Ísafold - 06.01.1906, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.01.1906, Blaðsíða 1
&emur út ýmist einn sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa 1 */, doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifieg) btindin við iramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október og kaup- andi skuldlaus við blaðið. Afgreiðsla Austurstrœti 8. XXXIII. krg. Reykjavík laugardaginn 6. janúar 1906 2. tölublað I. 0. 0. F. 871128 V2- I- Faxaflóagufubáturmn Reykjavik fer upp i Borgarnes 13., 19. og 26. jan. 5., 12. og 24. febr. og 5., 14., 22. og 31. marz. Kemur við á Akranesi báðar leiðir. S u ð u r fer hann (Keflavík m. m.) 8. jan.; 1., 16. og 20. febr.; og 9., 19. og 26. marz. Fer jafnan héðan kl. 8 árd. stundvísl. SAGA er komin sæs af hyl með svoddan firn af vörum. í EDINBORG þvi alt er til með allra beztu kjörum. Ekki byrjar nýja árið mjög óálitlega fyrir verzl. EDINBORG^ þar sem gufuskipið SAGA er nýkomið hlaðið margskonar vörum til verzlunar- innar, í viðbót við það sem fyrir var; getur hún því boðið mönnum góðar v'örur með góðu verði og góðum kjörum ekki síður en að undanförnu. Einnig kom mikið af hinum annáluðu Whitehill-kolum. — Meira næst! ♦-* N O -O fl *-< J3 4» \o <D ae n U* C 4 •H <u C3 QG iO > 00 B rt • V-i V. -Aá ri cn -X N kH <U <U • -o u <u A Ut rt ö < E G N A þess að margir kaupmenn, sem orðið hafa fyrir slæmum innkaupum á útlendum vörum, áður en þeir komu til mín og sáu sýnishornabirgðir mínar hér í Reykjavík, V • haía hvatt mig til að auglýsa meira, en eg hef gert, svo að ókunnugir viti, hvert þeir eigi að fara til að fá ódýrust og bezt innkaup á öllum útlendum vörum, þá auglýsist hérmeð, að það er hjá Chr. Fr. Nielsen, Kobenhavn, Peder Skramsgade 26 St. Reykjavík, Suðurgata 8. G crq Þ* c 3 o> c cr Cl n> B O OX < m co jí O: -1 ET c -t c-+ c B 00 CfQ W O- H- o> aq c O aq ® S- n> <T • c c c Í3. to 01 o\ ® w- S 00 C p. Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 i spítal. Forngripasafn opið á mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2 */« og 7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 Ard. til 10 siðd. Alm íundir fsd. og sd. 8^/a siðd. Landakotskirkja. Guðsþj. 9 og 6 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10 4/«—12 og 4—6. Landsbankinn 10'/í—21/*- Bankastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—3 og 6—8. Landsskjalasafnið á þrd^ fmd. og ld. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12 Náttúrugripasafn á sd. 2—3. Tannlækning ók. i Pósthússtr. 14, l.ogS.md. 11—1 Stjórnbyltmgaraðferðin nýja: Aðgerðaleysið. I. Sum ár í maunkynssögunni eru svo tíðindamikil, að á þeim ber viðHka miklurn mun meira en öðrum árum tugum saman, eins og hæstu fjöll í heimi gnæva hátt upp yfir aðra fjall- garða, eins og þeir gerast flestir. Svo var t. d. um árið 1789, er stjórn- byltingin mika hófst á Frakklandi, árið 1815, er Napóleon mikli var feldur frá löndum og nýju lagi komið á landa- skipan og ríkja um álfu vora, og árið 1848, er bylting varð samtímÍB í ýmsum höfuðlöndum álfunnar. Eitt 8tórtíðindaárið þar á borð við «r þetta, sem nú er nýliðið, eins og vikið var á í síðasta blaði. Svo margt sem gerst hefir sögulegt í heiminum á því, mun það að öllum líkindum verða mest talið og merki- legast, að á því hefir verið upp tekin alveg ný byltingaraðferð. Höfðingjavíg, vopnaburður múgmenn- is með h^ers konar spjöllum — það er eldri aðferðin og öllum kunn. Nýja aðferðin er því gagnstæð. Hún fæst ekki við neitt af þessu, öðru vísi en ef það er sama sem óvart, svo sem í handalögmáli við ríkisvald, sem vopn- um beitir að fyrra bragði. Hún er, nýja aðferðin, fólgin í ger- aamlegu aðgerðaleysi. Alt verkafólk, allur þjónustulýður í heilu landi tekur sig til og vinnur ekki nokkurt handarvik. Alþekt er það og hefir lengi tíðkað verið, að verkamenn í einhverri einni atvinnugrein hætta vinnu til þess að kúga vinnuveitendur til að greiða sér hærra kaup, ýmist í einni verksmiðju, einum bæ eða bygðarlagi, eða jafnvel í heilu landi, sem hefir þó verið mjög sjaldgæft. Hitt er alveg nýtt, að a 11 vinnandi fólk, hvaða verk sem það vinnur, haldi að sér höndum, ekki til þess að afla sér þann veg kauphækkunar eða neinna annarra hlunninda sér til handa, held- ur í því skyni, að neyða valdhafa til að veita landinu stjórnarbót. f>að er það ráð, sem beitt var í haust bæði á Rússlandi sjálfu og einkura á Finnlandi, og reyndist svo öflugt, svo óviðráðanlegt, að alveldis-kastalavirkin, jarðföst og mosavaxin, hrundu eftir fáa daga, eins og virki Jeríkóborgar fyrir ópi og lúðraþyt Jósúa og hans manna forðum. pað sem Nikulás keisari hafði aldrei fengist til áður og allir fortóku að mundi fást til nokkurn tíma, það gerði hann, er þannig vaxið verkfall eða í þá átt hafði staðið nokkra daga. Hann veitti þegnum sínum á Rúss- landi 8tjórnarbót með keisarabréfi 30. okt. í haust. Og Finnlendingum gerði hann líka skil daginu eftir. par með létti þegar verkfallinu á Finnlandi, með því að Finnlendingar gerðu sig ánægða með boðskap keisar- ans. Bn á Rússlandi reyndist hann ekki einhlítur. par víldu þeir heimtu- frekustu hafa töluvert rífara þjóðfrelsi, og aðrir tortrygðu keisarann eða stjórn hans um refjalausar efndir fvrirheitis hans. f>etta hefði hrifið, sögðu margir, ef það hefði ekki komið alt um seinan. pví hefir þar verið svo ókyrt í vetur, sem kunuugt er, fremur þó fyrir hraDa- lógar aðfarir valdhafa en að lýðurinn hafi sýnt sig í ofríkisverkum. Aðal- ráðið af hans hendi hefir verið þetta, að hætta að vinna. pað er kunnugt orðið af Mareoni-hraðskeytum, að al- ment verkfall hófst þar um land alt rétt fyrir jólin, eftir voru tímatali, Hrannvígin miklu í Moskva á jólun- um virðast hafa stafað af því aðallega, að stjórnin hafi ætlað að þröngva lýðn- um þar með hervaldi til að hætta við verkfallið. það er fróðlegt að lesa um aðdrag- andann að etjórnbótarúrskurði keis- ans 30. okt. Hann sést á frétta-ann- álnum þessum: Okt. 21. Járnbrautaverkfall færist út um Rússland. 23. Járnbrautavórkfallið heldur á- fram að færast út um Rússland. Moskva er stíað frá samgöngum við alt landið utanborgar. 25. Járnbrautaverkfallið á Rússlandi gerist gífurlega víðtækt; fulltrúaþing járnbrautafélaga í Pétursborg gerir menn á fund Kilkoffs fursta (samgöngu- málaráðgjaíans) og Witte greifa, for- sætisrá'ðgjafans væntanlega, og fer fram á stjórnarábyrgð fyrir fullu þjóðfrelsi og að stefnt sé til þjóðfundar með almennu kosningarfrelsi. — Tekið er gersamlega fyrir járnbrautaferðalög á Rússlaudi, og póstgöngum yfirleitt hætt að sinni. 26 Búðum lokað í Pétursborg. Verkamenn við höfnina og við Newski- verksmiðjurnar miklu í Pétursborg ganga í lið með verkfallsmönnum, herlið hefir löggæzlu um helztu stræti borgariuDar. Stjórnín rússneska heitir á Svía að flytja fyrir sig póstbréf og sendingar um Helsingfors ogStokkhólm. 27. Allar hraðvélarbyssurnar, sem hafðar höfðu verið í Tzarskoe-Selo (sveitarhöll keisarans skamt frá Péturs- borg), eru fluttar til höfuðstaðarius. Samblástursþingið 1 Pétursborg skorar á stúdenta að vinna að stjórnarbylt- ingunni dag og nótt. Tekið er fyrir raflýsing; vatnsveituvarkamenn og gas- ljósa og sporvagna hætta vinnu. 28. Landslýður á Rússlandi heldur áfram aðgerðaleysisbyltiugunni. Stjóru- in er ekki þess megnug að halda uppi neinu löghlýðnisyfirvarpi, hvað þá heldur meira. 30. Rússakeisari ritar undir ú r s k u r ð um stjórnarbóo í Peterhoff (sumarhöll keisarans, skamt frá Pétursborg). Nánari lýsing á ástandinu síðustu dagana af október má lesa í bréfi frá W. T. Stead, Lundúna-blaðamanninum heimsfræga, dags. í Helsingfors í Finn- landi 28. okt., — hann var á heimleið frá Rússlandi, hafði dvalist þar undan- farnar vikur, lengst í Moskva: það var diramur dagur í gær í Pét- ursborg og heldur ískyggilegur. Verk fallsmannaflokkar gengu búð úr búð og jafnvel banka úr banka, og skipuðu að loka. þriðjudagskveldið þyrptust menn þúsundum saman inn í háskóla- salina, héldu voðasvæsnar ræður, kváð- ust mundu hálshöggva keisarann og yfir höfuð mölbrjóta og sundurmerja alt og alla. Allir töluðu. Verð á mat- vælum hækkaði um helming. Lyfsalar gerðu verkfall, svo að fólk fekk engin meðul. Okumenn hótuðu að hætta vinnu, lögreglan möglaði og bjóst til að halda fund til að bera upp kvein- stafi sína. Altalað var, að herliðinu mundi eigi mega treysta og að stór- skotaliðið fengist ekki til að skjóta á lýðinn. Rafiýsingarverkamenn hættu vinnu, og kváðust ekki taka til hennar aftur fyr en lokið væri alveldisstjórn. Búðarmenn hjá gimsteinasölunum miklu gerðu verkfall; þeir sögðust hafa engu yfir að kvarta, en kváðust ekki geta fengið af sér að halda áfram að vinna, er bræður þeirra um land alt hefði lagt niður víduu fyrir frelsið. Sex hundruð og fimtíu þúsund (650,000) járnbrautamenn höfðu gert verkfall. Moskva og Pétursborg voru eins og í umsát. Fyrst var haldið, að Péturs- borg mundi geta aflað sér vista sjó- leiðis. En þá hættu affermingarverka- menu vinnu og varð því varningnum ekki komið á land. þegar kvöldaði sást, að strætin voru ekki nema hálf- lýst. J>að logaði á gaslömpum, en raf- ljós öll voru horfin. Allir flyktust í búðir að kaupa sér kerti og olíulampa og kertastikur. Bnginn vissi, hve lengi eða skamt gasljósin mundu lifa. Hugsið yður borg með 1,500,000 íbúum, með vanalegri ítölu bófa og illvirkja, alt í einu sokna niður í niðamyrkur. Spor- brautarvagnar nær allir hættir göngu. Allir voru á glóðum. Bg hitti enskan tiðindamann. Hann var ekki með sjálfum sér. Hann fullyrti, að ef keis- arinn kæmi til Vetrarhallariunar (í Pétursborg), mundi hann verða tættur ur sundur lið fyrir lið, og að enginn hlutur á jarðríki fengi forðað stjórn- inni við sviplegu falli og stofnun þjóð- veldis, nema stjórnarbót og almennur kosningarréttur. Ráðið þetta hreif. Stjórnarbótin kom 3 dögum síðar eða fyrirheitið um hana. (Nl. næst.) Skipafregn. Hingað kom i fyrra dag gufusk. S a g a (380 smál.) frá Leith með. kol og ýmsar vörur aðrar til Edinborgar- verzlunar. Fer i kveld til ísafjarðar. Kem- ur hingað aftur og fer þá með fiskfarm til Spánar. Síðdegisguðsþjónusta i dómkirkjunni á morgun kl. 5 (B. H.)

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.