Ísafold - 24.02.1906, Blaðsíða 2
46
ÍSAFOLD
F r a in s y n i.
Svo er sagt, að í þessa árs byrjun
hafi Samein.gufuskipafélagið gert harða
hríð að öllum vöruflutningsviðskifta-
mönnum Thorefélagsins um að stein-
hætta að senda nokkura ögn með
þess skipum og boðið þeim mjög mikla
niðurfærslu á flutningsgjaldinu, ef þeir
ættu við Samein.félagið eitt, en hótað
afarkostum elia.
þetta er auðvitað ekki annað en
gamalt og alþekt bragð stórgróðafélaga
til að ganga að keppinautum sínum
dauðum.
Lánist það, koma eftirköstin : mis-
kunnarlaus dýrleiki á því, sem þau hafa
að bjóða, og margfaldur ávinningur,
margföld verðlaun fyrir að hafa borið
banaorð af Iftilmagnanum.
|>að fylgir sögunni, að stöku kaup-
maður eða kaupmannaerindreki hafa
svarað eins og góðum drengjum sam-
ir og um leið hygnum fésýslumönnum,
og afsagt að slíta trygð við Thorefé-
lagið. |> e i r hafa séð fram á eftir-
köstin, ef þeir gengju í gildruna.
f> e i r hafa séð, að greitt og vítt var
inngöngu í gullbælið, en þröngt út
göngu.
Hinir kvað þó vera miklum mun
fleiri, er runnið hafa á færið, — verið
svo skammsýnir eða kjarklausir.
Hugsað um daginn f dag, en ekki
þann á morgun.
Fyrirmyndina hafa þeir og eftir að
breyta, þar sem er fjárveitingarvaldið
íslenzka, sem hefir þing eftir þing
veitt stórgróðafélaginu, Iang-voldugasta
gufuskipafélaginu á Norðurlöndum,
verðlaun fyrir að sliga Thorefélagið,
Iftilmagnann, sem landið á að þakka
mjög marga tugi þúsunda í styrksparn-
aði til gufuskipsferða railli landa og
kringum landið, auk óbeina hagnað-
arins af miklu lægra fargjaldi og flutn-
ingsgjaldi hjáThorefélaginu, að ógleymd
um þar á ofan hinum drengilegu og
hreinlyndislegu aðförum þings og
stjórnar við það félag árið sem Ieið,
eða hitt heldur.
Stórbagaleg afleiðing af þessari
hlffðarlausu samkepnisráðagerð Sam
ein.félagsins er n ú þ e g a r sú, að
Thorefélagið neyðist, að sögn, til að
hætta við að láta smfða handa sér
stórt og vandað farþegaskip til íslands-
ferða, er kvað hafa verið þegar pantað (í
Leith), miklu stærra og vandaðra en
farþegaskip Samein.félagsins. f>að má
n ú engan nýjan kostnað hleypa sér í,
heldur verður að verja því fé, er til
þe88 hefði gengið, til að geta staðist
samkepnina eða forðað sér við falliað
sinni að minsta kosti. Nærri má geta,
að erfitt verði það til lengdar, er slík-
ur jötunn sem Sam.fél. legst á með
öllum sínum þunga, þrítugföldum eða
svo á við hitt. — f>að var nærri búið
að sálga sér fyrir fám missirum á sam-
kepni við sér meiri jötun, suður f
Hamborg. Nú á að reyna að jafna
það tjón upp aftur að einhverju leyti
á oss, smælingjunum. f>vx að á o s s
bitnar það að lokum, eins og allir
skilja. Uppskrúfað vöruflutningsgjald,
að Thorefélagi að velli lögðu, kemur
að sjálfsögðu niður á oss á sfnum
tíma; það kemur fram í miklu meiri
varningsdýrleik þá en ella mundi.
Sjómannaguðsþjónusta i dómkirkjunni á
morgun kl. 5 (J. H.)
Lausn frá prestskap hefir síra
Hjörleifur Einarsson á Undirfelli sótt
um frá næstu fardögum, eftir 46 ára
prestþjónustu.
Fararbeini fyrir skemtiferöamenn.
Oft hefir verið sýnt fram á það, að
oss Islendingum væri, ekki síður en
öðrum þjóðum, og jafnvel miklu frem-
ur, nauðsyn á að hæna sem bezt að
oss útlenda ferðamenn (túrista).
f>að virðist því óþarfi að fara að
sanna þetta.
Allir vita, að ferðamannastraumnum
fylgja gullstraumar inn í landið.
Ferðamennirnir kaupa af oss flestar
þarfir, bæði matvæli, áhöld, hesta, að-
hlynningu o. fl. og gefa oss vel fyrir.
|>eir veita fjölda manna holla, skemti-
lega og arðsama atvinnu um lengri og
skemmri tíma.
|>ó mun ekki minna í það varið
fyrir oss, sem erum svo afskektir, að
viðkynning og umgengni við aðrar
þjóðir víkkar dálítið sjóndeildarhring
vorn.
Vér getum lært margt þarflegt af
hinum útlendu ferðamönnum. Ef vel
er fá þeir hlýjan hug til landsins og
þjóðarinnar, og sú þrá vaknar eðlilega
í brjóstum efnilegra ungra manna, að
kynnast enn betur háttum annarra
þjóða, sem Iengra eru á veg komnar í
allri menningu en sjálfir vér, og vér
því hljótum að geta lært margt og
mikið af.
þegar á þetta er litið, er ótrúlegt,
að nokkrum manni blandist hugur um,
að það er sjálfum oss fyrir beztu,
að sem flestir útlendingar sæki oss
heim, og að vér því eigum að gjöra
alt sem í voru valdi stendur til þess,
að gjöra þeim ferðir um landið og
dvölina hjá oss svo þægilega og skemti-
lega, sem oss er framast unt.
f>etta ætti líka að vera osb þeim
mun hægara, sem einkennileg náttúru-
fegurð landsins og ágætt loftslag rétta
oss til þess góða hjálparhönd.
En hvað hefir nú verið gjört og hvað
gjörum vér árlega í þessu skyni?
f>ví miður veit eg ekkí betur en það
sé uauðalítið.
Eins og eðlilegt er, lenda flestir út-
lendir feróamenn, sem til landsins
koma, fyrst í Keykjavík. f>aðan fara
svo aftur fleBtir í smærri eða stærri
hópum um fúngvöll og Laugardal að
Geysi og Gullfossi. f>eir, sem ekki
snúa þar aftur til Keykjavíkur, tvístr-
ast svo í ýmsar áttir til merkisstaða
á landinu.
f>etta má fullyrða að er aðalreglan,
þótt hún vitanlega eigi sér undantekn-
ingar.
f>að virðist því ekki til of mikils
mælst, þótt búist væri við, að þing og
stjórn legðu kapp á að hafa þenna
vegarspotta torfærulausan og yfirleitt í
því ástandi, að menn kæmust hann
lítt hraktir.
Eu upp á bvað er útlendum gest-
um vorum boðið á þessari leið?
Austur að f>ingvöllum hefir að vísu
á sínum tíma verið lagður allgóður
vagnvegur, og fyrir hér um bil 12 ár-
um hefir öll leiðin frá Keykjavík að
Geysi verið tekin í þjóðvega tölu; en
svo er alt látið þar við lenda.
Leiðin frá Keykjavík að f>ingavöll-
um mun vera nálægt þriðjungi alls
vegarins. Hinir þriðjungarnir tveir hafa
hiogað til verið lítið lagaðir, sízt svo
að til frambúðar sé. f>ó eru þar margir
ófærukaflar, t. d. f>ingvallahraun, ýmsir
kaflar í Laugardal, og víðar og víðar.
f>ing eftir þing hefir lítið fé eða ekk-
ert verið lagt til þessa vegar. Vega-
lögin 13. apríl 1894 vírðast þó leggja
landesjóði þá skýlau&u skyldu á herðar,
að halda veginum nokkurn veginn fær-
um. Oft héfir þing og stjórn verið
mint á þenna veg, og bænarskrár verið
sendar, en mér vitanlega hefir það alt
verið árangurslaust eða því sem næst.
Slíkt aðgjörðaleysi er mér og líklega
fleirum öldungis óskiljanlegt.
Vitanlega er hægt að slá því fram
að þeim Árnesingum (þeir munu vera
nálægt 100 búendur), sem nota þann
veg til aðdrátta, sé ekki vandara um
hér eftir en hingað til að brölta yfir
ófærurnar. Mannúðlegt er þetta samt
ekki, einkum só það athugað, að þessir
menn hafa lengri og verri kaupstaðar-
leið en flestir aðrir landsmenn.
En hvað sem nú þessu líður, finst
mér það sanngjörn krafa, að þing og
stjórn líti svo á sóma sinn og þjóðfé-
lagsins f heild sinni, að hún sjái um,
að vegur sá, sem útlendir gestir vorir
nota langmest af öllum vegum lands-
ins, sé þannig á sig kominn, að menn
komist um hann lítt hraktir, ekki út-
ataðir af aur og leðju, og að hvorki
mönnum né skepnum sé hætta búin
af ófærum.
f>að eru fá ár síðan að útlendur
ferðamaður hleypti hesti sínum á kaf
í fen á þjóðveginum í Laugardal skamt
frá Miðdal, og lá þar bæði manni og
hesti við stórslysi. f>egar útlendingur-
inn var sloppinn úr hættunni, kom
hann auga á mann, sem var að hey-
verkum þar skamt frá; hann reið til
mannsins og bauð honum fé til að
bæta ófæruna. Hvort heyskaparmað-
urinn tók verkið að sér, veit eg ekki.
Hitt er augljóst, að útlendingurinn
vildi ekki að ófæran yrði fleirum að
slysi.
f>ví hefi eg heyrt hreyft, að útlendir
og innlendir skemtiferðamenn væru
ekki bundnir við þessa leið — um
þingvallasveit og Laugardal — er þeir
færu frá Reykjavík til Geysis; þeir
gætu alt eins farið aðrar leiðir, t. d.
Hellisheiði.
f>essu er fljótsvarað.
Enginn sem fer frá Reykjavík til
Geysi8 sér til gamans, mun kannast
við, að hann gjöri ferðina að eius til
þess að sjá Geysi og Gullfoss.
Nei. f>að er náttúrufegurðin, sem
blasir við auga ferðamannsins alla leið
frá fúngvöllum til Geysis, sem ferða-
menn gangast eins mikið eða jafnvel
langtum meira fyrir.
f>ó rnér hafi aldrei þótt fúngvalla-
sveitin smáfríð, er hún þó alíslenzk,
tilkomumikil og einkeDnilega stórfeld.
Fornhelgi sögustaðarins hlýtur einnig
að hafa áhrif á hugi allra þeirra, sem
nokkuð eru kunnugir fornöldinni og
unna uppruna og sögu þjóðar vorrar.
f>egar í Laugardalinn kemur, brosir
náttúrufegurðin aftur við í ýmsum
myndum.
f>ar eru há og svipmikil fjöll, fagrar
skógarhlíðar með undaðsfögrum brekk-
um, hæðum og dældum, skreyttum
lvngi og laufi og litfögrum blómum.
Tærir, bergsvalir lækir streyma niður
skógarhlíðarnar. Spegilfögur á liðast
í fögrum bugðum lítið eitt fyrir neðan
skóginn, gegnum slétt og grasgefið engi,
og svo eru vötnin (Laugarvatn og Apa
vatn) fögur og fiskisæl þar allskamt frá.
Eg hefi heyrt smekkvísan mann,
sem víða hefir farið, segja, að hann
hafi hvergi séð jafmikla og margbreytta
náttúrufegurð á einum og sama stað,
eins og í Laugardalnum.
Ferðamenn, sem ríða um Laugar-
dal viðstöðulítið eða viðstöðulaust, geta
þó ekki notið til fulls náttúrufegurðar-
innar. Vegurinn liggur ýmist Iágt, eða
hólar og hæðir skyggja á. f>egar ofar
kemur í skóginn, víkkar sjóndeildar-
hringurinn. f>á blasir við alt Suður-
landsundirlendið, en há og fögur fjöll,
svo sem Hekla, f>ríhyrningur, Eyja-
fjallajökull, Hengill, Ingólfsfjall o. fl.,
takmarka útsýnið.
Eigi ferðamenn að geta notið til
fulls allrar þeirrar fegurðar, sem Laugar-
dalur hefir að bjóða, þurfa þeir að
eiga þar nokkra dvöl. Dvölin hlyti
lfka að verða þeim ánægjuleg, væru
húaakynni og annar útbúnaður í nokk-
urn veginn góðu lagi. Úr skóginum
er víða hægt að ganga upp á fjallið
fyrir ofan ; mun það vera um hálfrar
stundar gangur, hægur þó. f>ar er
víðsýni enn meira og fegurra en úr
skógarhlíðunum.
Áin fyrir neðan skógiun rennur víð-
ast í stokki, en er þó lygn; í henni
er silungur og mundi því hentugt að
stunda þar stangarveiði.
Vötnin eru hólma- og grynningalaus.
Væru til hentugir bátar, tel eg líklegt,
að ferðamenn skemtu sér vel við að
róa og sigla um þau. Vötnin eru og
auðug af silungi og mætti þar að lík-
indum stunda veiði sér til gamans.
Á vatnabökkunum eru margir bæir og
gætu ferðameun keypt sér þar ýmsa
hressingu ef þeim sýndist.
í skóginum eru vxða unaðsfagrir
blettir, skógarbrekkur og berjalautir
með alls konar blómgresi.
f>ar er í einu orði alt sem náttúran
leggur til örlátlega úti látið, og á því
er enginn efi, að útlendir og innlendir
skemtiferðamenn gætu notið þar mik-
illar ánægju og endurnæringar í hreinu
og heilnæmu skógar- og fjallaloftinu,
ef mennirnir létu ekki sitt eftir liggja.
En hvað hafa nú mennirnir gjörfc
til þess, að gjöra þetta unaðsfagra
fjallahérað girnilegt ferðamönnum til
lengri eða skemmri dvalar að sumrinu?
Á veginn hefir áður verið minst.
En þó vegirnir séu nauðsynlegir,
jafnvel nauðsynlegastir af öllu, þurfa
þó ferðamenn fleira en vegi.
f>eir þurfa þægileg og góð húsakynni,
góða aðhlynningu og vel til búinn,
þokkalegan mat.
Eg þykist ekki taka of djúpt í ár-
ínni, þótt eg segi, að á öllu þessu sé
tilfinnanleg og raunaleg vöntun.
Alla leið frá Reykjavfk til Geysis
er að eins eitt gistihús fyrir ferðamenn,
Valhöll á f>ingvelli, og er þó sjálfsagt
ekki nærri nógu stór.
Ferðamenn eru þvi neyddir til að *
kotra sér niður hingað og þangað á
svextaheimilum eins og þau gjörast
upp og ofan.
Nærri má geta, að viðgjörðir geta
ekki orðið í góðu lagi með þessu móti,
þótt furða sé, hvernig aumingja sveita-
konurnar komast fram úr þessu með
lélegum föngum og um helzta anna-
tfmann.
Sumstaðar eru að vísu til lítil gesta-
herbergi (stofur), og þar, sem bezt er,
gestasvefnhús með einu rúmi.
Einu úrræðin verða því að kasa
gestina í flatsæng á stofugólfi eða láta
þá liggja í tjöldum, hvernig sem veður
er og hveruig sem þeir eru til reika
effcir langa ferð um illfæra vegi og í
misjöfnu veðrí.
f>að er furða, að útlendingar skuli
ekki þreycast á svona löguðu ferða-
volki um lftt færa vegu.
Virðist þetta bera þess ljósan vott,
hve mikið menn vilja leggja á sig til
að njóta þeirrar ánægju, sem ferðin
að öðru leyti veitir.
En hvað þarf þá að gjöra?
Að rainni hyggju þyrfti að koma upp
í minsta lagi þremur góðum gistihús-
um, auk þeirra, sem nú eru á f>ing-
velli og við Geysi.
Hús þessi voru að líkindum bezt
sett á Laugarvatnsvöllum, nálœgt mið-
jum Laugardal, og bjá Austurhlíð eða
Múla i Biskupstungum.
Viðunandi væri líklega fyrst um sinn,.
gæti hvert hús vel hýst 8 ferðamenn,.
auk fylgdarmanna. Hentugra álít eg
að húsin séu fleiri og smærri. Ferða-
menn mundu skifta sér í þau eftir
ástæðum, en þeir væru þá ekki bund-
nir við að herða sig langa áfanga í
hvaða veðri sem er, en gætu hagað ferð
sinni eftir ástæðum og hentugleikum.
Tveir góðir skemtibátar ættu að
vera á Apavatni og einn á Laugar-
vatni; þeir yrðu lfklega mikið notaðir...
|>ótt eg geri ekki ráð fyrir, að í meira