Ísafold


Ísafold - 06.05.1905, Qupperneq 1

Ísafold - 06.05.1905, Qupperneq 1
Kenrar út ýmist einn sinni eöa tvi8v. i viku. Yerð árg. (80 ark. •minnst) 4 kr.t erlendis 5 kr. eBa l'/j doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október og kaup- andi skuldlaus við blaðið. Afgreiðsla Austurstrœti 8. XXXII. árg. Reykjavík laugrardaginn <>. mai 1905 25. blað. Skökumargavinið nafnkunna fæst hvergi á íslandi nema í verzl. EDINBORG. Skökumarg'arinið er betra en skökusmérið úr sveitunum. Skökumarg-arinið er heilnæmasta viðbit sem fæst í Reykjavík. Skökumargariniö er ódýrara en alt annað viðbit Af skökumargarini seljast um i þús. pund á viku. Því allir sækjast eftir skökumarg'arini. I. 0. 0. F. 875l28'/2. Augnlœkning ókeypis 1. og 3. prd. i ftverjum mán. kl. 2—3 í spltalanum. Forngripasafn opið ámvd.og Id 11 —12. Hlutabankinn opinn kl .10—3 og 6‘/j—T'l,i. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á bverjnm degi kl. 8 árd. til kl. lOsíðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og vunnudagskveldi kl. 8*/2 síðd. Landakotskirlcja. Guðsbjónusta kl. 9 pg kl. 6 á hverjum heigum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravit- jendur kl. 10‘/a—12 og 4—6, Landsbankinn opinn hvern virkan dag fcl 10—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag ■kl. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud og ld. kl. 12—1. Tannlaskning ókeypis i Pósthússtræti 14. 1. ©g 3. mánud. hvers mán, kl. 11—1. Gufubáturinn Reykjavik fer upp í Borgarnes 7., 15. og 19. maí; 1., 8., 20. og 27. júní; en suður í K e f 1 a v í k m. m. 10. og 27. maí; 6., 13. og 24. júní. Bátur- inn kernur við á Akranesi í hverri Borg- arfjarðarferð. Fer alt af kl. 8 árdegis héðan. Ný stórtíðindi i ritsímamálinu Tilboð um þrefalt ódýrara hraðskeytasamband Milli landa og innanlands um þvert land og endilangt Með 18 loftritastöðvum innanlands. |>að þóttu tíðindi, er ísafold flutti ritsímasamninginn um daginn eins og hann er í heilu lagi, svo mikið far sem stjórnin hafði gert sér um að leyna honum. Hún er ekki búin að ná sér enn eftir snoppunginn þann. Og málgögn hennar sátu höggdofa um hríð. |>au eru raunar ekki farin að rakna vir rotinu því enn. f>ví það getur ekki kallast að rakna við, þótt þau ryðji úr Bér rógi og ill- indum út af því. f>að er svo samrætt öllu þeirra eðli, að það gera þau jafnt í vöku og svefni. Annað eru þau ekki farin að gera enn. Engin viðleitni að bera af húsbónda sínum hneykslið, sem haun hefir hent, er hann gerði áminstan samning. Ekki neitt sem því nafni tjáir að nefna. En ekki mun almenningi bregða síð- ur í brún, er hann heyrir það sem nú skal greina. Einn þjóðkjörinn alþingis- maður vor hefir í höndnm tilboð frá frönskn firðritnn- arfélagi, unclirskrifað af forseta þess í París, um að koma á þráðlausu firðrit- unarsambancli milli Islands og Danmerkur, yfir Fær- eyjar, ,með 18 firðritunar- stöðvum á fslandi, eða 20 alls með þeirri í Færeyjum og á Jótlandsskaga, fyrir alls 1,050,000 franka, sama sem 756 þús. kr. f>að þarf ekki mörgum orðum að því að eyða, hverja kosti þetta tilboð hefir fram yfir ósköpin hin, sem ráð- gjafinn okkar var fenginn til að undir- skrifa í haust, í heimildarleysi frá þingi og þjóð og henni til óbærilegrar kostn- aðarbyrði. f>eir liggja hverjum manni í augum uppi. Eftir margnefndum og þá og þegar alræmdum samningi eiga fyrirhuguð hraðakeytatengsli milli Hjaltlands og Austfjarða að eins að kosta nær 1,800,000 kr. f>ar við bætist meira en 200,000 kr., er landssjóður þarf að leggja fram til þess að koma því hraðskeytasambandi áfram hægustu og greiðustu leið til Reykjavíkur, — eftir stjórnarinnar eigin áætlun. f>á er eftir álman tíl ísafjarðar, sem er hér um bil jafnsjálfsögð eins og meginþráðurinn milli Austfjarða og Reykjavíkur. Og hún mun kosta 150,000 kr. í minsta lagi. Hún kostar 80,000 kr. minst yfir sjálft Djúpið. Hér er þá komið töluvert á 3. mil- jónina. En ótalið er enn það sem kosta mun að koma öllum vesturkjálka landsins utan Isafjarðar inn í þetta hraðskeytasamband, og ennfremur öllu Suðurlandsundirlendinu ásamt Skafta- fellssýslum og Vestmanaeyjum, auk hinna miklu annesja norðanlands. En hví skyldi hér nefndir skikar landsins vera réttlægri til hraðskeytasambands innan lands og utan heldur en önnur héruð þess? f> a ð má fullyrða að búnar muudu 3 miljónirnar og vel það, er þessu væri lokið. Hér í móti kemur hitt, sem nú er í boðí, hráð8keyta8amband við Danmörku beina leið, með Pæreyjar að eins fyrir millistöð, og með 18 stöðvum innan lands víðs vegar um land fyrir að eins rúmar 750 þús. kr. Fyrir að eins sem svarar rfflega því er landssjóður íslands á að leggja til spottans milli Hjaltlands og Austfjarða eingöngu! f>að eru 700 þús. kr., eins og allir vita. En þetta 756 þús. kr. f>etta kostar hraðskeytasamband innan lands og við það af nágranna- löndum vorum 3 hér í álfu, sem oss er first þeirra allra, sem sé Danmörku — að Færeyjum sleptum. Skotland (Hjaltland) og Norvegur eru miklu nær, eins og allir vita. Taki hið franska firðritunarfélag 756 þús. fyrir hraðskeytatengsli þar í milli og svo innanlands, hvað tekur það þá fyrir slík tengsli milli Staðar í Norvegi og Gerpis, eða Björgvinjar og einhvers- staðar á Austfjörðum, m. m.? Hlýtur það ekki að vera góðum mun minna? f>egar ritsímamálið var hér á dagskrá fyrir nokkrum árum, á ð u r en vald | hafar vorir, sem nú eru, fengu það J milli handa, til þess að fara svo með j það, sem kunnugt er, þá var áreiðanlega mikill hugur í Norðmönnum að leggja fram dálítinn styrk til hans, e f hann lægi til Norvegs. f>eir hugsuðu sér ekki minna en 20 þús. á ári í 20 ár. f>að voru mjög mikils megandi menn og stjórninni nákomnir, sem þannig j voru sinnaðir. Mundi það nú verða torsótt, ef þetta ráð væri tekið og firðritunarstöð reist þar f Noregi, sem skemst er héðan? Tækist það, og Norðmenn legðu til ' þessa fyrirtækis 20x20 = 400,000 kr., þá væri kostnaðurinn fyrir ísland kom- inn niður í 356 þús. kr. Einhver muuur væri það. Vór vitum, hvernig háttað er valdi | því og umráðum, sem oss er ætlað að ■ hafa yfir ritsímanum Ritsímafélagsins j norræna, a ð þar á danskur ráð- ! gjafi að hafa einn tögl og haldir um j flest það, er miklu máli skiftir fyrir þá sem ritsímann nota, meðal annars að j ráða verði fyrir afnot hans innanlands, eigi skeytin að fara út úr landinu eða þau koma handan um haf. Yfir þ e s s u hraðskeytasambandi, sem hér er verið að lýsa, mundi danska stjórnin að minsta kosti ekkert atkvæði hafa. f>að er ekki einu sinni líklegt, að félag það, er hraðskeytasambandinu kæmi á, mundi áskilja aér nein umráð yfir því að verkiuu lokDU. f>að mundi að líkindum láta sér nægja sæmiiega tryggingu fyrir framlögðum kostnaði, ef hann væri ekki greiddur út í hönd, sem engin frágangssök ætti að vera fyrir landið með lántöku. Og þá yrðu umráðin öll í vorum höndum. Landsstjórn v o r réði þá meðal ann- ars verði á hraðskeytunum, en ekkí d a n s k u r ráðgjafi, sem n ú á að ráða ekki einungis hraðskeytataxtanum milli landa, heldur og innanlauds að langmestum hlut, með því að ritsíminn yrði vafalaust langmest notaður til hraðskeyta, sem ættu að fara út úr landinu eða kæmu utan að og um það endilangt, þ. e. milli Reykjavíkur og Austfjarða. Eftir ritsfmasamningnum alræmda eigum vér uáðarsamlegast ekki að þurfa að una símslitum lengur en 4 mánuði í s e n n. f>að er vitaskuld, að beri þá 4 mánuði upp á sama árið tvívegÍ8 eða vel það, þá getur tíma- haftið, sem eftir er, orðið lítilsvirði. Eu með loftskeytatengslum getur a 1 d r e i tekið fyrir hraðskeytasam- bandið, eða þá að minsta kosti ekki öðru vísi en fyrir einhverja bilun á firðrituuarstöðvunum sjálfum; en slíka bilun á að vera fljótgert við. Hvað á þá að gera, ef kostur er á tryggilegum samningi eftir þessu til- boði? Á eigi að sfður að láta binda os8 á klafa í 20 ár hjá dönsku stór- gróðafélagi, sem lá á að afstýra því, að Marconi kæmist hér í spilið eða einhver þráðlaus firðritun? Eigum vér þrátt fyrir það að hleypa oss í lítt kleifan, óþarfan kostnað, ekki meiri auðkýfingar en vér erum? Eigum vér að gera það af d a n s k r i þjóðrækni og hafna öllum boðum f^á öðrum þjóðum? Eða eigum vér að gera það af því, að vera má að ráðgjafanum þyki sér misboðið og hann vilji ekki vera ráð- h e r r a yfir oss lengur, ef vér virðum ekki verk hans meira eD það, að vér skipum hag lands og lýðs skör ofar? Ingi konungur, skipstj. F. SchiöGz, kom hingað 4. þ. mán. frú útlöndum, norðan og vestan um land. Farþegar nokkrir, þar á meðal Magnús Jóhannsson læknir á Hofsós. Héðan fer skipið til Anstfjarða og útlanda 12. mai.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.