Ísafold - 02.05.1906, Page 2
106
ÍSAFOLD
Erlend tíðindi.
Marconi loftskeyti
30. apríl.
Með því að verið er að róa undir
alment verkíall í P a r í s 1. maí, hefír
verið hafður þar ákaflega mikill her-
skaparviðbánaður og er borgin því lík-
ust að sjá sem á hernaðartímum. |>ar
eru hersveitir sífelt á göngu um öll
borgarstræti. Kvisað er og um mikið
óstjórnarliðasamsæri, og hefir því varð-
lið við ríkisforsetahöllina (Elysée) verið
fjórfaldað.
Lögregla í París hefir leitað í híbýl-
um flokksforingja verkmannaliðs,
klerkavina og konungsvaldsmanna, og
eins í skrifstofum klerkafylgisblaða,
sem grunuð eru um að vera verkfalli
meðmælt. Clemenceau ráðgjafi segir,
að sú leit hafi sannað, að það hafi
þau gert. Káðuneytið bannar hátíðar-
göngur eða mannsöfnuði á borgarstræt-
um mafdaginn (1. maí). Mifeið burt-
Btreymi byrjaði í gær frá París, þrátt
fyrir umtölur ráðaneytis um, að öllu
sé óhætt erfiðismannadaginn (1. maí).
Járnbrautarfélög hafa orðið að auka
lið sitt og flutningstæki. Ymsir óstjórn-
arliðar hafa verið höndlaðir.
|>að bar til í þinginu 1 Lundúnum,
er Keir Hardie verkmanna flokksfor-
ingi bar þar upp tillögu um kosningar-
rétt kvenna, að konur á kvenpalli
þingsins tóku fram í fyrir þeim, sem
í móti henni lögðu, og tókst þeim enn-
fremur að smeygja inn um pallgrind-
urnar gunnfána, er á var letrað: Gefið
atkvæði m e ð kvenfólkinu! |>ær voru
reknar út og alt kvenfólk á þeim
áheyrandapalli.
|>að bar til í Deeset skamt frá
T í f 1 i s, að 6 menn í bjargliðabúningi
rændu rfkisfjárhirzluna þar og náðu
sér þar í 315,000 rúflur (= 567,000
kr.).
Hlutdeild Breta í láninu handa
Kússum er fullfengin. Hlutur Frakka
í láninu framboðinn margfaldur.
Hvirfilbylur feldi 297 hús af 300 í
bænum Bellevue í Texas (Ameríku).
Ellefu manns minst beðið bana. Elds-
bruni fylgdi hruninu.
Amerískir íþróttamenn báru langt
af flestum öðrum í Olympíuleikunum í
Aþenu.
|>au Játvarður konungur og Alex-
andra drotning komin til Neapel. |>au
óku í bifreið upp til þorpanna utan
í Vesúvíus og voru vegir þó fullir
af límkendri Ieðju (eftir eldgosið).
Játvarður konungur gefur 20,000 franka
f hjálparsjóðinn.
f>að bar til í Túnis (Afríku), að
trúarofstækismenn (Múhamedstrúar)
myrtu þar konu frakknesks manns og
þjón hennar og höndluðu tvo aðra, og
réðust á bæinn Thala, en Norðurálfu-
menn hrundu þeim af sér. Tólf upp-
reisnarmenn féllu.
Laiidsdóinskosningar.
f>essa 6 kusu Árnesingar á sýslu-
fundi um dagiun:
Ágúst Helgason hreppstjóra í Birt*
ingaholti, Eggert Benediktsson hrepp-
stjóra í Laugardælum, Gunnlaug f>or-
steinsson hreppstjóra á Kiðjabergi, Jón
Sveinbjörnsson óðalsb. i Bíldsfelli, Ólaf
Magnússon prest í Arnarbæli og Vigfús
Guðmundsson hreppstjóra í Haga.
— A11 má segja Dönum. —
Piltur einn íslenzkur við lýðháskól-
ann í Askov ritar ísafold á þessa leið :
Askov 16. april 1906.
Herra ritstjóri! Eg er að hugsa um
að senda yður dálítinn fréttapistil um
hann Faustinus.
Eg var fyrir fáum dögum á samkomu,
sem sjónhverfingamaðurinn sá hélt í
Esbjerg. f>að er hann, sem verið hefir
á dagskrá í blöðunum, bæði hér og
heirna, fyrir uppþot, er hann hefir vak-
ið gegn andarannsóknarmönnum.
Samkoma þessi fór l sömu átt og
þær er hann hefir haldið í Kaupmanna-
höfn, þar sem hann hefir verið að
leitast við með tilraunum sínum og
útskýringum að koma mönnum á þá trú,
að alt athæfi og allar staðhæfingar
andarannsóknarmanna hefðu við ekk-
ert að styðjast nema svik og sjónhverf-
ingar.
Af því hér yrði of langt mál að skýra
frá einstökum atriðum af tilraunum
þeim, sem þessi heiðursmaður(!) gerði,
vil eg aðeins nefna það helzta.
Hann þóttist fyrst skýra hvernig
borðdans og svo nefndur h u g s -
anaflutningur (Tanbeoverföring),
gerðist, og sýndi með nokkrum tilraun-
um aðferð þá, sem höfð væri við þau
fyrirbrigði. Sumt hepnaðist, en margt
ekki. Við tilraunir þessar sýndi hann
og ýmsar aðferðir, er hafðar væri til að
•kalla fram anda« o. s. frv.
Allar þessar tilraunir og útskýringar,
báru vott um stakasta kæringarleysi
og ónákvæmni.
Eg hugsaði með sjálfum mér, þegar
eg sá og heyrði þennan loddara, sem
flakkar nú hér um land alt (Danm.)
og gerir sig gleiðan, hvort honum mundi
alvara eða ekki, hvort hann ímyndaði
sér að landar hans mundu taka þennan
skrípaleik fyrir góða og gilda vöru.
En hver hefir ekki reyndin orðið?
Blaðið P o 1 i t i k e u hefir gleypt
við þessum manni, flutt greinar eftir
hann, mann, sem alls enga þekkingu
hefir á málefninu, en vill bæla niður
og ónýta allar rannsóknir merkustu
vísindamanna á þessu mjög mikils-
verða viðfangsefni mannsandans.
f>að er eflaust satt, sem ísafold hefir
sagt, að flest eða
alt m á segja Dönum.
Guttormur Pálsson.
Talsímafélagið.
f>að hélt aðalfund laugard. 28. f. m.
Hafði þá starfað rúmt ár, frá 1. marz
1905. f>á byrjaði það, með um 20
áskritendum. Pantanir voru þó 60—
70. Vegna þess, hve fáir höfðu í fé-
lagið gengið með fyrstu, eða gerst
áskrifendur, var útbúnaður hafður of
smáviða framan af, ekki útvegað skifti-
borð nema fyrir 100 sambönd. En
sfðan ruddust þeir að, er reynslan
fekst sú, að þetta var hin mesta fram-
för, ómissandi þægindi og tímasparn-
aður. fá var pantað helmingi stærra
skiftiborð, fyrir 200 sambönd. f>að
bom á áliðnu sumri. En nú er ekk-
ert eftir af þeim ónotað, og fleiri pönt-
uð. f>eim pöntunum verður þó ekki
sint í bráð, vegna þe38, að landstjórn-
inni hefir þóknast að synja félaginu
um einkaleyfi til talsímareksturs hér
í bænum um ákveðinn tíma (20 ár), og
þótti því ekki eigandi undir að færa
út kvíarnar frekara fyr en sæi fyrir
forlög félagsins í því atriði. En það
verður ekki fyr en eftir þing 1907.
Talsímatólin eru nokkuð fleiri en
talsímasamböndin, um 20 hér og 13 í
Hafnarfirði. — Gamla félagið, sem
stofnað var fyrir 16 árum og kent er
við Reykjavík og Hafnarfjörð, Telefón-
félag Keykjavíkur og Hafnarfjarðar,
hefir samvinnu við nýja félagið, en er
ekki runnið saman við það.
Kringum 25,000 kr. hafði stofnunar-
kostnaðurinn orðið. Hlutafé 10,100.
Hitt lán. En þar upp í komu nær
3,000 kr. af tekjuafganginum, sem var
rúm 5,000 eftir þetta fyrsta ár, og var
allmikið af því aukagjald fyrir að koma
fyrir sfmtólunum hjá áskrifendum;
þeim tekjum verður ekki til að dreifa
oftar, fyr en ef félagið færir út kvíarn-
ar. Auk þess var enginn viðhalds-
kostnaður þetta fyrsta ár. Kúmar
700 kr. fóru í þóknun fyrir að segja
fyrir verkum að því að koma talsíma-
sambandinu fyrir m. m., ásamt reikn-
ingshaldi þar að lútandi, og 300 kr. í
þóknun til félagsstjórnarinnar fyrir
hennar starf.
Hluthafar fengu 10°/o í ágóða.
Samþykt var á fundinum, að færa
hlutaféð upp í 15,000. j?á þurfti að
bæta við 49 hlutabréfum (á 100 kr.)
og voru þau öll pöntuð samstundis á
fundinum, og einu meira þó.
Ekki hefir hingað til miðstöð hér
verið opin lengur en til kl. 8 á kveld-
in (frá kl. 8 á morgnana). En nú
var samþykt á fundinum, að lengja
tímann til kl. 10 á kveldin. Ennfrem-
ur, að hafa raiðstöðina opna 2 stundir
minst fyrsta dag í stórhátíðum; hún
hefir verið lokuð þá daga alla frá
morgni til kvelds.
Talsímasambandið hér nær nú lengst
inn að Laugarnesi. Fram að Mels-
húsi á Seltjarnarnesi á nú að lengja
það. þangað er árgjaldið 60 kr., eins
og að Laugarnesi og inn á Kirkjusand;
annars 36 kr.
Stjórn var endurkosin: K. Zimsen
verkfr., Klemens Jónsson landritari,
Thor Jensen kaupmaður. Varamaður
Björn Jónsson ritstj., í stað C. Zim-
sens konsúls, sem færðist nndan kosn-
ingu. Endurskoðendur Halldór Jóns-
son bankagjaldkeri og Sighvatur
Bjarnason bankastjóri.
Skip strandaði
á Stokkseyri laugardaginn var, 28.
f. m., stórt kaupfar, nýkomið með full-
fermi af ýmsum vörum til Ólafs kaupm.
Árnasonar, þar á meðal miklum við
ofan á. f>að var fest í sker, eins og
þar er siður, en veðrið sleit festarnar.
jþað var með mestu veðrum sem koma
nokkurn tíma af þeirri átt.
Hlutabankinn
(í s 1 a n d s b a n k i) hafði bústaða-
skifti á helginni sem leið. f>að er vel
rúmgott fyrir hann í hinu nýja nús-
næði, sem hann h>fir komið sér upp,
steinhúsi norðan við Austurstræti
austarlega, og er það einnig laglegt
útlits iunan. En lágt vexti er það og
kúrulegt á svip.
Skipstrontl enn vestra.
Um tvær eyfirzkar fiskiskútur hefir
frézt, að þær hafi rekið á land í garð-
inum um daginn í Aðalvík: Record
og S a m s o n. Record brotnaði í spón,
en haldið að gera megi við hitt.
Hálfupplitaðar kollhúfur
frá Estrups dögum kallar f>jóðv.
alþingisforseta vora, og segir það munu
vissulega kosta suma þingmennina
töluverða sjálfsafneitun, að fara með
þær í konungs- »heimboðið«, — kollhúf-
urnar, »sem stjórnarliðum þóknaðist
að smella á alþingi á síðastl. sumri.
Og þó verða það einmitt þessar koll-
húfur, sem mest ber á og öllum verð-
ur starsýnt á, er þar er komið.
Já! að hugsa sér að sitja þar með
slíkan höfuðbúning !
En kvað skal um það fást ?
Stjórnarandstæðingar eiga sérstakt
erindi, og margir fórna lífi fyrir föður-
landið.
Má og vera, að ýmsum dönskum
stjórnmálamönnum verði þá nokkru
Ijósara en áður, hversu háttað var
stjórnarfarsbreytingunni, sem hr. Al-
berti veitti oss.
Fátt er svo með öllu ilt, að ekki
boði nokkuð gott«.
Hvað málsmetandi menn segja.
Adolphe Thiers, hinn mikli stjórnvitring'
ur Frakka og sagnaritari, margra ára ráð'
gjafi og rikisfoiseti 1871—1873 (f I877)r
kvað svo að orði:
Það er ekki trúaratriði fyrir mér,
til sé áþreifanlegt samhand við annan hei®
(dularsamband, spiritismus); eg veit,
svo er.
Þeir einir neita, að bin dularfullu fyrir'
brigði (spiritismus) séu sönn og áreiðanlegt
sem aldrei hafa rannsakað þau.
(Törneborn og Edlund,
sænskir háskólakennarar i eðlisfr., 1879).
Þeir sem fullyrða það fyrir oss í nafm
visindanna, að hin dularfullu fyrirhrigðn
(spiritismus) séu ekki til, þeir hnekkja fraW'
förum visindanna og magna vanþekkingiU1’'
myrkrið.
(Dr. Paul Gibier,
vinur L. Pasteurs, efnafræðingsins miklaÞ
Eg hefi séð og kynt mér rækilega dular'
full fyrirhrigði svo hundruðum skiftir, seW
eru svo sannfærandi, að eg mundi stórfurða
mig á, að mennirnir skuli ekki vera komnií
lengra í sálarfræðislegri þekkingu, ef eg'
þekti ekki hugarfar vísindamanna LeimsinS,
eins og þeir hafa það flestir. (Sami)-
Eyrir meira en 40 árum (1862) komsí
háskólakennari i stjörnufræði Challis 1
Cambridge svo að orði:
Yitnisburðirnir um dularfull fyrirbrigðó
sem eg í.efi fengið, hafa verið svo mikli1'
og margir og sjálfum sér samkvæmir,
annaðhvort verður að ganga að því víso,
að fyrirbrigðin hafi gerst, eins og frá þei®
er skýrt, eða þá að gefast verðnr alveg
upp við að sanna nokkurn skapaðan hlnt
með manna vitnisburði.
Dr. Robert Chambers, skozkur sagnaritai'1
nafnkunnur, kvað svo að orði fyrir mörg'
um árum í bréfi til hins heimsfræga nátt'
úrufræðings A. R. Wallace:
Eg hefi vitað það mörg ár, að hin dulat'
fullu fyrirbrigði ern sönn og ekkert tál-
Hrossamarkaði
og naufcgripa er verið að halda utö
þessar mundir bæði austan fjalls og
upp um Borgarfjörð, fyrir Thoms9fl8
verzlun hér. Gert ráð fyrir lágu verði,
vegna heyleysis. Skipið, sem strand-
aði á Búðum frá þeirri verzlun, áíÞ
að koma aftur með hross og naut þ®r
vestan að; markaðir boðaðir í þ?J
skyni þar véstra, að sögn. — j?ar mu»
vera hart um þessar mundir. EinU
skipverja, sem réðst í að brjót®8*
suður af strandinu og kom í gær, varð
að fara fótgangandi suður í Borgarne8
og vaða ár á fjörum ; enginn fek8*-
hestur til reiðar.
Framfarafréttir.
Sjúkraskýli ætla Húnvetning*r
að reisa sér á Blönduósi. Sýslunefod
skoraði á síðasta fundi á héraðsmenn
til fylgis því máli, veitti að vísu ekk*
fé til þes3 úr sýslusjóði að þessu sinnb
en gaf úr sínum vasa 450 kr., þar ^
meðal sýslum. 100 kr. j? a ð var
drengilega gert. »Sýslumaður (Gi'8^1
ísleifsson) er jafnan fyrsti maður, þeg8Í
um nytsamar framkvæmdir er að tefla"'
segir húnvetnskur tíðindamaður Norð'
urlands.
Bankaútbú vilja og Húnvetn'
ingar fá á Blönduós. Sýslunefndin
hefir gert fyrirspurn um það til bank'
anna í Keykjavík.
Ennfremur vilja þeir koma sér upP
slátrunarhúsi, og hefir sýslunefn^
beitið styrk af sýslusjóði þeim, eí
fengist til að kynna sér tilhögun þ000
og alt það er að því lýtur, svo að meö'
ferð á kjöti geti orðið sem bezt og
fullkomnust.
Sýslunefndin vill og herða á tilraun