Ísafold - 17.03.1906, Blaðsíða 2
62
ÍS AFO LD
nýja konungs vors í sambandi við
þetta mál. Sumir eigna honum frum-
kvæðið, hver svo sem á sjálfa hug-
myndina. Eu hann veit ekki, sem
ekki er von, hvernig högum horfir hér
því viðvíkjandi. þessa ganga flestir
danskir menn alveg duldir, hann «kki
síður en aðrir. það er og fleiri en hann
Potemkin heitinn, sem leikið hafa þá
list að dylja fyrir drotni sínum mis-
fellurnar á högum ríkisins og hugum
þegnanna. því má og aldrei gleyma,
að sama er að segja um þessa gerð
konungs sem aðrar stjórnarathafnir og
ályktanir, að aðrir bera ábyrgð á henni,
en hann alls enga. Fyrir því er og
fullheimilt að segja ekki síður löst á
henni en kost.
Knn er eitt óathugað í þessu máli,
og það er sú sjálfsagða skyldukvöð á
oss íslendingum, e f þetta boð er þegið,
að bjóða síðan hingað í móti nokkrum
dönskum ríkisþingmönnum. þeir geta
varla orðið færri en 20—30. það mundi
kosta landssjóð jafnmargar þúsundir
sjálfsagt. Hvað mundi þjóðin segja
um þá fjárveitingu? Valdhafinn mikli
og lallar hans, meiri hlutinn á þingi,
mundu að vísu kalla það »goluþyt«, og
að slíkt komi þjóðinni ekkert við, með-
an þingfararumboðið stendur. En eiga
mega þeir víst, að einhvern tíma kem-
ur að skuldadögunum fyrir þeim sem
öðrum.
Aniei ikitpistiil.
Winnipeg 20. febr. 1906.
Herra ritstjóri! Ekki ósjaldan fær
maður séð í blöðunum hér vestan hafs,
Lögbergi og Heimskringlu, ýmsar hetju-
og hreystÍ8ögur frá íslendingum í Ame-
ríku, sumar sannar, en þó margar til-
hæfulausan ansamsetníng.
Vesalings blöðin sjá ekkert utan
tóma ljósgeísla, og landarnir neyta
meira af líkamlegri og andlegri fæðu
en ,sál og líf fær móci tekið.
Annars er undravert, hve blöð þessi
endast til að slá Ameríku gullhamra,
og leitast við að fegra hana á allar
lundir.
JBaldvin ritstjórí sagði sjálfur víð
undirritaðan ekki alls fyrir löngu, að
eign íslendinga í Ameríku næmi full
komlega eignum allra Islendinga á
Islandi, og svo sannfærður var hann
um það mál, að hann gat ekki leitt
hjá sér að birta það í blaðinu litlu
síðar.
Lögberg biður í 7. tbl. sínu þ. á.
íslendinga á íslandi að varpa af sér
dofahjúpnum og færa sér í nyt gæði
lands og sjávar með starfsþoli, þreki
og verkhygni Vestur-íslendinga.
Miklir menn erum við, Hrólfur minn.
Má eg spyrja: hvar sést þetta þol,
þrek og verkhygni Vestur-íslendinga?
Hvar sjást þeir miklu yfir-burðir, sem
hylja með öllu kosti íslenzku þjóðar-
innar heima?
Eða er það mikilmenska, að flýja sitt
föðurland fyrir hræðslu sakir, og gjör-
ast illeppur í enskum skóm í Ameríku?
Eins og allir vita, þá er fjöldinn af
íslendingum sem að heiman koma
með öllu mállaust og mentunarlaust
fólk, og fær ekki þegar hér kemur ann-
að að starfa en alt hið versta sem
landið hefir að bjóða, svo sem járn-
brautavinnu, skógarhögg, eða, ef þeir
vinna í bæjum, að standa með bogið
bakið í vatnaveitu- og saurrennuskurð-
um frá morgni til kvölds fyrir afarlítið
kaup. Sumir hafa húsgerðarvinnu, þó
að eins hið versta og erfiðasta, sem sé
að aka grjóti og múrsteini, og þykir
ágætt, ef þeir fá vinnu við kalk- og
sementsblöndun.
það er í einu orði sagt, bvar sem
maður sér landa hér við vinnu sína,
þá hafa þeir ávalt rekuna milli hand-
anna, þar eð öll betri vinna er í hönd-
um hinnar ensku og annarra mentaðra
þjóða.
011 þessi verri vinna stendur að eins
yfir blá sumartímann, en að vetrinum
hafa þeir ekkert að gera, og verður
þá endirinn sá, að þeir verða að fá
að láni alt það sem útheimtist til að
draga fram lífið, upp á væntanlega
vinnu næsta sumar.
Allir geta nú séð, hvaða líf þetta er,
og að enginn getur orðið efnaður á
tómri daglaunavinnu, og þar sem hún
stendur þá ekki yfir nema hálft árið.
það mun því vera sannleikanum
næst, og er óbifanleg sannfæring mín,
að s/4 hlutum Islendinga í Ameríku
muni líða meira og minna illa fyrir
fátæktar sakir.
Ef ungur Islendingur sem að heim-
an kemur ber þá hugmynd í brjósti
að verða raaður, má hann sætta sig
við að búa fyrir utan sína þjóð, því
þótt hinn ísienzki flokkur hér eignist
slíkan mann út af skólunum með
fullkomnum kröftum og hæfilegleikum,
þá er sá flokkur svo fámennur ogvalda-
lítíll, að hann getur ekki boðið þess-
um unga manni þá stöðu, sem samboð
in 8é lærdómi hans og mentun, og
verður hann þá að leita sér atvinnu
inn á starfsvið hinnar ensku þjóðar.
En þegar svo er komið, taiar hann
varla né skrifar íslenzkt orð, og er þá
um leið að mestu dauður sinni þjóð.
En hinir, sem ekki hafa áræði til að
verða menn, kúldast hver með öðrum,
sjáandi ekki neitt, og farandi alls á
mis sem mentaður maður telur sig
alls ekki getað án lifað.
þeir lífa því hér íendalausuhörmung-
ar- og dauðastríði og í alt öðrum heimi.
Ofanskráða Iýsingu ætla eg eiga við
meginhluta þeirra íslendinga sem í
Winnipeg búa. Af hvaða ástæðu er
það, að sumir Islendingar yfirgefa hina
amerísku sælu og flytja sig heim til
íslands? Hvað var það sem dró þá
heim, Sigurjón og Sigurð Sumarliða-
syui, eftir 8—10 ára veru þeirra hér,
og lét þá gerast bændur norður í Eyja-
firði? Sannleikurinn er sá, að flest
af því fólki sem kemst til fulls þroska
á íslandi, fær sín engan veginn notið
í Ameríku. En það er einmitt það,
sem margir dugandi menn, sem hvarflað
hafa beim aftur, hafa rekið augun í.
Sumir landar vorir leita sér atvinnu
hjá bændum; en sú vinna er bæði erf-
ið og ófrjálsleg, enda leiðist ’nún flest
um þegar til lengdar lætur, þar eð
þeir fá lengi vel ekkert að gera utan
hið versta úr vinnunni, eins og að
mjólka kýr, bera vatn og saga við til
eldsneytis, milli þess sem þeir berjast
úti alla daga gegn óblíðu náttúrunnar
á vetrum við gripa- og svínahirðingu
fyrir 8—10 dollara á mánuði, sem er
all8 eigi meira en fyrir fatasliti.
Sá sem til Ameríku kemur frá Is-
landi, hversu mentaður sem hann kann
að vera, má ef til vill sætta sig við
einhverja þá vinnu sem að ofan er tal-
in, nema því að eins, að hann sé því
vaxinn, bæði að þekkingu og fjárhags
lega, að taka jörð og búa.
Stjórnin í Canada lætur svo heita,
sem hún gefi hverjum karlmanni, er
þangað kemur eldri en 18 ára, 160
ekrur af landi, og sama ekrufjölda
kvenmanni sem getursannaðaðhún hafi
fyrir ómaga aðf sjá, ef hún er ekkja
eða ógift. En þess ber að gæta, að
þetta er að eins eyðiland, eins og að
líkindum lætur, sem þarf mikilla um-
bóta áður en hægt sé að hafa arð af
því. Honum eða henni er gert að
skyldu, að búa á landinu 6 mánuði í
3 ár. Á þeim tíma er honum ætlað
að koma upp kofa yfir sig og hjú sín,
gera sér fjós, girða landið að miklu
leyti og plsegja á því tilekinn ekru-
fjölda. Nú þó hann hafi brotist fram
úr öllu þessu, þá kemur honum það
að litlu haldí, ef hann hefir engar
skepnur, því ekki lifir hann á tómum
kofunum; hann getur því að mínu viti
tæpast notað þennan rétt sinn, nema
hann hati höfuðstól, sem nemi 9—11
hundruð dollurum, til að framkvæma
skyldurnar og lifa sómasamlngu lífi.
Én þá fjárhæð tekst honum með dag
launavinnu að draga saman á 10—lð
árum, þó því að eins, að hann neiti
sér um flest það, sem til þess þarf að
lifa þægilegu lífi.
Ekkert finst mér eins tilfinnanlegt í
þessu landi eins og skortur á góðu
vatni. Hér fæst óvíða vatn á minna
en 40 feta dýpi og þar yfir, hvítskol-
ótt á litinn, viðbjóðslegt á bragð og
nær því ódrekkandi mönnum og skepn-
um. Víða er það brimsalt, og þar við
bætist, að í því er mergð af lifandi
pöddum, sem sjást þó varla með ber-
um augum. Hestar veikjast, ef þeir
drekka meira en 3—4 potta af því i
einu. En þetta er þó það sem heilar
sveitir og héruð verða að sætta sig við.
Enda fullyrða læknar hér, að hir.
mikla og skæða taugaveiki sem hér
geisar í fólki jafnt vetur sem sumar,
sé mest runnin frá þessu skæða vatui.
Engum er meiri hætta búin að
falla fyrir þessum og mörgum öðrum
skaðræðis8júkdómum en einmitt því
fólki, sem frá Islandi kemur, og nálega
hvert manusbarn, sem þaðan kemur,
veikist eftir tveggja til þriggja daga
veru sina hér. Sumir koma að eins til
að deyja, en það er þó ekkí það versta,
því aðrir mega sætta sig við að missa
3/4 parta úr árinu til að komast á fæt-
ur aftur.
Flestir munu geta sett sig í spor
þeirra, sem svona fer fyrir, hversu
erfitt þeir muni eiga uppdráttar, kom-
andi að úr annari heimsálfu með nýja
von í brjósti fyrir áhrif hinna mjúk-
málu agenta, sem fela sig fyrir því
fólki það sem þeir geta, þegar hingað
er kornið og það á sem erfiðaBt, vinnu-
laust og al slaust. Enda væri margt
af þess konar fólki illa komið, ef ýms-
ir mannvinir skærust þá ekki í leik
til að rétta því hjálparhönd.
f>að er mín óbifanleg sannfæring,
að enginn sá íslendingur, karl eða kona,
ætti til Ameríku að flytjast, sem sér
frarú á þolanlega framtíð sína á Islandi.
Og margur íslendingur hefði hingað
aldrei kotnið, ef hann hefði vitað í
tíma, hvað við mundi taka hér, en
getur nú með engu lifandi móti kom
ist heim aftur.
Virðmgarfylst
Sigurður Sigurðason.
Skipbrotsmennirnir
hvorirtveggja, þeir er getið var um
hér um daginn eru nú hingað komnir
fyrir, nokkru, eftir langa ferð og stranga,
austan úr Oræfum.
Botnvörpungurinn, sem strandaði á
Breiðamerkursandi,hét Southcoates,
frá Hull. Skipverjar voru 13 og björg-
uðust allir, meðfram fyrir frábæran
vaskleik stýrimannsins, Bem er Færey-
ingur.
í för með þessum skipbrotsmönnum
hingað að austan voru 5 menn af öðru
botnvörpuskipi ensku, Gloria frá Grims-
by. J>að hafði verið statt þar nærri,
er Southcoates fór upp, og sent 5
menn á bát á land til að reyna að
bjarga. En þeir komust ekki út í
skíþ sitt aftur vegna brims.
Mó í kola staö
í ofna væri harla mikilsvert, ef nota
mætti alment hér á landi, eins og bent
hefir verið á áður í þessu blaði. Nú
býður Mýrafélagið danska fúslegar leið-
beiningar í því hverjum sem þess leit-
ar, sjá augl. frá hr. Ásg. Torfasyni.
Veitt brauð. Ráðgjafinn hefir veitt
Skeggjastaði 28. f. m. sira Jóni Forsteins-
syni, áðnr aðstoðarpresti á Sauðanesi.
Bændur og stjörnarblöðin-
Bréfkafli íír sveit, dags. 12. marz.
Lítið er minst hér á landsstjórnar-
mál um þessar mundir.
Afleiðingum ritsímans kvíða menn^
bæði vegna þess, hvernig samningur-
nn er lagaður í sumum greinum, og
svo vegna þess, hve margt er ógjört,
sem fyr og betur gat aukið gjaldþol
almennings. Verst líkar mönnum það,
að hraðskeytamálinu fekst ekki frestað,
því að skaðlausu, svo að samkepni
hefði getað fengið að komast að. En
nú er komið sem komið er, og hug-
sjónin hlýtur því að verða sú, að gera
ólánið sem léttbærast.
Ríkisráð88etumálið, sem undirskrift-
armálið er að líkindum bein afleiðing
af, er orðið býana bágborið. Auðvitað
kann að mega segja með sanni, að
vér bændur berutn lítt skyn á það mál.
En ekki ætla eg að hægt verði nokk-
urn tíma að láta okkur trúa því, að
stjórnskipuleg réttindi þjóðarinnar,
hvort heldur er í smáum stíl eða stór-
um, séu ekki annað eða meira eu
»form« eða »firrur«, o. fl., o. fl., sem
8umir skíra þau nú.
Menn trúa betur þeirra fyrri um-
mæluro, sem komu fram þegar þeir
vóru óháðari málunum en nú.
Ekki tökum vér bændur okkur nærri
álit stjórnarblaðanna á okkur, eða
óþverrayfirausturinn) á okkur fyrir að
sækja fundinn í Reykjavík í sumar er
leið. Vér áttum ekki að hafa haft vit
á að gera greinarmun á vöxtum og
höfuðstól; og margt fleira höfðu þaa
hjákátlegt og aulalegt eftir okkur.
En hvað sem um þetta er, mun hitt
sönnu næst, að öllu meiri ógreiða gátu
þau tæplega gjört stjórninni en að
leggjast í móti okkur á þann hátt,
sem þau gerðu.
Vér, sem áttum þátt í fundinum,
vissum vel, að væri um nokkraábyrgð
að tefla, kom engum í hug að skjótast
undan heiini. því til sönnunar eru
nöfnin okkar, sem vér létum fúslega
birta á prenti. J>að varð þó til þ -ss,
að hægra var að lengja þau með
spottstitlum eða smánarnöfuum.
Að stjórnarblöðin hafi fengið ein-
hverja sína menn til að brosa að þessu
í svipinn, þykir oss all líklegt. Hitt
er ef til vill vandsénara, hvað sú gleði
verður langgæð eða endingargóð; og
víst er um það, að ekki var brosað að
því, þegar Austri fór að fræða menn
um það, hvað ferðum danska herskips-
ins leið í sambandi við bændafundinn,
ásamt fleira af liku tægi úr þeirri átt.
|>á fóru menn þó alment að átta sig
á því, hvað stjórnarblöðin voru að haf-
ast að. J>á rann blóðið til skyldunnar.
f>á hafði blaðið gengið lengra en menn
höfðu nokkurn tíma átt að venjast
hér á sfðari tímum. f>á fór að rifjast
upp eldri saga, og allra næst varð fyr-
ir mönnum öxin með danska stimplin-
um, sem smeygt var innan í þingboð-
ið, o. fl. o. fl. því líkt; og þá fóru
menn líka að átta sig á ýmsu fleira.
f>að er ósk mín og fleiri manna, að
afleiðingin verði ekki sú, að margur
gjaldi saklaus. En einu hafa menn
þegar veitt eftirtekt, og það er því.
hve blöðin látast vera óháð stjórninni-
Af hverju skyldi það stafa?
Að minsta kosti eitt stjórnarblað
ætti ttð vera nokkuð alment lesið, og
slíkt blað ætti að vera yfirfarið af
henni, svo að ekki birtist í því annað
en það, sem mætti reiða sig á að vsert
hennar skoðun. En eins og nú stend-
ur, er ástandið mjög slæmt. Sum