Ísafold - 06.01.1906, Blaðsíða 4
8
ÍSAFOLD
ALFA LAVAL er langbezta og algengasta skilvinda í heiini.
Auglýsing
um
úívegun a girðingarefni um árió 1906.
Stjórnarráðið úlvegar á yfirstandandi ári, samkvæmt lögum um gadda-
vírsgirðingar frá 20. október 1905 og ákvæðum auglýsingar þessarar, girð-
ingarefni fyrir sýsluíélög, sveitarfélög, búnaðarfélög og samvinnukaupfélög.
Girðingarefnið er sams konar og getur um í auglýsing stjórnarráðsins frá
1. október 1904, sbr. reglugjörð 24. maí s. á.
Fyrir hvert félag útvegar stjórnarráðið ekki minna af hverri tegund girð-
ingarefnisins en hér greinir.
100 pund af gaddavír, áætlað verð...................................11 kr.
100 stykki af járnteinum, 65 þuml. löngum, áætlað verð . . . ^okr.
100 — - — 52 — — — — . . . 24 kr.
100 — - — 42 — — — — . . . 20 kr. 50 a.
100 — - — 33 — — — — ... i8kr.
100 — - — '24 — — — — . . . i4kr.
100 — - vinkilbeygðumjárnstólpum65þuml.löngumáætlað verð 4jkr. joa.
100 — - flötum — 43 — — — — 23 kr.
Girðingarefnið verður eigi flutt á aðrar hafnir en þær, þar sem strand-
ferðaskipin eiga að koma við, og ber í pöntununum að tilgreina, á hverja
höfn það skuli senda og hver veiti því þar viðtöku. Eftir að girðingarefnið
er komið á höfnina er það í ábyrgð kaupanda. Girðingarefnið verður sent á
hinar tilteknu hafnir svo snemma á næsta sumri, sem auðið er. Móttakanda
ber strax eftir móttöku efnisins að rannsaka vottfast, hvort hann hafi fengið
alt það efni, er hann átti að fá, og ef nokkuð vantar, gjöra skipstjóra þegar
viðvart, ef fært er, og senda stjórnarráðinn tafarlaust tilkynning um, hvað vanti.
Beiðnum um útvegun á girðingarefni skal fylgja í peningum verð þess
girðingarefnis, sem beðið er um, samkvæmt verðskrá þeirri, sem stendur hér
á undan. í stað peninga má og senda ávísun fyrir upphæðinni á Lands-
bankann eða íslandsbanka í Reykjavík, ef bankastjórnin hefur ritað á ávísunina,
að upphæð hennar verði greidd stjórnarráðinn af bankanum, er stjórnarráðið
krefst þess.
Beiðnir frá hreppsnefndum um útvegun á girðingarefni skulu vera
undirritaðar af meðlimum hreppsnefndarinnar og á þær vera ritað samþykki
sýslumanns fyrir hönd sýslunefndar. Beiðnir um sama frá sýslunefndum gefur
sýslumaður út eftir ákvæðum nefndarinnar.
Beiðnum frá búnaðarfélögum og samvinnukaupfélögum skulu íylgja
vottorð frá hlutaðeigandi sýslumanni um, að félagið sé búnaðarfélag eða
samvinnukaupíélag, og að stjórn félagsins Irafi undirritað beiðnina til stjórnar-
ráðsins,; ber að sýna sýslumanni lög félagsins, ef hann krefst þess, og láta
honum í té aðrar nauðsynlegar upplýsmgar, áður en hann gefur vottorð
þetta út.
Beiðnir um útvegun á girðingarefni samkvæmt framansögðu verða að
vera komnar til stjórnarráðsins fyrir 1. april næstkomandi.
í stjórnarráði íslands, 2. jan. 1906.
x H. Hafstein.
Jón Hermannsson
Samkvæmt fullnaðarsamningi við bæjarstjórn Reykjavíkur er frest-
urinn til að skrifa sig fyrir hlutum i félaginu M á 1 m i framlengdur til 1.
marz 1906.
Reykjavík 28. desember 1905.
Fyrir hönd stjórnar hlutafélagsins Málms
Sturla Jónsson.
Meira gull!
Vantar yður peninga?
Ef þessi spurning væri lögð fyrir íslendinga og hver einstaklingur ætti að
gefa ákveðið svar, mundu eflaust margir svara henni játandi. Margir þarfn-
ast gulls. — En aldrei frá því þetta land bygðist hefir mönnum boðist hér
jafnheillavænlegt tækifæri til að verða aðnjótandi gullsins, sem einmitt nú,
þar sem fullsannað er, að gull og aðrir dýrir málmar eru hér í jörðu, og gull-
námugröftur er þegar byrjaður. Sérstaklega er Reykvíkingum bent á tækifær
ið. það getur orðið ómetanlegur hagnaður, að kaupa nú hús og lóðir hér í
bænum — inn á sjálfu gullnámu-svæðinu. Hjá mér undirrituðum ættu menn
því að keppast um að festa kaup á húsum og lóðum, og helzt um leið að ger-
ast hluhafar í námufélaginu Málmi. Eg tjái mig og fúsan að veita leiðbein-
ingar í því er að húsagerð lítur, og tek að mér að byggja hús. — Reynið að
eiga tal við mig.
Mig er að hitta á heimili mfnu, Laugav. 38, kl. 9—10 árdegis og 8—10
síðdegis. Virðingarfylst
<3uóm. Cgilssoir
tarésmiður.
Dauöar og- lifandi myndir í Bárubúð á morgun.
Grammófóninn
ætti að vera til á hverju heimili. Hann er fullkomnasta
áhald nútímans til að láta heyra söng og hljóðfæraslátt.
Grammófóninn veitir mönnum tækifæri til að
hlusta á frægustu söngvara, svo sem Herold, Nissen,
Simonsen, Chr.Schröder,Fred.Jensen,IduMöller o. fl.
Grammófóninn kostar 40 kr. og þar yfir. Biðjið
um nákvæma verðlista, sem sendir eru ókeypis.
Jörgen Hansen
Brolæggerstræde 14. Köbenhavn.
Einkasali til Islands og Færeyja.
-= Ný verzlun. =-
Hér með leyfi eg undirritaður mér að tilkynna, að eg hefi nú byrj-
að verzlun í húsinu nr. 1 við Austurstræti hér í bænum, þar sem áður
verzlaði Guðmundur kaupmaður Böðvarsson, beint á móti hótel ís-
landi, og leyfi eg mér virðingarfylst að vænta þess, að heiðraðir bæjarbúar
og aðrir sýni mér sömu velvild nú og framvegis sem eg jafnan hefi átt að
fagna að undanförnu. Eg hefi þegar og mun jafnan hafa á boðstólum flest-
ar nauðsynjavörur, og vil eg gera mér far um að hafa þær sem bezt-
ar og ódýrastar.
Reykjavík, 6. jan. 1906.
Virðingarfylst
Nic. Bjarnason.
Lux-lampinn
er áreiðnnSega beztaosródýrasta Ijós-áhald mitímans.
Ljósker, með Luxljósi, er hefir 700 kertaljósabirtu, kostar frá
175 kr. til 220 kr. og eyðir það með öllu tilheyrandi fyrir
hér um bil 5 — flmm — aura um klukkutímann.
Lampi, með Lux-ljósi, er hefir 200 kertaljósbirtu, kostar frá 90
kr. til 105 kr. og eyðir hann með öllu tilheyrandi fyrir hér um
bil 3 — þrjá — aura um klukkutímann.
LiUX-lampa (og ljósker) má nota hvort heldur vill úti eða inni og
eru þeir bæði hreinlegir og þægilegir, lausir við alla ólykt og: mjög
lítið ómak við þá. Vanur maður leiðbeinir með notkuti þeirra og sér
um að setja þá upp hér i bænum án alls kostnaðar fyrir
kaupendur.
Lux-lampinn er notaður við vitana víðsvegar um hekn t. d. í’Egge-
grund, Tjárfven, Grönskár, Sandhamn, Godnatt, Sandhammaren í Svíþjóð,
Ras-el-tin við Alexandriu og auk þess eru þeir notaðir mjög víða í Færeyjum.
Otal vottorð um gæði Lux-lampans eru til sýnis, þar á meðal frá herra
Uno Grönvall konunglegum vita-umsjónarmanni í Svíþjóð o. fl.
Hér í Reykjavík má benda á Lux-lampaljóskerið, sem stendur
við Thomsens Magasín, og lampana sem notaðir hafa verið í Bryde’s-
verzlun í Reykjavík og nú síðastl. i Fríkirkjunni.
Lux-lampinn fæst ávalt eftir pöntun af öllum stæðum aðeins í
verzlun
J. P. T. Brydes
í Reykjavík.
KONUNGrL. HIRÐ-VERKSMIPJA.
mæla með sínum viðurkendu Sjókólaðe-teflUlldum, sem eingöngu
eru búnar til úr
Jinasta cJhafiaó, Syfiri oy ^fíanilfa.
Ennfremur Kakaópúlver af beztu tegund. Agætir vitnis-
burðir frá efnafræðisrannsóknarstofum.