Ísafold - 04.08.1905, Blaðsíða 1

Ísafold - 04.08.1905, Blaðsíða 1
Kemnr út ýmist einn sinni eða tvisv. í vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa l1/s doll.; borgist fyrir miðjan ’úlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október og kanp- andi skuldlans við blaðið. Afgreiðsla Austurstræti 8. XXXII. árg. Keykjavík föstudaginn 4. ágúst 1905 50. blað. Bændafundurinn í ReykjavíL Suðurreiöin. |>eir vissu ógjörla, hvaðan á þá stóð veðrið, sumir meiri háttar Reykvík- ingar, einkum stjórnarhöfðingjarnir, er það varð hljóðbært á sunnudaginn seint nokkuð, að bændur lengst ofan úr sveit væri teknir að drífa hingað flokkum saman. Koma þeir s v o n a snemma á þjóðhátíðina? spurðu einhverir. Og það í þessari tíð, frá hálfhirtum túnunum. Hann Eyólfur í Hvammi er kominn við tólfta mann, alt Landmenn. f>eir eru að fara af baki í portinu hjá honum Jóni þórðarsyni! þetta var ein með fyrri fréttunum. |>að var engin misaögn. |>eir voru þar komnir, helztu bændurnir af Land- inu, 12 af rúmum 30 alls í hreppnum, með tvo til reiðar hver. J>eir höfðu riðið heiman samdægurs, á sunnudagsmorguninn. J>að er 24 stunda ferð lestagang. J>eir höfðu riðið það á 9—10 stundum eða þar um bil. J>ar var og í hóp Ófeigur prestur í Fellsmúla, Ólafur hreppstjóri í Austvaðsholti o. s. frv. Nei, þ a ð gerir ekki Eyólfur eða þeir Landmenn aðrir, að fleygja frá sér orfinu og ríða suður í Reykjavík í þjóðhátíðarskemtunar-erindum, og það meira að segja 2—3 dögum fyrir þjóðhátíðina! — sögðu menn þá. f>eir fóru að renna í grun um, að hér mundi vera eitthvað annað á seiði, eitthvað meira og alvarlegra. Síðar um kveldið komu Holtamenn og Áshreppingar, fram undir 20, þar á meðal þeir J>órður f. alþrn. í Hala, Runólfur hreppstjóri á Rauðalæk, Sigurður í Helli, Páll í Ási, Bjarni í Moldartungu, Ingimundur í Kaldárholti o. fl. o. fl. Ólafur prestur Finnsson í Kálfholti var áður kominn. Snemma morguns á mánudaginn komu þeir bræður Grímur og J>orsteinn Thorarensen og fleiri Rangvellingar. Svörin voru lík eins og hin, um þá Landmenn. Nóttina þá og daginn eftir drifu að Árnesingar, Borgfirðingar og nokkrir Mýramenn úr efri hreppunum. Af Niður-Mýrunum komu 10—12 bændur sjóveg á áttæring um kveldið, þar á meðal Ásgeir í Knarranesi, þéir bræður Hall- grímur og Sveinn Níelssynir, Pétur í Hjörsey o. fl. J>á komu og Strandarmenn og fleiri sunnanmenn, þar á meðal þeir nafnar Guðmundarnir frá Landakoti og Auðnum, síra Árni á Kálfatjörn, Ágúst í Höskuldarkoti. En lengra að sunnan komu flestir ekki fyr en morguninn eftir, á stórum mótorbát. Kjósarmenn og Kjalnesingar fjölmentu og mjög, og loks Hafnfirðingar og Á.lftnesingar fundardagsmorguninn. J>egar hér var komið, duldist fáum, að merkistíðindi væri í vændum, ef ekki stórtíðindi. Og tíðindi voru það. Suðurreiðin sjálf, þessi liðssafnaður til höfuðstaðarins, mikið á 3. hundrað manns, eru tíðindi, sem aldrei hafa gerst fyr í sögu landsins •— þetta ferðalag um háslátt í þeim einum erindum, að láta sjá sig í höfuð- staðnum og skifta sér af landsmálum lítils háttar eða reyna að hafa áhrif á þau, þau áhrif, að landið frelsaðist frá þeim voða, sem stjórn og þing (meiri hlutinn) virðist þess albúinn að steypa því í. Sumum fór sannast að segja ekki að verða um sel. ístöðulitlar sálir, í karla líkamshreysum eigi síður en kvenna, prvxðbúnum og borðalögðum eigi síður en lélega klæddum, tóku til að sjá ískyggilegar ofsjónir, meðal annars gilda bændur og vasklega á velli vinda sér inn í þingsalinn og snara löggjöf- unum út þaðan, meira að segja taka suma þeirra og binda upp á mótrunvu og hafa heim með sér í nokkurs konar gæzluvarðhald, að þeir gerðu eigi skaða af sér framar í lögréttu. En ofsjónir voru það alt, sem betur fór, tómar ofsjónir og höfuðórar. Fundarhaldið. Undirbúningsfundur var haldinn í Báruhúsinu mánudagskveldið undir aðal- fundinn daginn eftir, af aðkomnum bændum og J>jóðræðisfélagsmönnum í Reykjavík í sameiningu, svo mörgum, sem núsið tók frekast, og var í fundarlok 7 manna nefnd kosin til þess að undirbúa fundinn. J>ar voru rædd og útlistuð eingöngu þessi 3 mál: ritsímamálið, undirskriftarmálið og gufuskipsferðamáliið. Sá fundur, aðalfundurinrf, hófst þriðjudaginn kl. 11 á sama stað. J>ar höfðu allir alþingiskjósendur málfrelsi, utanbæjarmenn og innan, en utanbæjar- kjósendur einir atkvæðisrétt, með því að fundur átti að vera og var aðallega Rændafundur, og Reykvíkingar höfðu átt hvað eftir annað kost á að láta uppi sínar skoðanir um stórmál þau, er hér skyldi gera ályktanir um. — Fundar- stjóri var Jens próf. Pálsson í Görðum og fundarskrifari Ágúst Jónsson amts- ráðsmaður í Höskuldarkoti. Vegna rækilegs undirbúnings kveldið áður og í nefndinni urðu umræður stuttar og fundi lokið eftir rúma 1| stund. Enda var gufuskipsferðamálinu slept af dagskrá, með því að það væri fremur lítilvægt í samanburði við hin tvö og að eins tjaldað þar til fárra missira. J>eir voru frummælendur í hinum málunum: Vigfús bóndi GuðmundsBon í Haga (ritsímamál), og Jón Jónasson kennari í Hafnarfirði. J>essar ályktanir voru samþyktar í umræðulok í einu bljóði, með öllum atkv. atkvæðisbærra fundarmanna: a. ) Bæntlafundurinn í Reykjavík skorar alvarlega á alþingi, aö afstýra þeim stjórnarfarslega voða, sem sjálf- stjórn hinnar islenzku þjóðar stendur af því, að forsæt- isráðherra Dana undirskrifl skipunarbréf Íslandsráð- herrans. b. ) Bæntlafundurinn í Reykjavík skorar á alþingi mjög- alvarlega, að hafna algjörlega ritsímasamning þeim, er ráðherra íslands gerði síðastliðið haust við stóra nor- ræna ritsímafélagið. Jafnframt skorar fundurinn á þing og-stjórn, að sinna tilboöum loftskeytafélaga um loftskeytasamband milli íslands og útlanda og innanlands, eða fresta málinu að öðrum kosti, því að skaðlausu, og- láta rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Til þess að flytja ráðgjafanum ávarp fundarins tilnefndu kjósendur hvers kjördæmis af 5, utan höfuðstaðarins, sinn fulltrúa hverir í nefnd og urðu þessir fyrir kosningu: J>órður Guðmundsson f. alþm. í Hala (til vara Sigurður Guð- mundsson í Helli), Vigfús Guðmundsson í Haga, síra Jens próf. Pálsson, Björn Jmrsteinsson hreppstjóri í Bæ í Borgarf., og Jón Guðmuncjsson oddviti frá Valbjarnarvöllum. J>á voru í annan stað kvaddir af kjósendum 12 menn (eða alt að 12 m.) úr hverju kjördæmi, þeirra er eiga á þingi andvíga fulltrúa þjóðarviljanum í ályktunarmálum fundarins, til þess að flytja þeim þingmönnum ávarp fundarins. Tala fundarmanna utanbæjar var rúmlega 230, alt kjósendur, úr fyrnefnd- um 5 kjórdæmum. Niður með ráðgjafann! Hálfri stundu fyrir nón söfnuðust fundarmenn aftur að fundarhúsinu, bæði sveitabændur og Reykvíkingar, fylktu sér þar og gengu síðan austur á Lækjar- torg, að stjórnarsetrinu, Landshöfðingjahúsinu gamla, eftir Tjarnargötu, Kirkju- stræti — fram hjá Alþingishúsinu —, Pósthússtræti og Austurstræti, og nefndin í broddi fylkingar, sú er flytja skyldi ráðgjafanum ávarp fundarins. J>ar nam mannsöfnuðurinn staðar. En nefndarmenn gengu fyrir ráðgjafann og fluttu honum bréflegt ávarp, er þeir höfðu undirskrifað í umboði fundarins, með fram- angreindum ályktunum og tilmælum að taka þær til greina að sínu Ieyti. J>eim dvaldist góða stund inni hjá ráðgj. En mannsöfnuðurinn stytti sér stundir á meðan með því að syngja Eldgamla ísafold og ýms ættjarðarljóð önnur. Loks kom nefndin aftur, og skýrði þeim, sem næstir voru, frá svHri ráð- gjafans lauslega. J>á kvað við þegar hátt og snjalt (J>. Th. frá Móeiðarhv.). Niður með fuí stjórn, sem ékki vill lúta þjóðarviljanum! Niður með ráðgjafann! Og tók manngrúinn, sem þá mun hafa skift þúsundum, undir það ein- um rómi. Eftir það var horfið aftur og haldið inn á Austurvöll. Eu íslendinga- bragur sunginn á leiðinni m. fl. J>ar, á Austurvelli, skýrði formaður nefndarinnar, Jens prófastur Pálsson, öllum mannsöfnuðinum frá svari ráðgjafans allgreinílega, og var að því búnu marg-upptekið aftur sama ópið sem fyr: Niður með þá stjórn o. s. frv. En lúðrasveitin Iék lagið við íslendingabrag og mannsöfnuðurinn söng undir. Mag. Guðm. Finubogason flutti því næst snjalla ræðu, þakkarorð til bænda fyrir komuna og frammistöðu þeirra alla. Eftir það sundraðist mannsöfnuð- urinn smámsaman orðalaust, nema dálítill hópur reykvískra unglinga aðallega,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.