Ísafold - 17.03.1906, Side 1
Kemur út ýmist einn sinni eöa
tvisv. i vikn. YerÖ árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eÖa
l‘/» doll.; borgist fyrir miöjan
júli (erlendis fyrir fram).
(SAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bnndin viö
áramót, ógild nema komin sé til
átgefanda fyrir 1. október og kaup-
andi sknldlaus viö blaðið.
Afgreiðsla Austurstrasti 8.
XXXIII. ár-.
Keykjavik laugardaginn 17. marz 1906
16. tölublað.
I. 0. 0. F. 873238'/,.
Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 i spital.
Forngripasafn opið á mvd. og ld. 11—12.
Hlotabankinn opinn 10—21/* og ú1/*—7.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til
10 siðd. Alm. fnndir fsd. og sd. 8 V* siðd.
Landakotskirkja. Guðsþj. 9 og 6 á helgidögnm.
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—6.
Landsbankinn 10l/»—21/*. Bankastjórn við 12— 1.
Landsbókasafn 12—3 og 6—8.*
Landsskjalasafnið á þrdn fmd. og ld. 12—1.
Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12.
Náttúrugripasafn á sd. ‘2—8.R
Tannlækning ók. í Pósthússtr. 14,1. og 3.md. 11—1
Skilnaðarmálið i dönskum blöðnm.
Ekki leynir það sér á nýjustu blaða-
sendingunni dönsku, að Dönum stend-
ur ekki á Bama, ef skilnaðarhugmynd-
in við þá magnast að mun hér á landi.
Yfirleitt láta danskir blaðamenn að
svo stöddu sem hugmyndin sé alls ekki
til nema f huga ungra ísienzkra skýja-
glópa í Khöfn. f>að kemur þeim bezt,
enda vita þeir svo sem ekki mikið um
það mál fremur en annað er snertir ís-
lenzku »hjálenduna«. Hins vegar láta og
ekki ráðgjafadilkarnir á sér standa að
hugga þá og tjá sig um, að alt sé gott og
blessað í ríki »húsbóndans«, stjórnar-
ástandið glæsilegt í alla staði og allir
harðánægðir, nema fáeinir æsingasegg-
ir og þjóðmálaskúmar, sem engu ráði.
Með þann boðskap eða því líkan
»tróð« signor Finnur vor »upp« í öðru
stúdentafélaginu danska 1 Khöfn (Stu-
dencersamfundet) 17. f. mán. f>ar stóð
við hlið honum alþingismaður Guðm.
héraðsl. Björnsson, og fundu Danir
sætan hunangskeim af orðum hans. f>ví
hann kvað það vera smámuni, form og
firrur, alt sem fundið væri að stjórnar-
skipun vorri og stjórnartílhögun.
Dr. Valtýr Guðmundsson alþingism.
andmælti skýrslu og skoðunum þeirra
félaga, Finns og G. B., og tóku ýms-
ir íslenzkir stúdentar í sama streng
mjög svo eindregið.
|>á var í annan stað sjálfur ráðgjaf-
inn frónski látinn taka til máls sér-
staklega í málgagni þeirra félaga í Khöfn,
Dannebrog, hans og Alberti, í viðtali við
ritstj., og harðneitar hann þar með all-
miklum'rembingi allri skilnaðarumleitun
hjá oss íslendingum. Telur slíkt ein-
beran hégóma/ fífV'íF!'"
Ekstrábladet, eina blaðið í Khöfn,
sem sýnir alúðarviðleitni á að taka
voru svari,“;tekur honum tak fyrir
|>ann gorgeir allan, og vitnar í blað
sjálfs hans hér '(Reykjavík að nafni)
nm, að það sé hvergi nærri sérlega
blítt f Dana garð nema stundum.
Ráðgjafinn (H. H.) lét í Dbrog sem það
folað kæmi sér ekkert við; hann hefði
að eins keypt nokkur hlutabréf í því
á sínum tfma, en nefnir ekki, hvort
hann eigi þau enn, og þegir vitanlega
jafnvandlega um hina alkunnu, nánu
lagsmensku sína við ritstjóra téðs blaðs.
»A 11 má segja Dönum«.
Formaður Íslendingafélags, Halldór
Jónasson, neitar því í grein í Ékstrabl-
23. f. m., að hér sé til neinn undir-
róður með þvf markmiði, að komast
undir Noreg — einhver kvittur um
það hafði komist í dönsk blöð. |>að
sem fyrir oss vakir, segir hann, er
ekki að skifta um forráðamann, held
ur hitt, að hafa hann engan, nema
sjálfa oss.
Ostsjællandsk Folkebl. minnist á
málið í mörgum blöðum, og kveður
svo að orði síðast, 23. f. mán., að
fult tilefni 8é til að veita því at-
hygli, sem gerist á íslandi, ekki sízt
í dönskum blöðum. »Með frjálslegri
íramkomu af Dana hálfu er vonandi
að takast muni að varðveita og styrkja
hið gamla band milli íslands og Dan-
merkur. Og það er í rauninni sam-
eiginleg, alvarleg ósk allra stjórnmála-
flokka í konungsríkinu* (þ. e. Dan-
mörku).
Danskur sögufræðingur einn hinnar
yngri kynslóðar, dr. Aage Friis, sagði svo
áfstúdentafélagsfundinum 17. f. mán.,
að Danir mundu jafnan sýna sig mjög
frjálslynda við sérhverri kröfu af ís-
lendinga hálfu, og einnig losa Tsland
alveg við sambandið við Danmörku,
»ef fyrir því yrði mikill og stöðugur
meiri hluti á íslandi«. Og var að þeim
orðum gerður mikill rómur.
Bæjarstjórn Reykjavíkur réð á
fundi sinum i fyrra dag Kn. Zimsen verk-
fræðing til að vinna það fyrir bæinn, er
ráðgert var áfsiðasta’-fundi (sjáj Isaf J3.
þ. m.), fyrir 2700 kr.fárslaun úr: bæjarsjóði.
Tr. Gr. var þó á móti því.' ^
Sömul. var^’samþykt við síðari umr. að
taka boði A. Petersens verkfr. um uppdrátt af
bænum utan kaupstaðarlóðar (sbr. saraa bl.).
Þó skyldu samningar við bann lagðir fyrir
bæjarstjórn áður en þeir væri fullgerðir.
Jónasi Jónssyni (frá Steinsholti) veitt 3.
lögregluþjónsstaðan og ákveðið að augiýsa
þá 4.
Jón Þorláksson verkfræðingur var kjör-
inn eftirlitsmaður með námugrefti af hendi
bæjarstjórnar.
Vilhjálmi Ingvarssyni neitað um að mega
setja nýtt hús framan (austan) við bús
hans nr. 20 i Suðurgötu.
Jóni Jens Eyólfssyni synjað um kaup á
lóð við Grettisg., leikvallarsvæðinn.
Bæjarstj. vildi ekki nota forkaupsrétt að
erfðaíestulandi Þorsteins Jónssonar járn-
smiðs, 5*l6 dagsl., er hann selnr fyrir 1300
kr., en áskildi sér öll réttindi til vegagerð-
ar m. m.
Samþ. var brunabótavirðing á þessum
húseignum : GHsla Guðmundssonar við Hverf-
isg. 5,530 og SveinB Gestssonar við Vita-
stig 2.946 kr.
Ameríku-pistillinn hér i blaðinu
er frá manni þeim i Winnipeg, er undir
hann htfir ritað og tilgreint bústað sinn
þar i bréfi til ritstj., en ókunnur er hann
oss að öðru leyti og getum vér -þvi enga
ábyrgð tekið á orðum bans. Hitt er það,
að hin óglæsilega lýsing á lifi félausra
landa, er héðan flytjast vestur um haf og
engan eiga að þar, virðist koma sæmilega
heim við skilvisra manna sögusögn af því
fyr og siðar, og er þvi engin ástæða til
að rengja hana, hvort sem agentum likar
hún efja ekki.
Prófastur er skipaOur i gær af
biskupi í Dalasýslu sira Ólafur Ólafsson i
Hjarðarholti.
Matarferðin fyrirliugaða.
f>að er ekki oft, sem hnífur minn
kemur í feitt kjöt — er ætlast til að
landinn segi, meiri hlutinn frægi frá
staura-þinginu og Kópavogsuppgjafar-
þinginu; um minni hlutann kemur
þeim fráleitt í hug, að hann fari að
renna á agnið, jafnvel ekki sjálfum
forustusauðnum, ráðgjafanum. Stjórn-
málavitið stígur hann vitanlega ekki í
að vísu; það hefir hann sýnt nógsam-
lega og fram yfir það. En að hann
sé svo einfaldur, að ímynda sér að
f>jóðræðisflokksmenn gerist taglhnýt-
ingar »heimastjórnar«-liðsins í þá skreið-
arferð, þ a ð nær þó naumast nokkurri
átt. Hann þekkir þó betur hugi manna
hér en það.
I d ö n s k u höfði hlýtur þessi fárán-
lega hugmynd að hafa fæðst: sú hug-
mynd, að hér á landi séu til sjálfstæðir
þjóðfulltrúar, er séu svo lítilsigldir, að
ekki þurfi annað til að hafa þá góða
en að gefa þeim einu sinni vel að éta
og drekka, og að yfirþjóðin Iáti svo
lítið að sýna þeim sérstaklega kurteisi
og viðmótsblíðu.
Og svo hefir ráðgjafinn óðara hopp-
að inn á hugmyr.dina, eins og vant er
um alt sem þaðan kemur, frá yfirráð-
gjöfunum, með venjulegri auðmýkt og
undirgefni og aðdáun við allar danskar
hugmyndir. Hugsað hefir hann frá-
leitt málið nokkra vitund. Guðlaun og
sleptu! hefir hann sagt óðara en þessu
var varpað fram. Sleptu henni við mig,
þessari dásamlegu hugvitssmíð. f>etta
er þjóðráð til að gera mig vinsælan
»þar uppi« (á d.: deroppe, þ. e. uppi á
íslandi). Mér veitir ekki af!
Hefði hann h u g s a ð málið nokkurn
skapaðan hlut, hlaut hann að hafa séð
það í hendi sér, að ráðið var lokaráð ein-
mitt fyrir hann sjálfan. Hann hlaut þá
að hafa órað fyrir því fyrst og fremst,
hvernig þjóðin mundi taka jafnauðvirði-
legri veiðibrellu, hver sjálfstæð, hugs-
andi sál meðal þjóðarinnar. Honum
gat og naumast dulist þá, hvernig það
mundi »taka sig út« í Dana augum, er
hann færi að darka þar syðra með þing-
forsetana sinn á hvora hönd sér, loga-
gylta alla og fjaðurskúfaða, annan aðal-
fulltrúa Estrups hér á landi fjöldamörg
ár, manninn, sem lagðist þá eins og
klessa fyrir alla stjórubótarviðleitni
vora meðal annars, og hinn aldrei annað
en bergmál frá honum,— að danskir lýð-
frelsismenn mundu reka upp stór augu
°g spyrja sjálfa sig: Eru þeir af þ v í
sauðahúsi, vinstrimennirnir íslenzku?
Estrup íslendinga forseti f »fólksþing-
inu« þar? Nei, nú fer mig ekki að
dáma.
f>að er sem sé kunnugra en frá þurfi
að segja, að taflið, sjónhverfingamylnan,
hefir verið alla tíð þann veg leikið við
Dani af ráðgjafans hendi og hans
spámanna, aðallega yfirstjórnvitring
vorum Finni og sagqfræðingnum lands-
sjóðslaunaða (og rfkissjóðs), Boga
nokkrum, sem hér væri vinstrimenn við
völd og f geysimiklum meiri hluta.
Svo sagði Bogi frá í grsin í Berlingi
daginn sem ráðgjafinn hljóp af stokk-
unum hér, 1. febr. 1904. — Hann gerði
það vitanlega samkvæmt reglunni: Alt
má segja Dönum. Ekki er til sú hauga-
vitleysa um þessa þjóð (þ. e. íslend-
inga), er eigi megi telja þeim trú um.
Svo er þekkingarleysið þar magnað.
f>aðan stafar síðan að mjög miklu
leyti dálætið á Hanuesi Hafstein meðal
danskra vinstrimanna. Enda ekki
sparað að halda því við með viðlfka
sjónhverfingum. Meðal annars hafðí
atvinnulaus og mjög mentunarsnauður
piltsnáði einn fslenzkur f Khöfn það
hlutverk missirum saman, að skálda
þar í minni háttar blöð, en víðlesin,
óskapa-gum um mikilmensku H. H. og
takmarkalausa lýðhylli um land alt.
Alt var það harla sætt í eyrum
danskra vinstrimanna. f>ví þ e i r voru
það, er bjargað höfðu við stjórnbótar-
málinu óðara en þeir komusc til valda
og því næst útvalið þennau snilling
til að standa fyrir íslandsmálum, —
»rétta manninn á réttum stað«.
f>að er meira að segja, að þegar
andstæðar þingmálafundarályktanir
dundu yfir hann í flestum kjördæmum
landsins í vor sem leið, þá var stein-
þagað um það í dönskum blöðum að
kalla má. Fyrst af öllu kom þar frá-
saga um glæsilegar viðtökur og dýr-
legan sigur á þingmálafundi í sjálfs
hans kjördæmi, Grundarfundinum. f>ar
næst var nokkuru síðar sagt í 3—4
línum frá honum andstæðri þingmála-
fundarályktun í ritsímamálinu einhvers-
staðar í »Isefjord«. Og »kjörfundir«
voru þingmálafundirnir kallaðir, og tal-
að um fjöruga k o s n i n g a hreyfingu
hér á landi í þann mund! f>að vel
fylgdu danskir blaðamenn með að
vanda. En ekki var þar með búið. f>egar
fréttirnar dundu yfir síðan hver af
annari um viðlíka ófarir í öðrum kjör-
dæmum, þá var harðlokað fyrir þeim
aðaifréttalindinni dönsku, frétta- og
hraðskeytaskrifstofu þeirri, er kend er
við Ritzau heitinn og á að vera öllum
flokkum gersamlega óháð. f>ví var
þverneitað þar, að flytja meiri fréttir
af því tægi!
f>að g a t hafa verið hugmyndin með
matarferðinni, að halda þessum blekk-
ingar- og blindingsleik áfram. En
nokkuð djarft þarf þó að vera þá traust-
ið á einfeldni Dana. Ekki af því, að
mikið mundu þeir fá að heyra annað
en þeim líkar og ráðgjafanum af munni
hjarðarinnar hans sjálfs, ráðgjafadilk-
anna, þeirra er ekki eru mállausir á
danskri grund. Og ekki mundu for-
setarnir borðalögðu og fjaðurtyptu svo
sem kveða við annan tón, — vara-
forustusauðirnir; sjálfur er ráðgjafinn
auðvitað forustusauður, þjóðkjörinn
þingmaðurinn (og ekki Oddeyrarkonsúls-
kjörinn). En það er fleira en orðin
tóm, sem greindir menn geta lesið út
úr það sem þeir vilja vita, vitaskuld þó
með svofeldu móti, að þeir v i 1 j i eitt-
hvað vita.
Enginn ber brigður á góðvild hins