Ísafold - 07.02.1906, Side 2

Ísafold - 07.02.1906, Side 2
30 ÍSAFOLD II Við sorgarathöfn í minningu um andlát KRISTJANS KONUNGS NIUNDA Flokkur, sunginn í Reykjavíkur alm. mentaskóla, 5. febr. 1906. í lífs og alda fleygiflaum, Þar fylgir báru bára, Hvað skín svo hátt of hverfleiks straum, Þótt húmi af skýjum tára? Það stjarnan eilíf er, Sem aldrei breytir sér, En stöðug heldur stað, I. Lag: Vor Guð er borg á bjargi traust. Þó steypist jarðar hvað A flugaferli ára. Nú hringja klukkur harmaklið, Því hilmir vor er skilinn við; Of hafið nú kom harmfregn sú Og grætir þjóðar geð. Hans farna dagskeið fagurt var Og fleiri geisla en skugga bar; Því blíðast lán ei böls er án, Þó sýnist laust við sorg. Sem fellur lauf og blikna blóm Fyr blæ-gust haustsins auða, Öll jarðnesk dýrð er hismi og hjóm II. Lag: Sjá þann binn mikla flokk sem fjöll. Á glæstan skjöldinn grams var sett: »Með Guði fyrir æru og rétt«; Þau lofðungs orð á lífsins storð Hann efndi í allri dáð. Og einmælt var í allri stétt, Að ekki skildi á þeim sá blett; Sem ærukranz um enni hans Sá lofstír lagði sig. III. Lag: Einn riddarinn ungur. Og herfang verður dauða; Það eina staðfast er, Sem eilífð ber í sér; Það bjartast ljómann ber, Þá blikið jarðneskt þver Og glóð deyr gullsins rauða. Nú eyland vort við hjarann heirns í hjúpi snjófgum vetrargeims Hlaut gleðibann um Baldur þann, Er til sín heimti Hel Hann trygðir nam við Garðars grund; Ei gleymir hún því nokkra stund; Hún mælir klökk: »Þin minnis-þökk Skal aldrei líða und lok«. Hve fögur er minning og sorgblíð líka um leið, Er lofðungs glæsta sigling að ströndum íslands skreið; Með landsfólki’ að minnast á liðin þúsund ár Hann leið knúði sunnan um hafsins unnir blár. Á fornhelgum slóðum vor frægur jöfur stóð, Og foldar megir sungu þá velkomanda ljóð; Þá fanst sem foss og elfur og fjalla bergmál með Þvi feginsljóði kvæðu, er gesti heilsa réð. Og frelsisgjöf hann færði, sem fram oss hratt á braut; Þá fagur rann dagur eftir margra alda þraut; Þann konung leit fyrstan vor kæra feðragrund, Hann kom með opið hjartað og gjafarsæla mund. Þar sáum vér milding, sem tignarburði bar, En björtustu djásni hið innra krýndur var; Þar þektum vér milding, sem mat ei hefðar bönd, En mannlega viðkvæmt í fátæklings tók hönd. Hann elskaði land vort og Ijuft vor bætti kjör; Vors lands mun fylgjan ósén hans verða i jarðarför, Og konungs kistu viður hún kveðju flytur hljótt: »Sof, Kristján, kongur góði, þeim hinzta svefni rótt! IV. Lag: Þín miskunn, ó, Guð, er sem himininn há Ó, Drottinn! sem konung svo ítran gafst oss, Þér innum vér þakkir af hjarta, Svo lengi að oss veittist það hamingjuhnoss, Unz húmið fyr sólu dró bjarta; Unz lofsæll í elli hann leið burt úr heim; Svo liður hver dagur að kveldi; Nú blessa hinn látna og blessun veit þeim, Sem^burthorfins tekur við veldi. Og blessa þú þjóðir, sem biðja þín til, Og blessa þú ríkið og löndin, Og dragi upp óveður bráðum með byl, Þá bjargi þín almættishöndin! Veit friðsæld og ófriðar fjarlæg þú bál, Þú faðirinn líknsamur alda, Og vernda þú frón vort í úthafsins ál Við ishjara norðursins kalda. Stgr. Th. Sungið í K. F. U. M. i Reykjavík, 4. febrúar 1906. Nú röðulll er reifaður skýjum, um ríkið alt klukknrnar duna, og fregn berst með flughraða nýjum, að foldu sem harmþrungin stuna: Vor konungur lýðkær er látinn, vor landsfaðir hvíldar til genginn, af lýð öllum lávarður grátinn, — því ljúfari’ oss faðir var enginn. Lag: Jam mæsta quiesce quærela. í raunum hann reyndist oss beztur og rétti’ oss oft hjálpandi mundu. Og aldrigi göfugri gestur oss gisti á fagnaðarstundu. Á lífsbrautir nýjar oss leiddi’ hann, svo lýsa tók aftur af degi, með frelsisgjöf för vora greiddi’ hann á framsóknar dýrlegum vegi. Oss framtíð svo blessaða’ og bjarta að búa, hans einlæg var þráin. — Því vaknar oss harmur i hjarta, er heyrum: Vor konungur dáinn! Ei grátum þó. Guðs vilja hneigjum, —þóttgerum það huga með klökkum,— í duftið oss dauðlega beygjum og Drotni af alhuga þökkum, — Þeim Drotni, sem gott alt oss gefur og gjarnan oss huggar í mæðum, og konung vorn krýndan nú hefir með kórónu lifsins á hæðum: Vér lofurn þig, lífgjafinn þjóða, vér lofurn þig, aldanna Drottinn! að Kristján þú gafst oss hinn góða að gram — þar sér elskunnar vottinn. Vér þökkum þér, faðir, að fengum svo frábærrar notið hans mildi; ó gef, að það gleymist oss engum, hve gott eitt hann jafnan oss vildi. Lát verk hans æ vera með blóma og veglega minning hans geyma. Lát nafn hans hér lýsa og ljóma, svo lengi sem þjóð á hér heima. Fr. Fr. TT n

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.