Ísafold - 21.03.1906, Side 2

Ísafold - 21.03.1906, Side 2
66 ÍSAFOLD Nýstárleg skemtun. Æfintýr og Ijóð, nýsamin af framliðnum rithöfundíim. Fjölnis-skemtun hér í gærkveldi í Báruhusi sóttu Keykvíkingar svo, að í húsið tróðst heldur meira en fyrir komst þar. Kvisast hafði, að þar yrði flutt ný- samin Ijóð og æfintýri eftir framliðin stórskáld og fræga rithöfunda. Sú varð og raun á. Hór hafði fyrir fám dögum 17 vetra piltur rituð ósjálfrátt, en í vöku þó, 3 æfintýri og nokkur ljóð eftir forsögn Jónasar Hallgrímssonar og Bjarna Thorarensen, og ljóðin af þeim kveðin, en æfintýrin tilbúín að efni af H. C. Andersen, æfintýraskáldinu heimsfræga, og tvö þeirra færð í íslenzkan búning af J. H. og Snorra Sturlusyni (annað), en hið þriðja á dönsku máli eftir H. C. A. sjálfan. Eða svo er uppi látið, eftir því sem þeir hat'a tjáð sig um sjálfir með sama hætti og sinni rithönd auð- þektri nokkrir. Nýlunda er annað eins og þetta að vísuekki beintí heiminum, þótt ókunnugt sé flestum hér, þeim er aldrei líta út í veröldina öðru vísi en að sétja upp áður d ö n s k gleraugu, oft og tíðum með harðnaðri móðu af þeirra þjóðar hjátrú og hindurvitnum, v/sindarembingi og grunnfærni. Það er langt síðan að alveg ment- unarlaus verkmaður í New York ritaði ósjálfrátt eftir forsögn Ch. Dickens, framliðins þá fvrir löngu, langt niður- lag á skáldsögu, er hann lézt frá ólok- inni, og hefir enginn fagurfræðingur enn getað bent á nein ólíkindi í þessum viðbæti frá rithætti á fyrri hluta sög- unnar eða annarra rita þess heimsfræga skáldsagnasnillings. Fleiri dæmi eru til þessu lík. En það er að segja um æfintýri þau og ljóð, er hér segir frá og Einar Hjörleifsson flutti í gærkveldi í Báru- húsi, að enginn, sem þau heyrir, mun treysta sór til að þræta fyrir, að þau sverji sig afdráttarlaust í ættina til þeirra, er þau eru eignuð. Kærleiksmerkið hót fyrsta æfin- týrið, um litla stúlku, sem var úthýst og varð úti í hríðarbyl. »Sólin sá litlu stúlkuna og kendi svo undurmikið í brjósti um hana. Svo sendi hún henni tvo geisla, sinn á hvort auga, og geislarnir þerruðu tárin.« Þetta var áður en hríðiti skall á hana. Hún sezt undir stóran stein og þar lemur hríðin hana til bana. Þá urðu bylkornin, sem lemja á henni kinnarnar, alt í einu að yndislegum blómum, og hún er komin til guðs. Síðan fær hún leyfi hjá guði til að bregða sér niður á jörðina og flytja mönnunum þann boðskap, að hann só kærleikans faðir. Englarnir fylgdu henni á leið og gáfu henni ósköpin öll af yndislegum blómum, svo sem nokkurs konar vegarnesti.*— Um það segir svo í ljóðum, er J. H. kvað út af æfintýrinu daginn eftir að hann samdi það: Og englarnir róttu henni yndisleg blóm— þau voru orð þeirra vara, en ei gagns- laus og tóm —; en á hvert blóm var skrifað í skreyttar raðir með skínandi letri: Guð er kærleikans faðir. En þegar litla stúlkan, sem nú var orðiu engill, kom til jarðarinnar, komst hún hvergi nærri híbýlum mannanna fyrir blindöskubyl: »Já, svo komu hríðarnar aftur, blind- öskubylur, grenjandi moldviðri kringum öll híbýli mannanna. Henni var ekki lifandi vitttnd kalt, en hún komst ^kk- ert áfram fyrir moldviðrinu; það stóð eins og órjúfandi hamraveggur milli hennar og mannanna. Litla stúlkan, sem var orðin engill, varð að fara aftur til guðs, af því að mennirnir vildu ekkí taka á móti kærleika hans«. Gamla konan, sem segir lítilli stúlku, er Stína nefnist, þetta æfintýri, tjáir henni í sögulok, að það sé ekki sönn saga, heldur só þetta »tekið si-sona, sagt sona sem merki upp á kærleika guðs, Stína litla. Og blessad barnið trúði þvi, að guð hefði ekkl sent engilinn — sem merki upp á kœrleika sinn«. Danska æfintýrið er um sanuleiks- perluua, sem vantaði í kórónu keisarans og er hvergi fáanleg nema í marardjúpi kærleikans; en keisarinn treystir sér ekki til að kafa eftir henni. Þriðja æfintýrið heitir ?, og segir frá Heirosku drotningu. Þar segir svo á ein- um stað : »Sú es drotning yfir hugum margra manna, es Heimska nefnisk — ok svá es hún frjáls, at hún biðr menn vera úháða allri skynsemd«. Þetta er upphaf á brag, er Bjarni Thorarensen kvað fyrir fám dögum: Dökk eru ský, Skyggir í lofti, Horfir sól mót »hamravegg«; Skýin hún rýfur, En skörð í vegginn Brýtur húti ekki : Þ á mundi birta o f m i k i ð. Hamraveggurinn er sá hinn sami, sem um getur í æfintýrinu Kærleiksmerkið. Því hefir skáldið það orð með tilvitnun- armerkj um. Lesendum ísafoldar er að vonum for- vitni á, hvernig áheyrendur hafi tekið þessari nýung, þessum Ijóða og æfintýra flutningi. Þoir voru í fæstum orðum sagt svo sem milli steins og sleggju, milli fargsins, sem kirkjatt, Heimska drotning og dóttir hennar Ragmenska (hræðslan við spott og ámæli heimskra manna og fáfróðra) hefir lagt á þorra manna hór sem ann- arsstaðar, og hins vegar þeirrar óviðráð- anlegrar sannfæringar, að þessi ljómandi æfintýri g e t i enginn hafa hugsað upp annar en H. C. Andersen, og að engir g e t i hafa fært þau í snildarbúninginn tslenzka aðrir en Jónas Hallgrímsson og Snorri Sturluson, svo sórkennilegur sem hann er fyrir þá báða; og eitis hitt, að ekki g e t i ljóðin verið eftir aðra en þá J. H. og B. Th. En nákvæmlega stendur þeim á sama, er hér fást við svo nefnd dularfull fyrir brigði, hvað fólk hór heldur um þetta. Það erekkihætt við, að sannleikurinn ryðji sór ekki til rúms hér sem oftar. Mannslát vestan hafs. J>að sorglega slys vildi til í Seattle, Washington, 30. sept. í haust, að Árni Jónsson frá þorlákshöfn (Jónssonar óðalsbónda Árnasonar) slas- aðist við útskipun á skipabryggju Great Northern-félagsins, sem orsakaðist þannig, að 1500 púnda járnþynna féll ofan á hann. þetta úfall var svo stór- kostlegt, að allar læknistilraunir reynd- ust árungurslausar. Hann andaðist eft- ir þrjá daga, 3. okt., og var jarðsettur i Ballard, Wash., 6. s. m., að viðstödd- um fjölda fólks. — Árni sál. var prýð- isvel greindur maður, og einkarvel látinn af öllum sem hann þektu. Og er hans því sárt saknað af vinum og vandamönnum. Hanu var 44 ára að aldri, hafði aðsetu i Ballard (Wasb.) og lætur eftir sig ekkju með þrjú börn í ómegð. Th. S. — Persónuleg óvild — Ekki þarf stundum nema alls eitt orð eða setning af munni manns til að lýsa honum sjálfum og öllum hans hugsunarhætti betur og áreiðanlegar en hægt er að gera í langri æfisögu. Slík setning hraut ráðgjafa vorum af munni einu sinni í fyrra, á Grundar- fundinum, eina þingmálafundinum, þar sem hann fekk Iof fyrir frammistöðu sína. Jú, og einhvern tíma á þinginu í sumar. Ummælin þau voru á þá leið, að eigin- lega líkaði allri þjóðinni mætavel við sig, nema eitthvað 2—3 ritstjórum, og þeirra andróður væri sprottinn af per- sónulegri óvild. Ósanninda-f jarstæðan er sök sér, þessi að áminstum ritstjórum sé illa við manninn persónulega og þvi láti þeir svona, sjái hann aldrei í friði. Mað- urinn veit, að einn þeirra er aldavinur hans, og annar hinna að minsta kosti allgóður kunningi hans frá fornu fari, líklegast báðir. Hitt er aðalatriðið, hve blindur hann virðist vera á öll þau miklu afglöp, þjóðinni til óþurftar og skaða, er hann hefir framið frá því er hann tók við stjórn. það er engu líkara en að hún og hennar hagsmuDÍr séu svo létt á metum í hans augum, að þess gæti hvergi. Sjónarmiðið er sýnilega þetta: Völdin og tignina hefi eg hlotið og er vel og löglega að því kominn. Hver sem gerir mér stöðuna ónæðissama og óánægjulega eða er óánægður með hátt- semi mína í heDni, hann gerir það af persónulegri óvild ; hann ann mér henn- ar ekki, öfundar mig af henni eða því um Ifkt. Hræddur var margur um það, sem manninn þektu, að hann mundi reyn- ast í þeirri vandasömu stöðu samur og áður: lítið sem ekkert annað en skáld og samkvæmis-gleðimaður. En von og úr viti ólu þeir þá hugsun í brjósti, að skár mundi þó úr honum rætast; hann mundi þó finna þ a ð til ábyrgðarinnar. það var eins og fyrir brygði einhverju hugboði hjá honum um það allrafyrst, að n ú ætti hann að vera allrar þjóðar- innar yfirmaður og foringi, en ekki tómur flokksforingi. það var þegar hann vildi ekki þiggja heimboð tómra »heimastjórnar«-dilka hér í höfuðstaðn- um, er hann kom heim frá Khöfn með ráðgjafatignar fyrirheitið í vasanum. En það stóð ekki lengi. Eitt hið allra fyrBta verk hans í tignarsætinu var hið fræga bragð, sem hann beitti til þess að afstýra þvf, að hæfasti maðurinn, sem kostur var á, Páll heit. Brietn amtmaður, yrði banka stjóri, a f þ v í að hann var ekki hans flokks dilkur: sneri aftur á miðri leið bréfi til hans um það. Síðan rak hvert gjörræðistiltækið annað, eins og kunnugt er, hvert viðvik hér um bil í Stjórnarályktunum miðað fyrst og fremst við flokksfylgi og flokksmanna hags- muni eða valdagengi sjálfs hans. En ekki er þetta eins dæmi þeim megin, f »heimastjórnar«-högunum. Maðúr er nefndur Pétur og á heima á Gautlöndum. Eöður átti hann, sem var mikilmenni að mörgu leyti. J>ess naut sonur hans lengi framan af. Hann var »sonur föður síns« og lítið annað. Síðan hefir hann lifað aðallega á þægð- inni: bónþægð við héraðsmenn, kjósend- ur sína, og sauðþægð við alla valdhafa. Hann var þægðargripur landshöfðing- jans, meðan hann hafði völd, þægðar- gripur peningavaldhafanna Zöllners og Landsbankans, og er þægðargripur ráð- gjafans, síðan hann kom til sögunnar. Enginn veit til, að hann hafi nokk- urn tíma haft aðra skoðun á lands- málum en þessir yfirmenn hans. Og getur naumast ólíkara því en djarflyndi og einurð föður hans heitins. |>es8U skaplyndi Péturs fylgja látlausar sam- vizkustunur. Sívakinn og sofinn læzt hann vera við að hugsa um að gera það eitt í hverju máli, sem sé hið eina hárrétta. Og þó er svo að heyra, 3em samvizkan láti aldrei af að mæða hann á sfnu leiðindanöldri. þessi maður er nú tekinn til að leika kong í sínu héraði. Hann lýsir því yfir á þingmálafundi á Húsavík í haust, að haDn telji það persónulega móðgun við sig, ef framkoma hans á þingi sé ekki talin rétt. Og á kaupfélagsfundi í vetur úrskurðar hann það sömuleiðis »persónulegt«, að einn fundarmaður finnur að gjörðum kaupfélagsstjórnar- innar. Bætir því næst við þeirri h ó t u n, að það skuli líka verða p e r- sónulegt (frá sinni hendi). Með öðrum orðum : persónulegri hefnd hótað f móti. Eftir höfðinu dansa limimir. f>að er lýðvaldslegt, þetta, og þar: eftir frjálsmannlegt! Einn moii af matboröi heimskunnar eða Heyrðu, kunningi! . Eg kem nú ekki oft á Fjölnis-skemt- un, en eg var þar staddur í gær. Eg haföi heyrt þess getið, að æfintýri úr andaheiminum yröi lesið upp á skemtuninni. En þegar til kom, urðu æfintýrin þrjú — og eitt á dönsku. Þetta er óneitanlega merkilegur við- burður, h v e r n i g sem á málið er litið, enda mátti heyra það á umræðum manna á eftir. T. d. skoði menn skáldskapargildi æfintýranna, þá finst manni óneitanlega mikið til um 17 ára ungling (Guðmund Jónsson), ef h a n n er svona mikið skáld. Eða þá b 1 æ r i n n á æfintýrunum. Hann hlyti að vera alveg frámunalega mikifl snillingur, ef hann gæti stælt svo H. C. Audersen, Jónas Hallgrímsson og Snorra Sturluson, að manni só skapi næst að halda, að það geti engiun annar átt. Eg ætla að get.a um allraskörpustu (!!)' tilgátuna. Eg sat á aðra hlið gömlum og grá- hærðum manni, með óvenjulega stórt nef og karlmannlegt. — Já, þá var mér gleði að hafa lesið Lauritzen. Gamli maðurinn gráhærði virtist undur- alvarlegur. Hann beygði sig niður að 8essunaut sínum og spurði af innilegr* sannfæringu: »Heyrðu, kunningi! Geta þetta verið andar, ætli só hægt að tala dönsku í himnaríki?« Já, heyrðu kunningi! J. H. Aths. Um matborð heímskunnar eða TT .. i . .1. . . íl m/\ t »» i /vn am f-n I n í) 1 æfintýrinu, sem Snorri Sturlusoo hefir skráð eða látið skrá. S/s Tryggvi kongnr (Emil Nielsen) kom 17. þ. m. frá Khöfn og Leith og me® honvtm þessir farþegar: Björn Kristjánsson kaupm. og alþingÍBmaður og dóttir h&u® frk. Jóna, Bjarni Jónsson kennari frá Vogh Einar Markússon, kaupm., Ólafsvik; BjarnJ Jónsson, snikkari, Vegamótum; Gisli H,álm' arsson, kaupm., Norðfirði, og frú hans Him' ur; vllafur Hjaltested kaupmaður og ffU hans, Anna; Pétur Brynjólfsson rnyndasmií5' ur; Vilhjálmur Finsen stúdent; Fr. NathaB verzlunarmaður. Enn fremur útlendur m»^' ur til G. Finnssonar, Frederiksen að nafn1' og Guðriður Einarsdóttir prentara. Druknan. það slys varð í Vestmanneyjurn þ. m., að 4 menn druknuðu af bát, af 14, er á honum voru. SinU* 10 bjargaði botnvörpungur. Forrn0, ur, Magnús þórðarson í Sjólyst, ko1® af. Hinir 3 voru ofan af landi. lv voru kvæntir.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.