Ísafold - 20.01.1906, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.01.1906, Blaðsíða 1
5íemur út ýmist einn sinni eöa tvisv. í vikn. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. etla l‘/s doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (stu-iflég) btindin v 0 áramót, ógild nema komtn sé til útgefanda fyrir 1. október og kanp andi skuldlaus við blaðið. Afgreiðsla Austurstræt.i 8. XXXIII. árj lieykjavík laugardaginn 20. janúar 1906 4. tölnblaö. Lítill ágóðiT Fljót skil I Verzl. EDINBORG í Rvík. Stærsta peningaverzlun á landinu. í pakkhúsdeildinni íæst jafnan: Matvara allskonar mjög ódýr í stórkaupum. Kaölar, linur, segldúkur, netagarn bezt í bænum. I»akjarnið þekta ávalt nægar birgðir. Margaríniö, sem allir kaupa, viðurkent að gæðum um alt land. Beztu ofnkolin eru Whitehill-kolin. Ráögjaíi vor danskur undirráðgjafi. Landstjöri með ráðgjöfum. Endurskoðun stöðulaganna. f>að er býanamerkileg frétt, sem Norðurl. flytur 30. f. mán., af fræði- mannafundi, er haldinn hafi verið í Khöfn 1. 8. mán. (des.) um landstjórn- armál vort eða stöðu íslands í ríkinu. Tvö meiri háttar mentafélög, Málfunda- félag lögfræðinga og þjóðmegunarfélagið (JuridÍ8k DÍ8eu88Íon8klub og Social ekonomisk Samfund) höfðu lagt saman í þann fund, og var málshefjandi ungur lögfræðingur, er Sehested heitir og er sonur Sehesteda þess, er var landbún- aðarráðgjafi Dana fyrir nokkrum árum, en er nú formaður bæði í Atlanzhafa- eyjafélaginu og í Landbúnaðarfélaginu danska. Málahefjandi, Sehested ungi, rakti Btjórnarfars8Ögu vora frá elztu tímum alt til aíðaata hausts og þótti vel segjast; hefir kynt sér málið all-' rækilega. Hann hélt fram þeirri kenningu danskra stjórnfræðinga, eumra að minsta kosti, að Danir geti kipt fót- um undan allri sjálfstjórn vorri með því að breyta stöðulögunum (frá 1871), og kvað a 1 I a (danska) lögfræðinga vera eammála um, að íslandsráðgjaf- inn bæri ábyrgð fyrir ríkisþinginu, úr því að hann væri í rfkisráðinu. Hann væri danskur ráðgjafi, en um leið landshöfðingi. Sú eamsteypa væri Ielendingum óhagfeld. Betra hefði verið fyrir þá, að landshöfðingjaem- bættið hefði haldist við lýði, en vér (Í8lendingar) átt sérráðgjafa í Khöfn; þá hefði hann, ráðgjafinn, getað hag- nýtt betur ástæður og atvik þar, Is- landi til hagsmuna. Með þsssu lagi, sem nú er haft, yrði hann nokkurs konar undirráðgjafi, landshöfðingi með ráðgjafatitli. þá stóð upp dr. Finnur J ó n s- son. Sá vissi nú hvað hann fór með að vanda, í landsstjórnarmálum! Hann kvað stjórnarfyrirkomulag vort vera ákjósanlegt, alveg eins og það ætti að vera, og taldi a 1 1 r i stjórnbótarbaráttu lokið af vorri hendi. Vér hefðum fengið a 11 sem vér þyrftum og gætum krafist! f>ví næst fræddi hann fundarmenn á því, að undirskrift forsætisráðgjafans undir skipun sérmálaráðgjafans íslenzka væri ekkert annað en f o r m. Loks skýrði hann frá, að forsætis- ráðgjafa Dana væri ætlað að hafa eftirlit með íslandsráðgjafanum; honum (forsætisráðgj.) væri send öll frum- v ö r p til yfirlits og sömuleiðis öll lög frá þinginu áður en þau væri lögð fyrir konung til staðfestingar, og sæi hann um, að ekkert kæmist inn í íslenzka löggjöf, sem Danir gæti ekki sætt sig við. þetta sagði hann að A 1 b e r t i hefði Bjálfur sagt sér. Aðalræðumaður á fundinum, annar un málshefjandi, virðist hafa verið dr. B i r c k fólksþingismaður, sá hinn sami og hreyfði við konungsorðsendingunni W alþingis áður í haust. Hann gerði ekki mikið úr kenningu dr. Finns um f o r m i ð tómt (á undir- skriftinni). Hann sagði.að undirskriftin væri miklu meira en form. Hún væri nauðsynleg frá sjónarmiði Dana. Hún sýndi og ætti að sýna, að íslandsráð- gjafi 8é danskur ráðgjafi; »úr því hann situr í ríkisráðinu, er hann líka dansk- ur ráðgjafi«, mælti hann. þetta yrði svo að vera með þ e s s u fyrirkomu- lagi. En það, fyrirkomulagið, ætti ekki svo að vera, — væri ófullnægjandi. J>á hafði dr. Finnur í annan stað haldið því fram, að ráðaneytisskifti í Danmörku hefði engin áhrif á stöðu í slandsráðgjafans. En dr. Birck kvað Finn hafa þar alveg rangt fyrir sér, og komj með ýms dæmi því til sbýringar. f>að eitt væri nægilegt meðal annars, að ef vinstrimenn færi frá og hægri- menn kæmist til valda, eða vinstri- menn tæki við af hægrimönnum, og hið nýja ráðuoeyti afsegði að halda þeim manni áfram, er óttast mætti að hefði mök við sína fyrri sessunauta og embættÍ8bræður, segði þeim leyndar- mál, er gerðist í ríkisráði, þar sem hann væri viðstaddur, svo vaxin, að áríðaDdi væri að andstæðingar ráðu- neytisins nýja, flokksbræður Islands- ráðgjafans, fengi enga vitDeskju um þau, — þá yrði hann að fara frá. f>á gætu þeir, nýju ráðgjafarnir, heimtað að hann færi frá, hvað sem liði afstöðu hans við alþingi. Fyrirkomulagið væri því ilt fyrir Is- lendinga. f>eir þyrftu, Islendingar, að fá sams konar stjórn og er í Kauada, og h a n a mundu þeir líka geta fengið: landstjóra með ábyrgð fyrir ríkisráði og ráðuneyti með ábyrgð fyrir alþÍDgi. Ræðum. (dr. Birck) taldi enn fremur rétt, að stöðulögin væri endurskoðuð, og öll bæði ríkisþing Dana og íslendingar að samþykkja þau, þó ekki á alþingi, með því að til þess hefði það eigi nægilegt fullveldi, heldur skyldi leggja hin nýju stöðulög beint undir atkvæði íslenzkra kjóseuda. Loks flutti dr. Valtýr Guð- muudsson alþingismaður ræðu um málið. Hann mótmælti því, að grund- vallarlög Dana giltu hér á landi, nema e f það væri að því leyti sem stöðu- lögin og ríkisráðssetan kynnu að hafa smeygt íalenzkum málum inn undir valdsvið grundvallarlaganna. Undirskriftina sagði hann vera stjórnarskrárbrot. Loks skýrði hann frá, að hann hefði 31. okt. 1901 sent stjórninni skriflegar tillögur í sömu átt og dr. Birck færi nú fram á: endurskoðun stöðulaganna, er samþykt væri af ríkisþingi og a 1- þ i n g i, og landstjóra með ráðuneyti, eins og í Kanada. f>essu hefði sumir ráðgjafarnir viljað sinna. En Alberti hefði þvertekið fyrir það, og réð hann því, að sú varð niðurstaðan, sem kunn- ugt er orðið, án þess að neitt yrði af endurskoðun stöðulaganna, og þó að hið uýja fyrirkomulag færi raunar í í bága við þau. Tvö atriði eru mjög svo merkileg og eftirtektarverð í þessari fundarskýrslu. f>að er í fyrsta lagi uppljóstun þess leyndarmáls af hendi dr. Finns, trún- aðarmanns þeirra Alberti og hans fé- laga, að forsætisráðgjafinn danski sé beint settur til höfuðs Islandsráðgjaf- anum, til yfirumsjónar á gjörðum hans og handleiðslu; -og í annan stað hitt, sem hinn danski þingmaður fullyrðir, að vér mundum nú geta fengið sams konar stjórn og er í Kanada, ef vér vildum. Fyrra atriðið er harla greinileg stað- festing þess, sem margan hefir grun- að, þótt bágt ætti með að trúa því: að íslands ráðgjafitin er eftir tilætlun stjúpfeðra hans ekki annað en danskur undirráðgjafi, »landshöfðingi með ráð- gjafatitli*, eins og sagt var á fundin- um, undir handleiðslu dönsku ráðgjaf- anna. f> á skilst nú undirgefnin og auð- sveipnin við þá af hans hendi í smáu og stóru: undirskriftarmáli, ritsíma- máli, botnvörpungamáli (s k i 1 m á 1 a- 1 a u s afsölun við ríkissjóð á meiri hlut sektanna) o. s. frv., o. s. frv. f>að hefir lengi verið og mun lengi verða að minnum haft, hve ótrúlega grunnfærnislegt og óviburlegt það hefir alla tíð verið, er dr. F. J. hefir lagt til stjórnmála vorra, svo mætur maður sem hann er ella og landi sínu unn- andi af öllum hug. Með uppljóstun þeirri, er hér segir frá, og hefir líklega verið í fljótræði gerð eða hálf-óviljandi, hefir hann afplánað töluvert af þeirri syndasekt. Hitt atriðið, setningin (hér gleiðletr- aða) um að vér mundum geta fengið landstjóra með ráðgjöfum, líkt og er í Kanada, ef vér vildum, er og all-mikils- verð, þótt hún sé ekki eftir nema valda- lausan þingmann. Hann mundi varla hafa farið að koma með hana, ef hann hefði ekki eitthvað fyrir sér um það, sem þar segir, eftir alla þá umhugsun og umtal, sem gera má áreiðanlega ráð fyrir að orðið bafi um málið í hóp þingmanna þær 6—7 vikur, er liðnar voru frá því er hann hreyfði málinu í fólksþinginu. f>að er kunnugra en frá þurfi að segja, að landstjórafyrirkomulagið, meira eða minna líkt því f Kanada, er það sem vér íslendingar helzt höfum óskað alla stjórnbaráttutíð vora, og yfirleitt ekki hugsað oss sérráðgjafa- fyrirkomulagið, hvort heldur hann ætti heima í Khöfn eða hér, öðruvísi en millibilsástand, er vér gerðum oss að góðu meðan ekki væri anDars kostur. Bæjarstijórnarnefmlirnar, fastanefndirnar, eru nú þannig skip aðar, eftir kosningu á fundinum í fyrra dag, hinum fyrsta með nýju fulltrú- unum. Fjárhagsnefnd, auk bæjarfóg.: Hall- dór Jóns8on og Kristján Jónsson, eins og áður. Fátækranefnd: Kristján Jónssnn, Kristján f>orgrímsson, Magnús Blön- dahl, Olafur Olafsson og f>orsteinn þorsteinsson. Bygginganefnd, auk bfóg.: Ásgeir Sigurðsson, Tr. Gunnarsson, Guðm. Jakobsson og Kn. Zimsen. Veganefnd : Jón f>orláksson, Magn- ús Eínarsson, Jón Magnússon, Magn- ús Blöndahl, Kristján f>orgrímsson. Skólanefnd, með dómkirjupr.: Jón Magnússon og síra Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur. Brunamálanefnd: Björn Kristjáns- son, MagDÚs Blöndahl, Kristján f>or- grímsson. Hafnarnefnd með bæjarfóg.: Ásgeir Sigurðsson og Tr. Gunnarsson. Skatfcanefnd, með bæjarfóg.: Hall- dór Jónsson og Kristján Jónsson. Heklusöngflokkvirimi frá Akureyri kora heim þaDgað aft- ur úr Noregsför sinni nokkru fyrir jól- in. f>eir félagar, rúmir 20, höfðu sung- ið þar 8 sinnum alls, á 4 stöðum: í Björgvin, Stafangri, Haugasundi og á Vors. Loks í þórshöfn í Færeyjum á heimleiðinni; þar var húsfyllir, með örstuttum fyrirvara. Mikið vel hafði verið látið yfir söng Heklunga þessara í norskum blöðum, og var þeim að öðru leyti tekið með frábærustu kurteisi og gestrisni, svo sem Norðmönnum er títt við frændur sína héðan. Ofviðri mikið gekk norðanlands 12.—13. f. mán. og olli töluverðum skemdum. f>á fauk Holtskirkja í Fljótum, þinghús Arnar- neshrepps í Arnarnessókn (nýlega þangað flufct innan af Hjalteyri) og timburhús ófullgert á Hömrum í Hrafnagilshrepp. Ennfremur fauk þak af hlöðu á Kjarna og 20 hesfcar hey á Siglufirði. Skemma féll og hjallur í Naustavík við Skjálfanda vestanverðan og hey í Landey. Bátar brotnuðu á Tjörnesi. Raflýsiiiti’ eru Eyrbekkiugar og einhverir Ölfus- ingar að hugsa um að koma á hjá sér og að nota til þess afiið í Reykjafossi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.