Ísafold - 08.04.1905, Page 2

Ísafold - 08.04.1905, Page 2
70 að hann hefir síðan verið gerður að forseta fyrir Brezka vísindafélaginu (British Association). Prófessor H y s 1 o p, sá er samið hefir sál- arfræði þá, er lögð er til grundvallar að minsta kosti sumstaðar við háskóla- próf í heimspeki í Bandarikjunum, hefir ritað langa bók — um 700 bls. — um 17 tilraunir, sem hann gerði á skömmum tíma, og kveðst ekki geta skýrt það, er fyrir hann bar, á nokkurn annan veg en spíritistar. Að svipaðri niðurstöðu virðist prófess- or W i 11 i a m J a m e s hafa kom- ist, maður, sem prófessor Höffding telur einna fremstan núliíandi sálar- fræðinga í heimi. Og Myers sjálfur sér engan skynsamlegan veg til þess að komast hjá því að viðurkenna þau stórtíðindi, að mönnunum hafi tekist að sanna sjálfstæða tilveru sálarinnar og komast i samband við framliðna menn.« Vitnaleiðsla nm sannsögli \ »sannsöglinnar málgagns*. Óskaplegar ófarir. Lesendur vora mun reka minni til þess, hvað upp komst í vetur um sann- sögli »sannsöglinnar málgagns<, þegar það er að segja frá gengi sínu meðal þjóðarinnar, óvanalegum kaupendasæg m. m. f>ví vildi það slys til, að sjálfur afgreiðslumaður blaðsins sagði frá í grandleysi eins og var á fjölmennum fundi um kaupendatölu þess, og reynd- ist hún þá vera sem svaraði að eins lf6 (einum’fimta hluta) þess, er ábyrgðar- maður blaðsins hafði margauglýst að hún væri. þe88 þarf ekki að geta, að reyna mundi ábyrgðarmaðurinn til að bera aftur þessa skýrslu, þegar hennar var getið í öðrum blöðum. Hann stað hæfði hiklaust, að þau færi með tóma lygi, og lét úti í kaupbæti nóg hrak- yrði fyrir í þeirra garð. Bn veður munu þeir hafa haft af því, hann eða félagar hans einhverir, að lygabrigzli þ e 8 s manns og önnur illyrði væri ekki einhlít, og að almenn- ingur tryði betur afgreiðslumanninum en ábyrgðarmanninum. Fyrir því birtist eftir hæfilegan undir- búnmgstíma, nokkrar vikur, nokkurs konar yfirlýsing frá téðum afgreiðslu- manni, sem fór þvert ofan í frásögu hans á fyrnefndum fundi, aðalfundi út- gáfufélags blaðsins, og var að öðru leyti svo lævíslega orðuð, að hún gat varla annað en vilt og ruglað ókunn uga; enda er enginn efi á því, að til þess hafa refarnir verið skornir og því þurft svona langan tíma til að búa bana út og fá undirskrift mannsins undir hana. það er skiljanlegt, að það veitti tregt, og að lítt sé hugsandi að hann hafi gert það óneyddur, sem og Isafold gaí í skyn, og fekk lögsókn fyrir, eins og hún hafði til ætlast; þ a ð var eins. ráðið til þess að fá samaða með vitnaleiðslu fyrir rétti hina taumlausu óskammfeilni »sannsöglis- málgagnsins«. Sú vitnaleiðsla fór nú fram í fyrra dag fyrir bæjarþingsrétti Reykjavíkur; og mun almenningi gefast á að líta, er hann sér skýrslu þá um hana, er hér fer ú eftir og prentuð er eftir stað- festu eftirriti. Vitnin voru þeir kaupmenuirnir Bened. S. þórarinsson og Kristján f>orgrím8son; og gat Benedikt ekki einungis borið um það, sem á fundin- um gerðist (3. febr.), heldur er hann manna knnnugastur högum blaðsíns, með því að hann var afgreiðslumaður þess og reikningshaldari 2 ár undan- farin og fram um miðjan vetur. Vitnin voru, eins og lög gera ráð fyrir, spurð fyrst um aldur þeirra, og um, hvort þeir hefðu verið staddir á fundinum 3. febr., sem þeir kváðu já við. Hinar spurningarnar voru: 3. Hvað sagði stefnandi, Guðm. Gamalíels- son, sem þá var afgreiðslnmaður blaðsins^ um kaupendafjölda þess? 4. Nefndi hann nokkuð nm það, svo vitnið heyrði, að þar vseru ekki taldar með nær- sveitir eða útlönd? 5. Nefndi hann nokkuð um það, svo vitnið heyrði, að Reykjavík væri ekki talin þar með? 6. Var að vitnisius áliti hægt að skilja orð hans svo, að hann hefði sent út með póstum 600 bögla af blaðinu, þ. e. til 600 adressata, ýmist útsölumanna eða einstæð- inga, en að kaupendur út um land væri að samanlögðu miklu fleiri, þ. e. ef saman væri taldir áskrifendur hjá útsölumönnum og ein- stæðingar, sem fengi blaðið héðan beina leið? Enn fremur til vitnisins Ben. S. Þórarins- sonar: (. Nær það nokkurri átt, að adressatar blaðsins með póstum innanlands hafi verið um 600, er vitjið skilaði af sér afgreiðslu þess í vetur? f>ess verður að geta ti! skýringar spurDÍngum þessum og til glöggvunar, um, hve mjög á milli ber þess, sem af- greiðslurnaðurinn sagði á fundinum 3. febr. og hins, sem hann er látinn undir skrifa í Beykjavíkinni 11. marz, — að eftir vottfastri skýrslu í ísafold 21. febr. sagði hann svo á téðum fundi, að kaupendatala blaðsins hefði verið er hann tók við eftir áramótin ekki yfir 600, en í yfirlýsingunni með hans nafni undir í Reykjavíkinni 11. marz er því snúið upp í það, að adressatar blaðs ins (útsölumenn og aðrir) hefði að sögn hans á fundinum verið um 600, og að hann hefði tekið fram berum orðum, að þar með væri hvorki taldar nær- sveitir né útlönd. Svör vitnanna voru sem hér segir. Hjá Kristjáni þ»orgrímssyni: ad 3 jvið 3. spurningu]: Haun sagði að kaupendur mundu vera um 600 eftir þeirri útsendingaskrá, sem hann hafði fengið. ad 4. Nei, og eg fortek, að hann hafi minst á það. ad 5. Nei. ad 6. Nei, það var ekki hægt að skilja orð hans svo, nann sagði ekki fleira en eg hefi skýrt frá; ef til viil hefir hann ætlað að segja meira, en það var þaggað niðri i honum, svo að ræða hans varð eigi lengri. Stefnandi biður vitnið gagnspurt: I hvaða tilefni skýrði stefnandi frá aaup- endatölunni á fundinum? Vitnið svarar: Það var út af því, að eg lét. það álit i ljósi, eftir að eg hat'ði athugað framlagðan ársreikning og séð, að ekki hafði komið inn fyrir blaðið nema rúmar <00 krónur á árinu, að ekki væri ástæða til að hafa upp- lag blaðsins svo stórt, um 3000, og enn siður að stækka það i 4UOO, sem ráðgjört hafði verið í blaðinu. Hjá Benedikt S. f>órarinssyni: ad 3. Eg var á fundinum að gjöra grein fyrir aukinni útbreiðslu blaðsins utan Rey kja- vikur meðan eg hafði útsendingu þess á hendi, og tók þá stefnandi, Guðmundur Gamalíels- son, fram í og sagði að kaupendur væri ekki fleiri en um 600 eftir þeirri útsendingarbók, sem hann hefði tekið við. ad 4. Nei. ad 5. Nei. ad 6. Nei, að mínu áliti var ekki hægt að skilja orð hans svo. ad 7. Nei, adressatarnir voru á 5. hundrað, eða 422, eftir því sem mér taldist. Uppl. staðf.; og bætir vitnið því við svarið víð 3. spurningu, að það hafi skilið stefn- anda svo, að hann væri að tala um kaup- endur utan Reykjavíkur, þegar hann tók fram í og nefndi 600, af því að vitnið var þá að tala um þá kaupendur. Vitnið bætir þvi ennfremur við að gefnn tilefni frá stefnanda, að það álíti að stefn- andi hafi tæplega getað vitað um kaupenda- tölu hér í bænum, af því að engín bók hafi verið haldin yfir þá, en að eins kassa- bók yfir þá sem borguðu. Þá bætir vitnið þvi við að gefnu tilefni frá stefnda, að kaupendur blaðsins í Reykja- vik, sem hafi borgað á árinu lt>04, hafi verið nálægt 300; nákvæmar getur vitnið ekki Bagt um töluna, nokkrir þeirra hafi borgað árg. 1903, langflestir árg. 1904 og fáeinir áig. 1905, en vitnið getur ekki um það sagt með neinni vissu, hve margir af þessum 300 kaupendum nafi verið kaupendur að öllum 3 árg. 1903—U05, en álítur að kaup- endur hafi verið færri að árg. 1903, af þvi að þá borgaðist iuiklu minna fyrir blaðið. Vitnið tekur það fram, að blaðið hafi verið sent í hvert hús í bænum eftir ákvörðun félagsstjórnarinnar og hafi vitnið sjálfsagt 8ent út 1500 eintök um bæinn; að það bafi litið svo á, að þeir sem ekki borguðu blaðið, fengju það ókeypis; að vitnið hafi sent kröfu út i bæinn um borgun fyrir blaðið og hafi þannig fengist inn frá fyrnefndum c. 300 kaupendum, sem snmir borgnðu eftir kröfu, en sumir sjálfkrafa. Vitnin unnu eið að öllum þessum framburði. |>ar með er sannað með 2 eiðfestum vitnum, að ísafold hafði haft það alveg rétt eftir afgreiðslumanninum, að bann sagði á margnefndum hluthafafundi blaðsins kaupendatöluna vera um eða ekki yfir 600. Annað vitnið (B. f>.) segist hafa s k i 1 i ð manninn svo, eftir samband- inu, sem orð hans voru töluð í, að hann ætti við kaupendur utan Reykja- víkur (fjær og nær, eins erlendis), en þverneitar því, að hann hafi neitt um það s a g t. |>að staðfestir með öðrum orðum alveg frásögu Isafoldar (21.febr.), sem »sannsöglinnar málgagn« mun nafa lýst tóma lygi. þar með ætti að vera fullskorið úr þrætunni um kaupendatöluna, og full- sannað það, sem Isafold hefir sagt, að ábyrgðarmaður blaðsins (Reykjavíkur) hafi gert sér lftið fyrir og sagt hana fimmfalda við það sem var. En þótt svo væri, sem ósannað er alveg, að h u g b o ð fyrnefnds vitnis um, hvað afgreiðslumaðurinn hefði átt við, er hann kvað kaupendur vera um 600, og að bæta beri við 2—300 kaup- endum í mesta lagi hér úr bænum þá hefir ábyrgðarmaður blaðsins samt sem áður ýkt hana um 300—400 "/0, auðvitað bæði af monti, og til þess að fremur fengist auglýsingar í blaðið frá öðrum en hinum mörgu eigendum þess, 1 j> a ð er 1 í k a sæmilegt sannleiks- nesti til næsta bæjar fyrir landsstjórnar- höiðingja þá alla og annað stórmenni höfuðstaðarins, sem; eru eigendur að margnefndu stjórnarblaði og þeir söls- uðu undir sig í vetur frá kaupmönuum, þegar þeir voru uppgefnir við eða tímdu ekki að stofna nýtc blað sjálfir. J>að hafa sjálfsagt verið einhverir þeirra, eigendanna, sem annað vitnið (Kr. J>.) á við, er hann segir að þ a g g a ð hafi venð niðri í afgreiðslumannin- um, þegar honum varð á að láta uppi kaupendatöluna, er munaði þessu lítil- ræði frá því sem blaðið hafði sjálft margauglýst! Höndlaðir 6 botnvörpungar. HlaupiÖ hefir heldur en eigi á snærið fyrir landssjóði síðustu vikurnar. Hon- um hafa áskotnast nær ö1/^ þús. kr. í botnvörpungasektum, auk upptækra veið- arfæra og afla, sem mun gefa býsna- mikið af sór. Strandgæzluskipið, Hekla, hefir hremt þá 6 við ólögle'ga veiði nærri Vestmamieyjum, 4 þann 28. f. mán., og 2 þann 5. þ. máu., og fengið þá sekt- aðtt alla, 2 um 80 pd. sterl. hvorn, 3 um 60 pd. hvern og 1 um 20 pd. Fjögur fyrri skipin heita Jeria (G. Y. 196), Ollepoul (G. Y. 1123), Bernard (Y. J. M. 32) og Cavalier (II. 544). Hin, sem tekin voru 5. apríl, heita Atlanta (A. 165) og Calabria (G. Y. 50). Bernhard er hollenzkt botnvörpuskip;. hin öll ensk. Það var Cavalier og Calabria, sem sektuð voru um 80 pd. hvort; Bernard um 20, og hin 3 um 60 pd. hvert. Um 160,000 pd. var fiskurinn úr 3 skipunum, sem fyrst eru talin. Af Cavalier seldist fiskur og veiðar- færi á uppboði fyrir um 1200 kr. Skipstjóri á Atlanta bauðst til að kaupa fiskinn af sínu skipi fyrir 100 pd. sterl., eti það var ekki þegið. Farmurinn af því og 2 síðari skipun- um ásamt veiðarfærum átti að selja á uppboði í fyrra dag. Herskipið hefir aldrei orðið svona fengsamt áður á jafnskömmurn tíma, og ntá þetta kalla allvasklega gert. Bæjarstjúrn* Reykjavíkur hafði á síðasta fundi, 6. þ. mán., til meðferðar frumvarp um breyting á lóðargjaldalögunum, með áliti nefndar i því máli, og var samþykt að hita prenta fi innvnrpið og úthúta jivj, meðal bæjarfulltrúanna og annarra borgara bæjarins, sem óska kynnu. Máiinn að öðrn leyti frestað. Eitt tilboð um að breikka Bæjarbryggj- una hafði hafnarnefndin fengið, en óhæfi- lega hátt, og var samþykt að bíða enn eftir tilboðum til næsta fundar. Leyft var Tb. Thorsteinsson konsúl að gera sér bryggju f Grófinni, austan við nr. 4 i Vesturgötu, með þeim skilyrðum, að almenningur megi einnig nota hana og að hann jtaki hana burt aftur, ef hún er til fyrirstöðu mannvirkjum, sem bærinu þarf að gera á þeim stað. Yisað var til veganefndar erindi frá Ingjaldi Sigurðssyni um aðgerð á Kapla- skjólsvegi. VilhjálmurjjJakobsson 0. fl. höfðu beðið um veg meðfram húsi þeirra milli Hverfis- götu og Laugavegar, en fengu ekki; en veganefnd var falið að bjóða þeim milli- göngu sína um, að lóðareigandi þar léti af hendi vegarstæði frá Hverfisgötu heim að búsi þeirra. Marteini Finnbogasyni var ákveðið að greiða fyrir lóð frá bonum nndir Hverfis- götu 1 kr. á feralin hverja. Afsalað forkaupsrétti að erfðafestulöndum Helga kanpm. Zoéga, Sauðagerðisblett hinn nyrðri og Einholtsblett, er hann selur fyrir 2500 kr. Gunnari Hafliðasyni leyfði bæiarstjórn að hann mætti selja 800—1000 ferálnir af erfðafestulandi sinu (Páli Hafliðasyni á 55 a.), sem breyta á í byggingarlóð, ef hann greiðir 20°/o af verðinu i bæjarsjóð; og ennfremur með sama skilyrði 2600 ferálnir, er hann selúr Gnnnari kaupm. Gunnarssyni fyrir 1200 kr. Til byggingarnefndar var ví að málaleitun um, að Áburðarfélagið fengi 1650 ferálnir af landi Aldamótagarðsins, fyrir ekki neitt. Sigurður Pétursson, 2. lögregluþjónn bæj- arins, segir af sér starfi sinu frá næstu mánaðamótum. Bæjarstjórn samþykti, að 3. lögregluþjónn (Páll Árnason) fengi þá sýslan, með 800 kr. launum, en hans sýslan skyldi auglýst laus. Tilkynt, að landsstjórnin hefði leigt bæjar- stjórn eyðieynaOrfirisey um 1 ár, fyrir20Ukr. Samþykt var, að leigja þeim Birní Guð- mundssyni 0. fl. umbeðið viðbótarl.nd við stakkstæði þeirra á Kirkjusandi fyrir 20 kr.. á ári. Leita skyldi álits sýslunefndar Kjósar- sýslu um frumvarp þess efnis, að leggja Skildinganes og Bústaði undir lögsagnar- umdæmi bæjarins. Bæjarstjórn fól bæjarfulltrúunum Sigurði Thoroddsen og Kristjáni Jónssyni ásamt verkfræð. Petersen heilbrigðisfulltrúa, að rannsaka vanefndir á þvi, sem verkfræð- ingur bæjarins, K. Zimsen, hafði skuld- bundið sig ti) um uppdrátt af bænum. til undirbúnings viðeigandi ráðstöfunum af hálfu bæja'rstjórnar. Nefnd sett til rannsóknar málsins uni málmnám í Eskihlið. Samþyktar brunabótavirðingar á þessum húseignum: Jóns Bjarnasonar við Grettisgötu 7127 kr.; Helga Helgasonar við Skólavörðustig 3861; Jóels Þorleifssonar við Skólav stig 2906; Guðm. Jakobssonar við Njálsgötu 2158; og á isbúsi M. Lund & Co. í Melkotstúni 6470- Allir á fundi. Fundur stóð til kl. l'/2 úm nóttina.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.