Ísafold - 24.01.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.01.1906, Blaðsíða 2
ÍSAFOLD ]s leggur það til, að ráðnir séu í þá vinnu kínverskir verkamenn. Kvikna gerði í kolanámu í Paintcreek í Vestur-Virginíu og létust þar 18 menn. Wright, landstjóri yfir Filippseyjum, hefir verið skipaður Bandaríkjasendi- herra í Japan, hinn fyrsti með ambassa- dors nafnbót. Frá Rússlandi. Landstjórinn yfir Moskva hefir gefið út þá skipun, sem engin dæmi eru til áður, að allir stúdentar við háskólann þar, sem séu ekki teknir til náms aftur fyrir 25. janúar, skuli gerðir útlagir til Síbir- íu og nánustu skyldmenni þeirra með þeim. Hermálaráðgjafi B r e t a hefir álykt- að, að búa öll strandvirki milli Temps- ár til Plymouth stærri og langdrægari fallbyssum en áður. Alvarlegar róstur af hálfu sósíalista í Hamburg gegn breyting á kosn- ingarrétti. Mannmúgur réðst á lögreglu- menn með múrsteinum og öðru grjóti og hlóð strætavirki. Lögreglan tvístr- aði loks óeirðarseggjum með brugðnura Bverðum, og drap einn, en særði marga. Marconi fjölgar þráðlausum hrað- skeytastöðvum á Newfoundlanditil þess að greiðafyrir fréttasambandi milli fjar- lægra staða, sera er nú laklega sint af land8Ímum. II. Ríkísforsetinn nýi á Frakklandi, Fallieres, kjörinn til 7 ára, hefir verið 6—7 ár undanfarin forseti í efri deild þingsins í París, öldungadeildinni, en áður ráðgjafi nokkrum sinnum, einu sinni forsætisráðgjafi um tíma. Hann er maður nær hálf-sjötugur, vitur maður og stiltur vel, dyggur þjóðvalds- sinni og öruggur, líkur um margt fyrir- rennara sínum, Loubet. Aðalkeppi- nautur hans um forsetatignma var Doumer, forseti í fulltrúadeildinni, maður beggja blands kallaður í stjórn- málaskoðunum. Fróttin um ráðgerða umbót á strand- vörnum á Englandi austan og sunnan sætir tíðindum að því leyti til, sem þar vottar fyrir, að Bretar trúi illa jþjóðverjum, en kunnugt orðið mi, að nærri lá að þeim mundi lenda saman í suraar sem leið út af Marokko-mis- klíðinni við Frakka, sem orðnir eru hálfgildis-bandavinir Breta. En tví- sýna á um sáttsamlegar lyktir á Mar- okkomálsfundinum, sem nú stenduryfir. Frá Rússlandi flytja blöð ýms- ar nánari fréttir en Marconiskeytin hafa gert, en stórtíðindi engin frekari. Hryðjuverkin mestu og verstu vinna andbyltingarmenn eða láta vinna, þ. e. afturhaldsmenn, sem líkar afarilla stjórnbótarfyrirheit keisarans og vilja halda öllu í gamla horfinu og taka fyrir kverkar á öllu lýðfrelsi. Laugardag milli jóla og nýárs var stóru úthverfi í Moskva gjöreytt með fallbyssuskotum. f>ar höfðu byltingar- menn haft sína aðalbækistöðu. f>ar féllu margar þúsundir manna, flest saklaust fólk, þar á meðal börn, konur og gamalmenni. Tíu þúsundir manna urðu húsnæðislausir. Öðru hvoru þykist stjórnin hafa bælt niður allar róstur. En óðara gjósa þær upp á öðrum stöðum, hing að og þangað. Lettar, við Eystrasalt, hafa stofnað hjá sér lýðveldi. Stjórnarherinn hefir farið þar halloka. Klerka hafa þeir sett frá embætti og gefa byltingarmenn sjálfir saman hjón og vinna önnur nauðsynleg prestsverk. Sjúkralmsið á Brekku. Nú þegar það er langt á veg komið með að verða fullgjört, vil eg ekki láta hjálíða að minnast orsakanna til þess, að ráðist var í að koma því upp, og svo þeirra manna sem mest og bezt hafa styrkt þetta fyrirtæki með fjár- framlögum. Jafnskjótt sem eg settist að í þessu læknishéraði, fann eg sárt til þess, hve mjög að vöntun á sjúkrahúsi á heimili læknisins er því til fyrirstöðu, að starf læknisins komi að tilætluðum notum, sérstaklega þar sem til hagar eins og hér í Fljótsdalshéraði, að há fjöll og heiðar liggja milli héraðs og sjávar, og vegir torsóttir yfir þau, sérstakleg á vetrum. Eg vakti því máls á því við íbúana í læknisumdæmi mínu, hvort þeir vildu gjöra tilraun að safna fé til sjúkrahúss í læknisumdæminu. f>eir tóku mjög vel í það, undantekningarlaust. Nefnd var kjörin sumarið 1903, níu manna sjúkrahússnefnd, til þess fyrst og fremst að gangast fyrir samskotum, og því næst að sjá um að komið yrði upp sjúkrahúsi, þegar^fært þætti að byrja á því. Sjúkrahússnefndin safnaði á stuttum tíma loforðum um nær 2000 kr., bæði í læknisumdæminu og nálægum sveitum ; auk þess var sótt um styrk til alþingis, amtsráðs norður- og austuramtsins, og til sýslunefndanna í Norður- og Suður- Múla sýslum. Ennfremur fekk sjúkrahúsið eigi all- Iítið fé frá útlöndum; frá þessum mönn- um: L. Zöllner stórkaupm. kr. 250,00, stórkaupm. V. T. Thostrup < Khöfn kr. 500,C0, stórkpm. Sigurði Jóhaunessyni f Khöfn kr. 2400,00, og auk þess loforð um kr. 300,00 á ári í 5 ár til reksturs- kostnaður sjúkrahússins. Sigurður Jó- hannesson er mörgura löndum áður að góðu kunnur. Hann fór ungur til Khafnar og hefur aflað sér þar fjár með hyggindum og atorku. Síðan hefur stórkaupm. Thor E. T u 1 i n i u s gefið sjúkrahúsinu timb- ur, sera nemur alt að kr. 7—800,00. Stórkaupm. Thor E. Tulinius hefur, þótt ungur sé, getið sér mikinn orstír fyrir fraraúrskarandi dugnað, og hefur á síð- astliðnu sumri, fyrir utan þessa gjöf til sjúkrahússins á Brekku, sparað þjóð- inni í heild sinni útgöld svo tugum þúsunda nemur (rueð gufuskipsferða- tilboði sínu). |>essir menn/sýna allir, að þeir bera hlýjan hug til lands og þjóðar. J>að eru harla fögur dæmi og eftirbreytnisverð, að styrkja svona fyrirtæki, sem erfitt eiga uppdráttar, en geta orðið til að bjarga lífi og heilsu margra manna. |>að hefur verið farið fram á það við þessa menn, að þeir gæfu sjúkrahúsinu á Brekku af sér stórar myndir, sem yrðu svo geymdar innan veggja þess til minningar um gjafir þeirra. Annars hafa flestír, sem leitað hefir verið samskota til, tekið því vel, og margir gefið mikið í samanburði við efni; samskotin verða að líkindum auglýst síðar. f>að er óhætt að sega, að þingið hefir tekið langstirðast í að styrkja sjúkra húsið og sízt skilið nauðsyn þess. Að endingu vil eg votta öllum þeim, er stuðlað hafa að þvf, að sjúkrahúsið kæmist upp með fjárframlögum eða á annan hátt, mitt innilegasta þakklæti. Fyrir hönd byggingarnefndar sjúkra- hússins á Brekku. Brekku 12. nóvenber 1905. Jónas%Kristjánsson læknir. Skýrsla um bazar Thorvaldsensfélagsins 1905. Eins og flestum mun kunnugt, er bazar Thorvaldsensfélagsins ekki stofn- aður í gróða skyni, heldur í þeim til- gangi að styðja fslenzkan heimilisiðnað með því að útvega markað fyrir af- urðir hans. Fyrirtækið byrjaði í mjög smáum stíl 1. júní 1900 og hefir síðan getað borið sig sjálft, þó þannig, að félags- konur leggja til alla vinnu ókeypis. Bazarinn tekur til sölu alls konar ís- lenzkan iðnað, svo sem tóvinnu, hann- yrðir, smíðisgripi úr málmi, horni og tré. Eigandi ákveður verðið sjálfur, en greiðir í sölulaun 10 j° eða einn tí- unda part söluverðs, sem géngur í kostnað. Smátt og smátt hefir salan farið vaxandi, einkum síðan félagið sá sér fært, árið sem leið, að kaupa bentugt húsnæði handa bazarnum á góðum stað. Alþingi hefir stutt starfsemi fél. með því að veita í síðustu fjárlögum lán með hentugum afborgunarkjörum til húskaupanna. Salan hefir aukist smámsaman. Fvrsta ár bazarsins var hún aðeins 4,296 kr. 45 a., en nú síð- asta ár var hún 19,306 kr. 25 a. Síðan bazarinn byrjaði, hefir alls verið selt fyrir 61,973 kr. 41 a. Allir þessir pen- ingar hafa skifzt. niður milli eigend- anna að frádregnum sölulaunum. Mest hefir bazariun verið notaður af Reykjavík og nærsveitunum. Fjar- lægari sveitir hafa einnig notað hann nokkuð, en þó minna en æskilegt væri. Kemur það að líkindum af því, að bazarinn er ekki svo kunnur almenn- ingi út um land sem skyldi. Af því sem selt hefir verið árið sem leið skal sérstaklega tekið fram það, sem hér fer á eftir. U 11 a r v i n n a : 632 pör veth’ngar, 596 pör sokkar, 163 hyrnur og klútar, 384 kvennhúfur, 23 ábreiður, band, vaðmál og nærföt fyrir 982 kr. 91 e. íslenzkir skór 557 pör. Hannvrðir: 170 ljósdúkar og kommóðudúkar, 201 st. af öðrum hvít- um hannyrðum, 90 st. af mislitum hannyrðum (ýmis konar vefnaði, blaða- slíðrum, sessum o. fl.). Smíðisgripir: 1) úr silfri: 35 belti, 45 beltispör, 5 millubönd, 142 brjóstnálar, 153 millur og hnappar, 78 aðrir munir af ýmsum tegundum; 2) úr horni og tré: 167 spænir, mikið af tóbaksbaukum, hornum, útskornum öskjum, öskum, kössum, rúmfjölum o. fl. Ennfremur hefir verið selt talsvert af einkennilegum íslenzkum munum, svipum, skinnum (tóuskinn, sútuð skinn o. fl.), myndum, bréfspjöldum, áteikn- uðum hlutum og m. fl. Hafi bazarnum borist forngripir, hef- ir Forngripasafninu ætíð verið gert við- vart og það látið ganga fyrir kaupum. Almenningur ætti að nota bazarinn meira en hann gerir. Alt af fer ferða- mannastraumurinn hingað vaxandi, og flestir af þeim koma á bazarinn. Sérstaklega skal tekið fram, að síð astliðið ár hefði mátt selja meira á bazarnum af spónum, svipum, tóbaks- baukum, útskornum munum (einkum öskum), silfurbrjÓ8tnálum og sauðsvört- um vetlingum. Allir eru velkomnir, sem vilja skoða bazarinn og fræðast um hann. Sá ágóði, 8em verða kann af bazarn- um, verður lagður í sérstakan sjóð, sem síðar verður varið til almennings þarfa. Reykjavík, 22. jan. 1906. Forstöðunpfndin. Mannalát. Ha llgrímur dbrm. Jónsson í Guð- rúnarkoti á Akranesi lézt aðfaranóttf- . 18. þ. m. í svefni. Gekk alheill tií hvíldar, en fanst örendur í rúminu að morgni og stirðnaður. Hann var nær áttræður (f.19/n 1826). Hann hafði verið um Iangan aldur öndvegishöldur Skagamanna, frá því er þar var mjög fáment sjópláss og til þess er Skipaskagi (Akranes) var orðinn með meiri háttar kauptúnum á landinu. Hann var mjög lengi hreppstjóri og nokkur ár þing- maður Borgfirðinga(1869—73). Greind- armaður mikill, gætinn og ráðsvinnur. Vel efnum búinn. Einkabarn hans á lífi er frú Halldóra, kona síra Jóns prófasts Sveinssonar. Að norðan er að frétta lát nokkurra- merkismanna (Nl.). Sigmundur Pálsson á Ljóts- stöðum í Skagafirði lézt snemma í vetur, 82 ára. Hann gekk í Reykja- víkur lærða skóla nokkura vetur, em hætti námi pereats-veturinn (1851)^ Hann bjó um langan aldur á Ljóts- stöðum, en fekst oft við verzlunarstörf á sumrum. Jósafat hreppstj. Jónatansson á Holtastöðum í Langadal andaðist og á öndverðum’ vetri. Hann var bú- höldur góður og í heldri bænda röð f sínu héraði. Sat á þingi 1901. Björn f>orleifsson bóndi á vfk í Héðinsfirði dó snemma vetrar. Bjó áður á Stórholti í Fljótum og var mörg ár oddviti. Góður skipasmiður. Að Hesti í Borgarfirði lézt 6. þ. m. prestkonan þar, frú G u ð r ú n J ó n s- d ó 11 i r Stefánssonar prófasts f>or- valdssonar í Stafholti, systir síra Ste- fáns á Staðarhrauni, — eftir langvinna vanheilsu og nýlega afstaðinn barns- burð. Hún var fríðleikskona og vel að sér ger. Fædd var hún 17. nóv. 1867, og giftist 13. maí 1886 síra Arnóri f>orlákssyni, er lifir konu sína ásamt 10 börnum, er þau eignuðust alls. Hér í bæ lézt 16.þ.m. úr brjóstveiki Friðrik Gíslason ljósmyndari, upprunninn úr Vestmanneyjum, hálf- fertugur að aldri, kvæntur Önnu. f. Thomsen kaupmanns í Vestm.eyjum. Aðfangadag jóla misti f>orvaldur(Har- aldsson) Krabbe verkfræðingur í Khöfn konu sína Sigríði f>orvalds- dóttur (læknis á Isafirði JónssonarV eftir nýafstaðinn barnsburð. f>au höfðu gifst fyrir 2 eða 3 árum. f>etta var annað barnið, sem þau eignuðust, og lifa bæði. Frú Sigríður sál. var kona vel að sér ger og vel látin, sem hún átti ætt til. Háskólapróf hafa af hendi leyst í Khöfn í þ, m. þessir landar: í málfræði, fyrri hluta, þeir Böðvar Kristjánsson og Jón Ófeigs- son, báðir með mjög góðri I. einkunn; í læknisfræði, fyrri hluta, Kristinn Björnsson með II. eink., og í lögfræðl fyrri hl. Björn Líndal með I. einkunn (62 st.). S/s Ii>gi kongur fór béðan í fyrra kveld tit Vestfjarða. S/s Hólar og Laura (Aasberg) komu bæði í dag frá Sam. félaginu, Hólar beina leið, en Lanra kom við i Leith. Vörur of miklar í eitt skip. Farþegi hingað með s/s Hólum Emil Jensen bakari, en með s/s Laura P. Nielsen verzlunarstj. 4 Eyrarbaka, Páll Stefánsson verzlunarerindreki, Julius Jörgensen (Hotel Island), Hagb. Thejll, fyrrum kaupmaður vestra, með konu og 3 börnum, hingað fluttnr búferlum, og Einar Jónsson skipstjóri frá Isafirði, svo og 2. menn frá Vestmanneyjum. — Ennfremur premierlautinant Gad; bann á að verða 8kipstjóri á s/ Ceres.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.