Ísafold - 13.01.1906, Blaðsíða 3

Ísafold - 13.01.1906, Blaðsíða 3
í S A F 0 L D 11 Oiafsdalsskólinn veitir nokkrum nemendum viðtöku á næBta vori með líkum kjörum og áð- ur, nfl. 1. Skólatíminn er 2 ár. Hann byrjar og endar snemma í maímánuði. 2. Nemendur verða að vera siðprúðir, heilsuhraustir, nokkurn veginn þroskaðir, og vanir allri algengri sveitavinnu. |>eir verða að vera vel læsir, skrifa læsilega, og kunna 4 höfuðgreinar reiknings í heilu og brotum. 3. Nemendur gefa ekkert með sér. |>óir leggja sér til nægilegan íveru- fatnað og hlífarföt. Bækur og rit- föng fá þeir keypt í skólanum. 4. Yfir sumartímann eða frá 14. maí til 30. október bæði árin vinna nemendur að heyvinnu 8 vikur, og að öðrum störf- u m 16 v i k u r, og þá einkum að þessu: a. Að beita hestum fyrir kerru og ýmsum jarðyrkjuverkfærum. b. Að slétta þúfur. c. Að plægja þýft og slétt land, flög og grasgróna jörð. d. Að brúka ýmiskonar herfi, hest- reku og valtara. e. Að sá höfrum, byggi, sinnepi og grasfræi. f. Að rækta jarðepli og rófur. g. Að hagnýta hvers konar áburð, sem fæst í sveitum. h. Að hagnýta verzlunaráburð, bæði fyrir sáðjurtir og á gras- lendi. i. Að gera skurði til áveitu og framræslu, bæði opna og lokaða. k. Að verka súrhey og sæthey. l. Að mæla flatarmál lands og hallabreytingar. 5. Að vetrinum, frá 1. nóvember til 30. apríimán. bæði árin, að undan- teknu jólaleyfi, er nemendum dag- iega ætlaðar 4 stuudir Cil vinnu, og 8 stundir til b ó k i ð n a. Vinnan er einkum að- stoð við smíðar, og ýms útivinna, eftir ástæðum. Sum verkfæri smíða nemendur að mestu leyti. Bóknámið er: 1. Náttúrufræði. Hið nauðsyn lega8ta í efnafræði, eðlisfræði, dýra- , fræði og grasafræði. 2. Jarðræktarfræði. Hið helzta um vöxt og viðgang jurta, jarðveg, áburð, framræslu, áveitu, verkfæri og ræktun sáðjurta. 3. Húsdýrafræði. Hið helzta -j um skapnað og lífseðlisháttu hús- Í! dýranna, um meðferð þeirra og kyn- bætur, 4P' H a g f r æ ð i. Um ýmsa tilhögun í búskap, og um búreikninga. 5. Almennur reikningur, þar með flatarmáls- og rúmmálsreikn- ingur. 6. Leiðarvísir í einföldum landmælingum og halla- m æ 1 i n g u m. 7. T e i k n u n. Aðv gera uppdrætti eftir máli af litlum landspildum og einföldum verkfærum. Kenslan fer yfir höfuð mest fram í samræðum, með hliðsjón á kenslubók- um á íslenzku og dönsku, og handrit- um, sem nemendur eru látnir kynna sér jafnframt. Aðaláherzlan er lögð á þau atriði í hverri grein, sem eink- um snerta dagleg störf manna hér á landi. Nemendum verður hér eftir kent að ákveða fitumagn mjólkur, því áhöld til þess hafa nú verið útveguð. Nokkur kensluáhöld eru til við skólann einkum í efnafræði og dýrafræði. Skól- anum fylgir bókasafn af almennum fræði- og skemtibókum, sem nemend- Ur nota og hafa umsjón yfir. Við skólann er líka til allgott bókasafn um búnaðarmálefni, sem nemendur geta átt aðgang að, ef þeir óska. Nú eru í skólanum 9 nemendur, 3 í eldri deild og 6 í yngri deild. þeir sem óska að verða teknir í skólanc á næsta vori, geri mér viðvart um það sem fyrst. Olafsdal í nóvemberm. 1905. T. Bjarnason. Um botnvörpunga- yíirganginn hér eru stundum greinar í dönskum blöðum, og oftast eitthvað bogið við þær. Politiken hafði í haust einu sinni hermt það eftir ísafold, hver umskifti hefðu orðið á eftirlitinu með þeim, þegar yfirmannaskiftin urðu í sumar á Heklu: að áður hefði 20 sekir botn- vörpungar náðst á 3 mánuðum, en síð- an engin á jafnlöngum tíma, o. s. frv. þeirri frásögu reiðist einhver nafn- leysingi (Scout) og ritar í National. tid. 31. okt. Hann rausar mikið um það, að ekki sé mikið að marka, þótt yfirmenn á Heklu séu mis-fengsælir á botnvörpunga. þeir séu óvarari um sig framan af árinu en þegar á það líður.; vari sig síður á því, þegar Hekla komi snemma. Kunnugir vita, að þetta er býsna- vitlaust, og að aldrei eru botnvörpungar áleitnari og ósvífnari en þegar líður á suruar og nótt dimmir. Hitt er þó enn fjær öllu viti, er hann fullyrðir, að blöð hér og almenn- ingur láti sér í litlu rúmi liggja, hvern- ig gengur að verja landhelgina fyrir ólöglegum veiðum, heldur sé hitt aðal- atriðið, að ná í sem mestar sektir m. m. til handa landssjóði. því sé sagt frá því eins og hvalreka og látið mik- ið yfir, er einhver botnvörpungur er höndlaður og sektaður! Vel er þetta mælt og viturlega, eða hitt heldur. Sá veit nú hvar skórinn kreppir! Ekki hefir hann neitt veður af því, að ríkissjóður á upp frá þessu að fá meiri hlutann af tekjum þeim, er höndlun sekra botnvörpunga af sér gefur. — f>að var þó leiðrétt síðar í sama blaði. A 11 má segja Dönum. Hér eru all- ir of kunnugir til þess, að nokkurt viðlit sé að þeir trúi því, að það sé nánast tilviijun ein, hve fengsæll Schack höfuðsmaður var á seka botnvörpunga þessa fáu mánuði, sem hann réð fyrir Heklu. Hér var ekki hóti meira um þá þann tíma en gerst hefir þrásinnis og gerist enn. f>ví eannleikurinn er sá, að a 11 a f er nóg um botnvörp- unga í landlielgi hingað og þangað við land, a 11 a n veiðitíma þeirra hér. f>að kemur þeim saman um, sem bezt geta um það borið. Gr un dark irkj u í Eyjafirði hefir kirkjubóndinn þar, Magnús kaupmaður Sigurðsson, reist af nýju á sinn kostnað svo veglega og rausnarlega, að það er réttnefnt höfð- ingja-stórvirki. Aðalkirkjan er 27 álna löng og 14 álna breið, en forkirkja fram af 8 álnir á hvorn veg, og turn upp af, 35 álnir upp á stöng, ferstrend- ur að neðan, 15 álnir upp, en átt- strendur úr því, með tveimur hjálm- hvolfum, og eru loftsvalir alt umhverf- is þar, sem turninn breytir lögun, með 4 álna háum smáturnum á öllum hornunum f jórum með 3 álna háum stöng- um. Eram af forkirkjunni eru síilna- göng og 8 álna breitt og 7 álna hátt port. Girðing er um kirkjúna alla 5 álnir frá hliðum og kórstafni, og á þar að verða blómreitur. Kirkjan er 14 álna há innan upp í sperrukverk. Hún er tvílyft og veggir 9 álnir. Söng- loft er um kirkjuna þvera að framan og setpallar jafnhátt til hliðanna. Ofn- ar eru tveir í kirkjunni, hlífarofnar. Stúkur tvær sín til hvorrar hliðar við kórinn, önnur skrúðhús, en hin ætluð undir bókasafn kirkjunnar. f>að er 1 timburkirkja, en óvenjuvel til hennar vandað að öllu. Kirkjan var vígð 12. nóv., að við- stöddu miklu fjölmenni, 7—800 manns. er allir komust fyrir í kirkjunni og þó fleiri hefði verið. Var öllum þeim mannfjölda veittur beini eftir messu af mikilli rausn. Magnús Sigurðsson byrjaði búskap á Grund fyrir 30 árum, efnalaus þá. Kaupskap hefir hann rekið sfðari árin jafnhliða búskapnum. Hátt upp f 20 dús. hefir kirkjan kostað sjálfsagt, en mun ekki hafa átc til í sjóði nema fáein hundruð kr. Tangaveiki gengur í Hafnarfirði. Hefir að sögn fluzt þangað héðan. Tíu eða tólf hafa veikst til þessa, í 3 húsum, þar á meðal síðast forstöðumaður barnaskól- ans, Jón Jónasson. Læknir hefir komið nokkrum sjúklingum (4) hingað inn eftir á spítala, en komið hinum flest- um eða öllum fyrir í einu húsi, sem er einangrað eins og sóttvarnarbús, og sótthreinsað heimilin. Barnaskólanum lokað; þar hafði bólað á sóttinni. Dáið hefir úr sýkinni 1 maður, skóla- piltur í Flensborgarskóla, J ó n Bergur S v e i n s s o n, frá Volaseli, bróðursonur síra Jón8 Bjarnasonar í Winnepeg. Úr Arnarfirði, i xxóvember 1905. Tið hefir verið hér ailgóð í haust, snjókoma i minna lagi. Tiskafli hefiv verið mjög litill. enda hafa botnvörpungar iátið greipar sópa hér um fjörðinn, að vanda. Hekla hvergi kom ið nærri, en sý&.lumaður okkar Guðm. Björnsson, naði einum i haust og fekk hann sektaðan, eins og kunnugt er. Kvartað befir verið i hlöðnnum og viðar yfir stífni og ógreiðvikni s u m r a yfir- manna á skipnm gufuskipafélagsins. Vér höfum ekki farið alveg varhluta af þess háttar, Arnfirðingar. E'g ætla að nefna hér dæmi, af því mér finst eg hafa ástæðu til þess. í>að var 19. okt. i haust, að s/s Lau a kom á Bíldudal. Jón Hallgrímsson, kaupfélagsstjóri á Bakka, var þá staddur þar og bað skip- stjórann að koina við bjá sér um leið og hann færi fram hjá (skipin fara þar rétt bjá, þegar þau koma og fara) og taka þar 80 skippund af saltfiski. Hann hafði látið bera fiskinn ofan í skip, svo að ekki stæði á neinu. En skipstjórinn neitar, þratt fyrir tillög- ur margra larþega og annarra. Blæjalogn var, og þvi engin töf, að heita mátti, að koma þar við. En í næstu ferð á eftir kemur eitt. af Thorefélagsskipunum (Kong Trygve) þar við og tekur fiskinn. Eg nefni þetta sem dæmi þess, hve miklu raeiri greiðvikni er í té látin á þeim skip- um. En fyrir það verða þeir menn vin- 8ælli. Hitt verður ekki tölum talið, hve mikinn skaða margur hiður af óþarfa- stífninni hinni. Bangárvallasýslu (Landi) í des. Nú er veðrátta tekin að spillast fyrir nokkru. Töiuverður snjór og áfreðar miklir nú, svo að haglaust má heita með öllu, og allar skepnur komnar á gjöf. En ekki eru frostin hörð ; mest hefir það orðið hér 10° K, og stórviðri ekki með jafnaði. Mannheiisa góð yfir höfuð og heilbrigði fénaðar eins. Og engin bráðapest hefir grandað sauð- fé hér i sveit, svo teljandi sé. Að eins stöku lömb á stöku hæ dáið, og það eins bólusett. Aftur er sagt, að pestin hafi gert töluvert vart við sig sumstaðar á Rangár- völlum, en hvergi heyrist annað eins pest- ardráp og á Fjalli á Skeiðum og fleiri bæjum þar i grend. Landskjálftaruir á Ítalíu suDnanverðri (( Kalabríu) í haust snemma ollu töluverðu manntjóni og miklu húsahruni, þótt smáræði væri í samanburði við það sem þar hefir gerst áður þrásinuis og nú er rifjað upp í blöðum, alla tíð frá því er Pompeji lagðist í auðn fyrir meira en 18 öldum. Fyrir 23/4 öld eða árið 1631 hlutu 3000 manna bana í landskjálfta í Neapel. Búmum 60 árum síðar, 1693, eyddu landskjálftar 54 bæjum og 300 þorp- um í Sikiley, og týndu þar lífi 60,000 rnanna. Mikil bygð eyddist og í Kala- bríu árið 1783, Skaftáreldsárið hér á íslandi, en lifjón hlutu 30,000 manna. Loks eru ekki nema 22 ár síðan er 300 manna týndust i landskjálftum í borginni Casamiceiola, og önnur 3000 í 8veituuum þar í krÍDg. þjóðrækinn auðmaður. Pedro Alvarado er maður nefndur. Hann á heima í Mexicoríki í Ameríku. Hann var fátækur daglaunamaður fyrir ekki mjög mörgum árum, en hefir nú 35 milj. kr. í árstekjur. Faðir hans hafði fengið heimild til fyrir litla þókn- un að leita málma í hæð einni, þar sem heitir Palmilla-hlíð, en fann ekkert og dó svo. En mjög var hann fastur á þvf, að þar leyndist dýrir málmar í jörðu, og bað son sinn þesB lengstra orða á banasænginni, að balda áfram leitinni. Hann gerði það, og fann loks eftir 3 ár þau ógrynni gulls og silfurs, að þar fengust upp úr námunni áður langt um leið 45,000 kr. á dag. Nú kvað eftirtekjan vera orðin meir en 100,000 kr. á dag. Enda er nú unnið að málmnámmu með hinum beztu og full- komnustu tilfæringum, sem til eru, og nægum mannafla, í stað páls og reku, er þeir feðgar urðu að láta sér duga framan að. |>að þykir merkilegt um mann þenn- an, að því fer fjarri, að hann miklist af auð sínum. Hann er orðlagður fyrir örlæti og hjálpfýsi, en lifir spart fyrir sjálfan sig. Hann gekk að eiga ungur almúgastúlku af Indíana-kyni í aðra ættt og býr við hana í farsælu hjónabandi. f>au eiga 4 sonu og 1 dóttur. Hann er vart miðaldra maður enn, hefir átta um þrítugt. Höll hef- ir hann gert sér, eða þ e i m öllu held- ur, er kostað hefir 3* 1 */., milj. kr. Gull sitt og gersemar geymir hann í kjall- ara undir höllinni, og lætur vopnaða húskarla gæta kjallarans. En frægastur er auðmaður þessi orð- inn fyrir það, að hann hefir boðist til Dýlega að lúka öllum rikisskuldum Mexicoþjóðveldis, en þær eru 400 mil- jónir kr. f>egið var þó ekki það höfðing- lega tilboð að sinni, með því stjórnin leit svo á, að lög leyfðu það ekki. f> e 11 a er þjóðrækni meiri en á vörunum. MöBG af blöðunum hafa aö xnaklég- leikum minst hius látna sýslumanns vor Barðstrendinga, Halldórs Bjarna- s o n a r, og eigi þykjumst vér uafa séð sannorðari eftirmæli en þatl er skáldin fluttu eftir haun; en þó þykir oss sýslubú- um han8 eigi blýða að láta dulinn hinn almenna söknnð, sem missir hans hefir vak- ið i héraðinu, og hvenær sem sagnaritarar vorir skrásetja æfisögu hans, vildum vér láta það vera þeim sannað, að þessi valds- maður vor hafði að verðleikum áunnið sér almenna hylli héraðsbúa. Stuttan tima, að eins 5 ár, nutum vér hans, en þvi ástsælli varð hann, sem Ieng- ur leið, og vér þektum betur, hvað með þessum dula manni bjó. Hann var frábit- inn öllu tildri, og laus við allan valdsmanna- reiging; en allir vissum vér að hann, hafði göfugan mann að geyma. Embætti sitt rækti hann með frábærri eljusemi, reglusemi og samvizkusemi, meðan hann liafði heilsu til. Dómsvaldið fór vel i höndum hans, enda var hann gæddur fá- gætri glöggskygni, og samfara henni var einlæg ástundun þess, að framfylgja í senn kröfum réttlætisins og mannúðarinnar. Það þurfti enginn að efa, að rétti litilmagnans væri jafnvel borgið fyrir dómstóli hans, eins og rétti þeirra er meira áttn undir sér, þvi að hann hélt þeirri stefnu, sem hann áleit réttasta i hverju máli, hver sem i hlut átti. Embættisannirnar leyfðu honum litinn tima til að hafa afskifti af öðrum rnálum; en hvar sem hann hlutaðist til mála, aug- lýsti það sig jafnan i orði og verki, að hann vildi láta gott af sér leiða, að hann var sannur alþýðuvinur, og har i brjósti einlæga velvild til héraðs þessa og fölskva- lausa ættjarðarást. Yér eigum því hér á bak að sjá eiaum hinum nýtasta emhættismanni þjóðarinnar, og einum hinum bezta syni ættjarðar vorr- ar, og þannig mun Halldórs sýslumanns minst i héraði vorn af öllum þeim, er kyntust honum. (Þessi ummæli, sem Isafold befir verið beðin fyrir, eru undirskrifuð af sýslunefnd- um Barðstrendinga og hátt upp i 200 hér- aðsbúum öðrum).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.