Ísafold - 16.06.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.06.1906, Blaðsíða 2
154 ÍS AFOLD — Allir sammála? — Eini alþingismaðurinn, sem staddur var á Stúdentafélagsfundinum hér 6. þ. mán., hóraðslæknir GuSm. Björnsson, t a 1 a S i þar svo líklega um fylgi við hinar frekustu sjálfsforræðiskröfur af vorri hendi íslendinga (aðrar en skiln- að), að betra verður naumast á kosið. Hann fullyrti meira að segja, að a 11 i r þitigmenn mundu segja hið sama : að vér íslendingar viljum ekki vita nein afskifti danskra stjórnarvalda af sérrnál- um vorum. »ísland handa íslending- um«, og »fult drottinvald þjóðarinnar yfir sínum eigin málum« — þetta sagð- ist hann búast við allir þingmenn vildu. Hann bar engar hinar minstu brigður á, að stjórnarástand það, er nú höfum vór, væri óhafandi. Stöðulögin (frá 1871) kvað hann vera mesta gallagrip og alveg nauðsynlegt að fá þeim breytt. Sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar taldi hann eiga ávalt að miða að því tvennu, að færa út sórmálasviðið og að afla sér sem beztrar tryggingar fyrir því, að dönsk stjórnarvöld geti engin afskifti haft af sérmálum vorum, geti ekki smeygt sér inn í milli vor og konungs- ins. Þetta hermir Löge. alt upp á hann, eftir hans eiginhandar riti að ræöunni, sem hann flutti á áminstum fundi. Og þ ó fylti þingmaður þessi þann flokk á síða3ta þingi, er vildi ekki heyra nefnda nokkura hina minstu aðfinslu að því, er ráðgjafinn, sem nú er, hafði kipt hyrningarsteininum undan sérstöðu þeirri, er þingmaðurinn talar nú svo fagurlega um, með því að aðhyllast undirskrift hins danska forsætisráðgjafa undir skip- unarbréf hans, þvert ofan í það sem sá maður, ráðgjafinn, hafði haldið fastlega fram á þingi. Mikilsvert væri nú að vita, hvort þingmaður þessi getur alveg ábyrgst, að flokksbræður sínir séu yfirleitt, flest- ir eða allir, sama sinnis orðnir. Það væri tíðindi til næsta bæjar. Og greini- legri vott þess yrði varla á kosið, að stjórnarandstæðingar hafi ekki til eink- is barist. Fari alt skaplega, merkja þau sinnaskifti það, sem mest er um vert, að þingmenn leggjast nú allir á eitt um að halda fram við sérhvert tækifæri fyrnefndum ótæpum sjálfstæðis- kröfum, og þá ekki sízt nú í utanför þeirra i sumar. Þingmaöurinn telur sér það og vera hið mesta áhugamál. Þetta, sem hann talar um ágreining meðal stjórnarandstæðinga um, hvað fara eigi fram á, er naumast annaö en reyk- ur. Líkt er og um lýsingu hans á stjórnarstöðu ensku lýðlendnanna í alríkinu. Kynni hann sér hana betur, mun hann sannfærast um, að þær eru ( raun réttri alveg sjálfum sór ráðanai, í verndarskjóli heimaríkisins. Það er einmitt það, sem vér eigum að veröa, í framkvæmdinni, ef ekki á pappírnum, eins og þær eru. Að öðrum kosti mundu þær alls ekki una neinum tengslum við alríkið. Og nauöugum mundi Bretum eigi koma í hug að vilja halda þeim. Þeirra mikli styrkur er það, að þeir kunna að slaka svo vel til á taumhaldinu, að hinii vita varla af því og kunna sér ekki vildara að kjósa. Kynnu Danir þá list, mundi enginn maður nefna skilnað á nafn. Að öðr- um-kosti á skilnaðarhugmyndinn alveg víst að þróast það og magnast, að ekk- ert heldur henni aftur annað en ofríki, sem Danir eru nú orðið ekki líklegir til að vilja beita nokkurn tíma, j a f n v e 1 þótt til kynnu að vera stöku íslending- ar s v o þjóðræknir(l), að vilja fýsa þá þess. Landsstjóri ríkir, en stjórnar ekki. Þeir eru að streitast við, stjórnarliðar, að gera landsstjóra-fyrirkomulagið tor- tryggilegt, ýmist með því, að láta sem það sé n ú hugsaö alveg eins og gert hefir verið hór áður, í síðari stjórnarskrárbaráttunni, eða þá með því að sýna fram á, að alt af verði lands- stjórinn háður stjórninni í Khöfn, hvernig sem honum er fyrir komið, skipaður með undirskrift danskra ráðgjafa og háður nánu eftirliti af þeirra hálfu. Því kon- ungur skipi hann; en hann, konungur, geti hvorki það né annað gert einn síns liðs, ekki öðru vísi en með undirskrift einhvers ráðgjafa. Alt kæmi í sama stað niöur, hvort heldur það væri ís- lands-ráðgjafi, sem skipaður væri nú með undirskrift einhvers dönsku ráð- gjafanna, eða landsstjórinn yfir íslandi, sem hleypt væri af stokkum með sama hætti. Síöara atriðinu hefir jafnvel veriö haldið fram í aðfinsluskyni víðar en í stjórnarblöðunum. Um stöðu landsstjórans fyrirhugaða hefir ekkert verið tekið fram annað en að hún ætti að vera laus við þá ann- marka, er þóttu vera á henni eins og hún var hugsuð hér áður. Kanada- fyrirkomulagið hefir verið nefnt til skýr- ingar, en aldrei talað um, að það ætti að veröa alveg eins hér og haft er í ensku nýlendunum, nema þá ef trygg- ing fengist fyrir, að landsstjórinn yrði hafður í framkvæmdinni jafnóháður heimaríkinu og þar gerist. Lengra hefir ekki verið út í það mál fariö enn sem komið er. Þess vegna er nokkuð snemt að gera sér grýlu úr því. Um hitt atriðið er það að segja, að engan veginn er sama máli að gegna um skipun ráðgjafa og landsstjóra. Það er líkt um landsstjóra og kon- ung, að hann ríkir, en stjórnar ekki. Það eru ráðgjafar hans, sem stjórna, menn, sem bera ábyrgö fyrir alþingi. Hann getur ekki ríkt nema hann hafi þá við hlið sér. Og þeir geta ekki stjórnað nema þeir hafi meiri hluta þingsins með sér. Þeir geta það ekki eftir almennum reglum í þingstjórn- arlöndura. En verði þeim reglum varpað fyrir borð, er þingstjórn búin að vera. Þá er einveldi komiö á aftur. En það þolir ekki aldarhátturinn nú framar, er það er dottiö úr sögunni urn allan mentað- an heim. Landsstjóri er ímynd konungs. En meðan Danir ráða því einir, hver er konungur yfir oss, hljóta þeir einnig að ráða því, hver er umboösmaöur hans hér með konungsvaldi. Þess vegna er gert ráð fyrir, að konungur skipi þenn- an umboösmann, af því að hann er Danakonungur, og þá vitaskuld með þeim hætti, sem hann framkvæmir aðr ar stjórnarathafnir Danakonungs: á ábyrgð sinna danskra ráðunauta. Það er alveg óhjákvæmilegt, enda ekkert til- tökumál. Vór hljótum að sætta oss alveg við, að svo sé. Hjá því verður alls ekki komist öðru vísi en með al- gerðum skilnaði. Ekki getur verið neitt fremur að at- huga við það, þótt landsstjóri só dansk- ur maður, en að konungurinn er danskur. Hann ríkir, en stjórnar ekki. Það gera ráðgjafar hans, al-íslenzkir menn að sjálfsögðu, með ábyrgð fyrir alþingi. Hann má vera bæði danskur og dansk- lundaöur. Vér getum ekkert við því amast. Oss er nóg, að vér viturn að hann verður að láta sór lynda, að hans íslenzku ráðgjafar ráði. Hann getur skift um þá, og honum getur sjálfsagt tekist að fá dansklundaða íslendinga í ráðgjafaembættin. En- þeir geta ekki stjóruað öðru vísi en að hafa raeð sór meiri hluta á þingi. Þeir geta það því aöeins, að sá meiri hluti sé einnig dansk- lundaður. En það er sama sem að þjóðin sjálf sé dansklunduö, meöan þeir þitigmenu hafa umboö hennar. En þá er ekkert um að tala. Danskur lands- stjóri g e t'u r hins vegar vel verið Is- lattdi unnandi engu síðttr en meðal- íslenzkur íslendingur. Það kemur að sjálfsögðu ekki við sjálfu fyrirkomulag- inu. En rétt er þó að minnast þess. Nú má segja, að úr því landsstjórinn ráði því, hverir séu ráögjafar hjá hon- um, en danskir ráðgjafar ráði aftur því, hver er landsstjóri, þá beri alt á sama skerið og áður: ráðin verði öll hjá Dan- merkurráðgjöfunum, þegar til skarar skríður, hvernig sem alt veltist. En það er ekki rétt, vegna þess, sem fyr segir, að hann, landsstjórinn, m á t i 1 að hafa íslenzka ráðgjafa, sem ekki hirða hót um það, hvað dönskum ráðgjöfum er geðfelt eða ekki geðfelt. En vilji landsstjórinn ekki hafa nema sór samviljaöa ráðgjafa, dansklundaða, ef hann er dansklundaður — hvernig fer þá? Þá verður hann að þoka úr sæti, svo framarlega sem hann hefir þingið líka á móti sér. Þá má til að kveðja hann heim, ef ekki á að beita oss ofríki. En því rná alt af beita hvort sem er og hvernig sem um er búið. Það getur sá alt af gert, sem meiri er mátt- ar. Fyrir það verður aldrei girt. Það geta stórveldin gert við smáríkin. En gera það ekki að raunarlausu nú orðiö. Satt að segja er engu minna komiö undir framkvæmd laganna um landsstjór- ann, en hinu, hvað í þeim stendur. Þar er stjórntízka Breta hinn bezti leiðarvísir, sem til er. Eitt í henni er það, að láta landsstjóra aldrei vera mjög lengi í senn í embætti. Skifta heldur um með fárra ára fresti. Þá verður hverjum almenni- legum manni kappsmál, að nota tímann vel, svo stuttur sem hann er, til þess að láta eitthvað nýtilegt eftir sig liggja. Og þá verða annmarkar þeir, er maður- inn hefir, — þá hafa allir —, ekki eins tilfinnanlegir. Skrítin hugmynd er það, sem oft gerir vart við sig, að mjög só undir því komiö, hvaðan landsstjórinn fái laun sín, hvort lieldur úr ríkissjóði eða landssjóði. Það er engu líkara en að launin eigi þá að vera nokkurs konar mútur. Eða dettur nokkurum lifandi manni í hug, sem það mál íhugar, að maður í þeirri stöðu léti það hafa áhrif á framkomu sína, úr hvorum sjóðnum heldur hann hefði sínar lögákveðnar tekjur? Hann mundi líta svo á, sem hann væri í þjón- ustu ríkisins alls, hvort sem heldur væri. Yæri hann á annað borð svo gerður, að hanu vildi draga taum Dana oss til óþurftar heldur en hitt, mundi hann vissulega ekki láta það aftra sér, þótt íslendingar hefðu þá skyldukvöð, að greiða honum launin. Því s k y 1 d u- kvöð yrði það. Hvað segir reynslan um æðsta valdsmann vorn, sem nú er? Það er auðvitaö samkomulagsatriöi, hvernig þetta veröur haft. En só Dön- um metnaöur að halda í oss, er ólíklegt að þeir færu að metast um það lítilræöi. Þeirra umboðsmaður yrði landstjórinn aðallega. Og væri hann sæmilega hygg- inn stjórnandi, mundi hann telja sig reka það umboð bezt með þeim hætti, að hlynna sem bezt að oss og bera það fyrir brjósti aðallega, að hið litla ríki hans tæki sem mestum framförum. Fyrirbrigða-proíið. Lögr. getur urn i gser málaleitun trai- nokkurum mikils metnum mönnum hér i bse við einn helzta manninn i Tilraunafélagina um að fá að vera viðstaddir þau dular- full fyrirbrigði í samhandi við Guðm. Jóns- son, að hann hefir séð, hvað stóð í lokuð- um hókum, á tiltekinni hls. og i þeirri ng þeirri línu. Segir, að því hafi verið vel tekið, en svarað, að G. J. væri lasinn þá og mnndi ekki hægt. að eiga við það á meðan að minsta kosti. Þetta er rétt herrnt, það s«m það nær. En sá, sem við er átt (formaður félags- ins, E. H.), bætti því við, að vel gæti svo farið, að aldrei yrði hæ.t framar að gera slíka tilraun með G. J. Hann gæti ekkert um það sagt með neinni vissu. Fyrir honum vakti það, sem alkunnugt er þeim, er eitthvað vita um hinar miklu rannsóknir, sem gerðar hafa verið um dular- full fyrirbrigði, að miðilsgáfa missist oft i veikindum. Hann mun þvi hafa búist við, að miðilsgáfa G. J. hyrfi ef til vill einmitt í þeim veikindum, i bráð eða lengd. Það var því eðlilegra, að hann væri hræddur um það, sem oss Tilraunafélagsmönnun* hafði verið gert viðvart um, að svo mund fara þá og þegar, einhvern tima í vor eða sumar, sakir veiki þeirrar, er i honum byggi; og mig minnir ekki betur en að þetta væri gefið fyllilega i skyn í Fjall- konunni einhvern tima i vetnr eða vor snemma; sé svo, sem eg má ekki vera að að rannsaka nú, treystir sér liklega enginn til að segja, að þetta sé til búið eftir á. G. J. var veikur rúman hálfan mánuð. Honum hatnaði vel. En miðilsgáfan var horfin. Engin ögn eftir af henni, svo vér höfum getað orðið varir við, frá því hann frlskaðist, fyrir l‘/á viku. Hve lengi það* stendur, vitum vér ekki. — Meira getum vér ekki nm það sagt. Eg geri nú ekki ráð fyrir, að þeir heið- ursmenn, sem framangreind tilmæli háru fram, fari að segja mig eða aðra félags- menn, sem þeir þekkja og munu hvorki vilja bera né geta borið neina ósannsögli, vera að Ijúga þessn öllu saman, nm veikindin og afleiðing þeirra, til þess að komast hjá. þessari tilraun, sem þeir stungu upp á. En eg fer nærri um, hvað sumir aðrir muni segja, þeim miður vandir i orðnm og gjörðum — hvaða ópi muni upp lostið í þeirra hóp út af þessu svari. Eg segi söguna eins og hún hefir gerst. Mér er hún nákunnug. Þess þykir mér við eiga að geta þó um leið, að 2 þeirra 5 manna, sem hér eiga hlut að máli, áttu kost á í vetur að áliðnu eða i vor að vera við á fundum Tilraunafélagsins og kynnast þeim dular- fullum fyrirhrigðum, er þar gerðust í sam- bandi við Indriða Indriðason. Það voru prestaskólakennararnir (Þ. B. og J. H.)~ Þeim stóð það til hoða vikum saman, eftir málaleitun frá þeim sjálfum eða öðrum þeirra fyrir heggja hönd; en komu aldrei Var þó sannast að segja öðrum þeirra að minsta kosti, þeim sem ritað hafði hverja greinina eftir aðra um málið í Nýtt kirkjubl.,. sannarlega ekki vanþörf á að vita eitthvað meira um það og réttara en þœr greinar lýsa. Hvers vegna getur nú ekki Lögr- um þetta? Er það af þvi, að henni eða þeim félögum einhverjum, sem hér eiga hlut ’að máli, var kunnugt orðið, að G. J. er búinn að missa miðilsgáfuna, og þarna virt- ist þá vera gott færi á að koma okkur í bobba? Það var annars ekki sýnileg meiri ástæða til að segja frá því einslega viðtali við formann Tilraunafélagsins heldur en fyrri málaleitaninni, sem tekið var miklu betur í vegna þess, að ekki var sérstakleg ástæða til að kviða neinu um þann miðilinn (I. I.)» eins og um hinn, auk þess sem von var miklu meiri og merkilegri fyrirbrigða I samhandi við hann, I. I., en hinn, G. J. Fundir Tilraunafélagsins hættu nú fyrir 5 vikum, og hyrja ekki aftur fyr en i haust. Þá verður þeim að öllum llkindum haldið áfram, með 1.1. að minsta koeti, og kannske G. J. lika, ef bann fær aftur miðilsgáfuna, eða þá einhverjum öðrum. Hvað er annað en að þessir herrar gefi sig þá fram aftur ? Eg efast ekki um, að því verði vel tekið eftir atvikum. En þó kann eg annað ráð enn betra þeim til handa. Það er að þeir taki sig til sjáifiv og geri rækilegar tilraunir um hin dularfullu fyrirhrigði, alveg laust við oss, hina miður

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.