Ísafold - 09.12.1905, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.12.1905, Blaðsíða 1
Kenmr út ýmist eion einni eöa tvisv. i vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa J.1/, doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin viö áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október og kanp- andi skuldlans við blaðið. Afgreiðsla Austurstrœti 8. XXXII. árg. Reykjavík laugardag/inn 9. desember 1905 78. blað. I. 0. 0. F. 87I2I581/,. 0. IO% IO% IO% EDINBORG ,IO% IO % IO% Verzlunin Ekki þurfa Reykjavíkurbúar að ganga á sokkunum um jólin, því verzlunin EDINBORG selur nú frá þessum degi (8. des.) og til jóla alt útlent skótau mót peningum með 10 % afslætti. Stí » s-. & < 7? io'% IO% IO% — Lítill ág-óöi, fijót skil. — IO% IO% IO% I INGOLFSHVOL er nýkomið úrval af allsk. vefnaðarvöru |)ar á meðal margar teg. af = silkitauum = sv<jrtum og mislitum m. m. Gufub. Beykjavík fer 13. des. npp i Borgarnes og kemur við á Akranesi. Tvo daga í viku kemur ISAFOLD út til \ jólaima, niiðvikudaga og laugardaga, — næst mvd. 13. des. Hákon VII. til konungs tekinn. Um það er mikil frásaga í dönsk- am og norskum blöðum. jþess er áður getið, að alþýðu atkvæði í Norvegi honum fylgjandi varð 4/b greiddra atkvæða, en % í móti og með lýðveldi. Já-in urðu nær 260 þús. og nei-in nál. 70 þús. En í einu hljóði var hann því næst til konungs kjörinn af stórþinginu laugard. 18. f. mán., með öllum 116 atkv., sem þar eru til auk forseta. |>jóðvaldssinnar á þinginu, um 30 að tölu, gerðu það sér til sóma og þjóð sinni, að skerast ekki úr leik, er mikill meiri hluti þjóðarinnar hafði kveðið upp úr það er hún vildi vera láta. Sama dag samþykti stórþingið til fullnaðar minni háttar breytingar þær á stjórnarskránni, er af því leiddi, að Norðmenn og Svíar lúta ekki einum konungi framar. þá var og samtímis kosin sendinefnd, er ferðast skyldi til Khafnar á fund Kristjána konungsog beiðast samþykkis hans til þess, að sonarsonur hans tæki kouungdóm í Norvegi. Nefndin var akipuð 8 þingmönnum, af öllum stétt- «um og flokkum í þinginu, og var einn íþeirra mjög ákveðinn þjóðvaldssinni; tveir voru bændur, einn erfiðismaður o. s. frv. Formaður nefudarinnar var Berner stórþingisforseti, en annar nafn- kendastur maður í henni Hagerup pró- fessor, fyrrum ráðaneytisforseti. þeir komu til Kaupmannahafnar daginn eftir, sunnudagskveldið 19. nóv., og var tekið þar með miklum virktum. Daginn eftir, 20. nóv., gengu þeir á konungs fund. Var þar saman komin i glæsilegasta hallarsal konungs hið mesta stórmenni Dana, innan hirðar og utan, ásamt konungsefni Norðmanna og drotningar. |>ar var og keisara- ekkjan rússneska, Dagmar drotning, og systir hennar þyri, hertogafrú af Cumberland, og maður hennar. þar var og öllu til tjaldað, er til viðhafnar horfði. Konungsskikkjan hin dýra var lögð yfir hásætÍBStólinn, en konungur stóð framan við hann uppi á hásætis- skörinni. Berner forseti flutti Kristjáni kon- ungi þá bæn af hálfu stórþingsins norska, að hans hátign gyldi jákvæði við því, að hans konnnglega tign Karl prinz tæki konungdóm í Norvegi eftir eiuróma kjöri stórþingsius. Fór hann um leið fögrum orðum um samúðarþel það, er hvor þjóðin bæri til annarar, Danir og Norðmenn, og tjáði alúðar þakkir fyrir góðvild þá og vinarhót, er þeir Norðmenn hafa átt að fagna af hálfu Danakonungs og hans fólks og dönsku þjóðarinnar. Enda kvað hann Norðmenn vera þess fullörugga, að inni- legt trúnaðartraust muudi þegar í stað komast á milli hins nýja konungs og þjóðarinnar. Kristján konungur svaraði svo máli Berners forseta, að hann kvaðst verða með gleði við ósk hinnar norsku þjóðar um, að sinn kæri sonarson Karl prinz tæki við hinni gömlu konungskórónu Norvegs, og kvaðst treysta því öruggur, að þjóðin norska ætti fagra framtíð fyrir höndum á leið með bonum. ' J>á gat konungur þess, að hinn ungi konungur og þau hjón ætti kyn sitt að rekja til fornkonunga Norðmanna/ enda mundi hann hitta fyrir í ríki sínu margar sameiginlegar sögulegar menjar fyrrí sambúðar sinnar þjóðar og ættar við Norðmenn. Eftir það ávarpaði hann konungs- hjónin ungu, *sín kæru barnabörn*, hjartnæmum orðum; bað Guð að veita þeim þrótt og styrk til að vinna landi þeirra og þjóð með trúmensku og ráð- vendni; »þá munuð þið ávinna ykkur ást þjóðarinnar, og þykja sem þið séuð sjálf norsk, fremst í flokki í iðjunni fyrir farsæld lands ykkar og framtíð þes8«. — »Farið guði á vald«, mælti hann að lokum, »frá landi því og ætt þeirri, er ykkur hefir alið, til lands þess, er nú hefir kvatt yður til sín« o. s. frv. Hinn háaldraði konungur klöknaði mjög, er hann mælti þetta. Konungs- hjónin ungu lögðu hönd á handlegg honum, til ástaratlota, og brá við það af honum, svo að hann fékk lokið máli sínu. |>á kváðu við 27 fallbyssuskot frá Sixtus-virki við Khöfn; þangað lágu rafþráðartengsli frá konungshöllinni. Svo mörgum skotum eru konungar kvaddir eða keisarar, en aðrir ekki. f>á var Karl prinz konungur orðinn og ávarpaður hátignarnafni upp frá því. Stórmikið var um dýrðir í Khöfn þessa daga og hina næstu á eftir, margs konar samkvæmi innan hirðar og utan og annar mannfagnaður. Dönum þykir stórmikill vegsauki í því, er niðjar konungs þeirra hljóta konungstign eða keisara hver á fætur öðrum víðs vegar um lönd. Fyrst son- ur hans einn konungur á Grikklandi fyrir meira en 40 árum, þá dóttir hans ein keisaradrotning á Rússlandi, og önnur því næst drotning á Englandi. Og nu barnabörn hans tvö konungur og drotning í Norvegi. |>rem dögum eftir, 23. nóv., lögðu þau Hákon konuDgur og drotning hans á stað til Noregs, á konungsskipinu Dannebrog, og voru því fengin til föru- neytis 2 herskip dönsk, Olfort Fischer og Geysir. f>á var svo mikill fólks- sægur niður við höfn (við Tollbúð og á Löngulínu), að nema mundi að sögn 100,000. J>egar kom norður úr Eyrar- sundi, slóst í förina þýzkur bryndreki, Braunschweig, meiri vexti miklu en dönsku skipin, og fyrir honum Heinrich keisarabróðir, yfiraðmíráll herskipaflota |>ýzkaland8. Svo mikið vildi Vilhjálmur keisari við hafa, bæði af vinsemd við Kristján konung og hans fólk, og þau Játvarð kouung móðurbróður sinn og Alexöndru drotningu, og af því, hve miklar mætur hann hefir á Norðmönn- um. Síðar bættist við enskur bryn- dreki, Cæsar, og fyrir honum Arthur Moore aðmíráll. Loks fylgdu flotanum 2 farþegagufuskip frá Khöfn, frá Sam. félaginu, full af áhorfendum þaðan. Konungsflotinn fór sér hægt, lá kyrr um nætur; hrepti og storma og myrk- viðrisþoku. |>egar kom inn í Víkina, kom í móti honum mestallur herskipafloti Norð- manna, og fyrir honum Börresen að- míráll, á Heimdalli, helzta skipinu í þeim flota. J>ar var stjórn Norðmanna innanborðs, þeir Michelsen forsætisráð- gjafi og hans félagar. J>eir gengu á konungsskipið og fögnuðu þar þeim konungi og drotningu hans. Eftir það hurfu þeir aftur, og höfðu konungs- hjónin því næst skipaskifti, létu flytja sig á gnfuferju yfir á Heimdall, ásamt sveininum syni þeirra, konungsefni Norðmanna, sem nú er orðinn og Ólaf- ur nefnist, á 3. ári. f>á var dregin upp konungsveifa á Heimdalli og jafnharðan drundi við fallbyssuskot- hríð frá hvorumtveggju herskipunum, dönskum og norskum, ásamt Cæsar og Braunschweig, og frá kastalanum Osc- arsborg. Eftir það hélt flotinn hvoru- tveggi inn til Kristjaníu. f>ar hafði verið hafður mikill fyrir- búnaður að fagna konungi, og segja menn, að meiri hátíðarbragur hafi ald- rei sést á bæjarlýð þar, né meiri mannfagnaður. §etta var laugardag 25. nóvbr. Fyrst fagnaði bæjarstjórn Kristjaníu þeim konungi, er þau stigu á land, og því næst óku þau um höfuðstræti borgarinnar, sem kent er við Carl Jóhann (Bernadotte) upp að konungs- höllinni. f>ar var reistur hver sigur- boginn eftir annan, auk margvíslegrar prýði annarrar. Múgur og margmenni hafði safnast til höfuðstaðarins víða af landinu, og var alt á lofti. f>egar til konungshallarinnar kom, voru þar fyrir ráðgjafarnir og þingmenn allir, og kvaddi konungur þá með handabandi hvern um sig. Samfagnaðarskeyti bárust þeim kon- ungi frá flestum þjóðhöfðingjum í heimi, hvert öðru vinsamlegra, þar á meðal frá Oscar Svíakonungi II., afa- bróður Hákonar konungs. Roosevelt forseti kvaðst samfagna honum að vera seztur í hásæti Hákonar, Ólafs, Har- alds og Sigurðar. — Roosevelt er kunn- ugur fornsögum Norðurlanda og hefir á þeim miklar mætur. Mánudag næstan eftir, 27. f. mán., vann konungur eið að stjórnarskránni í stórþinginu, með þeim formála, er stórþingisforsetinn mælti fyrir. f>að var mjög svo hátíðleg athöfn. f>á tók hann við stjórn. Ráðaneytið, þeir Michelsen og hans félagar, sögðu þá af sér. En konung- ur bað þá alla halda embættum sín- um áfram, og það gera þeir. Ræður flútti konungur margar þessa viku hina fyrstu, eftir það er hann tók konungdóm, svör við hinum mörgu fagnaðarávörpum, er honum voru flutt, og þótti vel segjast. Hann gat þess við sendinefnd stórþingsins, er hún gekk fyrir hann í Khöfn, er hann var nýorðinn konungur, að það heíði verið að sínu undirlagi gert, er leitað var alþýðuatkvæðis um konungkjörið. Eg vildi vera þjóðkonungur, en ekk flokks- konungur, mælti hann. J>etta líkaði

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.