Ísafold - 30.06.1906, Side 2

Ísafold - 30.06.1906, Side 2
170 ÍSAFOLD almenningi trú um, að hún vœri hand- ónyt og óáreiðanleg: og hve óskaplega þeir urSu sér til minkunar. Alt til a5 þjóna höfðingja sínum, sem slysið hafði unnið. Meðan verið var að undirbúa hér tæk- in, sem áttu að veita hraðskeytunum viðtöku, var alt af verið að fræða lyð- inn á því, að ekkert viðlit væri að þetta lánaðist. Tíðinda-tobbar danskra blaða rit.uðu þangað héðan, að þann og þann dag hefði því verið beitið, að hraðskeytin mundu fara að berast; en alt af hefði þurft að færa daginn, og ekki væri hann kominn enn og mundi aldrei koma. Þetta var auðvitað tómnr skáldskapur. Þeir bjuggust við, að dönsku mömmu kæmi þetta vel. En löngu voru skeytin farin að berast, þegar skáldskapur sá fluttist hingað. Af ótrúlegri fákænsku og heimsku- hleypidómum töluðu þeir um málið, sem fróðastir þ ó 11 u s t vera um það, á ð u r en skeytin fóru að berast. Frá þeim kom kenningin um, að farið hefðu 8 stundir til þess að koma 3 orðum yfir fjali með loftritun og því væri ekki að hugsa til að koma þeim yfir Reykjanesfjallgarð, þótt þau kynnu að komast að honum; að norðurljós vteri eitur fyrir þau; a S loftskeyta-að- ferðin væri raunar ekki annað en leik- fang, sem höfundar hennar gumuðu af alveg stjórnlaust til þess að fleka menn O. s. frv. Daginn, sem hraðskeytin voru fyrst birt, fullyrti einn hálæröur ofvitringur, er hann sá þau auglýst, að ekki gæti þetta veriö rétt; þau litu ekki svona út! Annar fullyrti, að fréttirnar, sem skeytin fluttu, mundu hafa komið með skipi til Hafnarfjarðar nóttina áður og því væri logið til, að þau hefðu borist í loftinu frá Englandi. Þriðji náunginn af sama sauðahúsi og viðlíka vel að sér hélt, að ef skip yrði í leið fyrir skeyt- unum hingað, mundu þau lenda þar og komast ekki lengra. Lífsháski gat og orðið að þeim af sumra vitringa sögn, ef eitthvað kvikt yrði í leiö fyrir þeim. Þaðan spanst sagan um, að eitt skeytið hefði borist upp á Mýrar og verið nærri búið að drepa þar mann. Það var ákaf- lega mikiö barist við að halda því fram, að skeytin týndu tölu á leiðinni, og komið með ýmsar skýringar á, hveruig það mundi atvikast. Þar á meðal var sú ein, að þau lentu í skörðum í Reykja- nesfjallgarði og yrðu þar til. En ekkert hafa skeytin gefið sig að þessu, eða þeir, sem fyrir þeim ráða. Þau hafa nú borist daglega heilt ár, vanskilalaust það er frekast er kunnugt um almenn fróttaskeyti að minsta kosti. Einhver kvörtun hefir heyrst um van- heimtur á skrytum einstakra manna, sem hefir annars verið mjög lítið átt við að senda, af því að afgreiðslustöðin hefir ekki viljað taka ábyrgð á þeim — hún vissi ekki nema viðtökustöðin væri biluð. Hún bilaði einu sinni í fyrra, og var þá gagnslaus 2—3 daga. En ekki mun vera nein vitneskja um, hvort van- heimt skeyti hafa verið send. Og haft er eftir kaupmanni þeim, er mest hefir að því gert, í Khöfn, að ö 11 skeyti frá honum hingað hafi komið til skila. Hins vegar vita þeir, sem dálítið þekkja til þessarar hraðskeyta-aðferðar, að við- tökustöðin hér er miklu ófullkomnari en við þykir hlíta mega ella á löngu færi; stöngin að eins ein, í stað tveggja eða þá turns af steini. Ekki þarf að eyða rnörgum orðum að því að rifja upp, hvernig málinu reiddi af á þingi. Þrátt fyrir þá vildarkosti, sem þínginu buðust frá ekki einu, held- ur tveimur loftskeytafélögum, þrátt fyrir hinn órækasta vott þess hvað ofan í annaö, hver var vilji þjóðarinnar um það mál, þrátt fyrir bersýnilega voða- byrði af ritsímanum fyrir landssjóð, auk mjög tæprar tryggingar fyiir, að ritsíma- sambandið verði ekki heldui stopult, fylgdi rneiri hluti þings, mikill meiri hluti, höfðingja sínum að því ráði, að aðhyll- ast ritsímann og hafna loftskeytasam- bandinu. Þ a ð er enn óskemtilegra frásagnar en heimskan og fákænskan í fyrra um loftskeytasambandið, hve hrapallega þjóð- fulltrúar vorir brugðust þar trausti al- mennings á sjálfstæði þeirra og þjóð- hollustu, því er gera veröur ráð fyrir að kjósendur hafi til þeirra borið, er þeir greiddu þeim atkvæði til þings. Heiöurssainsæti það, er J. C. Poestion frá Vín var haldið í gærkveldi í Iðnaðarmannahús- inu, var allfjölment, um 70 manns. þar voru flestallir lærðir menn í bæn- um og nokkrir heldri borgarar aðrir, auk fáeinna útlendinga hér staddra. Ræðu fyrir minni heiðursgestsins flutti rektor Steingr. Thorsteinsson. En heiðursgesturinn mælti fyrir minni Ísland8. þeir mæltu báðir á þýzku. Pleiri minni voru ekki drukkin yfir borðum. Hr. J. C. Poestion sagði svo um það starf sitt, er hann hefir gert ís- lenzkar bókmentir kunnar út um heim með því að rita um þær svo ræki- lega sem hann hefir gert á einni höfuð- tungu heimsins og snúa miklu af ís- lenzkum ljóðum á það mál, að þar með hefði bókmentirnar íslenzku verið að eins látnar njóta þess réttlætis, er þær ættu tilka.ll til; svo mikið væri í þær varið. Ekki kvaðst hann hafa þráð annað meira mjög. lengi en að koma hingað og sjá þetta land, hina frægu sögu8taði þess og mikilfenglegu náttúru, og kynnast þjóðinni að sjón og heyrn. Hann kvað þetta vera hina mestu íagnaðarstund á æfi sinni. Fyrir minni hans var sungið þetta kvæði, eftir Ben. Gröndal: Þér heilsar Islands alda, þú Austurríkis son, og frónið fjarra’ og kalda, þú frægi Poestion! Af blómgum sunnan-ströndum, frá sælum Vínar glaum þú svölum leiðst að löndum um langan ægi-straum. Hvern skyldi heldur prísa og hverjum flytja þökk en þeim sem öldin ísa skal ávalt minnast klökk; til fjarra lífsins landa vort lé/.tu berast hrós; þín orð um aldir standa sem eilíft stjörnu-ljós. Þaðer ei þjóðin eina, sem þér nú flytur lof, en fjöldi fróðra sveina þór frægðar opnar hof. Þú vaktir dimma daga og drunga bægðir frá, svo yfir okkur Saga í einu ljósi brá. Þó ýmsar raddir reyni að rj'ra land og þjóð, þá ertú samt sá eini, sem annað vekur hljóð. Það orð sem upp var kveðið það ætíð finnur stað, og huggað getur geðið, ef gengur nokkuð að. Því mun í veröld vara þitt vinalega mál, og yfir aldir fara, sem ekta gull og stál. Vór geymum æ í anda þig, Austurríkis son; þitt lof skal lengi standa og lifa, Poestion! B. G. þeir töluðu síðar, við kaffidrykkjuna, mag. art. Agúst Bjarnason og dr. Helgi Pétursson, báðir á þýzku. Slyslarir. Frézt hefir austan af Berufirði með Fálkanum (herskipinu), að orðið hafi þar fyrir skömmu það slys á strandferðaskipinu V e s t u, að atýri- maður misti af sér 3—4 fingur á hægri hendi, og timburmaður hægri höndina alla. þeir höfðu verið að koma af sér stórum mótorbát, sem átti að fara til Vestmanneyja. þeir voru fluttir á spítala á Fáskrúðsfirði. Pilturinn sá, sem skotinn var í brjóstið um daginn hér í þingholtun- um, lifir enn. Stúdentar. þessir 12 stúdentar hafa útskrifast í dag úr Reykjavíkurskóla: Aðaleink. Jóhannes A. Johannessen I 91 st. Páll Sigurðsson 1 84 — Pétur Á. Jónsson II 81 — Utan skóla: Arni Árnason I 104 — Sig. Jóhannesson Nordal I 104 — Stefán Sch. Thorsteinsson I 97 — Magnús Gíslason 1 94 — Konráð Ragnar Konráðsson 1 90 — Pétur Hafsteinn Pétursson 11 82 — Jón Sigurðsson II 81 — Vernharður þorsteinsson II 77 — þórður Oddgeirsson III 43 — l»an Sigius Einarsson söngfræðingur og söngkonan Valb. Hellemann, sem hér voru á ferð í fyrra og nú eru orðin hjón, komu í vor til Austfjarða frá Khöfn, héldu 3 hljóm- leika á Seyðisfirði og voru að byrja þá á Akureyri, er síðast fréttist. það- an ætluðu þau til ísafjarðar og syngja þar, og eru væntanleg hingað til Reykja- víkur 5. júlímán. MannskaðaHHinskotin eru uú orðin rúmlega 11,900 kr. Þar i er ekki neitt enn frá löndum í Ameríku, sem byrjaðir voru á samskotum þar, er síðast fréttist, í Winnipeg. Þau koma siðar, í einu lagi líkl. Farþegar ótaldir um daginn með s/s Ceres hingað á siðustu helgi (24.) voru Björn Olafsson augnlæKnir og hans frú, P. J. Thorsteinsson kaupmaður frá Bíldudal og synir haus tveir. Rangnefndur var Sig- urður Sigurðsson stúdent, í stað Sigurður Lýðsson. Ólafur Johnsen rektor frá Oðins- vé kom einn sins liðs; kona hans er dáin fyrir nokkrum missirum. Hesthús-e“ heyhús Semja má við Herbert Sigmundss. Mesta úrval af alls konar járnvörum og smíðatólum er nýkomið til verzl. c3. c7C. c3/ arnason. L a in b s k i n n er bezt að selja Jes Zimsen,. Reykjavík. Biðjið ætíð um Otto Mönsteds dunska smjörlíkí, Sérstaklega má mæla með merkjunum Elefant og Fineste sem óvið- jafnanlegum. Reyniö og dæmiö.. Ljáblöð með fílnum, 3 lengdir. Brýni. Brún- spónn o. s. frv. í verzlun H. P. Duus. Chika Áfengislaus drykkur, drukkinn í vatni. Martin Jensen, Köbenhavn K. Hver sá er borða vill gott Mar gar íne fær það langbezt og ódýrast eftir gæðum hjá Guðin. Olsen. Telefon nr. 145. Lambskinn kaupir H. P. Duus. Kartöflur danskar, tn. á kr. 7,25. Lauknr á 20 aura pd. komið með CERES til verzl. B. H. Bjarnason. Hestskófjaðrir ,,r. 7 þúsund stykki kr. 2,55 fást í J. P. T. Bryde’s verzlun. Vel er geíið fyrir vorull í LIYERPOOL. Ágætar danskar Kartöflur hjá GÍSLA JÓNS8YNI.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.