Ísafold - 04.08.1905, Blaðsíða 2
198
tSAFOLD
sem þyrptist að dyrum alþingishússins og inn í forsalinn eitthvað af þeim, en
fóru út aftur með góðu þegar í stað, er þeir voru beðnir fyrir það. þetta var
eftir þingfundi. Eitthvert orðakast komust þeir og í við einn ónefndan þing-
mann, sem stóð uppi á veggsvölum þinghússins með ögrandi látæði, að þeim
fanst, og fór að rökræða við þá, hvernig stæði á því, að hann hefði fengið kross.
þeir voru eitthvað kendir, 2—3 af þeim.
Bændur komu þar hvergi nærri, og var alt þeirra framferði stilt og prúð-
mannlegt.
Svariö ráðgjafans.
það var stutt og laggott, þótt lengi nokkuð væri hann að koma því ut, enda
því líkt, sem flestir höfðu við búist, eftir fyrri framkomu hans.
Hann sagði það vera s í n a sannfæring, a ð stjórnfrelsi landsins stæði
enginn háski af undirskrift forsætisráðgjafans danska undir skipun íslands-ráð-
gjafans, og a ð hraðskeytasamband það, er h a n n hefði útvegað hjá Eitsíma-
félaginu danska, væri langbezt og ódýrast alls þess, er vér ættum kost á.
f>essu samkvæman taldi hann og þjóðarviljann mundu vera, einkum á Norður-
laDdi (Hrafnagili!), og því væri svo sem ekki mikil ástæða til að vera að rjufa
þing o. s. frv.
þetta vandlega hugsaða, sannorða og viturlega svar var það, sem fekk
þær undirtektir af bæDda hálfu og viðstaddra Eeykvíkinga, sem fyr segir.
Til alþingis og alþingismanna.
Alþingi í heild sinni sendi fundurinn bréflega fyrnefndar ályktanir, ásamt
»3inróma yfirlýsing fundarmanna um, að yfirgnæfandi meiri hluti kjósenda í
nefndum kjördæmum (Eangárvalla, Arness, Gullbringu- og Kjósar, Borgar-
fjarðar- og Mýra) sé, að því er þeim sé frekaBt kunnugt, af alhug samdóma
fundarályktununum«.
Samhljóða bréf að miklu leyti var þeim ritað, þingmönnum þessara kjör-
dæma, þeim er kunnugt er um að eru andvígir þjóðarviljanum í stórmálum
þeim, er hér um ræðir, undirskrifað hvert um sig af þar til kjórinni fyrnefndri
tylft manna úr hverju kjördæmi, er skyldi flytja þeim bréfið sjálfir, og var í
niðurlagi bréfsins askorun um að fylgja fram ályktunum fundarins á alþingi,
»en leggja að öðrum kosti niður þingm e nsku-um bo ð yðar tafar-
laustf.
Annar þm. Eangæinga, f. landsh. Magnús Stephensen, gerði sér lítið fyrir
og synjaði þeim áheyrnar, er honum skyldi flytja þetta bréf. Hinir gerðu þó
ekki það; en svarið var bergmál af orðura húsbónda þeirra, ráðgjafans, nema
hjá þm. Borgf. (þórh. B.) einhverjar vífilengjur, sem lítið þótti vera á að
græða, nema það þó, að hann kvaðst vera fús að leggja niður þingmensku, ef
sá væri vilji kjósenda.
•
Skilnaðarsamkvæmi
lítils háttar var þeim haldið um kveldið, þriðjudagskveldið, í Báruhúsinu, gest-
unum úr sveitinni, þeim er fundinn höfðu sótt, með forgöngu þjóðræðisfélags-
8tjórnarinuar. þar var húsfyllir. Veitingar kaffi og óáfengir drykkir. Sam-
kvæmið stóð nokkuð fram yfir miðnætti, nál. 4 stundir, og varð að kalla aldrei
þann tíma allan nokkurt hlé á ræðum, söng eða hljóðfæralist (á lúðra).
þessir voru ræðumennirnir, taldir í stafrófsröð — og má þó vera, að einhverjum
sé gleymt: Ágúst Jónsson amtsráðsmaður í Höskuldarkoti, ntstjórarnir Bene-
dikt Sveinsson, Björn Jónsson og Binar Hjörleifsson, Eyólfur Guðmundsson
oddviti í Hvammi, mag. Guðm. Finnbogason, Guðmundur Lýðsson bóndi á
Fjalli, cand. theol. Haraldur Níelsson, Jens prófastur Pálsson, Kolbeinn Eiríks-
son bóndi í Mástungu, síra Ólafur alþm. Ólafsson, Pótur hreppstjóri í Hjörsey
þórðarson, Stefán Hannesson kennari úr Mýrdal, Stefán f. prestur Stephensen
frá Laugardalshólum, Stefán alþm. Stefánsson kennari frá Möðruvölluro, alþm.
dr. Valtýr Guðmundsson háskólakennari, Vigfús Guðmundsson bóndi í Haga,
þorsteinn Hjálmsson bóndi í Örnólfsdal og þórður hreppstjóri GuðmundssoD
frá Hala. þess eru engin dæmi, að jafnmikill og góður rómur hafi gerður
verið að máli manna á neinni samkomu hér, og þótti engu síður til þess koma,
Bem ýmsir bændur töluðu, heldur en hjá Eeykvíkingum, sem vanari eru við
að tala í margmenni. Fór samkvæmið hið bezta fram, skipulega og prúðmann-
lega, og töluðu það mjög margir, að ánægjulegra kveld hefðu þeir ekki lifað
á æfi sinni. því lauk með því, að |>órður héraðslæknir Pálsson söng kvæðið:
|>ú ert móðir vor kær, af mikilli snild.
Margt manna reið með bændum á leið, er þeir lögðu á stað heimleiðis
daginn eftir; þeir kusu það heldur en að eiga þátt í þjóðhátíð þeirri á Landa-
kotstúninu, er stjórnarhöfðingjarnir höfðu efnt til og stóðu fyrir.
Þýzkt herskip
allstórt kom bér f gærmorgun frá Kiel
og Jótlandsskaga, með 500 manna,
flest liðsforingjaefni. Liðsforingjar eru
21. Skipið ætlar héðan suður til
Spánar 8 þ. m.
Kennaraskólinn.
Frv. um hann var samþykt við 2.
umr. í efri d. 1. þ. m. með 10 : 2 atkv.
svo vaxið, sem nefndin hafði lagt til,
sbr. síðasta bl., — að hafa hann í
Flensborg, en ekki Eeykjavík, sem
ráðgjafinn talaði e i n n fyrir.
Skögræktarfólagið.
það hélt þriðja aðalfund sinn 31. f.
m. Skýrði formaður, Stgr. Thorsteíns-
son rektor, frá störfum þess á hinu
umliðna félagsári, hag þess og horfum.
Hefir félagið haldið áfram störfum sín-
um undir stjórn herra skógfræðings
Flensborgs með sama fjárstyrk sem
að undanförnu, 550 kr. Fáeinir hlut-
hafar hafa bæzt við, svo að nú eru þeir
rúmlega 90. Grafnar hafa verið 8000
holur og í þær gróðursettar 4000
plöntur af algengum reyni, 3000 af
skaDdínaviskum reyni, 500 af furu og
500 af greni. þá hafa og verið grafnar
milli hinna göDilu holuraða í brekk-
uddí fyrir ofan Eauðavatn 3000 nýjar
holur og í þær gróðursettir 3000 pílviðar-
græðikvistir úr Fnjóskadal. Hafa þá
frá upphafi verið gróðursettar í skóg-
ræktarstöðinni samtals 24000 skóg-
plöntur og 6000 pílviðargræðikvistir.
í hálfa dagsláttu hefir verið sáð is-
lenzku birkifræi frá Hallormsstað.
VegurinD frá hliðinu til græðireits-
íds hefir verið gerður akfær og brýr
gerðar á skurðiua.
Allar plönturnar standa vel, og ekk-
ert, eða sama sem ekkert, hefir kuln-
að út svo að gróðrarstöðÍD er hin lif-
væulegasta að allri yfirsýn, og má með
sanai segja, að verkið alt og frágang-
urinn allur ber Ijósan og loflegan vott
um dugnað og umhyggjusemi skóg-
ræktarstjórans, herra Flensborgs.
þar næst skýrði hr. Flensborg Dokkuru
nánara frá, hversu unnið hefði verið í
skógræktaratöðinni og hversu á horfð-
ist um vöxt trjátegundaDDa, sem gróður-
sett hafa verið.
Tillaga (frá hr. lyfsala M. Lund)
kom fram um það, að takmarka tölu
hluthafa fyrst um sinn við 100, og var
hún samþykt.
A aðalfuudi í fyrra hafði verið ákveðið,
að Skógræktarfélagið gerði samning um
það við stjóra skógræktarmála íalands
í Khöfa, að hún hefði frjáls umráð yfir
hÍDum afmörkuðu 2 dagsláttutn í skóg-
ræktarstöðÍDDÍ um 20 ár gegu því að
fá þær plöntur fyrir hálfvirði úr græði-
reitDum, er félagið þarf að nota og
græðireiturinn getur í té látið. Samn-
ingur um þetta með þeirri einni breyt-
ÍDgu, að félagið fær plönturnar fyrir J/4
verðs (stílaður á döasku af hr. Flens-
borg og þýddur af formanai) var upp-
lesinn, borinn UDdir atkvæði og samþ.
Stjóra félagsins var endurkosin og
endurskoðarar sömuleiðis.
Riddarar eru þeir orðnir síra Jón presta-
skólakennari Helgason og sira Sofonias próf.
Halldórsson í Viðvík. Ennfremur L.
Zöllner stórkaupmaður í Newcastle.
Marconi-loftskeyti.
Rvík 81/7
Innanlands-ástand á Rússlandi er enn mjög
ískyggilegt. Verkföll við járnbrautir valda
alvarlegum örðugleikum.
Keisari svaraði svo bænarskrá frá kenni-
lýðnum: Rússneska þjóðin má reiða sig á
mig. Eg sem aldrei vansæmandi frið eða
ósamboðinn Rússlandi hinu mikla.
Svo er að sjá, sem óeirðir þær og verk-
föll, sem lá við að mundu spilla fyrir hin-
um mikla markaði i Nishni Novgorod, hafi
verið bæld niður, og litur út fyrir, að mark-
aðurinn muni verða jafn-geysilega stórkost-
legur eins og vant er. Kaupmenn þyrpast
þangað hvaðanæfa úr Evrópu.
Út af samfundum keisaranna spinst enn
margvíslegur orðasveimur, hvað i móti öðru.
Nú er gefið i skyn, að samfundir þeirra hafi
staðið í sambandi við þá tillögu, að Þýzka-
land lýsi Eystrasalt lokað liaf, en hálfgild-
ings stjórnarblöð í Berlín bera á móti þvi,
að Þýzkaland beri neittj þess konar fyrir
brjóst.
Loforð eru fengin fyrir fé því, sem þarf
til þess að spitalasjóður Játvarðar konungs
hafi 50 þús. punda árstekjur,
Maður, sem átti að gera merki, hefir
kannast við yfirsjón af sinni hálfu, er vald-
ið hafi járnbrautarslysinu hjá Liverpool.
Samningur um hafnargerð i Tangier, er
þýzkt firma tekst á hendur, hefir verið
undirskrifaður í dag.
Japanar hafa tekið þýzkt gufuskip Lydia
nærri Luehu-eyjum.
Gulusótt geisar enn i New Orleans Föstu-
day sýkiust 30 i viðbót og 7 dóu, ílestítal-
ir og Austurríkismenn. Laugardag sýktust
enn 29 og 7 dóu, og sunnudag 27 og 3 dóu.
Svo er að heyra í Washington, að samn-
ingar um endurnýjun á bandalaginu milli
Breta og Japana gangi mikið vel. Nýja
bandalagið mun verða miklu viðtækara en
hið fyrra.
í friðarsamningnum er Bretland hið mikla
órjúfanlega einráðið í að styðja Japan, hversu
harðir sem skilmálarnir verða.
Blaðið Telegraph þykist geta fullyrt, að
þingið á Engl. verði ekki rofið i haust, nema
stjórnin biði ósigur.
Tryggvi kongur, kapt. Emil Nielsen, kom
hér mánudagskveld 31. f. m., 2 dög-
um fyrir áætlunardag, með 31 farþega,
þar á meðal Halldór Gunnlaugsson lækni
með frú sinni, Hannes S. Hanson, Chr. Niel-
sen verzlunarerindreka, Sig. Jónsson járn-
smið, Svein Björnsson stud. jur., frk. Dag-
mar Bjarnarson (frá Paris), konu skipstjóra,
frú Nielsen og son þeirra ungan (5—6
ára), friiken Leop. Daníelsson, frú Östlund,
frk. Hemmert, frú Ammundsen með 2 börnum
(til Isafjarðar).
Frá Vestmanneyjam Ásgrímur Jónsson
málari, frú Sigr. Bjarnason (faktors) o. fl.
Spítali í Vestmanneyjum.
Spítala ætlar Frakkastjórn að láta
reisa í Vestmanneyjum. Efnið í hann
kom nú með Tryggva kongi. Með
skipinu kom til Veetmanneyja Bald
húsameistari með 3 smiði; á hann að
reisa spítalann. Hann á að rúma 9
sjúklinga.
Glæsilegt stjórnarfylgi.
Með vægara eða vægasta móti í
stjórnarinnar garð hér syðra að minsta
kosti var þingmálafuudurÍDD á Akra-
nesi í vor, eða réttara sagt eftirláts-
samur þÍDgmaDoinum (þm. Borgf.), sem
var ekki þá farinn að gera almenningi
kunnug flokksfataakiftin síðustu.
Nú segir bvo nákunaur maður þar,
að 3 eigi hún fylgismenDÍna þar alls f
Akraneshreppunum báðum og Skil-
mannahrepp, 3 af nokkuð á 3. hundrað
kjósendum. Og þeasir 3 eru embættis-
og sýsluuarmeDD eða sama sem það —
eina þeirra í þjónustu mikila háttar
stjórnarfylgisfisks eins í hófuðstaðnum.
Úr næstu hreppunum tveimur, Hval-
fjarðaretrandarhrepp og Leirár- og
Melasveit, bera það kunnugir, að þar
eigi stjórnÍD alla 1 — e i n n — fylgis-
mann, og það sé embættisþjónn hennar
einn, hreppstjóri.
Mislingar frá Norvegi.
Skömmu áður en Tryggvi kongur
kom hér inn á hófc varð vart við
mislinga á skipinu. Halldór Gunn-
laugsson læknir fann mislinga á 3 ára
gamalli telpu, sem var á leið frá Nor-
vegi til ísafjarðar. Hann gerði skip-
stjóra þegar viðvart. þegar skipið
kom a höfnina, voru engin mök höfð
við land fyr en héraðslæknir og land-
ritari voru komnir út á akipið og höfðu
gjört allar sóttvarnarráðetafanir. þeim
farþegum, sem áður höfðu haft mislinga,
var hleypt á laad, en hinir settir f
sóttkví í gamla spítalanum. Telpan
með mislingana og móðir hennar voru
flutt í sóttvarnarhúsið.