Ísafold - 06.06.1906, Síða 2
142
ÍS AFOLD
Skögræktarfélagið.
Fjórði aðalfundur Skógræktar-
félags Eeykjavíkur var hald-
inn 21. f. m., og skýrði formaður fé-
lagsins (Stgr. Th. rektor) frá hag þess
og framkvæmdum.
Efni félagsÍDS til framkvæmda höfðu
verið söm og að undanförnu, styrk-
veitingar samtals 550 kr. og ekki bæzt
við nýir hluchafar. I fyrra vor hafði
verið plantað 500 af norsku greni,
500 af norskri fjallafuru, 3000 af
skandínaviskum reyni og 1000 af al-
mennum reyni. Og enn fremur voru
þá settir 3000 pílviðar-gróðurkvisti innan
um eldri holuraðirnar, og sáð 3 pd.
af ísl. birkifræi frá Hallormsstaðar-
skógi; einnig á fyrra ári grafnar 6000
nýjar plöntuholur og grafnar 3000 álnir
samtals af hollenzk-gröfnum rennum
til íplöntunar íslenzku birki, píl og
hlyn. Og nú á þessu vori hefði eftir því
er herra sbógfræðingur Flensborg hefði
frá sbýrt eftirgreind plöntun fram farið
í skógræktarstöðinni: 1000 af fjalla-
furu, 500 af barfelli, 3000 af almennum
reyni, 2000 af skandínaviskum reyni,
500 af hvítgreni, 500 af sembrafuru,
3000 af ísl. pílviði, 600 af ísl. birki
frá Hallormsstaðarskógi og 300 grá-
aspir.
Eormaður taldi raun að því, að það
mundi nú vera f síðasta sinn, sem fé-
lagsmenn sæju herra Flensborg á fundi
með sér; það hefði verið almenn ósk
og von þeirra, að svo hefði mátt vera,
að hann héldi áfram hinum mikils
verða starfa sínum hér á landi, að
stýra skógræktarmálinu áfram í réttu
horfi til vaxandi þrifa og verulegs
árangurs, og ávaxta eftirleiðis þá
reynslu og þekkingu á öllum skilyrð-
um, er hann hefði verið búinn að afla
sér á öllum þessum árum, sem hann
hefði verið við starfið. Hann þakkaði
hr. F. í félagsins nafni, þeim manni,
er átt hefði svo góðan þátt að stofnun
þess og yfirhöfuð leitt skógræktarmálið
hér á Iandi í bamdómi þess og staðið fyr-
ir framkvæmdum þess með atorku og
alúð. Vottuðu fundarmenn hr. Flens-
borg þakklæti sitt og virðingu með því
að standa upp.
Hr. Flensborg þakkaði fyrir, og skýrði
því næst stuttlega frá, hvernig liti út
með gróðurinn í skógræktarstöð félags-
ins; kvað hann góðar horfur á honum,
og lét einkum vel af því, hve furu- og
birkitrjáa plönturnar stæðu vel eftir
veturinn, enda betur eD reynirinn, sem
væri svo hætt við kali á toppöngum í
uppvextinum. f>að væri því ástæða
til að vona, að fura og barfellir gætu
þrifist hér og orðið til nota. Hann
kvað sér sjálfum þykja sárt að hætta
við skógræktarstarf sitt hér á landi,
því sér hefði verið orðið það einkar
kært; en með því að svo hlyti að
vera og hann auðvitað viki úr félags-
Btjórninni, þá stakk hann upp á því, að
í sinn stað yrði kosinn hr. skógrækt-
arkand. Kofoed Hansen, er þeir próf.
Prytz og kapt. Eyder hefðu sent hing-
að í stað sinn og fús væri að veita
félaginu aðstoð sína. Var hr. Kofoed
HanseD því næst kosinn í einu hljóði
Gjaldkeri fél., hr. Iyfsali M. Lund,
lagði fram endurskoðaðan reikning.
Skrifað var undir samning milli skóg-
ræktarstjórnar íslands og Skógræktar-
félags Eeykjavíkur, eftir ósk hr. Flens-
borg.
Endurskoðendur voru endurkosnir.
Steingr. Matthíasson læknir er
hingað kominn aftnr frá Khöfn fyrir
skemstn og seztur hér að við læknisstörf.
Þingmannaheimboðið.
Dönsk blöð hafa gleypt við einhver-
jum kvitt um það, að þingmennnirnir,
sem héðan fara í konungsheimboðið,
ætli sér að koma við í Norvegi heim
í leið, og þykir það heldur en ekki
illa til fallið. feim finst það vera að
hafa anoarlega guði fyrir sér eða vera
nokkurs konar framhjátaka. Eausa
töluvert út af því. — |>au virðast sjá
skilnaðarvofur við hvert fótmál.
En þetta með Noregs-útúrdúrinn er
gripið alveg úr lausu lofti. Enginn
veit til, að nokkur maður hafi einu
siuni ymprað á því.
Enda mundi ekki vera gott að koma
því við eða að minsta kosti ekki að
Dönum nauðugum, úr því að þeir ætla
sjálfir að flytja alla hersinguna heim-
an og heim aftur.
Hollustuávarp til konungs
hefir sýslunefnd Suðurmúlasýslu tek-
ið sig til að semja og senda, hamingju-
óskir út af ríkistökuDni, með þakkar-
minning um föður Friðriks konungs
og fyrirrennara. þeir höfðu samið
skjalið eftir umboði sýslunefndar og
undirskrifað, A. V. Tulinius sýslumað-
ur og »G. Asbjarnason* prestur. En
Thor E. Tuliniu8 stórkaupmaður færði
konungi það skrautritað. Konungur
þakkaði fyrir, sýnilega glaður, segir
Nationaltid., og hjalaði góða stund
vingjarnlega við Th. E. T. um fslenzk
mál.
Herskipið Hekla
er hér komið fyrir nokkru, ekki til
strandgæzlu, heldur hertamningar eða
tilsagnar undirforingjaefnum. þeir
Iæra þar verklega fræði og bóklega.
Skipið ætlar til Niðaróss og vera
þar á konungskrýningarhácíðinni. Krýn-
ingin á fram að fara 22. þ. mán.
Viðarskuta
barst í hafís inn á Hrútafjörð um
krossmessu, mannlaus, siglulaus og
allslaus, nema fermd var hún viði
alt upp að þilfari, borðum og plönk-
um. Hún var að sögn 30 álna löng
og 10 álna breið; ncanngengt undir
þiljur. Maður hrútfirzkur, er verið
hefir í Ameríku, segir þess kyns skút-
ur algengar þar og hafðar til viðar-
flutninga eftir ám og vötnum, aftan
í öðrum skipum yfirleitt. |>að er löng
leið, hafi skútan borist þaðan.
Hvalir tveir
smáir náðust í hafísvök á Hrútafirði
rétt fyrir krossmessu. jpað var fram
undan Eeykjum. það voru háhyrn-
ingar, 10—12 álna.
Tíðarfar.
Um miðja vikuna sem leið skifti
Ioks um, og hefir viðrað skaplega síðan,
alt að 10 stiga hiti um daga og 3—4
á nóttum. Eigna gerði fyrra miðviku-
dag nokkuð, eftir 5 eða 6 vikna þur-
viðri — að einni nóttu undanskilinni
og fyrri hluta dags á eftir; það var á
krossmessunni; en sú rigning var að
vísu kafaldsbylur fyrir norðan. Ella
hefir verið þurviðri síðustu viku með
sólfari að jafnaði, þangað til í gær; þá
rigndi mikið allan daginn og eins í
fyrri nótt. Dimmviðri í dag, úrkomu-
laust.
Langt að norðan hefir ekkert frézt
lengi, um veðráttu þar og skepnuhöld.
En mjög er kviðið fréttum úr Skaga-
firði einkum og Eyjafirði, eftir því sem
á horfðist þar síðast. Af vestursýsl-
unum segir skilríkur maður alt bæri-
legt, Jósef bóndi á Melum, sem hér
er staddur og heiman fór í miðri viku
sem leið. Skepnufellir enginn þar eða
sama sem enginn. Sigling var komin
á Borðeyri á undan hafísnum og næg
kornvara, er mikil varð björg að fyrir
skepnur. Líkt er að frétta hér sunn-
anlands, það er til hefir spurst.
Um landshagi
hér er grein í þýzku landfræðistímariti
í "Vín (skýrslum hins keisaral. og kon-
ungl. landfræðifél. í Vín, 1. hefti 1906)
eftirBjarna Jónsson frá Vogi.
það er vel greinilegt yfirlit yfir fram-
farir landsins öldina sem leið, einkum
eftir það er-verzluuin varð frjáls (1854).
þess er getið, að fólkstala hafi verið
hér 1786 aðeins 38 þús., 47 þús. 1801
og sé nú 80 þús. Enginn sparisjóður
til á landinu fyrir rúmum 30 árum,
en voru 1902 orðnir 24, með 2J/2 milj.
kr. og ÍO1/^ þús. samlagseigendum.
Verzlunarviðskiftamagn (við önnur
lönd) rúmar 3 milj. 1849, ll1/^ milj.
árið 1881, en rúniar 23 milj. 1903.
Meðalaldur landsbúum hefir aukist
um 20 ár á 19. öldinni.
Höf. lýkur máli sínu með þeim orð-
um, að ef Island hefði aldrei komist
undir útlend yfirráð og hefði það aldrei
orðið fyrir hinni banvænu ánauð út-
lendrar verzlunareinokunar, mundi nú
eiga heima hér á landi minst hálf
miljón frjálsra og vel megandi manna.
Konungsafiwælisins
var minst hér í bæ annan í hvíta-
sunnu með töluvert fjölmennri veizlu
í Eeykjavíkurhótelli, embættismanna
aðallega og einhverra heldri borgara
bæjarins annarra. Eáðgjafinn var þar,
sem nærri má geta, og hafði boðið
með sér 12 fyrirliðum af herskipunum
dönsku, í stað þess að halda veizlu
hins vegar. Dregið var saman kvenna
lið úr borginni eftir máltíð til að dansa
við gestina lítils háttar; því var lokið
fyrri part nætur.
Afmælið konungsins nýja var raunar
hvítasunnudag, 3. júní; hann varð þá
63 ára. En hilt hefir þótt betur við
eiga, að láta hátíðina þá njóta sín fyrir
sig alveg; verið ef til vill fengin vit-
neskja um, að svo mundi þetta vera
haft í Danmörku.
Ekki er annars getið en að veizlan
hafi farið vel fram og sæmilega, sem
vera bar. Höfuðræðuskörungur bafði
verið þar Júlíus nokkur Havsteen,
fyrrum amtmaður, og þótti honum tak-
ast aðdáanlega upp, er hann tók þar
til að útlista af miklum skarpleik sín-
um og smekkvísi, frammi fyrir hinum
dönsku sjóIiðsforÍDgjum, hve skap-
aranum hlyti að hafa verið mislagðar
hendur, þá er hann gekk frá heilanum í
þeim mönnum, er hjöluðu um skilnað
við Danmörku. J>ó fanst mönnum,
sem enn gleggri mundi sú lýsing hafa
orðið, ef sýndur hefði verið um leið í
skuggsjá heili ræðumanns sjálfs, fyrr.
amtm. Júlíusar Havsteens, og aðal-
formælanda skilnaðarins, Guðm. hér-
aðBlæknis Hannessonar, hvor við ann-
ars hlið.
Um sölu Eimreiðarmnar
fyrirhugaða hefir einhver kvittur
borist út, bæði hér og einkum vestan
hafs, meðal landa þar, og að væntan-
legur nýr eigandi og ritstjóri sé síra
Hafsteinn Pétursson í Khöfn.
En dr. V. G., aðaleigandi tímarits-
ins og ritstjóri þess frá upphafi, hefir
beðið um að þess væri getið í þessu
blaði, að fyrir þeim kvitt er enginn
flugufótur.
Stjórnarskrifstofumaður einn er
orðinn hér cand. jur. Karl Einarsson, að-
stoðarmaður í 3. skrifstofu, í stað cand.
jur. Jóns Sveinhjörnssons, sem er alfarinn
til Danmerkur.
Ráðgjafamálgagniö „sannsögla“
vill láta sitt dýrlega ljós skína fyrir fleitt
mönnum en þeim erþenna hólma byggja’
J>að gerir ýmist, að það mælir sjálft
beint á danska tungu, er það vill mikið
við hafa, og miðlar þá sjálfsagt helztö
mönnum þjóðarinnar við Eyrarsund
hæfilega mörgum eintökum, eða það
snarar hugvekjum sínum á dönsku og
sérprentar þær handa dönskum blöð-
um, miðlar þeim þeirra í milli, í þvi
skyni, að þau grípi fengins hendi ann-
að eins lostæti og beri það á borð fyrir
lesendur sína.
Einhvern tíma í vor hafði það sett
saman ódæma-fagra lýsing á alþm. dr.
Valtý Guðmundssyni háskólakennara
og þar eftir »sanna«, í vanalegri merk-
ingu þess orðs í því málgagni. Eftir
næstu póstskipsferð fréttist til þess
sagnafróðleiks af skrifstofum danskra
blaða. þau höfðu fengið nann, prent-
aðan á dönsku, beint frá sjálfum á-
byrgðarmanninum að haldið er, framar:
en helzta eiganda málgagnsins og hús-
bónda, ráðgjafanum, eða skrifstofurrí
hans innanlands eða utan. |>að g a t
hafa verið látið duga að gera þetta með1
hans ráði og þá kannske fjárstyrk frá
honum. En ekki byrjaði þeirri send-
ingu betur en svo, að tvö ein blöðin í
Kaupmannahöfn gáfu henni gaum, og:
þó á annan veg nokkurn en til hefir
verið ætlast.
fað var Nationaltidende og Ekstra-
bladet.
Nationaltid. minnist greinarinnar í
örfáum línum 9. f. mán. |>ví ofbjóða
fúkyrðin, segir þau séu ekki hafandi
eftir. En er þó jafnframt svo einfalt,
að segja sér þyki vænt um að heyra
þar, að engin hæfa sé í neinu skiln-
aðarhugarslangri hér! það þeklp'r ekki
á »sannsöglis«-nóturnar þær, kann ekki
að lesa úr þeim, eins og fólk kann hér„
f>es8 er og engin von.
Hitt blaðið (Ekstrabl.) birtir nokkuð
af greininni. þar er dr. V. G. nefnd-
ur í fyrirsögnÍDni n í ð i n g u r, og hon-
um brigzlað, segir bl., um illgirnisróg
og landráðagreinar í dönskum blöðum
(einkum í Ekstrabl., »þótt ritstjóri þess
blaðs geti vottað, að dr. V. G. hefir
aldrei ritað eitt orð í blaðið!!«—þetta
eru blaðsins eigin orð). Enn fremur
sé hann kallaður »vísvitandi lygari« og
að hann hafi gert sig sekan í »svört-
ustu landráðum«.
Með vanalegum dönskum kunnugleik
á því, er íslandi kemur við, gerir blaðið
ráð fyrir, að þessi ritháttur sé sér-
staklega íslenzkur — og þá sjálfsagt
alvanalegur hér á landi. Og er þó
blað þetta (Ekstrabl.) allra danskra
blaða góðviljaðast í vorn garð; vill
sýnilega aldrei afflytja oss á neinn veg.
En naumast mundi þ a ð kunna við,
ef vitnað væri í önnur eins blöð og
Eavnen eða Den ny Socialist fyrrum
til dæmis um rithátt danskra blaða.
Hitt er annað mál, hvort vegur ráð-
gjafans, sem Danir halda hér, mundi
vaxa í þeirra augum, ef þeim værí
kunnugt, að hann sjálfur og hanS
nánustu vinir og vandamenn halda úti
blaði, er hefir annað eins orðbragð og
Ekstrabl. vitDar í fyrir lesendum sín-
um.
Dr. V. G. hefir gert ráðstöfun til
lögsækja »sann8ögli8«-ritstjórann fyrir
áminsta grein.