Ísafold - 13.01.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.01.1906, Blaðsíða 2
10 ÍSAFOLD Sex ára kjörtími er og alveg úrelt tilhögun. f>rjú eða fjögur ár er meira en nóg. f>að er lítið vit í því og eng- in nærgætni, að meina bæjarfélagí að losa sig við illa valinn fulltrúa fyr en eftir 6 ár, og eins hitt, að þurfa að bíða 3 ár eftir að koma í bæjarstjórn manni, er almenningur hyggur eiga þangað óvenjumikið nytsemdarerindi. Langréttast væri, að kjósa á hverju úri, en þá ekki nema \ eða J hluta bæjarfulltrúanna, —- ef kjörtíminn er 4 ár. Með því lagi er bæði gírt fyrir snögglega bylting í bæjarstjórn- inni og séð um sístreymi í endurnýjun fulltrúanna, ef vill. Hringl þarf ekki að óttast hóti framar. |>ví verulega nýtir fulltrúar eru endurkosnir. 8ú er reynslan hér og annarsstaðar. f>ess fyrirkomulags er því meiri þörf, sem bær vex örara. f>ar er afturhald skaðlegra en ella. Og þar geta á hverju ári bæjarfélaginu bæzt menn, sem fengur væri að í stjórn þe8s. Loks yrðu þá og kosningarlögin nýju miklu betur viðeigandi. Meðal annars er miklu hægra að sameina sig um 3 menn heldur en 6. Og enn er það ótalið, að annamiklir atkvæðamenn fást miklu fremur til að taka að sér bæjarfulltrúamensku, ef þeir eru ekki bundnir við hana lengur en 3—4 ár, f stað 6. Nú er svo ástatt, að þakka má fyr- ir, ef slíkir menn fást til þess, hafi þeir nokkurt undanfæri. f>að eru iðjulitlir liðléttingar, sem fúsastir eru til þess; þeir gangast fyrir upphefðinni einni. Hinum verður jafnan hörgull á. f>ess getur orðið langt að bíða enn, að um sé að velja svo efnum búna at- kvæðamenn, að þeir þurfi ekki að vinna sér fyrir daglegu brauði og verja mestum tíma sínum og kröftum í þarfir bæjarfélagsins. En þá fyrst er veruleg von um, að í bæjarstjórn bætist menn með ákveð- inni framfara-stefnuskrá, er eitthvað er í varið. Meðan því náir ekki, verður lítið gagn að, þótt eitthvað nýtilegt vaki fyrir einhverjum nýjum bæjarfulltrúa. Hann hefir ekki ástæður til að verja nægum tíma og kröftum til að hafa það fram, gegn þeirri hér um bil sjálf- sagðri mótspyrnu, sem meiri háttar framfaranýmæli eiga við að etja. f>að er vorkunnarmál, meðan svo stendur, þótt áhugi á bæjarstjórnar- kosningum sé heldur þróttlítill og reik- ull, og að þar slái út í aðra sálma en bezt eiga við, út í kunningsskapar sálma og stéttarfylgis. Breyting sú á bæjarstjórnarlögum Eeykjavíkur, sem hér er haldið fram, er og ekki neitt nýmæli hér á landi. Sú tilhögun hefir verið í lögum á Ak- ureyri meira en 20 ár, og á Seyðisfirði 10 ár -— þetta hvorttveggja: að kjör- tímabilið sé aðeins 3 ár, og a ð kosið er á hverju ári, J fulltrúanna í senn. Og það fullyrða mikið merkir menn þar kunnugir, að það hafi þótt mikið vel gefast og allir kunnað vel við það. En hitt er lög í öllum kaupstöðunum þremur utan Reykjavíkur, að lægri gjaldendur og hærri hafa jafnt mann- gildi á kjörskrá. Fjáreign veldur þar engu manngreinaráliti. Meðal dáinna hér í bæ síðustu vikurnar er Á r n i f>órðarson verzlunarmaður, bróðir Jóns kanpm. þórarsonar, og Mar- grét Árnadóttir, ekkja Jónasar heit. organista Helgasonar, komin nokkuð yfir sjötugt (f. 13. okt. 1833). Siðdegisguðsþjónusta - i dómkirkjunni á morgun kh 5 (J. H.) Landsreikninguriiin 1904. Stórmikill tekjuhalli. f>að er tíðinda af honum, nú ný- birtum, að það ár, fyrsta búskaparár hinnar >innlendu« stjórnar, sem svo er kölluð, hefir orðið svo mikill tekjuhalli hjá landssjóði, að þess eru engin dæmi áður í öilum landsbúskap vorum, meira en 30 ár, ef talið er frá því er gerður var fjárskilnaður við Dani. Tekju-a f g a n g hefir landið haft flestöll árin, og hann oft mikinn, um og yfir 100 þús.; komst jafnvel upp í 144 þús. tveim árum fyrir þetta, 1902. Tekju-h a 11 i hefir ekki orðið fyr en þetta, nema í hörðu árunum 1886— 1889. f>á komst hann einu sinni upp í 114 þús. kr. En þetta ár, 1904, hefir hann orðið 126,000 kr. Rangt væri vitaskuld að kenna þetta skakkafall beint því, a,ð stjórnin það sem kallað er færðist inn í landið, þótt mikið muni um kostnaðarauka þann, er því fylgdi, sem ekki hefði verið eftir teljandi, ef sá flutningur hefði verið annað en kák. þingið 1903 var ærið bruðlunarsamt. f>að þurfti, meiri hlutinn, að afla sér vinsælda um leið og hann gengi til ríkis — með höllu keri og hálfum hleif, á kostnað landssjóðs. »Miljóna- þingið« kölluðu sumir það. f>að gekk svo frá fjárlögunum, að þar var búist við hátt upp í 400 þús. kr. tekjuhalla á fjárhagstímabilinu öllu, 2 árum, fyr- ir utan ráðgerðan kostnað eftir öðrum nýjum lögum ýmsum. En hann varð þó þetta minni, helmingurinn af hon um, 126 þús. kr. Enda var það alltítt áður, að rnikill tekjuafgangur varð í reikningslok, þótt fjárlög byggjust við miklum tekjuhalla. Nú skiftir heldur en eigi í annað horn, og mundi hafa bet- ur blætt, ef ekki hefði verið veltiár og meiri háttar tekjuliðirnir margir því farið býsna-mikið fram úr áætlun, aðallega tollarnir, svo sera hér segir, í kr. — hér um bil: áætl. varð áfengistollur........ 100,000 143,600 kaffi- og sykurtollur. 240,000 269,000 tóbakstollur......... 100,000 109,400 Ennfremur hefir út- flutningsgjald á fiski og lýsi farið nær 30 þús. fram úr áætlun 70,000 99,700 Tekj ur af póstferðum hafa og orðið býsna- miklum mun drýgri en áætlað var .... 40,000 71,900 Tveir allstórir áætlaðir kostnaðarliðir spöruðust landssjóði þetta ár, ritsíma- fjárveitingin 35 þús. kr. og 15 þús. kr. 8tyrkurinn til eyfirzku skipakvíarinnar. Hefði það ekki verið, mundi tekjuhall- inn hafa orðið mjög nærri því sem á var ætlað, eða 176 þús. kr. Langt fram úr áætlun fór aðallega einn útgjaldaliðurinn: verðlaun fyrir útflutt smjör, sem höfðu verið gerð að- einB 5 þús. kr. í fjárlögunum, eftir tómri ágízkun að vísu, en komust nær upp í 17,600 kr. f>ví sjá að vísu fáir eftir, með því að það vottar mikinn uppgang í góðri framleiðslu þeirrar mikilsverðu búnaðarvöru. Fjárkláðaútrýmingin hefir og kostað nokkuð meira en fjárlög tiltóku, 83 þús. kr. í stað 78 \ þús. fyrir því, sem landssjóður hefir úti látið á árinu eftir fjáraukalögum og öðrum nýjum lögum utan við fjárlögin, heldur tilgreint alt í einu lagi og nem- ur 108 þús. kr. þar í mun landsstjórnarkostnaðurinn nýi eiga drjúgan þátt. Tekjurnar losuðu vel miljónina, eins og undanfarin ár hin síðustu. þær höfðu verið áætlaðar nær 200 þús. kr. minni. Útgjöldin urðu 1150—60 þÚB., þar af 108 þús. utan fjárlaga, sem fyr segir. Trúvakninfrartilraun svo nefnda er verið að fást við hér í höfuðstaðnum um þessar mundir eða hefir verið þessa viku, í líking við það sem gerist og gerst hefir síðustu miss- irin víða um lönd, svo víða, að farið er að kalla þá hreyfing alheims trúvakn- ing. |>að bar mikið á henni í fyrra vetur á Bretlandi hinu forna, í Lund- únum og víðar um England, því næst í Norvegi (Kristjaníu), og loks barst hún í haust til Kaupmannahafnar. B æ n a v i k u kalla þeir vikuna þessa, þeir sem fyrir þessari tilraun gangast, en það er dómkirkjuprestur- inn og ýmsir trúboðsfrömuðir hér í bænum, svo sem heimatrúboðserind- rekarnir síra Lárus Halldórsson og cand. theol. Sigurbj. Á. Gíslason, Davíð Ostlund adventistatrúboði, leiðtogar Hjálpræðishersins, Samuel O. Johnson nokkur trúboði (hét áður Sigurður Ogmundsson, frá Seyðisfirði) o. fl. Starfsemiu hefir verið fólgin í bæna- samkomum á kvöldum í dómkirkjunni og 2—3 samkomuhúsum öðrum (Betel, Herkastalanum o. s. frv.). þar er prédikað og sungið, Hkt og við almenna messugjörð, en þar um fram bænir fluttar á eftir í heyranda hljóði ekki einungis af prestum og trúboðum, heldur og trúuðum leikmönnum hin- um og þessum, hverjum á fætur öðrum. Hér er almenningur slíku svo óvanur, að mjög þykir það nýstálegt, og dómar misjafnir um það, lítt hugsaðir dag- dómar innan um. þeir munu vera býsnamargir, sem ekki »kunna vió« þetta meira en svo, sem kallað er, og hefir aðsókn verið fremur lítil í dóm kirkjunni að minsta kosti. Hitt er þó ekkert efamál, að gott eitt gengur þeim til, er þessa tilraun hafa gert, og gott ætti að geta af henni leitt, þótt minna bæri á en ann- arsstaðar, sem sögur eru frá bornar. Samvinna sú í trúræknisiðkunum meðal ólíkra trúarstefnuflokka, sem hér gerir vart við sig í fyrsta skifti á voru landi, er og ekki nema lofsverð: hún lýsir eftirbreytnisverðu umburðarlyndi, og styðst við þá réttu og heilsueamlegu sannfæringu, að lítils háttar afbrigði í trúarskoðunum eigi að lúta í lægra haldi fyrir því sem mest á ríð- ur: fratnförum í trú og siðgæði, hvaða leið svo sem þar til liggur. Manna fúsastir eru þeir sjálfsagt við það að kannast, forgöngumennirnir, að áfátt sé þeim að ýmsu leyti í þessu starfi þeirra. Sú viðurkenning þyrfti ekki sfzt að ná til þekkingar-ímugusts þess og þar af leiðandi vanþekkingar- hleypidóma, sem bólað hefir á að áreiðanlegra manna sögn í ræðum sumra þessara manna. Marconi-skeyti 9. jan. Grey, utanríkisráðgjafi Breta, hefir látið það uppi í embættisnafni, að stjórnin brezka ætlaði sér að styðja kröfur Frakka á Marokkofund- i n u m. Haldane hermálaráðgjafi ætlar að taka upp aftur 5 ára hernaðarþjónustu í meginher B r e t a og 7 ára í vara- liðinu. Lagt hefir verið fyrir fulltrúa Banda- ríkjanna á Marokkofundinum að girða fyrir missætti með Frökkum og f>jóð- verjum og halda fram »opnum dyrum* (viðskiftajafnrétti allra þjóða í Marokko)- Gufuskipið Garlisle, mikils háttar sprengiefnaflutningaskip, sprakk og sökk á Saigon elfi (í Cochin-Kína). Farmurinn var rniklar birgðir af rúss- neskum skotfærum. Mikið gengur á í Manila (í Filipps- eyjum). f>ar er verið að koma á skips- fjöl 3 tvífylkjum herliðs (frá Ameríku) og búist við að þeirra þurfi við til Kína. Brúðkaup þeirra Aliee Roosevelt og Langworths þingmanns á að standa 17. febr. Rouvier, forsætisráðherra Frakka, hefir látið erindreka R ú s s a vita, að stjórnarástandið (á Rússlandi) sé óhent- ugt til að fá fyrirhugað 1 á n, er nem- ur 32 miljónum punda sterling ( = 576 milj. kr.). Blaðið Temps segir, að franskir peningakaupmenn séu samt við því búnir að láta af hendi við rikis- banka Rússa, gegn hæfilegri tryggingu, nokkurt gull, sem til þess þarf að halda rússneskum peningum í fullu verði, svo að Rússar geti beðið, þang- að til tími verður til hentugri lántöbu. Sendinefnd hefir komið frá Irkutsk til Pétursborgar til þess að biðja um sjálfsforræði Síbiríu handa með varakonungi. 11. jan. Campbell-Bannerman, ráðaneytisfor- seti Breta hinn nýi, hefir í kosninga- ávarpi staðhæft, að frjálslyndi flokk- urinn, sem nú er kominn til valda, muni halda fram sömu stefnu í utan- rikismálum eins og sambandsmenn (ihaldsflokkurinn), en bætir því við, að það verði skylda frjálslynda flokksins að halda uppi frjálsri verzlun og bæta svo sem unt er úr þvi tjóni, er sam- bandsmenn hafi unnið á síðari árum. Játvarður konungur rauf þing á# mánudaginn (8. þ. m.) og nýjar kosn- ingar hafa verið boðaðar. Kosninga- ræður haldnar af miklu kappi um >vert og endilangr landið. Balfour, Cham- berlain og öðrum fráförnum ráðgjöfum verið tekið fjandsamlega ú, sumum stöðum. Witte, forsætísráðgjafi Rússakeisara, hefir svarað tíðindamanni einum á þá leið, að þess væri hann fullöruggur, að Rússland mundi rísa endurfætt upp úr nauðum þeim, er nú gengju yfir það, endft hefði verið of mikið úr þeim gert. Kokovozoff, fyrrum fjár- málaráðgjafi, svaraði, að óstandið hefði aldrei verið þannig vaxið, að það skemdi fyrir lánstrausti Rússa, og mundi kostn- aðurinn af heimflutningi herliðsins og gjaldið til Japans verða greitt með lání erlendis. Allmikið tjón varð af jarðfalli ‘ Haverestaw f New-York-ríki. |>ar sukku 8 hús svo hundruðum feta skifti í jörðu niður, og fórust 16 manns, sumt meðal helztu manna þar. Rússland og Kína eru að semja um nýjan sáttmála um Mandsjúríu. Enn veitir mjög erfitt að bæla niður uppreisnina í Eystrasaltsfylkjunum. Byltingarstjórniná Kúrlandi er alvöld Stjórnin í Pétursborg þrætir fyrir öll hryðjuverk af hermanna hálfu- Hún segir, að fundist hafi hjá hönd - uðum byltingarmönnum svo mikið a sprengiefnum, að nóg væri til að eyða heilar borgir. Ekki er gerð nein sundurliðuð grein

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.