Ísafold - 20.06.1906, Side 2

Ísafold - 20.06.1906, Side 2
158 ÍS AFOLD Laiidsreikmnga-eítirlit Fyrirkomulagi á landsreikninga-eft- irlití er fjarri því að vera hagfelt eða tryggilegt, eina og það er haft hér á landi. |>að er lapið eftir Dönum, eins flest annað í stjórnarskrá vorri, eftir flýtisverkinu þeirra frá 1849. Meiri hluti þings velur meonina, sem eiga að endurskoða alla reikninga landssjóðs. Nærri má geta, að hann fari ekki að velja aðra en s í n a menn, og þá helzt hina allra dyggustu sér og fylgispök- ustu. Starfið verður jafnaðarlega að bitling, sem kept er um og beitt ótæp- um atkvæðasníkjum til að ná í hann. Alt er undir því komið, að koma sér vel við meiri hlutann. Sé þá meiri hlutinn í vasa stjórnarinnar, sem dæmi eru tíl, fer að verða lítið um trygging fyrir hlífðarlausum aðfinslum að því S3m við3jált er í fjárráðsmensku henn- ar. En sleppum því. |>að er vita- skuld ekki vanalegt, að meiri hluti þings hagi sér eins og ófrjálsar undir- tyllur þeirra sem völdin hafa. Hitt er þó bersýnilegt, að sjaldnast þarf að búast við mikilli gagnrýni af slík- um mönnum við fjárbrúkun þingsins sjálfs ; og getur hún þó verið engu síð- ur athugaverð en hjá umboðsstjórninni. Meðferðin á stjórnarvalda-auglýsinga- málinu núna er glögt dæmi þess, þótt smátt sé, hvernig fara m á með mis- fellur í reikningsráðsmenskunni yfir reitum landssjóðs. Annar endurskoð- andi þingsin8 er einmitt maðurinn, sem lét gefa sér upp ólöglega helming aug- lýsinga árgjaldsins. Hann hefir sér al- veg samhentan hinn endurskoðand- ann, mann af sama sauðahúsi. f>eir minnast hvorugur minstu ögn á fúlg- una þá. fúngmenn láta sér ekki detta neitt í hug. f>eir hafa ekki tíma né tækifæri til að skifta sér af öðru en því sem yfirskoðunarmennirnir benda þeim á. f>eir eru þess trúnaðarmenn, eða e i g a að vera það. Svo er alt búið. Vitaskuld er hér lítilræði um að tefla. En mundi svo sem ekki hafa mátt beita sama lagi, þótt miklu meira hefði verið í húfi ? Víða um lönd er alt öðru vísi búið um þetta eftirlit og miklu tryggilegar. Fullnaðar-úrskurður um reikningskil landsins eða ríkisins liggur að sjálf- sögðu undir löggjafarvaldið 1 heild sinni og er hann víðast upp kveðinn með Iögum. En undirbúningurinn er í höndum á alveg óháðri stofnun, reikningsrétti eða endurskoðunarnefnd. Dómendur í þeim rétti eru skipaðir ýmist æfilangt, eða til svo margra ára í senn, að óháðir eru alveg breytilegum skoðunum og skapsmunum meiri hluta á þingi. Sumstaðar velur þá neðri deild þings. Sumstaðar skipar stjórnin þá, eins og hún skipar aðra dómar'a, ýmist afskifta- laust af þingsins hálfu, eða með þeim hætti, að neðri deild þings hefir til- lögurétt um 3 í hvert dómarasætið, og er stjórnin bundin við að taka ein- hvern þeirra. f>ann veg eða þessu líkt er reikn- ingsmála-eftirlitinu komið fyrir í Aust- urríki og á Ungverjalandi, í Belgíu, á Hollandi, á Prússlandi, á Ítalíu og víðar. f>ví fer fjarri, að nauðsyn beri til eða takandi væri í mál að fara að setja hér á laggir nýja stofnun til að leysa þetta hlutverk af hendi, með nýjum, föstum embættismönnum, 2—3 líklegast. f>að væri heldur mikið í lagt fyrir ekki stærri reikningsveltu en meðalverzlun hefir í hinum smærri löndum mörgum. Landsyfirréttinum væri alveg vor- kunnarlaust, að bæta á sig svona verki. Sömu aukaþóknun mætti greiða dóm- urum þar, sem hafa ekki undirgengÍ3t kvöðina með embættinu. Nýjum dóm- urum má leggja hana á herðar með émbættisveitingunni. Starfið er mjög svo vel samrýmanlegt annarri iðju dómaranna. Og óháðari mönnum eftir stöðu sinni eigum vér ekki völ á. f>að sannast, að ekki verður langt að bíða nýrrar endurskoðunar á stjórn- arskránni, í stað káksins frá 1903. Og ætti nú að vera engin fyrirstaða, að hún gæti gengið baráttulaust eða baráttu- lítið. f>á ætti ekki að gleyma þessari umbót, sem hér hefir nefnd verið. Snæfellsnesi 12. júni: Héðan er fátt að frétta neœa yfirleitt mjög slæma v e ð- uráttn það sem liðið er af þessu ári, og slys á sjó og landi, og þar afleiðandi erf- iðar kringnmstæður hjá mörgum. Frá ný- ári fram i góulok mjög óstöðug veðrátta, skiftust sifelt á snjókomur, þó oftast með vægu frosti, og kalsa-rigning og bleytukaf- ald á milli, sem endaði með frosti og áfreð- um. 1 góulok kom mjög hagfeldur bati i bálfan mánuð; varð aiauð jörð í bygð og klakalaus viða undan snjónum, og fór þá í stöku stað að sjást gróður kringum b*i. Sumir bændur voru iarnir að byrja á jarðabótum. En í miðjan einmánuð skifti snögglega um veðráttu; upp úr stórrigningu gerði einbverja mestu norðansnjókomu, svo heita mátti ófært bæja milli; þessi norðan- átt bélzt stöðugt þar til er liðin var hálf sjötta vika af sumri. Þenna tima allan komu að eins einar tvær regnskúrir, en sifeld næturfrost og oft líka á daginn með kafalds-kófi, en hægur og bjartviðri á milli, og tók upp snjóinn á daginn. Nokkru eftir sumarmál gerði snögglegt norðan-áhlaup með byl; þá fórst Krintján i Látraröst. Hinn 14. mai var svo mikið kafald, að varla var fært bæja milli, og tók sumstað- ar fyrir jörð, og komn ekki upp aftur snöp fyr en eftir 5 daga, þar sem mestur var snjórinn i bygð. Síðan hefir ekki komið kafald til muna. Fyrstu 6 vikur sumarsins var ekki frost- laust að nóttu nema 9 nætur alis, enda alveg gróðurlaust fram til fardaga, og útlit var að skepnur mundu alveg visna upp af gróðurleysinu. Ekki er þó gert orð á miklum vanhöld- um á skepnum, þó að margir væri heylaus- ir. Margir fengu lika til láns rúg og mjöl í verzlunum, og gerðu kaupmenn það með sóma, að hjálpa mönnum um það. Ella mundu snmir hafa mist töluvert af skepn- um sinum. Svo befir það líka hjálpað, að skepnur hafa verið í góðum boldum á sum- armálum. Þó munu sumir bafa mist nokk- uð af unglömbum, og' einn bóndi, Jón Jóhannesson i Hraunfirði í Helgafellssveit, misti 4o fjár í sjóinn. Siðan i fardögum hefir verið sunnanátt, oft hvöss, og rigning mikil. Thorefélagsskipin. Tryggvi kong- ur (E. Níelsen) fór i gær héðan áleiðis til útlanda 19. þ. m., og með honum 20 far- þegar, þar á meðal: prestarnir Jóhann Þorkelsson, Jón Helgason docent og Sig- tryggur Guðlaugsson, prestaskólakand. Björn Stefánsson, allir áleiðis til Finnlands; frú Flora Zimsen; frú Anna Stephensen og frk. Maria Stephensen frá Akureyri; Mr. Newman (Marconi) og frú hans (Inga f. Zoéga); danskur dýralæknir Corneliussen; danskur lautinant Johnsen; fröken Júlíana Sigurðardóttir; ennfremur 8 útl. sjómenn, 5 franskir, 2 enskir, 1 norskur. S/s Perwie (F. Clausen) kom hingað i nótt frá Khöfn og Leith, fullfermd vörum og með 6 farþega, þar á meðal: Egill Jacobsen verzlunarstj. og unnusta hans frk. Sigríður Zoéga; fröken Áslaug Johnsen o.fl. Skipið fer héðan til vesturlands 22. júní. Póstgufuskip Laura (Aasberg) hélt á stað í gærkveldi til Austfjarða og út- landa. Margt sjómanna og annars kaupa- fólks á henni austur. Erlend tíðindi. i. Markonisk. 19/6 Ostjórnarliði af Oyðingakyni fleygði sprengikúlu í rniðja þvögu nianna í Kristlíkatna-göngu í bænum Bielostok á Póllandi, og fengu margir bana eða sár. Því fylgdu hrannv/g á Gyðingum; þeir voru vegnir eða særðir hundruðum sanmn. Síðari fróttir herma, að bardagi haldi áfram í Bielostok. Byltingarmenn af Gyðingakyni halda uppi látlausri skot- hríð á stjórnarhíbýlin og er þar brugðið fyrir sig herstjórnarlögum. Mannfall er ókunnugt um, en i sjúkrahúsunum ein- göngu eru 100 lík og 200 sárra manna. Byltingarmenn róðust í gær á löggæzlu- riðla í Varsjá og særðu 7 metin. Frózt hefir, að Rússakeisari hafi frestað fundum ríkisþingsins til 28. júní og leggur því næst á stað í skemtiferð sjóleiðis. Því er lcviðið, að bregða nntni til mannskæðrar ófriðar-viðureignar, er hann er farinn. Voðaleg sprenging var á Atlanzhafs- farþegaskipinu Haverford í Liverpool. Þar létust 8 menn og 40 urðu sárir. Það bar til skamt frá Tantah á Egipta- landi, að ráðist var á nokkra brezka liðsforingja af þorpsbúum. Einn liðs- foringinn féll og 2 urðu sárir. í Asaba í Nigritíu (Afriku) gerðu þarlendir ntenn alvarlega uppreisn; brezkur embættismaður myrtur og særðir 2 brezkir liðsforingjar. Wellmann norðurheimskautsfari er lagður á stað frá París norður á Spíts- bergen; þaðan leggur hatin upp í heim- skautsigling sína á loftfari. Japanskt flutningaskip, OyotomeMaru, rakst á sprengidufl í Kóruhafi og sökk. Þar tyndust 50 manns. II. Jarðarför Hiuriks Ibsens 1. þ. m. í Kristjaníu var hin veglegasta og fjöl- mennasta, sem þar eru dæmi til. Þar var Hákon konungur viðstaddur og f[est landsiris stórmenuí, sendiherrar annarra ríkja og sérstakir fulltrúar frá sumum erlendum þjóðhöfðingjum. Christofer Bruun prestur flutti líkræðutia í kirk- junni. Konungs krýningin í Niðar- ósi á föstudaginn (22.) verður ákaflega fjölsótt. Von á meðal annars 14,000 Norðmönnum frá Ameríku. Vilhjálmur keisari sendir Hinrik bróður sinn þang- að í sinnstað, og Friðrik áttundi Harald son sinn. Þóknun fyrir aðjmega horfa út um glugga þar sem sést til krýningar- skrúðgöngu konungshjónanna var kom- in upp í 360 kr. Hann hét Mateo Morales, illvirkinn, sem banatilræðið voðalega veitti kon- ungshjónunum spænsku á brúðkaups- degi þeirra. Hann náðist á leið heitn til sín í Barcelona í þorpi ttokkru skamt frá Madrid. Lögregla þóttist/þekkja hann á lýsingu á honum, og tók hann höndum. Hann lézt fús að fara með á lögregluskrifstofu, en dró að lítilli stundu liðinni marghleypu upp úr vasanum og skaut lögregluþjóninn til bana, en síðan sjálfan sig. Húsráðandi þar, er hann hafði hafst við í Madrid, bar kensl á líkið. Eftir illvirkið unnið rakst Morals á vinnukonu í stiganum, er hann gekk burt, og spurði hana í grandleysi, hvað væri um að vera. Hún sagði hon- um það. En það hrakmenríi og bófi! anzaði hann. Hamingjan gæfi að hann næðist! Morðsamsærið á að hafa verið sett á stofn í Lundúnum. Eftir morðið á kou- ungshjónunum átti að rísa upp bylting í 17 helztu borgum á Spáni og hafði verið búið að tilnefna menn í bráða- birgðastjórn; skyldi lýsa ríkið þjóðveldi. Tilræðið jók mjög á lýðhylli konungs- hjónanna. Drotningin unga ekki enn jafngóð á skapsmunum eftir. Þeir höfðu verið miklu fleiri en fyrst fróttist, er bana liðu við tilræðið, 35— 40 alls. En um 70 meiddust. Jarðarför Þorláks heit. Guðmundssonar f. alþm. fór fram í fyrra dag hór frá dómkirk- junni. Síra Olafur Olafsson fríkirkju- prestur flutti húskveðju, en dómkirkju- prestur síra Jóhann Þorkelsson talaði í kirkjunni. Þessi ljóð hefir Steingr. Thorsteinsson- ort eftir hann, í grafskrift: Hér borinn til hvílunnar síðustu er sá, Er sannur var ættjarðar niður, Því burði hann átti því berginu frá, Sem bezt vora þjóðgæfu styður. Sem viður úr hrjóstruga vanginum nær Að vaxa til signaðra vænda, Oft sjálfmentun óstudd og einslega grær Við íshret í stéttinni bænda. Það reyndist á honum : af hyggjunni sjálfs Að hafði’ hann hvað drjúgast sig mannað, Og þorinn og snjallur á þingunum máls Hann það lét í verkinu sannað. Og þai var ei vitsmuna afburður einn, Hann átti og luudina þótta, Og viljinn var sterkur og vammlaus og hreinn, Hann vildi’ hið góða og rótta. Hið forna hann rækti með festu og trygð, í fari hans duldist það eigi; Hið nýja hann rækti með dáðum og dygð Og djörfung á nútíðar vegi. Þá hljómar: »Fram, bændur ogbúendalið! Og bregðist ei framtíðarvonum«, O, lifi þá andinn og lengst haldist við, Sem lifði og starfaði’ í honum! Og vel sé þér, skrautlausa, skrumlausa sál, Sem skeyttir um fordild ei neina; Því meiri þinn heiður, sem minna var prjál, Og minuing því ártu svo hreina. Og heiðra þá minning, þú lýður vors lands! Hann langaði’ að bættist þin þörfin, Og signuð só hvílan hins sanndyggva manns, Er sefur hér lífs eftir störfin! Stgr. Th. Leiðangursíjóð nefnist ljóðaflokkur, sem síra Valde- mar Briem hefir ort út af mannskaðan- um mikla í vor og eru prentuð í síðasta tbl. Nýja kirkjublaðsins, en sórprentun af þeitn seld til ágóða fyrir mannskaða- samskotin. Það slys varð hér í bæ í fyrra dag, að 16 vetra piltur druknaði, er hann var að fara í sjó, niðan undan Seli. Piltur- inn var syndur vel, en hafði fengið sinadrátt. Hafði verið óhraustur und- ir. Bróðir hans var með honum yngri og þróttminni. Haun gat enga björg veitt. Halldór Daníelsson bæjarfógeti er væntanlegur heim aft- ur úr utanför BÍnni 15. júlí, á Tryggva kongi. Hann kvað hafa fengið góða heilsustyrking og er nú á ferð um Sví- þjóð og Norveg sér til frekari hressing- ar. Ætlaði þá til Jótlands og því næst á stað frá Khöfn hingað 6. júlí.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.