Ísafold - 23.06.1906, Side 2
162
í S AFOLD
Erlend tíðindi.
Markonisk. 21/6
Kyrt orðið aftur í Bielostok. En
nýjar róstur í bæjunum þar í kring.
Fimtíu Gyðingar vor brytjaðir niður í
Starosheki. Helziu Gyðingar á þing
inu í Pétursborg hafa símritað til
Lundúna ákafa áskorun um að skor-
ist sé í málið þaðan til þess að fyrir-
girða tilstofnuð almenn hrannvíg á
Gyðingum ; þessi í Bielostok væri ber-
sýnilega uppbaf þeirra.
Prinzinn og prinzessan af Wales eru
farin á stað til þess að vera við kon-
ungskrýninguna í Niðarósi.
Noregskonungur og drotning héldu
hátíðlega krýningar-innreið í Niðarós.
Hátíðarglaumur um land alt.
Farþegalest á vesturbrautinni í
Kína bar út af vegarspöngunum. j?ar
fengu 100 manns bana eða meiðsl.
' Landbúnaðarnefndin í fulltrúadeild-
inni i Washington er að bera sig sam-
an um að breyta kjötsöluumsjónar-
frumvarpinu eftir óskum Boosevelts
forseta. Síðari frétt segir, að þingdeild-
in hafi fallist á þær breytingar.
Svo er frá skýrt í stjórnar nafni, að
23 menn hafi bana beðið af sprengi-
kúlu-tilræðinu við konungshjónin í
Madrid og 99 sárir eða meiddir.
Kolanámuverkfallsmenn í Ohio hafa
komist að samningum við námueigend-
ur og 35,000 tekið til að vinna aftur.
Til að glæða vináttusamdráttinn
með Bretum og jpjóðverjum komu 50
þýzkir ritstjórar til Englands í dag
kynnisför og fá hinar höfðinglegustu
viðtökur.
Kappsigling var haldin leiðina milli
Dover á Englandi og Helgolands, og
var þar fyrir að vinna verðlaunabikar
keisarans. Ensk skúta, Betty, varð
hlutskörpust.
Þingmannaheimboðið.
Dagskrá um viðtökurnar og dvölina
í Danmörku hafa þeir samið og birt
15. þ. m. með ráði konungs, ráðuneytis-
forsetinn og þingforsetarnir (fólksþings
og landsþings).
|>að er búist við alþingismönnum til
Khafnar 18. júlí. Daginn eftir á að
fagna þeim hátíðlega í viðhafnarsal
háskólans. f>að gera ráðgjafarnir og
ríkisþingmennirnir. f>ar verður kon-
ungur viðstaddur. Um kveldið sama
dag veita rikisþingmenn þeim kveld-
verð með sér í þing-garðinum.
(Aukaþingseta ríkisþingsins verður
16, —23. júlí.)
Daginn þar eftir, föstudag 20. júlí,
býður konungur þingmönnum til dóg-
urðar hjá sér í sumarhöll sinni, Fredens-
borg.
Laugardaginn 21. verður haldið með
þá til Óðinsvé. f>ar er gripasýning
mikil í þann mund. f>ar veitir bæjar-
stjórnin í Óðinsvé þeim dögurð, en
búnaðarfélög miðdegisveizlu.
Sunnudaginn, 22., heldur ríkisþingið
þeim miðdegisveizlu í Oddfellow-höll-
inni í Khöfn, og fer með þá um kveldið
norður í Skodsborg við Eyrarsund.
Mánudaginn verður farið með þá um
Sjáland sunnanvert og þeim sýnd sér
staklega samvinnu-rjómabúin þar. Lýð-
samkoma mikil um kveldið hjá Kage
eða í skóginum hjá Billesborg. f>aðaD
haldið til Kros8eyrar og síðan vestur
um Beltin til Kolding. f>á er haldið
til Askov og Bkoðaður lýðháskóliun þar,
og hinar og þessar verksmiðjur eða
iðnaðarstofnanir þar í grend. f>á vestur
í Esbjerg. f>ar verða þeim sýnd hin
miklu útflutning8látrunai'hús og höfnin
m. m. f>aðan er förinni heitið norður
á Jótlandsheiðar að skoða ræktun
þeirra. f>á verður og komið við í Vé
björgum. Frá Árósum verður haldið
aftur til Khafnar föstudag 27. júlí að
morgni. f>á veitir Oddfellowreglan
þingœönnum dögurð í höll sinni, og
AtlaDzhafseyjafélagsstjórnin miðdegis-
veizlu á Skydebanen.
Laugardaginn 28. á að fara með þá
til Hróarskeldu, að sýna þeim dóm-
kirkjuna þar, um kvöldið heldur kon-
ungur þeim veizlu í aðseturshöll sinni
Amalienborg.
Síðustu veizluna heldur þeim bæjar-
stjórn Khafnar sunnudag 29. júlí.
Mánudaginn 30. létta þeir akkerum
hingað á Ieið. — f>eir eiga þá að vera
orðnir óneyddir til næsta bæjar, sem
kallað er.
Kennaraheimsóknin.
Um ferö'ina þá, þessara 50 kennara frá
Norvegi, Svíþjóð og Danmörku, karla og
kvenna, er Isafold skrifað (fráNorvegi) 12.
þ. m., að þeir byrji ferðina frá Kristjáns-
sandi 7. júlí, komi við í Færeyjum og
Vestmanneyjum, og hingað til Rvíkur
á að gizka 15.—16. júlí. Héðan ætla
þeir sjóveg upp í Borgarnes, þá upp að
Reykholti og ef til vill að Gilsbakka,
þaðan að Þingvöllum, þá austur að Geysi
og Gullfossi og síðan til Reykjavíkur.
Frá Reykjavík er búist við að einhverir
bregði sér austur á Rangárvelli, að sjá
Hlíðarenda og Bergþói’shvol; en aðrir
verði kyrrir á meðan í Reykjavík, 5--6
daga. Héðan halda þeir aftur 29. júlí
og koma þá við í Leith.
f>eir g e t a verið á nóttum í skipinu
hér á höfninni þann tima, sem þeir
standa við hér í bætmm. En engin
mynd væri á að láta þá gera það. Bæ-
jarmenn ættu endilega að skifta þeim á
milli síti til hysingar þá fáu daga, sem
þeir standa hér við. Þá munar ekkert
um það, og þeir m e g a ekki rýra gest-
risnisorð þjóðarinriar með því að legg-
jast það undir hofuð. Gestir þessir verða
langflestir Norðmenn; og er það kunn-
ugra en frá þurfi að segja, hve þar, í
Norvegi, er hér um bil hver íslendingur
borinn á höndum sér, er þar ber að
garði. Danir og Svíar eru oss og eigi
síður velkomnir. Vér kunnum vel að
gera greinarmun á stjórnmálafæð, er á
bryddir stundum við suma þá, er með
völdin fara eða hafa farið í Khöfu, os-
vinsemdarþeli til þjóðarirtnar dönsku.
Það höfum vér og alla tíð sýnt, er til-
efni hefir verið, t. d. í stúdentaleiðangr-
inum, búnaðarkandídataheimsókninni í
fyrra o. s. frv.
Háskólapróf.
Tveir landar hafa í þ. mán. lokið em-
bættisprófi við Khafnarháskóla, báðir í
lögttm: Magnús Sigurðsson (Magnús-
sonar í Bráðræði) með mjög góðri I.
eink., og Bjarni Þ. Johnson með II. eink.
Konungiir yfir íslaiidi.
Khafnarblað eitt, miður merkilegt
raunar (Kl. 12), kveðst hafa heyrt, að
Friðrik konungur ætli sér að gæða
þingmönnum vorum á því í sumar, að
bæta íslandi inn í konungstitilínn —
kalla sig konung yfir Danmörku og
íslandi o. s. frv. J>etta á að hafa
verið afráðið og samþykt á ríkisráðs-
fundi, og haldið, að annað eins dálæti
mundi landinn fá alls ekki staðist.
Konungur á að hafa komið sjálfur
upp með þetta. —
Dýrt er fréttin þessi ekki seljandi
að svo stöddu.
Fórn Abrahams.
í Frh I.
Hjörtu fundarmannanna börðust
harðara en þau áttu að sér, eldur
brann úr augum gamalmennanna og
unglingarnir stundu við með rámri
röddu.
— Já, já! æptu þeir. Alt þetta hefir
borið við áður og getur borið við enn.
— En einkum og sér í lagi fór ræðu-
maður mörgum orðum um Júdas
Makkabeus: Júdas hamar. Öll
hin hjartgróna bifiíutrú hinnar litlu
lýðveldisþjóðar komst í logandi bál.
FundarmenD komust allir á loft.
þeir köstuðu fram út í bláinn máls-
greínum og sundurlausum köflum úr
bænum sínum, og þarna í bókinni
sem pilturinn hélt á — það var öll-
um þeim bersýnilegt — mátti lesa
sögu sjálfra þeirra. Prestaskólastú-
dentinn komst i trúaruppnám, fléttaði
sigurfyrirboðum inn í feigðarspádóma
og dró áheyreDdurna með sér burtu
frá uppgjafarhug til eldlegs hugrekkis,
og kom þeim til að gleyma þrautum
sínum og magnleysi. Hinum harð-
leiknu og köldu örlögum var sem sóp-
að burt; allir trúðu, af því að allir
vonuðu af Dýju. Og er hann hafði
lokið ræðu sinni, þyrptust þeir utan
um hann til að taka í höndina á hon-
um. Enn höfðu Assyríumenn og
Babíloníu eigi fótum troðið Júdaland,
enn gat þjóðin reist sig við af uýju; það
sem bognað hafði gat orðið beint
aftur.
Das war schön! tautaði Zimm-
er og tárin runnu niður eftir kinnun-
um á honum. Til orrustu vinir, til
sigurs! vorwárts, immer vor-
Wárts! (áfram, ávalt áfram!).
— Bíðið við, sagði prestaskólastú-
dentinn. Nú er eftir það sem síðast
er og mikilverðast. Vér erum hing-
að komnir til þess að dæma svikara,
sem er hér á meðal vor.
Nú sló í dauðaþögn; fundarmenn
hengdu höfuðin mður, Simeon Flick
talaði áfram og herti jafnframt að sér
til að veita óþroBkaðri raust sinni há-
tíðlegan blæ.
Engir aðrir en öldungar safnaðar-
ins vÍ8su, hvar fallbyssurnar 8 voru
geymdar. Fjendur vorir hafa náð þeim.
Svikræði! æpti hann og sló ritnmgunni
hart aftur.
— Svikræði! tautuðu fundarmenn.
— Slíkt tilvik sem þetta getur haft
áhrif á gervallan hernaðinn; það
verður að hegna fyrir það svo, að slíkt
verði eigi leikið aftur.
— Hegna! sögðu fundarmenn, eins
og þeir hefðu aliir einn munn.
— J>ess vegna bið eg yður sam
kvæmt valdi þess embættis, sem eg á
brátt að vígjast til, að leggja hægri
hönd á heilaga ritningu drottins, með
þeim alvarlegum ásetningi, að halda eið
yðvarn og heimta vægðarlausa hefnd.
Bönd frændseminnar mega engin áhrif
hafa; ást og vinátta eigi heldur. Ef
sonur kemst að því, að faðir hans hafi
gert það, verður hann að lífláta hann
með eiginni hendi og þvo af í blóði
aökudólgsins þá smán, að vera í ætt
við svikara. Hafi sonur gert það, þá
skal faðir hans taka hann af lífi, og
glæpamaðurinn má þakka guði almátt-
ugum fyrir, að vér eigum ekki kost á
að gera hegningu hans harðari. Hafi
bróðir manns gert það, þá deyi hann,
og bölfuð sé minning hans að eilífu.
Verði það. AmeD. |>ví að næst guði á
himnum er jarðnesk fósturjörð vor
það sem oss er helgast. Sjáið: hér, hér
er ritningÍD; gangi nú allir fram hver
um sig og vinni eiðinn.
Hrifnir af ákafanum í orðum pilts-
ins og skjálfandi af helgum móð sem
hrísla í stormi, gengu nú allir nær til
að gera það sem hann hafði fyrir þá
lagt. Fyrat kom Piet Miiller skjögrandi,
en prestaskólastúdentinn hratt fram-
réttri hönd hans frá og mælti:
— Eg veit ekkert, en ekki skalt þú
sverja; það gæti verið meinsæri.
f>á fór gamli maðurÍDn loks að skilja
og féll til jarðar yfirkominn. En fund-
armenn létu sem þeir sæju hann eigí.
Hatrið gerði þá harðlynda; þeir gengu
á sig krók til þess að þurfa eigi að
koma við hann.
— Faðir mÍDn, Rúben og Davíð l
kallaði stúdentinn, er hann hafði svarið
sjálfur.
Faðir hans og bræður sóru, styð-
jandi tveim fingrum á biblíuna, og á
eftir þeim komu allir hinir.
Abraham van der Nath gekk fram,
er að honum kom, og sór sama hátíð-
legan eiðinn sem binir. Hann hafði að
vísu einu sinni heitið sjálfum sér því,
að hann skyldi eigi úthella manns-
blóði framar, en þetta var annað,
langtum meira; og andstygð hans var
svo mikil, að hann fór langan bug fram
hjá Piet Múller, sem lá á grúfu og
var að sjá sem dauður væri.
— Ættjörðin mín! mælti hann, frá
sér numinn; þigðu heit mitt, og eg bið
þess, að nafn mitt og sonar míns sé
bölfað, ef eg rýf eiðinn.
Honum hitnaði um hjartarætur, er
hann bætti þessu við.og hann leit glaður
kringum sig á hópinn, þar sem orðum.
hans var tekið með ánægjuklið.
— Og de Vlies? spurði einhver, er
hinn síða8ti hafði svarið.
— Vér höfum hugsað um hann,.
sagði Erasmus Flick, sem stóð þar
fagnandi yfir frammistöðu sonar síns.
Synir mínir leggja á stað annað kveld.
— Hví eigi undir eins? Hann getur
þurft bráðlega að halda á fréttinni um
-----um fallbyssurnar.
— Hina nóttina verður eflauat tungls-
Ijós, og þá er hægra að laumast fram
hjá næturvörðum þeirra rauðálfanna;,
þeir ugga þá ekki að sér.
Fundarmenn kinkuðu kolli til sam-
þykkis og tókust allir í hendur að
skilnaði.
Enginn skifti sér af Piet Múller, og.
þegar þeir skildu, sagði prestaskólastú-
dentinu:
— Gætum þe8s, að muna vel.
— Vér skulum engu gleyma.
Raust van der Naths kvað hæst
við og hann krepti fastast hnefaön, er
þeir sögðu þetta.
En gamli Múller Iá eftir raeð and-
litið á grúfu. Hesturinn hans beið
nokkra stund og hneggjaði, þegar hin-
ir fóru burt. Siðan sneri hann við
höfðinu forviða, dró tjóðurhælinn upp,
gekk að hinum einmana manni og^
rak flipann í herðar honum gætilega.
það gerði hann nokkrum sinnum, þar
til er húsbóndinn raknaði úr roti og
leit ruglaður í kring um sig.
— f>eir halda, að eg — — að eg
hafi gert það! mælti hann og fálmaði
út í loftið, utan við sig. Hann fann
biblíuna, sem prestaskólastúdentinn
hafði lagt hjá höfðinu á honum. J>á
mundi hann eftir öllu og grét eins og
barn.
Hesturinn hneggjaði og rak snopp-
una í hann.
Piet Múller stóð upp, baslaðist nauðu-
lega upp í hnakkinn og reið hsim-
leiðis. Hann kom heim með morgn-
inum og gekk inn, með biblíuna í hend-
inni. Hann reisti stiga við loftsgatið
og skreið upp á loftið. Hann leitaði
lengi í reiðtýgjadóti sínu, þangað til
hann fann langa og mjóa ól. |>á
brosti hann einkennilega, þótt tárin
rynnu niður magrar kinnarnar á hon-
um.-------
Fyrra hlut dagsins átti tengdadótt
ir hans erindi upp á loftið, og þar
fann hún tengdaföður sinn stirðan og
kaldan með snöru um hálsinn, en
opna biblíuna fyrir framan hann. Blöðin