Ísafold - 09.06.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 09.06.1906, Blaðsíða 2
146 ÍSAFOLD Hinrik Ibsen. Hann andaðist 23. f. mán., tæp- um tveim vetrum fátt í áttrætt; hann var fæddur 20. marz 1828. Dauðan- um olli magnleysi í hjartanu. Hann hafði fengið aðkenning að heilablóðfalli hvað eftir annað síðustu 5 árin, sem hann lifði. Var orðinn skar. Mesta frægð hafði hann hlotið allra rithöfunda norrænna þjóða. Georg Brandes telur Holberg honum næstan. Hann var og Norðmaður, eins og H. Ibsen. Hinrik Ibsen átti örðugt uppdráttar framan af æfinni. Faðir hans var fjáð- ur maður og hafði mikið um sig, í Skíðu í Víkinni í Noregi, en misti al- eigu sína, er Hinrik var 8 vetra, og var honum komið á fermingaraldri í lyfjabúð í smábæ þar nærri, Grimstad. Hann vildi verða listamaður, helzt málari. Hann hafði þó af að verða Stúdent, komst að leikhúsi í Björgvin 1851 og síðan í Erístjaníu nokkrum árum síðar. |>á samdi hann (1858) Víkingana á Hálogalandi; hafði ort nokkur minni háttar leikrit áður. Hann fekk dálítinn styrk til utanfarar 1864, fór þá suður í Berlín og Róm, og kom ekki heim aftur til langvista fyr en eftir 27 ár, þá heimsfrægur orðinn fyrir löngu. Bn hafði verið ekki mikils metinn og laklega fyrir honura spáð heldur er hann fór úr landi. Hann sat ýmist í Róm, Dresden eða Munchen (lengst), og sendi þaðan heim hvert meistaraverkið á fætur öðru, alt tóma sjónleiki, með 2—3 ára millibili að jafnaði, líkt og Albert Thorvaldsen gerði forðum um sín meistaraverk. Fyrst Brand (1866), þá Pétur Gauta (Peer Gynt, 1867), De unges Forbund (1860), Kejser og Galilæer, Samfundets Stötter, Et Dukkehjem (1881), Gengangere (Afturgöngurnar), En Folkefjende, Vildanden, o. s. frv. Eftir heimkomuna (1891) reit hann Bygmester Solness, Lille Eyolf, John Gabriel Berkman og loks (1899) Naar vi döde vaagner. |>á hætti hann, lið- ugt sjötugur. Fjögur af ritum hans hafa bomist á íslenzku: Víkingarnir á Hálogalandi, Brandur, Pétur*Gauti og Afturgöng- urnar. Frámunaleg djúpsæí og skarpskygni, óbilug einurð og fölskvalaus sannleiks- ást þykja einkenna skáldskap hans, auk óviðjafnanlegs hagleiks í meðferð hvers yrkisefnís og fádæma vandvirkni. Hann er hvorttveggja í senn, mesti spekingur og mesti þjóðhagi í ritment. Hann hefir haft allra manna mest áhrif á hugsunarhátt sinnar kynslóðar nær og fjær, út um allan mentaðan heim. Rit hans komust óðara á flest- ar höfuðtungur heims, og var þeim tekið með hinum mestu virktum vlða- ast hvar, enda leikin í mjög mörgum meiri háttar leikhúsum, einkum á f>ýzkalandi. Heimsádeilukend mjög voru þau yfirleitt, leiddu heiminum fyrir sjónir misfellur á þjóðfélagslífi manna og skaðsemdarvillur í hugsun- arhætti þeirra með þess óhjákvæmi legum afleiðingum fyrir sjálfa þá og aðra; gerðu það ákaflega hlífðarlaust og eftir því napurt oft og tíðum. Rit Hínriks Ibsens eru eins og vit- ar; þau sýna manni, bvar ekki á að fara, og þau eru það, sem fyrst sér, er nærri kemur Norvegi. — f>ann veg hefir Björnstjerne Björnson að orði komist, og hafa ekki aðrir komið með snjallari lýsingu, sízt í jafnfáum orðum. Hann (B. B.) var og spurður nú við fráfall Hinriks Ibsens, hvert rit hans hann teldi mest í varið. A f t u r - göngurnar ! anzaði hann hiklaust. f>ar kemur skáldgáfa hans bezt fram og þar hefir hann lagst dýpst eftir yrkisefninu. f>ar er hámark þess andlegs lífs, er lifað hefir verið á Norðurlöndum öllum þremur um tvær aldir, sem Hinrik Ibsen er, segir Georg Brandes. Eina nafnið, sem þar kemst í samjöfnuð við í Danmörku og í Norvegi, er Lud- vig Holberg, enda var þeim ekki ólikt háttað að sumu leyti. f>eir voru báðir heldur einrænir og ómjúkir ákomu. f>eir gnæfðu báðir hátt upp yfir sína samtímismenn á Norðurlöndum; þeir ortu báðir sjónieiki, sem aldrei munu fyrnast; þeir voru báðir þjóðarupp- eldÍBfeður. f>að er og llkt með þeim, að þeir eru einu rithöfundurnir á Norð- urlöndum, sem græða auð fjár á rit- um sínum. f>að er mælt, að Hinrik Ibsen muni eiga eftir sig nær fullri miljón kr. Einkabarn hans er Sigurður Ibsen, er verið hefir yfirráðgjafi Norðmanni í Stokkhólmi og er kvæntur dóttur Björn- stjerne Björnson, Bergljótu. Móðir hans, kona H. Ibsen, var stjúpdóttir skáldkonunnar Magdalene Thoresen; hún heitir Susanne; þau höfðu verið saman í hjónabandi 48 ár. Jarðarför H. Ibsens átti fram að fara 1. þ. mán., í Kristjaníu; þar átti hann heima síðustu 15 árin, sem hann lifði. Ríkis8jóður skyldi kosta útförina; stórþingið samþykti það í einu hljóði með ráði stjórnarinnar. Um sjálfstæði íslands flutti yfirdómari Jóu Jensson erindi núna í vikunni í Stúdentafél. (miðv.d. 6. þ. m.). f>ar voru og viðstaddir nokkrir utaníélagsmenn. Hann rakti stutt og greinilega þó feril sjálfstjórn- arbaráttu vorrar, og sýndi fram á, að alla tíð hefði verið af íslendinga hálfu varast að slaka til um sjálfstjórnar- rétt landsins þangað til á þingunum 1902 og 1903, er samþykt var að ís- landsráðgjafinn s k y 1 d i sitja í ríkis- ráðinu. f>ví riði um fram alt á að kipt væri í lag aftur — ekki létt fyr en ráðgjafinn yrði losaður út úr rík- isráðinu; enda mundi það óefað takast, ef þjóðin væri nógu samtaka og einbeitt að heimta það. Danir mundum láta sannfærast, ef málið væri fyrir þeim túlkað fullskilmerkilega. Vér ættum ekki að gera oss að góðu minna en f u 11 sjálfstæði, afdráttarlausa heim- ild til þess að ráða algerlega málum vor- um, íhlutunarlaustaf annara þjóðarvöld- um öðruvísi en með okkar samþykki. Fengist sá réttur viðurkendur, væri minna undir því komið, hvernig stjórn- inni væri fyrir komið, hvort heldur svip- að því er nú er haft, ef vér losnuðum við öll afskifti danskrar stjórnar af málum vorum, e ð a með landstjóra- fyrirkomulagi, ef vel væri þar um hnút- ana húið, eða þá með persónusam- bandi rnilli landanna, og leizt þó ræðu- manni sízt á það. Umræóur urðu nokkrar um málið á eftir, er stefndu nær undantekningar- laust í þá átt, að alls ekki væri við það unandi, sem nú er, svo grátt sem vér hefðum verið leiknir, er til fram- kvæmdanna kom á hinni nýju stjórn- arskrá (undirskriftin m. m.), og að ekki mættum vér sætta oss við minna sjálf- stæði en frumælandi hélt fram. Marconistöðin. Þar eru enn höfð mannaskifti. Mr. Newmann á förum, og kominn mað'ur i hans stað með s/s Laura um daginn; Mr. Sargent heitir hann. Mannalát. Látinn er hér í bænum í fyrra dag á sóttarsæng fyrv. alþingismaður |> o r- lákur Guðmundsson, er kend- ur var lengst seinni árin við Hvamm- kot (eða Fífuhvamm), en fluttist fyrir fám árum að Eskihlíð við Reykjavík. Hann var á öðru ári um sjötugt, f. 22. des. 1834 að Mjóanesi í fúngvalla- sveit, en fæddist upp hjá Birni presti Pálssyni á f>ingvöllum. Hann byrjaði búskap hálfþrítugur á Miðfelli í f>ing- vallasveit, varð fám árum siðar (1863) hreppstjóri og um sama leyti kosinn varaþingmaður Árnesinga, en þing- maður þeirra annar var hann kjörinn 1874 og sat á hverju þingi fyrir þá síðan fram í aldarlok; gaf ekki kost á sér þá framar. Hann komst í sýslu- nefnd jafnskjótt sem þær komust á (1873), þá 1 Arnessýslu. Fám missir- um síðar fluttist hann búferlum að Hvammkoti og var þá þegar kosinn í sýslunefnd Kjósar- og Gullbr.sýslu; þar sat hann meðan hann átti heima í sýslunni. Hann var og varaamtsráðs- maður öðru hvoru og sat á nokkrum amtsráðsfundum. Hreppsnef ndarmað- ur var hann Iengi í Seltjarnarneshreppi. Hann kom á fót búnaðarfélagi Seltirn- inga, stjórnaði því 17 ár og skilaði því af sér með 800 kr. sjóði. Hann var og einn af stofnendum Söfnunarsjóðs íslands og hafði verið frumkvöðull að stofnun sparisjóð3Íns á Eyrarbakka. Meðal hinna atkvæðameiri bænda var hann á þingi. Honum var létt um mál, og orðavalið einkennilega snjalt og þjóðlegt. Hann var frum- kvöðull og flutningsmaður ýmissa þarf- legra nýmæla, þar á meðal landa- merkjalaganna, þurrabúðarmannalag- anna og laganna um alþýðustyrktar- sjóði. Mjög var hann alla tíð andvíg- ur ósparnaði á landsfé. Sveitarstjórn og fátækramála bar hann gott skyn á flestum mönnum framar. Hann ritaði oft um þau o. fl. (búnaðarmál, betri meðferð á skepn- um) í bloð, einkum ísafold, af góðri greind og sérkennilegri mælsku. Hann var alla tíð mikill iðjumaður, bæði fyr- ir sjálfan sig og almenning, var góður búhöldur, en hafði aldrei mikið um sig. Vandaður maður var hanu í öllu framfari og trúrækinn. Hann var kvæntur (1861) Valgeiði Ástnundsdóttur frá Efri-Brú, er lifir mann sinn ásamt 2 dætrum þeirra, báðum giftum. f>au mistu uppkominn son mjög mannvænlegan fyrir nálægt 20 árum. (Nánara æfiágrip nokkuð er í Sunnanfara 1902, eftir ritstj. ÍBa- foldar). Merkisbóndi einn í Norður-þingeyjar- sýslu, þórarinn Benjamíns- s o n í Laxárdal í þistilfirði, andaðist í vor (2. apríl) á sama aldri og f>. G. heit. Hann bjó lengst (til 1900) á Efri-Hólum í Núpasveit. Hann var hagleiksmaður mikill og búhöldur góð- ur, greindur vel og tápmikill, lét all- mikið til sín taka um sveitarmál, drengur góður. Meðal barna hans 7 alls er Haraldur stúdent, nú í presta- skólanum. Prestaskólastúdent Jóhann Gunn- ar Sigurðsson lézt hér í Landakots- spítala 20. f. mán., 24 ára gamall, ættaður úr Miklaholtshreppi, gáfumað- ur og efnilegt skáld. Banameinið var brjósttæring. Hann var einkarvinsæll og mikils metinn af skólabræðrum sín- um, og munu þeir hafa kostað hina löngu spítalalegu hans. Synodus á að halda 28. þ. mán. Banatilræðið við konnngshjónin á S p án i. f>að var brúðkaupsdag þeirrar kon- ungshjónanna spænsku, Alfons konuugs og Enu drotningar, sem þeim var veitt banatilræði það hið hroðalega, sem frá hafa skýrt Marconiskeyti vor í síðustu blöðum. f>au voru einmitt á heimleið frá kirkjunni þar sem þau höfðu verið gefin saman, óku í dýrlegum vagni með 8 hestum fyrir, og áttu skamt eftir til konungshallarinnar. Mann- múgur var mikill um stræti borgarinn- ar og fagnaðarglaumur ákaflegur. Boðs- fólk var komið á undan heim til hall- arinnar, þar á meðal fjöldi útlendra tignarmanna. Konungsefni Breta og þau hjón bæði voru í þeim hóp, móðir drotningar, Beatrice prinzessa af Batten- berg (dóttir Viktoríu drotningar) o. fl. f>að komst upp síðarmeir, að morð- inginn hafði leigt sér bústað skamt þaðan, í þröngu stræti heldur, 10 dög- um fyrir brúðkaupsdaginn, og voru veggsvalir framan á húsinu. Hann lézt vera mikill blómavinur og safnaði að sér miklum blómum í híbýli sín. f>ar stóð hann nú með blómskúf mikinn í hendi og varpaði niður á götuna í því bili, er konungshjónin óku fram hjá. En sprengikúla var fólgin í blómskúf þeim. Ekki hitti hún vagninn sjálfan, heldur lenti fyrir framan hann og banaði 1 hestinum og mörgum mönn- um, körlum og konum, tólf eða fleiri, en sár fengu fyrir víst þrjátíu. Konungur lét sér hvergi bregða, stökk út úr vagninum og bjargaði drotningu þaðan. Klæði þeirra voru blóði stokkin, en sakal hafði þau hvor- ugt. Konungur vísaði á, hvaðan sprengi- kúlan hafði komið. Alt varð í upp- námi og fáti. Morðinginn hafði haft hattaskifti og skotist undan. Hann réð sér bana síðan. f>eir sem bana biðu voru 6 af föru- neyti konungs, þar á maðal 2 liðsfor- ingjar. Hitt voru áhorfendur á Ioft- svölum við strætið, þar á meðal greifa- frú ein spænsk og dóttir hennar ung. Veður var mjög fagurt og blítt þenn- an dag í Madrid. Borgin öll í fagn- aðar dýrðarljóma. Konungur á að hafa fengið fám dög- um áður bréf um, að hann mundieigí lifa brúðkaupsdaginn á enda, og ann- að um, að hann mundi ekki lifa hálf® stund eftír hjónavígsluna. Eigandi að húsinu, þar sem morð- ræðið var framið, á að hafa verið Kristín drotning, móðir Alfons kon- ungs. Hún á sjálfsagt mörg hús f borginni. * Frá Sameln. gufuskipafél. hefír koraið nú I vikunni s/s Laura (Aasherg) og aukaskip s/s Esbjœrg, með vörur þæf' er Laura varð að skilja eftir. Nokkuð 81 farþegum kom á báðum skipunum. Skipafregn. S/s U r a n i a (300, Petterson) kom á miðvikudaginn frá Leif*1 með ýmsar vörur til Edinborgar-verzlnna1-' Og i gær s/s Evviva (329, Börgesen) ^ Leith með kolafarm til Bj. Guðmundssona1' F. héraðsl. iÞorsteinn Jónsson 1 restmanneyjum er nú alfarinn þaðan ingað kominn til Reykjavikur. Fast 8 0 árum hafði hann verið þar héraðslækn'r g búandi maður. Eyjamenn héldu hon8111 kilnaðarsamsæti i haust, eftir að h8Ð afði sagt af sér embætti.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.