Ísafold

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinapríl 1906næsti mánaðurin
    mifrlesu
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Ísafold - 11.04.1906, Síða 2

Ísafold - 11.04.1906, Síða 2
82 ÍSAFOLD Sláturfélagsskapurinn á Suðurlandi. Hugmyndin um að koma sér upp samlagssláturhúsum hefir lengi vakað fyrir bændura. Henni var hreyft á þingi fyrir eitthvað 10 árum af f>órði Guðmundssyni í Hala og aftur fyrir nokkrum árum af landbúnaðarmála- nefndinni. Almennur fundur var um málið í sumar er leið úr Árnessýslu og Rangárvalla við þjórsárbrú 29. júlí og 8. jan. þ. á. fyrir fulltrúa úr hrepp- um sömu sýslna. Sams konar fundir voru síðan haldnir í öðrum sýslum sunnanlands, Vestur-Skaftafells, Gull- bringu- og Kjósar, Borgarfjarðar og Mýra, til að kjósa nefnd, er skyldi kynna sér málið sem rækilegast, safna skýrslum þar að lútandi og láta uppi álit sitt. |>að er sú nefnd, er getið var um í síðasta bl. að hér hefði haldið fund fyrri viku. Margt ber til þess, að mál þetta hefir komist í hreyfingu : 1. Bændur hafa oftast orðið að reka fénað sinn til Reykjavíkur og neyðst til að selja hann einnngis þ a r, hvernig sem gengi, vel eða illa. 2. fótt keypt hafi verið heima í sveitum, þá hefir engín regla eða lag verið á því. Sumir hafa selt miklu dýrara en nokkurt vit var í eða sann- girni, en aðrir sér í stórskaða. 3. Ýmsir hafa fjárkaup sér að auka- atvinnu, og ganga misjafnlega frá þeim. 4. Stundum hrúgast svo margt fé til Reykjavíkur í einu, jafnvel alt að 10,000 á 1 viku, að geyma verður það þar svo vikum skiftir. f>ví fylgir geysi- kostnaður fyrir fjáreigendur, en hitt þó margfalt meira tjón, að féð horast niður. 5. Sé litið á málið frá dýravernd- unarhlið og siðferðislegrar skyldu, rek ur maður óðara augun í þessi hróp- legu misferli: féð er tekið úr ágæt- um högum, þrautrekið, sársvangt orð- ið, sárfætt og nær uppgefið, flækist fram og aftur um götur höfuðstaðar- ins, alt af á grjóti, sem það er óvant við í högunura; oft er því haldið inni í réttum eða portum á grjóti 12—18 stundir í sólarhring, en þess í milli úti á litlum og lélegum haga, ýmist liggjandi þá eða standandi aðgerða Iaust, jarmandi af heimþrá og leiðind- um. 6. þeir fást margir við slátrun fjárins, sem hvorki kunna það eða geta með viðunanlegri vandvirkni eða hreinlæti. 7. Hér í Reykjavík gæti verið jafn og góður markaður fyrir alt kjöt eða mestalt úr fyrnefndum sýslum, ef féð kæmi sœám saman eftir þörfum. 8. Bændur eru sannfærðir um, að gærur o. fl. megi selja betur en verið hefir. f>etta alt er nú hugmyndin að reyna að laga með samvinnufélagsskap og með stóru, nýju slátrunarhúsi í Reykjavik, er samsvari að öllu leyti kröfum og þörfum tímans, svo vel, sem kostur er á; takmarka rekstra, taka fénaðinn eftir niðurlagi, svo að hver fái sitt. Höfuðatriðin eru : j ö f n u ð u r verðsogvöruvöndun, enallseng- in óeðlileg hækkun verðs í Reykjavík. Flutníng kjöts út úr landinu er áformið að reyna jafnframt, í smáum stll. Um alt þetta á að reyna að vera í samráði og samvinnu við bæjarbúa og kaupmenn. En vilji þeir ekki þýðast það, held- ur veiti þessu fyrirtæki öllu saman óhyggilega mótspyrnu, má auðvitað búast við, að bændur taki til sinna ráða. Mælt er, að láta muni nærri, að Reykjavík þurfi fyrir sig að minsta kosti 20—30 þús. sauðfjár á ári og 3000 nautgripi. Og það fær bærinn. En þó er hann oft kjötlaus, og kjöt fæst ekki, þótt mikið sé í boði. En stundum úldnar kjötið eða þá að féð horast rétt í kringum bæinn, og eng- inn vill kjöt á 20 a. pundið. Ef bæjarbúar vildu panta kjöt fyrir fram hjá stóru sláturhúsi, gætu þeir oftast fengið hæfilegt eftir þörfinni, bæði nýtt og saltað niður í ílát. Nefndin samdi á fundi sínum um daginn frumvarp til laga fyrir svona lagað félag og sendir það prentað með athugasemdum í hverja sveit í fyr- nefndum 6 sýslum. J>að er eitt í lög- unum, að stofnfé skuli vera m i n s t 10 kr. frá hverjum félagsmannni og greiðist hálft um leíð og félagið er stofnað. f>að er óuppsegjanlegt 5 fyrstu árin og af því greiðist 5 °/° leiga. Félagsmenn eru skyldir að skifta við slátrunarhúsið 5 ár í minsta lagi. Stjórn félag8Íns sé skipuð 9 mönn- um, forstjóra í Reykjavík, og 2 fuíl- trúum úr Arnessýslu og Rangárvalla hvorri um sig, og úr hinum sýslunum 4. Aðalfundur stjórnar hefir úrskurð- arvald, en framkvæmdarvald stjórnar- nefnd : forstjóri og 2 kjörnir menn úr stjórninni. Deild í hverjum hreppi. Deildarstjórar kjósa stjórnarmenn á sýslnafundum. þeir hjálpa til sam vinnu milli deilda, stjórnar og forstjóra. Brlend tíðindi. Marconiskeyti 10. marz. Hraun vellur upp um n/jan gíg í V e s ú v í u s. Fólk flýr í kring. Aska fellur yfir Neapel. Gígurinn sp/r bráð- inni leSju 1500 fet í loft npp. Hús hristast í Neapel. Margir flýja út á torgin. Hernaðarreglur vilja Rússar aðallega láta ræða á friðarfundinum, en ekki minnast neitt á að draga úr her- búnaði. Þ/zkir bankar vilja ekki leggja neitt í lán handa Rússum. Enn fundinn maður með lífi í C o u r- r i é r e s-námum. Hafði nærst á brauði og konjaki, er hann fann á dauðum mönnum í námunum. Námuverkfræð- ingar urðu að fl/ja í jörðu niður undan tryldum konum við námuopin. Játvarð. ur konungur' hefir gefið 200 pd. ( = 3600 kr.) í Courriéres-hjálparsjóðinn. Biilow fursti leið í ómegin á ríkis- þinginu í Berlín eftir langa ræðu, er hann flutti, og raknaði ekki við fyr en eftir margar stundir. En er nú að hressast. Roosevelt hélt Grey Canadajarli d/r- lega veizlu í Hvítahúsi og mörgu stór- menni. Dáinn er Blanco hershöfðingi, f. lands- höfðingi Spánverja á Cuba. Verkfall hafa 5000 hafnarerfiðismenn gert í Odessa. Sátt komin á með Austurríkiskeisara og stjórnmálaflokkum á Ungverjalandi; tilslökun á báðar hliðar. Lokafundur í Algéeiras á laugar- daginn. Fundarmenn skildu með vin- mælum. Nefnd í neðri deild á Washingtonþingi vill hækka nefskatt á innflytjendum og gera þeim enn meiri tálma. Bandaríkjastjórn er að hugsa um að hafa Panamaskurð víggirtan. Mikið v e r k f a 11 hófst á laugardag- ir,n í bómullarmylnum (í Bandaríkj.?), meira en 12 þús. m. hættu vinnu. Stórslysið á Yiðeyjarsundi. Tuttugu menn druknað. þilskipið, sem getið var um í síðasta blaði að borist hefði á i Viðeyjarsundi, hét I n g v a r og var eign Duus verzl- unar hér í bæ, keypt fyrir 2 árum að Sveini kaupmanni Sigfússyni, er hafði látið smíða það þá fyrir 2—3 árum. Daginn þann, 7. þ. m., var hér af- spyrnurok af útsuðri með foráttubrimi, með því mesta er hér kemur. Fiskiskútur lágu hér margar á höfn- inni og voru að smátínast inn, undan veðrinu. J>ar á meðal sást til einnar aðeins skamt fyrir hádegið, inn sundið milli Engeyjar og Viðeyjar, — og þar með mjög brátt, að hana bar af leið inn í Viðeyjarsund. Skifti það engum tog um, að hún var föst orðin þar á skeri, norður og út af Skarfakletti. þykjast menn vita, að bilað hafi stýri eða stjórn að einhverju leyti. Enn þar með hefir fylgt annað slyBÍð, til bjargar gert, en varð að tjóni: varpað akkerum til þess að skipið bæri ekki upp á sker. En akkerin ekki fest botn fyr en um seinan, en þá svo rammlega, að skip- ið hreifðist hvergi úr því, heldur sat blýfast á skerinu þar til, er það var hlutað í þrent og sokkið. Ella gat það hafa borið upp á eyna og einhver mannbjörg orðið. f>etta var fiskiskútan Ingvar, 77 smál. að stærð, skipstjóri Tyrfingur Magnússon. Varla gecur átakanlegri hörmungar- sjón en skipverja hanga á reiða eða á öldustokk tímunum saman og smátín- ast þaðan í opið dauðans gin; og fá enga björg veitt. það sást raunar ekki nema með höppum og glöppum, fyrir særokinu. Gufuskipið Gambetta (Edinborgar verzlunar) sera lá hér á höíninni, kynti undir hjá sér og lagði á stað að reyna að bjarga; en þá gerði svarta ól, og sneri Gambetta við það aftur. Énda má alveg fullyrða það, að bjargað hefði hann engu mannslífi, þótt kom- ist hefði á véttvang. Til þess var eng- in ieið öðru vísi en með flugtólum, sem hér eru hvergi til, eins og allir vita. Lögskráðir á skip þetta hér í febrú- arlok höfðu verið 21 alls. þeirra hafði 1 verið hleypt á land í Keflavík, sakir sjósóttar; það varð honum til lífs. Hann heitir TómaB Tómasson, vinnumaður frá Vælugerði í Flóa. Hinir 20, sem druknuðu, voru: 1. Tyrfingur Magnússon, skipstjóri, bróðir Bjarna bónda Magnússonar í Engey, ókvæntur maður og barnlaus. 2. Júlíus Arason, stýrimaður, héð- an úr bænum, 27 ára, kvæntur og átti I barn. Og þessir hásetar: 3. Albert Eiríksson, vinnum. frá Árbæ í Ölfusi, 16 vetra. 4. Geir Hildibrandsson, vinnum. frá Vetleifsholtí í Rangárv.s., 26 v. 5. Guðjón Gestson, bóndi frá Vet- leifsholtsparti í Rangv.s., 32 ára; 3 börn. 6. Guðjón Kr. Jónsson, vinnum. af Akranesi, 17 v. 7. Guðmundur f>órðarson, vinnum. frá Seljadal í Kjós, 20 v. 8. Jóhannes Teitsson, þbm. í Rvík, ekkjum., 61 árs. 9. Kláus Jósson, vinnum. frá Ausu í Borgarf., 23. v. 10. Ólafur Einarsson, vm. frá Ár- bæ í Árn. 18 v. 11. Ólafur Sveinsson, þbm. í Rvík, 28 v., ókv., en átti 2 börn. 12. Sigmundur Hildibrandsson vm. frá Vetleifsholti, 32 v., bróðir nr. 4. 13. Sigurbjörn Jónsson, vm. af Akra- nesi, 35 v. 14. Sigurður Jóhannesson, vm. ór Rvík, 16 v., sonur nr. 8. 15. Stefán Gestsson vm. frá Vet' leifsholtsparti, 25 v., bróðir nr. 5. 16. Tímoteus Ól. Guðmundsson, vff' af Akranesi, 16 v. 17. TómasTómasson, þbm. af Akr»’ nesi, 41 árs; 4 börn. 18. jporsteinr. Jónsson (Illugasonar) þbm. úr Rvík, kvæntur og átti 3 börD> 19. —20. Tveir Norðmenn : Jakob Hovstad(19v.) og Sigurd M. Larsen (30)’ Ellefu lík rak upp í Viðey aðfara- nótt sunnud. og sunnudaginn. Ekkert síðan. Vátrygðir kváðu skipverjar hafa verið allir (í hinum ísl. sjóvátryggingarsjóði)1 Skipið var og vátrygt í Faxaflóa- þilskipaábyrgðarfólaginu fyrir 12 þúS' En var miklu meira virði. ASþýöiiblaðið — stefna of>- þess starfssvið. II. Hafa ekki allir heyrt hörmnngasög' urnar úr flestum rfkjum heimsins, uDJ æsingarnar, verkföllin og hungursneyð' ina, spellvirkin, manndrápin og all® svívirðinguna, sem slíku er samfara? Eða er nokkur sá hér á landi, að ekki vilji hann varast slíka afleiðiDg athafna sinna? Með þessum línum ætla eg ekki ®ð fara lengra út í verkefni blaðsins, eð» verkefnisgrein skáldsins, þó mér þýk' hún um of einhliða. Eg vildi bara grípa nokkur orð greininni: »Kjör vinnufólks í sveituDfl11' til að sanna orð mín og benda á, að hún er bæði einhliða og illa rökfærð- Alþýðublaðið segir: »J>að ef ekkert smáræði, sem þingið skipa11 landssjóði að skamta í aska bænda úí' lega. Búnaðarfélögin eru orðin bsB& mörg og megandí«. Engin neitar því> að þingið fyrirfarandi ár hefir viljað styrkja landbúnaðinn, og veitt drjúg6 viðurkenningu fyrir d u g n a ð °% framtak8semi í biinaði ^ ýmsan háttt. Hygg eg því, að framsýnir menn og einlægir ættjarðar' vinir telji þessu fé á glæ kassað, eða sama sem látið í aska bænda> þótt þeir séu kvattir til að nema lancfi^ af nýju, að bæta ábýlisjörð þjóðarinnah að auka og margfalda verðmæti heuD' ar, notagildi og afurðir, eða breytft framleiðslunni, bæta hana og auka. , |>egar svona lítið er gert úr slíkrl fjárveiting og virðíst talin eftir í al' þ ý ð u b 1 a ð i, þá er von að meuD spyrji: Eru bændur þá ekki í flokk1 alþýðunnar? Eða, ætlar blaðið a, kafna undir nafni, og skifta alþýðu 1 tvo andvíga flokka ? Hvað verður nú um styrk búnaðar' félaganna, sem blaðinu mun einna bí{' ast um ? f>ar sem eg er kunnugastur — og svo mun víða vera á landmu gengur haun beinlínis allur til d a & launamannanna, þeirra manUD' er eg bjóst sízt við, að Alþýð0' b 1 a ð i ð vildi telja krónur eftir. ekki gengur einungis landssjóðsstytk' urinn til daglaunamannanna, heldur leggja bændur 8—10 sinnum meira (styrkur er oftast 25—30 a. á dagsVJ( er kosta kr. 2,25 til 3,00), einmitt 8 meira leyti eða minna fyrir þenDD11 styrk, til þ e i r r a jarðabóta einnDj sem styrk hljóta. Mikill hluti af Þe0Sc fé gengur einnig til verkamanna í kaDr °g fæðÍ- Uflg' f>á talar blaðið einnig um, að nae, sýnir bændur og íramfaramenn %e mikið og geti mikið árlega bætt ma aðinn fyrir vöru sína, svo atvinnUV® ur þeirra gefi míkinn arð, a ð b®D ^ uni þó ekki betur hag sínum, og ^ mörgum þeirra þyki samt óþarfi ■ bæta kjör vinnufólksins. |>að & » þakka fyrir að kaupgjaldið sé bsek um helming frá því sem áður V»r> j

x

Ísafold

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-1046
Mál:
Árgangir:
54
Útgávur:
3899
Registered Articles:
1
Útgivið:
1874-1929
Tøk inntil:
31.12.1929
Útgávustøð:
Ritstjóri:
Björn Jónsson (1874-1878)
Grímur Þ. Thomsen (1878-1879)
Björn Jónsson (1879-1895)
Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran (1897-1900)
Björn Jónsson (1900-1909)
Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran (1900-1901)
Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran (1895-1896)
Ólafur Rósenkranz (1909-1909)
Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran (1909-1909)
Ólafur Björnsson (1909-1919)
Sigurður Jón Hjörleifsson Kvaran (1912-1913)
Vilhjálmur Finsen (1919-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1921)
Valtýr Stefánsson (1924-1929)
Jón Kjartansson (1924-1929)
Ábyrgdarmaður:
Björn Jónsson (1895-1901)
Sveinn Björnsson (1919-1919)
Útgevari:
Björn Jónsson (1895-1901)
Keyword:
Lýsing:
Lýsingu vantar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar: 21. tölublað (11.04.1906)
https://timarit.is/issue/275235

Link til denne side: 82
https://timarit.is/page/3948177

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

21. tölublað (11.04.1906)

Gongd: