Ísafold - 09.08.1905, Síða 2

Ísafold - 09.08.1905, Síða 2
202 í S AFOLD Eidhúsdagurinn. Svo er nefndur sá dagur á þingi, er valinn er öðrum fremur til að segja atjórninni til syndanna, og er það vana lega við framhald fyrstu umræðu fjár- laganna í aðaldeild þingsins, þegar fjárlagamálið er nýkomið úr nefnd. Dagur þessi var nú 7. þ. m., í fyrra dag. Ekki hefir nokkurn tíma hér á landi syndapoki stjórnar verið eins út- troðinn og nú. Afglöp hinnar nýju atjórnar vorrar þann stutta tíma, er hún hefir setið að völdum, eru þau kynstur, sem enginn hafðí getað gert sér í hugarlund, svo lítið traust sem flestir höfðu borið og hlutu að bera til manns- ins, er til stjórnar var settur yfir oss, flestir þeir, er honum \oru kunnugir, —kunnugir skaplyndi hans og hugs- unarhætti, og aérstaklega kunnugir ráðgjöfum þeim hinura ábyrgðarlausu, er ganga mátti að vísu að hann mundi hafa sér við hönd, og svo sem raun hefir á orðið, auk þess sem allir vissu, að ekki lá eftir hann nokkurt nýtilegt handar- vik landinu til gagns í orði né verki, utan skáldskapur hans, og maðurinn þó orðin miðaldra maður. það er ekki árennilegt fyrir jafnfá- liðaðan flokk á þingi, sem Framsókn- arflokkurinn er nú, að halda uppi svör- um fyrir þjóðarinnar hönd gegn ofur- efli því, sem þar er við að etja, ráð- gjafann og alla fulltrúana h a n s, hinn mikla meiri hluta, sem hann er nú farinn að kveða upp úr um hér um bil að hafi það eitt hlutverk að verja h a n s gjörðir, hvernig sem þær eru, og »flokk- urinn« virðist samsinna hjartanlega. Eigi að síður hefir flokkur hinna óháðu þjóðfulltrúa eigi viljað leggjast skyldu sína undir höfuð. Aðalræðuna af þeirra hendi flutti Skúli Thoroddsen, og verður hún birt í næsta bl. þetta er ágripið af hinum ræðunum. Káðgjafinn varð að sjálfsögðu fyrstur til andsvara. Hann var mjög ánægður með að- gjörðir fjárlaganefndarínnar. Talaði um sannfæringu, góðan ásetning og sömul. samvizku, sem hann kvað alt í bezta lagi hjá s é r. Kvaðst engan ann- an þátt eiga í »fyrirvara« þingsins 1903 en þann að hann hefði undirskrifað nefndarálitið. Menn héldu þá, að sú skipunaraðferð væri alveg sjálfsögð; en svo þegar maður fer að athuga það á e f t i r, kemur annað í Ijós. Kvað undirskriftarmálið einungis veraæsing- ar- og agitations-númer. — Kvað sér óskiljanlegt, að Sk. Th. fyndist hann hafa sýnt ístöðuleysi, er hann gerði ritsímasamninginn, sem hann væri hróðugur af. Sagðist hafa verið áður á móti síma til Austurlands 1901, en svo þegar hann fór að athuga mál- ið e f t i r á, eftir þing 1901, komst hann að annari niðurstöðu. — Björn Kristjánsson spurði ráðgjafann, hvernig á því stæði, að í reikningi Landsbankans væru »Iaun« tal- in 34000, en eftir lögunum væru þau ein- ungis 15000. Eru 19000 kr. borgaðar án lagaheimildar? Mintist á skipun bankabókarans. Kvað hart, að ráðgjaf- inn skipaði hann m ó t i tillögum banka- stjórnarinnar, þar sem lögin þó mæltu svo fyrir, að skipa skyldi hann e f t i r tillögum hennar. Einarþ>órðarson Bpurði, hvern- ig stæði á því að landritara væri bönn- uð þingseta. Almenningur hefði hald- ið, að það væri til þess að hann væri eins konar stjórnarfarslegur jafnvægis- punktur. En nú virðist sem svo væri ekki, þar sem hann tæki þátt f stjórn- málum jafnt eftir sem áður. Til sönn- unar því mintist hann á hlutdeild land- ritarans í »pólitíséringu»blaðsinsBeykja- víkur, hins svæsnasta blaðs stjórn- arinnar. En hver er þá ástæðan? (Eáðgj. sagði, að þinginu kæmi það ekki við!) Ólafur Briem faun að því við stjórnina, að hún birti frumvörp sín og fyrirætlanir of seint. Kvað mikils um vert, að þjóðin fylgdi sem mest með öllum aðgjörðum stjórnarinnar, en það væri því að eins auðið, að Btjórnin birti tillögur sínar, helzt jafnóðum og hún gerði þær. Væri stjórninni þetta líka sjálfri fyrir beztu. f ingmálafund- ir hefðu margir mÍDSt á þetta og þótt stjórnin hafa brugðist, sem von væri. Skúli Thoroddsen svaraði ráð. gjafanum stuttlega. Auk þess töluðu þeir aftur fáein orð, ráðgjafinn og Björn Kristjánsson. Enginn lagði út í það, að verja ráð- gjafann og gjörðir hans, — engin hræða af öllum hans mikla meiri hluta. ekki einu sinni sjálfur þing-h e r r a n n, sem flutti þó tölu í málinu fyrir sjálf- an sig, aðallega um málaferli sín við ísafold og ranglæti yfirréttarins, er hann dirfist að láta vera að sekta blaðið h v e n æ r sem h a n n (þingh.) vill hafa það sektað. Hann vildi fá að lesa upp langa kafla úr blaðagrein- um, 8Ínu máli til sönnunar. En for- seti (M. St.) bannaði það. Auðvitað var þingherrann hátt upp yfirþaðhaf- inn, að hlýðnast forseta fremur en öðr- um, og las og las drjúgum, hvað sem forseti sagði. |«ar til loks að honum tókst þó að keyra hann niður. Hátt- erni þingmannsins svipaði við þetta tækifæri sem oftar að mörgum fanst fremur til loddara-skrípaláta en þess, sem við þykir eiga annars í löggjafa-sæti. Gerður flokksrækur var alþm, Guðlaugur bæjarfógeti og sýslumaður GuðmundsBon í gær. Hann h9fir ekki borið sitt bar síðan er upp rann hin nýja valdasól, er flest skrælnar undan, það er kýs sér heldur að bakast við hana en að halda sig í forsælunni eftir sem áður, þar sem veslings-þjóðin þessi lætur yfirleitt fyrir berast í sínum fátæklegu, óborðalögðu flíkura. Svo kvað Sappho (og B. Th. eftir henni): Sem blossa nálgast flugan fer, Mig færa vil eg nærri þér — Brátt hitinn vex, en böl ei þver, £g brenn fyr en mig varir. Öskuna mun hún hirða og varð- veita, móðirin snauða og mótlætta, varðveita af móðurtrygð s i n n i i hin um mikla náreit horfinna vona um trygð og sjálfsafneitun af hálfu þeirra sona sinna, er hún hefir klakið upp í fátækt sinni og fært í dýr klæði og vegleg, svo vegleg, að þeir hætta að kunna við sig á sama bekk og hún situr í sínum gauðslitnu, gömlu tötrum og við rýran kost. — Broctreksturinn úr flokknum var þingmanni þessum tilkyntur með þessu bréfi: Þar sem þér, hr. alþingismaðar, hafið á þeim fáu flokksfundum Framsóknarflokksins, er þér sóttuð í byrjun þessa þings, lýst yður andstæðan skoðuif og stefnu flokksins í helztu áhugamálum hans á þessu þingi, þeim er mestu varða sjálfstæði og fjárhag þjóðarinnar, og þar sem þér hafið nú síð- ast eigi að eins fallist á tillögur stjórnar- flokksins í braðskeytamálinu, beldur meira að segja gjörst framsögumaður hans i því máli, þá tilkynnist yður hér með, að Fram- sóknarflokkurinn á alþingi 1905 hefir á fundi i dag ályktað að telja yður eigi lengur flokksmann sinn, og er yður því þar með vikið úr flokknum. í umhoði Framsóknarflokksins á alþingi 1905. Alþingi 8. ágúst 1905. Skúli Thoroddsen. Til hr. alþm. Gruðlaugs Guðmundssonar p, t. Reykjavík. Nefndarálitið í hraðskeytamálinu. Nú er loks við það lokið, eftir langa þraut og mæðu. Hafði þó verið marg- lofað miklu fyr. En það er líka allfyr- irferðamikið, 16 arkir rúmar með fylgi- skjölum. Nefndin klofnaði mjög snemma á þingi, þótt ekki hætti hún beint að vinna saman fyr en nijög nýlega. Meiri hlutinn er stjórnarliðið alt, eins og það var og er í nefndinni, 5 af 7. Þar með, þ. e. í meiri hlutanum, er hinn nýlega . innbyrti feiti dráttur stjórnarirmar, þm. Vestur-Skaftfellinga: Guðl. Guðmundsson, bæjarfógeti og sýslumaður á Akureyri. Það voru stjórnarliðar, sem kusu hann í nefndina, með því að þ e i m var fullkunnugt þá þegar, að dyggari fylgifisk á hann ekki á þingi, húsbóndinn þeirra, ráðgjafinn. Og þar næst vitanlega »lausamaðurinn« Jón í Múla. Hann var eins og fleiri góðir menn »utan flokka«, m e ð a n hann var að smeygja sér inn á kjósend- ur; lengur ekki. Minni hlutinn eru 2 hinna óháðu þingmanna í deildinni, Skúli Thorodd- sen og Björn Kristjánsson kaupmaður. I. Álitsskjal meiri hlutans. Fyrri helmingur þess (15 bls. af rúm- um 30) er saga málsins, hraðskeytasam- bandsmálsins, alt til þessa tíma. Þar er líklegast ekki mikið af vitleysum eða rangfærslum. En því meira er af því góðgæti í síðari blutanum. Þar ægir þeim saman nærri því á hverri bls. Og er það sjálfsagt eitthvert hið hneykslan- legasta ritverk, sem sést hefir nokkurn tíma frá nokkurri þingnefnd. Vitanlega eltir nefndin, meiri hlutinn, stjórnina eða ráðgjafann eins og lamb móður sína. Alt er gott sem gerði hann — það er viðkvæðið, í smáu og stóru. Það er nú uppvíst orðið til dæmis að taka, að ráðgjafinn liefir tjáð sig í fyrra vor, í bréfi til samgöngu- málaráðgjafans danska, bresta laga- h e i m i 1 d, formlega heimild, til að gera samning þann, er hér ræðir um og hann var látinn skrifa undir í haust sem leið. Vitanlega fór hatin ofan af því síðar, eins og hann á vanda til, er svo stendur á (sbr. undirskriftarmálið). En ekki er það nema rétt í nefndarinnar augum eða þá afsakanlegt að minsta kosti. Vitnast hefir einnig, að ekkert lá á samningnúm. Fólagið, Ritsíma- félagið norræna, hefði fengist til þess að bíða með hann eftir samþykki þingsins fyrir fram. Það var sömuleiðis rétt gert í nefndarinnar augum, að hirða ekki um það, heldur rjúka til að full- gera samninginn að þinginu fornspurðu. Enn er það uppvíst orðið, að ráðgjaf- inn fekk x' haust samninginn sendan sór löngu áður en hann var undirskrifaður til athugunár og útásetninga. En hann hafði e k k e r t við hann að at- huga, sendi hann aftur samgöngumála- ráðgjafanum danska alveg ósnertan. Hann var harðánægður með hann, svona eins og hann varð á endanum. Svona er alt. Alt eftir þessu! Oháðum lesendum nefndarálitsins hlýtur að blöskra, með hve ótrúlegri ófeilni nefndar-meirihlutinn tekur góðar og gildar tillögur og röksemdir stjórn- arinnar j og aðstoðarmanna hennar í máli þessu, hversu fjarri öllu viti sem þær eru. Hún læzt að vísu hafa kom- ist að ofurlítið annari niðurstöðu í sumum atriðum. En það munar þá að jafn- aði nauðalitlu, eða þá að það er stjórn- inni enn meira í vil, þ. e. þeirri stefnu hennar, að gera sem allraminst úr kost- naðinum, til þess að þingið fáist heldur til að hoppa inn á þetta. Til dæmis að taka hafði stjórnin sagt símstaurana um 200 pd. En nefndin gerir sór lítið fyrir og fullyrðir að þyngd þeirra muni ekki fara fram úr 160—170 pd. og sóu því »ekki þyngri en venjulegar trjáviðar- klyfjar gerast«. (Full klyf á hest munu annars vera talin 4 borð, er vega alls 96 pd.). Lengstu stólpana segir nefndin vera 12 álnir. Stjórnin segir þá vera 12 metra, sama sem nál. 19 álnir. Flutningskostnaðinn gerir nefudin tæp- lega 3V2 kr. á hvern stólpa að meðal- tali. Sumstaðar gleymir nefndin alveg því, sem hún er búin að segja nokkrum blað- BÍðum á undan, og fer þá með alt ann- að. Hún þarf þ á að sanna eitthvað nýtt, sem henni hefir ekki dottið í hug áður, og lagar þá viðstöðulaust röksemda- leiðsluna eftir því. En langt út yfir allan þjófabálk tek- ur þó sá kafli nefndarálitsins, þar sem meiri hlutinn er að sýna fram á og bera sig að sanna, að hraðskeyta- sambandið só sameiginlegt mál, sem vór getum engu um ráðið; en ætlast þó til eða gerir að minsta kosti mjög fastlega ráð fyrir, að vór kostum það að ö 11 u leyti, ef vór viljum ekki semja við Rit- símafólagið norræna. Og þetta koma í s 1 e n z k i r a 1 þ i n g- i s m e n n með og undirskrifa ! Þ e i r gefa Dönum undir fótinn ,að draga sér, draga undir sameiginleg mál, alríkismál, frá sórmálum vorum, það sem að minsta kosti er fullkomið álitamáþ hvort ekki er fult eins rótt að telja með sórmálunum. Þ e 11 a undirskrifa ekki færri en 5- þjóðfulltrúar vorir. Nöfn þeirra verða væntanlega ódauðleg, ef þau eru ekki orðin það áður. Þeir heita: Guðl. Guðmundsson (form. og framsögumaður), Guðm. Björnsson (skrifari, aðalhöf. þessa snjalla ritverks), Árni Jónsson, Björn Bjarnarson og Jón Jónsson. II. Minni hlutinn. Varla getur ólíkara heldur en frágang- urinn á því, sem minni hluti nefndar- innar lætur eftir sig sjá í þessu máli, þeirra Sk. Th. og B. Kr., eða hinu, sem nú hefir verið drepið á lauslega. Minni hl. sýnir fyrst fram á hina mörgu og miklu galla í ritsímasamn- ingnum alræmda og fyrirhuguðu hrað- skeytasambandi eftir honum. Þá víkur hann að landsímakostnaðar- áætlun stjórnarinnar, og sýnir með rök- um, hve háskalega fjarri öllu viti hún er að mjög möi-gu leyti. Það er með- al annars mörgum óhjákvæmilegum út- gjaldaliðum alveg slept. Sumstaðar hef- ir hún fært stórum niður það sem hin- ir dönsku ráðunautar hennar hafa feng- ið út, þ ó a ð þeir væru í hennar þjón- ustu og hafi vitanlega gert sór alt far um að gera hennar vilja og láta áætl- unina verða sem allralægsta. Verkalaun við símalagninguna hafði til dæmis að taka Krarup verkfræðingur, maður í stjórnarinnar þjónustu, áætlað 84J þús. kr.; hann hafði gert það 110 dagsverk með v ö n u m útlendum verkamönnum. Stjórnin færir þá dagsverkatölu niður í 100 með óvönum innlendum verka- mönnum og lækkar þann veg áætlunina um 20J þús., rökstuðningslaust, alveg út f loftið.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.