ilt við. En hjarta hans var bundið órjúfanlega við hina neið- virðu alþýðumenn. Hann unni þeim meira en svo, að honum bæri neitt í milli við þá, í smáu né stóru. Já, hann var almúgamaður, er lént hafði af tómri tilviljun í hóp með höfðingjum. Hitt hugsaði hann alls ekki um, að hann var sá, sem sigrin- um átti að hrósa. Og hann dáðist að riddarahersinum hátalaða og glað- lynda, sem hagaði sér eins og hann væri jafningi hundraðshöfðingjans. Já, h a n n var einn þeirrar þjóðar, sem var nógu stór til þess, að þurfa ekki að telja óhöppin; hann var einn. i hóp þeirra, sem sigurinn áttu vísan að leikslokum og átti því hægt með að bíða. Honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds, honum van der Nath. Hann fann, að hin smáa, snauða og gleymda þjóð hans var dæmd til tortímingar. f>eir áttu fyrir sér að falla hver um annan þveran og liggja eftir eins og hræ á braut þeirra, er meiri höfðu máttinn, á leið þeirra að ókunnu endimarki. En hann lyfti höfði djarfmannlega og hugsaði með sér : til er almáttugur guð á hæðum; hann ræður öllu og stjórnar öllu eins og bezt gegnir.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.