Ísafold - 12.08.1905, Side 1

Ísafold - 12.08.1905, Side 1
Xemur nt ýmist einn sinni eCa tvisv. i vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa l‘/j doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bnndin víð áramót, ógild nema komin só ti) átgefanda fyrir 1. október og kanp- andi sknldlans við blaðið. Afgreiðsla Austurstrœti 8 XXXII. árg. Reybjavik laugardaginn 12. ág-úst 1905 53. blað. Einkasolu fyrir ÍSLAND á hinum heimsfræg’U Harrisons prjónavélum verzlunin EDINBORG Vélar þessar eru nú orðnar svo góðkunnar hér á landi seni annarstaðar, að mjög mikið af þeim selst á ári hverju, enda eru þær seldar með J/4 parts afslætti írá verksmiðjuverði. Fjðldamargar tegundir og stærðir. Verð: frá 185 kr. og alt að 700 kr. I. 0. 0. F. 878259 Augnlœkning ókeypis 1. og 8. þrd. í iverjnm mán. kl. 2—3 í spitalanum. Forngripasafn opið á mvd. og ld 11—12. Hlutabankinn opinn kl.10—8 og 6*/a—71/2. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á bverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fnndir á hverjn föstndags- og eunnudagskveldi kl. 8'/2 siðd. Landakotskirkja. önðsþjánasta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgnm degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravit- jendur kl. 10'/s—12 og 4—6.* Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 10—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafii opið hvern virkan dag kl. 12-3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. og ld. kl. 12—1. Náttúrugripasafn opið á snnnnd. 2—3 Tannlœkning ókeypisi Pósthnsstræti 14. 1 og 3. mánnd. hvers mán. kl. 11—1. Giifubátiirinn Reykjavik -fer upp í B o r g a r n e s 17. og 28. égúst; en suður í K e f 1 a v í k 15. og 19. égúst. Báturinn kemur við á Akranesi í hverri Borgarfjarðarferð. jgjgf Fer alt af kl. 8 árdeigis héðnn. Hver afleiðingin verður. Hver afleiðingin verður af því, ef rneiri hluti þÍDgs vinnur þá óhæfu, að letnja fram ritsímasamninginn, þvert ofan í vilja þjóðarinnar og þvert ofau í það, sem nokkurt vit er í, hvernig sem á málið er litið, frá hvaða sjónar- miði sem það er skoðað, n e m a þessu eina: að hæpið er að þeirra dómi og húsbónda þeirra, hvort hann, ráðgjaf- inn, getur haDgið við völd áfram, ef samningnum er hafnað. Hver afleiðingin verður af því, ef þÍDgið selur landið að þessu leyti í hendur útlendu stórgróðafélagi, ekki um 20 ára tímabil, heldur svo lengi sem því þóknast, því framlenging á einkaleyfinu stendur því til boða eftir samningnum alræmda að 20 árum liðn- um, framlenging um ótakmarkaðan tíma — ef það framselur fósturjörð vora fjötr- aða á höndurn og fótum að þessu leyti, þann veg, að oss eru allan þann tfma allar bjargir bannaðar um nokkurt annað hraðskeytasamband við nokkurt land í heimi, þótt svo færi, að þetta, hjá Bitsímafélaginu, reyndist handónýtt, svo ónýtt, að kaupmönnum vorum, þeim mönnum, er helzt þurfa á því að halda og Iangmest mundu nota það allra manna, þætti hættuspil, að eíga neitt undir því, og þótt svo v æ r i, að oss byðist annað hraðskeyta- samband, trygt og örugt, fyrir alls ekki neitt jafnvel. |>ví er auðsvarað. Afleiðingin verður svr, sjálfsögð og óhjákvæmileg, að fólkið þ u r k a s t burt af landinu. Ekki eingöngu nó aðallega fyrir álög- urnar, sem þessu fylgja, þótt þungar séu, ofan á það sem áður er komið og auk þess sem v e r ð u r að leggja á landsmenn til ýmissa nauðsynja, og þótt enginn geti greinilega eða áreiðan- lega hugmynd um það haft, hve miklar þær geta orðið, heldur til að flýja undan þeirri stjórn, því þingi og stjórn, er slfka óhæfu getur aðhafst sem þessa. f>ví hvers má af henni vænta í þokka- bót? f>essari stjórn, sem á sér jafn- glæsilega sögu og raun er á orðin þann stutta tíma, er hún hefi setið að völd- um, glæsilega fyrir viturleik, atorku og framtakssemi, réttlæti, óhlutdrægni, þjóðrækni, sjálfstjórnarþrek og margt og margt fleira? Einn af há-eftirlaunamönnum vorum sagði svo fyrir nokkrum mánuðum, að ekki mundi hann hugsa sig lengi um það, að flytja sig héðan búferlum til til Khafnar og eyða þar hinum fslenzku eftirlaunum, með því að hér yrði ólíft fyrir álögum, ef ritsímafarganið næði fram að ganga. Fátæklingunum og bjargálnamönn- um, þessum sem fæða hann og hans nóta, og ala jafnvel ríkmannlega, — þeim ætlar hann að bera byrð- arnar, nem haun er að flýja undan. f> e i r eru ekki of góðir til þess í hans augum. f> e i r eru ekki fráir og fleygir hvert sem vera vill, lengst út í heim, á vængjum auðmagnsins, eins og hann er, — á vængjum þess auðmagns, sem þeir hafa lagt honum í hendur með hlífðarlausu og látlausu striti í sveita síns andlitis. f> e i r geta í hæsta lagi skreiðst burt til Ameríku, á hálfgildings öreigaflutn- ingi. |>að er þ e i r r a eina athvarf. Og nærri má geta, hvort það muDÍ ekki verða notað, ef þessu fer fram. Við það ræður enginn. Ilt stjórnarástand, einkanlega stjórn- arbótarsynjunin af Dana stjórnar hendi og fylgifiska hennar hér, sem þá voru, fáir þó mjög, ýtti mjög undir vestur- farirnar héðan, er fyrst hófust þær, fyrir rúmum mannsaldri. það hefir alla tíð síðan átt sinn þátt í þeirn, samfara harðæri. Ein hlunnindin að alinnlendri stjórn, er hin nýja stjórnarbarátta væri til lykta leidd, gerðu margir sér von um að yrðu þau, að þá mundi verða lögð stund á að gera landsmenn ánægðari en áður og betur unandi lífinu hér. En hyer hefir orðið raunin á? Hinum gömlu valdhöfum og þeirra þjónum tókst að blekkja þjóðina og blinda svo, er stjórnarbótin var um það leyti að hafast fram, að hún fól þeim hinum sömu forsjá fyrir sér og sfuum málum áfram. Hún lét flekast til að neyta þann veg kosningarréttar síns. Nú sýpur hún af því seyðið. Nú eru og loks að opnast á henni augun, svo að hún sér það. Sér það um seinan. Og hefir þó minst af því séð enn. f>eir voru framsýnni, drotnendur hennar, er þeir sáu fyrir sigur fram- sóknarmanna í stjórnarbaráttunni. Framsýnni og fyrirhyggjumeiri um völdin, að þau gengju þeim ekki úr greipum, hvernig sem færi. Hitt er annað mál, hvort þeir eru nú ekki farnir að verða heldur þröng- sýnir og þar með skammsýnir. |>að er þröngur sjóndeildarhringur sem nær ekki yfir meira svæði en uokkuð af Eeykjavík, miðhlutann, og þar með landssjóðsjötuna. En hvað verður til í hana að láta, jötuna þá, þegar landsbygðin fer í auðn vegna vesturfara? Goluþyturinn utan af lands- bygðinni fer með, vitaskuld. Hann hverfur einnig vescur um haf. |>að eru töluverð hlunnindi. En ætli þeir lifi lengi á logninu tómu, höfðingjarnir, sem eftir dveljast, lognmóki dáðleysis og rænuleysis, þý- lyndis og lítilmensku? Hlutabankavaxtabréf. þ>eirri ofdirfð hafa nokkrir þm. í neðri deild gert sig seka í, að stinga upp á, að íslandsbanki (Hlutabankinn) megi gefa út bankavaxtabréf, líkt eins og sjálfur banki móðurbróðurins, Lands- bankinn, með ýmsum skilyrðum. Frv. það ætla menn vera gert til þess eins að s ý n a s t og hafi það því að eins fengið að sjást í dagsbirtunni, að því sé fástlega fyrirhugað að daga uppi. Enda eru 3 af 4 flutningsmönnum þess eindregnir ráðgjafa fylgifiskar. Hinn 4. er St. StefánssoD kennari. Vindlatollur. Borið hefir verið upp í efri d. frv. um, að »aðflutningsgjald af vindlum skuli vera l1/^ kr. af 'hundraði hverju, ef hundraðið vegur ekki yfir 75 kv. Af þyngri vindlum hækkar tollurinn um 50 a. á hundraði fyrir 25 kvint, eða minna, er hundraðið vegur um- fram. — Af vindlum, sem hér á landi eru tilbúnir, skal greiða sölutoll jafn- háan aðflutniagstollinum*. Fræðsla barna. Nefnd í efri deild (BMÓ, J. Jak., Sig. Jens., Sig. St. og |>. J.) hefir samið langt og rækilegt álitsskjal um það mál, stjórnarfrumvarpið um fræðslu barna. Hún segir frv. það hafa að geyma þessi nýmæli hin helztu: 1. að heimta, að börn 10 ára að aldri séu læs og skrifandi og um leið að hækka nokkuð kröfur þær, ergerð- ar eru til fræðslu barna á fermingar- aldri í núgildandi lögum, 2. að véita fræðslunni aðhald og eftirlit með því að lögbjóða árleg próf fyrir börn á 10—14 ára aldri, 3. að setja skilyrði fyrir styrkveit- ingu úr landssjóði til barnafræðslu, þar sem meðal annars erákveðið lágmark launa barnakennaranna, 4. að fela sérstökum skólanefndum að sjá um og hafa eftirlit með barna- fræðslu í hverjum hrepp og kaupstað um alt land, 5. að leggja yfirumspnina með barnafræðslunni í hendur sdjórnarráðs- ins, er hafi sér til aðstoðar umsjónar- mann, skipaðan af ráðherra með 2500 kr. launum auk ferðakostnaðar, 6. að koma á almennri skólaskyldu um alt land, bæði til sveita og í kaup- túnum, fyrir börn á 10—14 ára aldri, þannig, að aðstendendur barna á þeim aldri séu skyldir að senda þau í fast- an skóla, ef til hans nær, en annars í farskóla, nema þeir fái undanþágu hjú skólanefnd. Af þessu leíðir, að frum- varpið hlýtur að lögbjóða stofnun far- skóla í hverjum hrepp um alt land, þar sem föstum skólum verður ekki við komið. þetta felst nefndin alt á í aðalefninu, n e m a síðasta (6.) töluliðinn, um a 1- menna skólaskyldu. Hún segir því að eins geta komið til nokkurra mála, að lögbjóða hana, að unt sé um leið. alstaðar að vísa á góða skóla, sæmilega úr garði gerða að kenslukröftum, húsrými og öllum útbúnaði, er geti tekið á móti öllum börnum á skólaaldri og veitt þeim fræðslu nógu langan tíma á ári hverju. »En þetta á langt i land hjá oss enn sem komið er. Fastir skólar eru ekki til utan kaupstaðanna nema, í þéttbýl- um sjóþorpum og kauptúnum, og þeir harla ófullkomnir. Á hinum fróðlegu skýrslum um fræðslu barna og unglinga, sem meistari Guðm. Fiunbogason hef- ir safnað, sést, að einungis 12 af 47 skólahúsum fullnægja hinum lægstu kröfum heilbrigðisfræðinnar, að því er snertir rúmmál á hvern nemanda, með þeirri aðsókn, sem nú er. Hvað mundi verða ef almenn skólaskylda yrði lög- leidd? Nefndin ar því á þeirri skoðun,

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.