Ísafold - 16.06.1906, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.06.1906, Blaðsíða 3
I S A F 0 L D 155 Kvennaskóli Reykjavikur. Af ýmsum ástæðum, sem eg muu gera betur grein fyrir síðar (þegar eg kveð til fulls Reykjavíkur kvennaskóla), er eg nú, eftir 32 ár, hætt við mín daglegu störf við hann. — Eg hefi litið á þenna skóla svo sem fósturbarn mitt, er eg hefi viljað leggja margt í 3ölurnar fyrir, og þess vegna hefir það verið mér sönn gleði, að hann hefir altaf fullkomnast og stækkað, undir forstöðu minni, ef til vill ekki sízt seinniárin, í elli minni. — f>eir sem þekkja til og hafa vilja og v i t á, að dæma rétt, hafa líka sýnt þessu mínu starfi fyrir og við skólann viðurkenningu. Eftir samkomulagi við kvennaskóla nefndina hefi eg valið frk. I n g i- björgu Bjarnason, hér í bænum, í minn stað. Hún hefir kent hér við skólann lengi og vel, eins og líka annarstaðar, og eg treysti henni mjög vel til að halda þessu góða og gagnlega starfi áfram með dugnaði og hyggindum. — Til hennar vil eg biðja alla að snúa sér, sem ætla að sækja um skólann. Reykjavik 31. maí 1906. Thora Melsteö. Hjúkrunarfélag Reykjavíkur. Þeir sem þurfa á hjúkrunar- eða vökukonu aS halda eru beðnir að snúa sér til annars hvers þeirra bankastjóra Sighvats Bjarnasonar eða cand. jur. Hannesar Thorsteinsson. ræm(]u Tilrannafélagsmenn. Sé þeim olvara að kynnast málinu, og gangi ekki ueitt annað til, þá er þad iang-einfaldasta ráðið. Fái þeir sér sjdlfir miðil og búi aÚ út eins og þeim sýnist. Þeir geta al- vag eins leitað sér uppi miðil eins og vér höfum gert; því nóg er um þá. Þeir eru t>l 1 og 2 og 3 á heimili hingað og þang- að bæði innan bæjar og utan, þeir er vér vitum til um; og þá auðvitað margir, sem vór vitum ekki af. Sjálfs er höndin hollust. Þeir þurfa ekki að kviða því, að þeir verði ekki fyrirbrigðanna varir von bráð- ara, einhverra að minsta kosti. Það verða «Kr, sem það reyna nokkuð rækilega. Þvi það er iikt og Guðm. Hannesson 8egir: engum lifandi manni, sem eitthvað veit um þetta mál, dettur í hug að reDgja það, að fyrirhrigðin gerast, þessi sem vér höfum orðið varir við i Tilraunafé- laginn, og önnur þaðan af mikiu merkilegri; °g að þau gerast alveg svikalaust. Það er svo margfaldlega sannað og rækilega, að enginn fróður maður á það mál ber þar oúnstu brigður á. (Svikum og prettum í aambandi við þess kyns tilraunir koma epiritistar sjálfir jafnan upp). Nei, ágrein- 'ngurinn meðal fróðra manna á málið er eingöngu um það, — þar sem nokkur ágreiningur er, — hvaðan fyrirbrigðin stafa. hvort heldur frá þessum heimi eða öðrum, eða hvernig á að gera eðlilega grein fyrir þeiin, á þvi þekkingarstigi, sem mannkynið er nú. B. J. Markoniskeyti 15/o- Por8ætisráðgjafinn franski lýsti yfir 1 fulltrúadeild þingsius, hver væri stjórnar8tefna ráðaneytisins, boðaði al- ttienna uppgjöf saka fyrir landsstjórnar- afbrot, kvað atjórnarstefnu Frakka í Utanríkismálum vera alla á friði grund- vallaða, og mundi Frakkland því hjálpa til að sannfæra aðrar þjóðir um, að vel mætti takast að draga úr her- búnaði ríkjanna. Sendiherra Bandaríkjanna hélt þeim bjónum Longworth þingmanni og Alice forsetadóttur dýrlega veizlu í gær, j?ar Var Játvarður konungur og sat hið Uæsta foreetadótturinni. Vopnaflrðl 9. júní: Vikuna eftir ftt’itasunnu brá til landáttar. Síðan oftast hláka dagiega, þó nokkrir kuldadagar með norðan-þoku. Heldur meira en hálfþánað upp i bygð. Alment ofseint byrjað á mat- Kjöf handa fénaði; ella mundi sveitin hafa hjargast með hjálp manna í milli þar fram yfir hvitasunnu. Fátt munu bændur hafa *nist af fullorðnu fé þar, sem ormaveikin befir eigi gripið um sig, og er það á örfá- n® stöðum, og virðist nú helzt vera þar, er beitarýtni var mest brúkuð og minst um fóður. Lambadauði nokkur, en ekki tilfinnan- Þgur. ^taura-aksturinn mun eiga nokk- (Irn þátt i heyþröng sumra bænda að því leyti, að þeir gættu þess ekki, að bæta aukna fóðurþörf brúkunarhestanna með '"utvöru, en eyddu því meir af heyinu, og ^Unu sumir því hafa komist í meiri hey- bröng en ella hefði oröið. Ú e i 1 b r i g ð i allgóð. 1 a t r ö g ð engin. áfótorbátahreyfing allmikil með- al útgerðarmanna, þótt vafasamt sé ,hvort b®tta mótorbáta-millumspor 1 fiskiútveginum Se rétt stigið, í stað þess að fara fetinu n8ra, og verja því fé i botnvörpuskip, en> hljóta að verða og eiga að verða eiðiáhöld vor íslendinga með tlmanum, upp skal upp snúa. Fórn Abrahams. (Frh.l. —- Haldið yður í náDd ; þá munuð þér víst fá að vita það, svaraði höfuðs- maðurinn hastur í máli. Honum geðjast eigi að því að vera svona í áheyrn hermannanna ávarp- aður af daunillum brennivínsslána, og því síður var honum geðfelt að vera sífelt mintur á loforð sitt. Blonkins gerði sig aftur jafnlítilmót. legan og áður og horfði óánægður á eftir höfuðsmanninum, sem hélt i burt hugsandi stöðugt um feng sinn og um símskeytið, er nú hlaut að vera komið á stað frá Dornenburg. — það er eigi auðgert að súpa úr sömu skál, og höfðingjarnir, nöldraði Blen- kins í hálfum hljóðum. Gortað geta þeir reyndar og að brjótast áfram á móti óvinunum kunna þeir einnig; en að haga svo hernaði, sem við á og vera ber, því hafa þeir eigi vit á. Hann glotti illmannlega,þegar hann sá vagn Miillers úti á sléttunni. — Já, gamli maður, mælti hann; þér þóknaðist eigi gefa gaum kveðju minni; en ef eg þekki rétt ágjarnan og lausmálan Kaffa, þá,---------he, he! Hvernig var þetta, sem við lærð- um í skóla? Divide et impera (efldu sundrung og eigðu völdin); það kalla eg að heyja hildi. Hersveitin tók sig upp og hélt af stað, fallbys8urnar voru dregnar íram hjá svo mörgum bæjum sem hægt var. það var mest um vert, að þetta hrifi á þrjózkuseggina. Blenkins lötraði á eftir hermönnunum; hann þorði eigi að vera einn mjög langt á eftir þeim. Hann þóttist þekkja héraðsbúa og vissi að þeir þóttust þekkja hann. Höfuðsmanninum skjátlaðist ekki í því, að það mundi vekja athygli, er fallbyssurnar höfðu náðst. þótc eng- inn meður léti sjá sig, skildi hann samt vel, að alstaðar var horft á þessa lest með undrun og kvíða. Fólkið í lokuðum bæjunum, margt kvenna, en fátt karla, spurði einnig sjálft sig, hverju þetta mundi gegna. Og þegar því fór að skiljast að fallbyss- urnar hefðu landar þess átt, komu tár í augun, og mörg þung andvörp stigu upp frá hnugnum brjóstum þess. það var nýtt stórmótlæti, í viðbót við alt annað, sem á undan var kom- ið, og þeir sem höfðu verið hnakkareigðir og heiftúðugir, gerðust nú niðurlútir; þeir voru að hugsa um, hvort nú mundu öll sund lokuð. En næsta dag fór að berast orða- sveimur bæ frá bæ um, að svikræði hefði verið frammi haft. Einhver Búi hefði selt ættjörð sína fyrir gull, eða til að forða búgarði sínum; enginn vis8Í, hvort heldur var, og enginn gat heldur gert grein fyrir, hvaðan kvittur- inn kom. Alstaðar var hann, lifði í loftinu og gerði hugi fólksins enn hnugnari. jpar sem það nú hafði reynst vera því nær ókleíft, að yfirstíga fjand- mennina, hvernig mundi þá fara, þeg- ar föðurlandssvikarar væri meðal sjálfra þeirra? Hin miklu óhöpp voru þyngri en svo, að undir þeim yrði risið, og svo komu nýjar byrðar, er lögðust á mátt þrota herðar aumingja fólksins. Svo koni nýr orðasveimur, en hvaðan? — — með vindinum. Svikaranum skyldi hegna harðlega og vægðarlaust, því að fyrir slíkan glæp var engin hegning of hörð, og að enginn nema Búi hefði ljóstað upp jafn vel geymdu leyndar- máli, það vissu allir. þeir urðu því að leita meðal fyrverandi vina sinna og trygglyndra nágranna. þrír synir Erasmusar Flicks riðu dag einn um sveitina og stefndu til fundar á þeim stað, er lá svo langt í burtu, að enginn þurfti að óttast lög- gæzluhermennina. |>eir þeystu bæ frá bæ og börðu að dyrum; það var lok- ið upp fyrir þeim og þeir sögðu er- indið. — Hver stefnir oss saman ? spurðu þeir, sem fyrir voru, daprir f bragði. Gnðbrands biflía og' N ý félagsrit er til sölu hjá Eiríki 1». Stefánssyni Laugaveg 12. kvöldskemtun verður haldin á sunnudaginn 17. þ. m. kl.^8-J- síðd. í Iðnaðar- m a n n a h újs i n u til ágóða fyrir ný- stofnaðan B[a rrn a ujp p e 1 d i s s j ó ð Thorvafdsens-félagsins. Nánara á götuauglýsingum. Vagnhjól í handvagna og hestvagna eru ávalt til Bölu, við timbur-^og kolaverzlunina Reykjavík. Krig og Fred 1 bl. á viku, með fjölmörgum mynd- um fæst í bókverzl. ísaf.prsm. Árg. 2,60. ííýjar yörur eru komnar í verzlunina í Fischers- sundi 1, þar á meðal: föt á Stúlk- ur og drengi, höfuðföt, kjóla- tau, svört og mislit, margar tegundir o. m. fl. Kr. Sigurðardóttir. 100 tímar í ensku, frönsku og þýzku eru jafnan til sölu í bókverzlun ísa- foldarprentsm. Familie-Journal fæst í bókverzlun ísaf.prsm. Kaupendur Isatoldar sem skifta um bústaði núna um kross- messuna eða í næstu fardögum, eru vinsamlega beðuir að láta þess getið sem fyrst í afgreiðslu blaðsins. Seltirningar eru vinsamlega beðnir, að vitja ísa-. foldar í gosdrykkjavérksmiðjuna Sani tas. Dularfull lyrirbíigði, er borið liafa fyrir Tilraunafélags- menn i Reykjavík 1904—1905. Erindi, flutt i Reykjavík 5. mai 1906, eftir Eiuar Hjörleifsson eru nú komin á prent og fást hjá bóksölum. Verð 50 aur. Verða send bóksölum út am land með strandskipi í byrjun næsta mán- aðar. Aðalútsala í bókverziun ísafold- arprentsmiðju. heldur a ð a 1 f u u d þriðjudaginn 19. þ. m., kl. 8^ síðd., í húsi safnsina (Vesturgötu 10). Reikniugar verða lagðir fram, stjórn kosin og félagsmál rædd. Stjórnin. Mikid úr að velja af fallegum slips- um og silki-svuntuefnum á Laugaveg 11. Verzlun Halldóru Ólafsdóttír. Hérmeð votta eg öllum, sem heiðruðu út- för mins ástkæra unnusta Sigurbjarnar Jóns- sonar er drukknaði af þilskipinu Ingvari mitt innilegasta hjartans þakklæti. Garðbæ á Akranesi 31. mai 1906. Jónína Kr. Jónasardóttir. (Stjórnarvaldaaugl. ágrip) Bæjarfógetinn á Seyðisfirði kallar eftir skuldakröfum i þrotabú Síldveiðafélags Seyðisfjarðar á 12 mán. fresti frá 17. apr. þessa árs. Sýslum. í Suðurmúlasýslu eftir kröfum i dánar- og félagsbú Gnðmnndar Ásgrímsson- ar og Guðriðar Þórarinsdóttur frá Höfða t Vallahreppi á 6 mán. fresti frá 11. mal siðastl. Sýslnm. í Hýrasýslu eftir kröfnm í dán- arbú Jóns Magnússonar á Gullberastöðum á 6 mán. fresti frá 4. maí og i dánarbú Guð- mnndar Péturssonar frá Grnnd á Akranesi á 6 mán. fresti frá 25. s. mán. Sýslnm. i Barðastrandarsýslu eftir kröf- nm í dánarbú Jóhannesar Magnússonar frá Flatey með 6 mán. fyrirvara frá 18. maí.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.