Ísafold - 01.06.1906, Side 2
ingu), mjög fjölsóttan fyrirlestur í
Lundúnum, þar sem við voru Btaddir
margir biskupar og fjöldi kennimanna,
um meira en 30 ára reynslu sína um
þessi sömu dularfullu fyrirbrigði, sem
hér hafa gerst, og þau þaðan af miklu
furðulegri og fágætari, án þess að það
hneykslaði nokkurn lifandi mann þar
viðstaddan, svo getið sé, né heldur
að nokkrum manni flygi 1 hug önnur
ein8 vitfirrings-fjarstæða og það, að
maðurinn væri óhæfari eftir en áður
til að gegna sínu mikilsverða embætti,
þótt uppvíst yrði að hann hefði séð
og heyrt og rannsakað þesai fyrirbrigði,
og að hann þyrði að segja frá því
sjálfur og standa við það hvar sem
væri. Auðvitað hefir virðing hans vax-
ið fyrir það, en ekki rénað.
Eða þá loks það, að hin merkustu
blöð annara þjóða (u t a n Danmerk-
ur vitanlega) minnast nú orðið ekki á
hér um ræddar rannsóknir öðru vísi
en með fylstu virðingu. —
Yður þykir eg orðinn nokkuð lang-
orður, býst eg við. En mér fanst al-
veg nauðsynlegt að mál þetta væri
skoðað »frá ýmsum hliðum«, sérstak-
lega — frá almennu sjónarmiði.
Yðar með mjög mikilli viiðingu
FilaleÞes.
* * *
%
Höf. framanritaðrar greinar hefir
margt rétt fyrir sér; og getur ísafold
meðal annars vel fallist á það, að
vera ekki í algerðu bindindi fyrir lít-
ils háttar athugasemdir áhrærandi
þetta mikilsverða mál, þegar avo ber
undir, þ ó a ð því verði upp frá þessu
ætlað sérstakt málgagn. Með því lagi
fá þeir einir yfirleitt fræðslu um það,
er hana girnast. Hinum er gagnslaust
að bjóða hana. f>að skiftir litlu,
hvernig á ímugust þeirra stendur.
Hitt er nóg, að hann er til. Hann á
vitaskuld fyrir sér að hverfa smám-
saman, alveg eðlilega, nærri því af
sjálfu sér, með vaxandi þroska og
óhræðslu við palladóma misviturra
manna og hégómlegra.
Samvinnukaupfélög.
Kaupfélagsskapurinn íslenzki virðist
vera að taka þeirri hollu stefnubreyt-
ing, að hverfa frá pöntunartilhögunínni
og að samvinnu-kaupfélagsskap, eins
og haft er á því lagið í öðrum lönd-
um og bezt hefir reynst þar.
Nefnd, sem skipuð var í kaupfélags
skaparmálið á þjórsárfundinum í vetur,
hefir nú birt álit sitt. — f>eir eru í
nefndinni: Eggert Benediktsson óðals-
bóndi í Laugardælum (form.), Kjartan
prófastur Helgason í Hruna, þorsteinn
Thorarensen óðalsbóndi á Móeiðar-
hvoli, Eyólfur Guðmundsson oddviti í
Hvammi á Landi, og Guðm. þorbjörns-
son óðalsb. á Hvoli í Mýrdal.
Nefndin gerir þá grein fyrir munin-
um á sameignarkaupfélögum og pönt-
unarfélögum, eins og þau hafa verið
tíðust hér á'landi,
a ð pöntunarfélögin kaupa allar vör-
ur fyrir lánsfé, lána þær alt af út og
eiga því alt af á hættu, að bíða tjón
af vanskilum; en kaupfélögin láta
hönd selja hendi í öllum viðskiftum;
að pöntunarfélögin hafa sem allra-
lægst útsöluverð á vörum sínum; en
kaupfélögin vilja hafa vaðið fyrir neð-
an sig og selja vöruna með líku verði
og kaupmenn, en útbýta síðan ágóð-
anum af verzluninni i árslokin;
a ð í pöntunarfélögunum njóta menn
þegar í stað alls ágóðans af vörukaup-
unum og gera hann jafnóðum að eyðslu-
eyri; en í kaupfélögum leggur hver
félagsmaður upp nokkuð af ágóðanum
og safnar sér þann veg nokkurs konar
fasteign.
Svona hefir þess kyns félagsskapur
verið á Englandi langalengi, eins og
sjá má meðal annars á ágætri grein
eftir Torfa í Ólafsdal fyrir mörgum
árum í Andvara. Og svona er hann í
Danmörku, bæði kaupfélagsskapur og
annar samvinnufélagsskapur.
Af því að til er áður í fyrnefndum
sýslum og hefir lengi verið allmikið
bænda-verzlunarfélag, Stokkseyrarfé-
lagið, lízt nefndinni bezt á, að ekki
sé hugsað um að stofna þar nýtt
samvinnukaupfélag, heldur gamla félag-
inu breytt eða lögum þess, horfið frá
pöntunartilhöguninni og tekin upp kaup-
menskan.
Helzt er nefndin á því, að félögin
ættu að vera tvö á svæðinu, sem hún
ber fyrir brjósti aðallega, en það er
Árnessýsla og Rangárvalla og Vestur-
Skaftafelk; og ætlast nún þá til, að
austurhluti Rangárvallasýslu og Vestur-
Skaftafellssýsla öll verði í eystra fé-
laginu og hafi tvo útsölustaði, annan í
Vík, en hinn í Hallgeirsoy.
Um útsölustað í hinu félaginu eða
útsölustaði hefir nefndin ekki lagt
neitt til. Hugsar sér líklega Stokks-
eyri áfram, eins og verið hefir. Henni
hefir boðist Lefolii-verzlun á Eyrar-
bakka með öllum hennar verzlunar-
hÚ8um, lóðum og jörðum, verzlunar-
áhöldum, skipsfestum og öðrum eign-
um á Eyrarbakka, Stokkseyri og í
þorlákshöfn; en hefir þótt ísjárvert
að byrja á þvf að leggja út í svo mik-
il fasteignakaup, enda vanséð vegna
hafnleysisins á Eyrarbakka, hvort þar
yrði hentugt að hafa útsölustað til
frambúðar.
Nefndin hefir samið fyrirmyndar-
sýnishorn af lögum fyrir samvinnu-
kaupfélög, og lætur tilgang þeirra vera:
a ð safna stofnsjóði eða veltufé með
tillögum frá félagsmönnum, til þesB
að geta ávalt keyp útlendan varning
fyrir borgun út í hönd;
a ð safna varasjóði til að tryggja
framtíð félagsins;
a ð [fækka svo sem auðið er öllum
óeðlilegum milliliðum í verzlunarvið-
skiftum ;
a ð útvega félagsmönnum sem bezt-
ar vörur og með svo góðu verði sem
unt er;
a ð auka þekking félagsmanna, eink-
um í því, er snertir samvinnufélags-
skap og verklegar framfarir.
Um Möðruvelli
í Hörgárdal sækja aðeins þeir síra
Jón Þorsteinsson, fyrv. aðstoðarprestur
á Sauðanesi, og prestaskólakand. Lárus
J. Thorarensen.
Brauð veitt.
Bjarnanes hefir ráðgj. veitt 18. þ. m.
síra Benedikt Eyólfssyni á Berufirði,
eftir kosningu safnaðanna.
Laust brauð. Berufjörður í S-
Múlasýslu. Metið kr. 967,39. Fekk
800 kr. embættislán 1903, með 50 kr.
ársafborgun. Umsóknarfrestur til 12. júlí.
Veitist frá þ. á. fardögum.
Höfðinglega gjöf hefir stórkaupm.
Sigurður Jóhannesson (r. af dbr.) i Khöfn
sent f MannskaðaeamBkotaejóðinn: 1000 kr.
{ peningum.
Höfuövirkiö unnið.
f>að þykja vera og eru mikil tíðindi,
að landsins langstærsti áfengisveitinga
skáli, hótel Ísland í Reykjavík, dett-
ur úr sögunni á næstu áramótum.
Goodtemplarareglan hér í bænum
hefir keypt húsið eins og það er fyrir
90,000 kr., og með því skilyrði, að
seljandi, J. G. Halberg, noti þá eigi
framar áfengisveitingaleyfi það, er hann
hefir.
Reglan hugsar sér að nota nokkuð
af húsinu handa sjálfri sór til fundar-
halda m. fl., nokkuð ef ,til vill jundir
búðir (hliðina út að Aðalstræti niðri)
og hitt til gistinga, matsölu og hvers
kyns veitinga án áfengis.
Reglan hefir von um að geta selt
gamla fundarhúsið, við Vonarstræti.
f>að eru 5 stúkurnar hér af 7, sem
kaup þessi hafa gert. — Hinar 2 geta
vel orðið með síðar.
Féð á að fá saman með hlutabréfa
sölu, það sem andvirði gamla hússins
hrekkur ekki, ef það selst.
þá er alls e i 11 veitingahús eftir
hér í bæ, hótel Reykjavík. Og ein-
hvern tíma legst það niður, að minsta
kosti þegar eigandinn fellur frá, en
hann er roskinn maður; — ef til vill
miklu fyr. En að ný áfengisveitinga-
hús rísi hér upp, er alveg óhugsandi
með þeim ströngu skilyrðum, sem lög
setja fyrir því, og svo fjölment sem
bindindisliðið er hér í bæ, og á fyrir
sér að fjölga enn.
f>að mun ekki ótítt erlendis hingað
og þangað, að þar komi áfengisveit-
ingahús á hvert 1000 manns eða færri
jafnvel. f>au ættu þá að vera 10 hér
í bæ, eftir þeirri tiltölu, í stað 1.
Alls var tala veitingahúsa á landinu
í fyrra 4—5. Tvö eru á Akureyri.
það er satt, að ekki er alt fengið
með þessari miklu fækkun löglegra
veitingahúsa. f>au g e t a risið upp
ólögleg í hinna stað og eru til nú
nokkur slík, bæði í kaupstöðum eða
kauptúnum, og utan þeirra, ef til vill
ekki sízt hér í nánd við höfuðstaðinn;
í bænum alls ekki eða sama sem alls
ekki. f>ar er enn mikið verkefni fyrir
bindindisliðið, að fáþau afmáð og fyr-
ir það girt, að ný rísi upp. f>au eru
smávægiieg, þar sem þau eru, og því
hægra ætti þá að veraað ráða niðurlögum
þeirra. Bakkusarvinir eru og lágsigld-
ari orðnir nú miklu en áður gerðist,
raeðan andstæðingar þeirra áttu minna
undir sér. En andvara þurfa þeir þó
að hafa á sér enn, sem áfengisbölinu
vilja útrýma, og hann mikinn. f>eir
mega ekki leggjast á koddann eftir
unninn sigur þar og þar, t. d. þennan
núna með hótelkaupin. Bakkusarlið-
ið er máttdregið orðið sem stendur.
En það er ekki lengi að magnast aft-
ur og eflast, ef það er ekki látið hafa
hitann í haldinu. f>vf býr hefndar-
hugur f brjósti ura þessar mundir, er
höfuðkastalÍDn einn er niður brotinn.
f>ví 8pá sumir, að spilla muni þetta
aðsókn feröamanna hingað frá öðrum
löndum og gera landinu skaða þann
veg. En ekki þykir sú vera reynsla
annarsstaðar. Ferðamenn sætta sig
yfirleitt mjög vel við áfengisleysið;
þykir það kostur meira að segja mörg-
um, þótt það hafi um hönd ella í hófi
sem kallað er. En að ofdrykkjumönn-
um er lítil eftirsjá, þótt einhver þeirra
hætti við ferðalag hingað, er hann
fréttir, að hér fáist ekki áfengi í gist-
ingarstöðum.
Ekki hefir á þvi borið, að dregið
hafi áfengisleysið á þingvöllum úr að-
BÓkn þangað. f>eir höfðu frammi þá
ósvinnu, er skýlið reistu þar fyrir
nokkrum árum, að sækja um áfengis-
veitÍDgaleyfi. En sýslunefnd Árneæ
sýslu var svo hyggin og sóma síns
gætin, að hún synjaði þess. Nú minn-
ist varla nokkur maður svo á gisting-
UDa í Valhöll, að ekki telji hann það
kost- miklu fremur en ókoet, að þar er
ekki áfengi um hönd haft. f>eir fara
nærri um meðal annats, hve svefn-
vært mundi hafa verið þar fyrir
drykkjulátum, ef þar hefði mátt veita
áfengi.
Brlend tíðindi.
Marconiloftsk. 2íl/&.
Alfons konungur kom í móti konœ-
efni sínu Enu prÍDzessu við landa-
mærin. f>au ferðuðust saman suður í
Madrid og komu þar á föstudaginn.
Ferðin var eins og sigurhrósför. Mik-
ill mannmúgur þyrptist að á járnbraut-
ar8töðvum. Konungsbrautarlestin var-
öll full af blómum. Madrid er nærri
full af aðkomumönnum. Ellefu hundruð'
gestir bafa verið boðnir í brúðkaupið. —
Játvarður konungur hélt, drotningar-
efninu skilnaðarveizlu á miðvikudag-
inn. — Prinzinn og prinzessan af Wales
lögðu á stað frá Lundúnum á laugar-
daginn. Falliéres forseti tók á móti
þeim í París. f>aðan héldu þau suður
í Madrid. þau sitja brúðkaupið þar
fyrir hönd Játvarðar koDungs.
Rodjestvenzky admíráll hinn rúss-
neski hefir sagt af sér forstöðumaDns-
embætti fyrir flotamálastjórninni. Búist
er við að ráðuneytið rússneska muní
segja af sér bráðum.
þjóðþingið rússneska hefir lokið við
fyrstu umræðu mannhelgislagafrum-
varpsins.
Óstjórnarliðar í Varsjá hafa rænt
þar banka og komust undan á flóttar
er þeir höfðu vegið og sært 9 banka-
starfsmenn og marga viðskiftamenn.
Banatilræði veitt landshöfðingja og
lögreglustjóra í Tíflis af byltingar-
mönnum með sprengikúlu. f>eir kom-
ust óskaddir undan. En einn kósakki
beið bana.
ötjórnatíðindi rússnesk segja, að
þingi rnuni verða slítið þar í miðjum
júnímánuði.
Járnbrautarlest, sem var á ferð i
Kansas með Söru Bernhardt, frönsku
leikkonuna frægu, og hennar föruneyti,
hlektist á. Hún var að lauga sig, er
slysið bar að. Hún slasaðist ekki, ea
hurð skall mjög nærri hælum.
Bróðiirleg kveð.iuseiiding.
Sent hefir ísafold verið nylega eitt
eintak af íslenzku blaði, er kemur út i
Ameríku og nefnist Vínland, með da-
lítilli vinsamlegri athugasemd eða bróð-
urlegri kveðjusending út af því, að ísa-
fold hafi flutt í vetur ('%) grein, U m
1 o f t r i t u n í B a n d a r í k j u m, er
staðið hafi áður í því blaði (Vínl.),
látið þess ógetið. Blaðið bætir því við,
að grein þessi hafi víst verið þar að
auki í einu höfuðstaðarblaðinu hér, sem
sé sjálfu eigineignar-málgagni ráðgjafans.
En það er eins og getið var í athuga'
semd við greinina, að hún var send Isa'
fold í h a n d r i ti ofan úr sveit, með þeim
ummælum, að henni hefði verið snúið á ÍS'
lenzku (að mér skildist) úr amerískublaði-
Það gerði maður, sem verið hefir leng1
í Ameríku, en á nú heima hér fyr,r
norðan. Nafni hans hefi eg nú sagt
V í n 1 a n d s-ritstjórninni frá bróflega'
Eg breytti nokkuð orðfæri á handritii'1!
hingað og þangað; þótti það vera ekk1
góð íslenzka alstaðar.
Eigi að gera þetta að glæp, þa
hann sá, að eg held hvorugt málg^,
það, er hér á hlut að máli, og veit P
sjaldnast hvað þar stendur. En a .
margir munu þeir glæpamennnj1^
vera hér á landi og verður þá ritstj0 ^
ísafoldar líklegast sætt sameiginle®
skipbrot. B. J.