Ísafold - 07.07.1906, Page 2

Ísafold - 07.07.1906, Page 2
173 ÍS AFOLD ávarp til Norðmanna í Ijóðum, frá í fyrra sumar. Hringsjáin íslenzka í hverju hefti, eftir ritstj. (mest) og ýmsa aðra, er ait af mikils virði, hér um bil eina heilleg vísbending sem vér fáum um annarra þjóða rit um ísland og íslenzkar bók- mentir. Eitsjá, um íslenzkar bækur, er og í hverju hefti. Loks mynd af konungshjón- unum nýju framan við síðasta heftið. Hlutabankinn héit aðalfund sinn svo nefndan 2. þ. mán., hinn fyrsta frá stofnun hans. Ekki var þarnema helmingur bankaráðs- ins, auk formanns (ráðgjafans). S/s Vesta hafði gert Stykkishólmsmannin- um þann grikk, að verða of sein með hann hingað, og útlendu bankamenn- irnir þrír létu sér duga að einn færi fyrir þá alla: P. O. A. Andersen rík- isskuldaskrifstofustjóri. Og enginn kom á fundinn annar allra hluthaf- anna útlendu, sem mestalt eiga hluta- féð; aðeins nokkrir hinna fáu inniendu hluthafa, þeir er hér eiga heima. Segir svo í fundarskýrslu bankans, að at- kvæðamiðar hafi verið fyrirfram úti látnir fyrir meira en helming hluta- fjárins, 1,196,000 af 2,000,000 kr., og að þeir, sem þá höfðu, hafi nær allir sótt fundinn. Bankaráðsformaðurmn, þ. e. ráðgjaf- inn, fullyrti, að bankinn hefði áunnið sér traust innan lands og utan, hluta- bréf hans seljiet vel erlendis og fari hækkandi í verði alt af; reynslan hefði og sýnt, að þörf hefði verið á meiri peningum og starfsfé inn í landið (hvernig Hkar »móðurbróðurnum« önn- ur eins villukenning?), enda hefði bank- inn þegar flutt mikla peninga til lands- ins. Hann hvað framkvæmdarstjóra bankans eiga þakkir skilið fyrir frammi- stöðu sína. þ>ess gat formaður og, að miklu meiri verzlun hefði bankiun haft það sem af er þessu ári en fyrri hluta ársins í fyrra. Alt var samþykt í einu hljóði sem bankastjórnin hafði lagt til um það, hvernig verja skyldi því, er bankanum hafði græðst til ársloka 1905, þar á meðal að hluthafar fái 5 J f, í vöxtu af hlutafénu frá byrjun, sama sem nál. 3 5;% um árið. Hr. P. O. A. Andersen gekk úr bankaráðinu í þetta sinn, eftir hlutkesti, en var endurkosinn í einu hljóði Sömuleiðis var J. Havsteen f. amt- maður endurkosinn yfirskoðunarmaður. Samþykt var í e. hlj. að a u k a h 1 u t a f é bankans upp í 3 m i 1 j. frá nýári 1907. Loks voru samþyktar þær breyting- ar á reglugjörð bankans (frá 25. des. 1903), a ð málmforði í vörzlum bank- ans þurfi ekki að vera nema §, í stað $; a ð til málmforða bankans megi telja ekki aðeins snöggkræfar kröfur á þjóð- bankann í Khöfn, Noregsbanka og Englandsbanka eða Skotlands, heldur einnig hjá öðrum bankastofnunum, sem minst f bankaráðsins meta fulltryggar og taldar eru til fyrsta flokks, án þess að dregnar séu frá gagnkröfur bank- anna á hendur íslandsbanka; og að fyrirliggjandi þurfi að vera í bankan- um og útbúum hans minst sem svarar a* seðlum þeim, sem úti eru í veltu, í stað i áður, enda sé það gjaldgeng mynt og | hlutar þess gull- mynt. Heimild fyrir þessum breytingum á reglugerðinni er í tvennum lögum frá 10. nóv. f. á. Landsreikningurinn 1905. Sú hefir raun á orðið um fjárhags- tfmabil það, er nýlegá er út runnið og reikningur fullsaminn um fyrir skemstu, að hagur landssjóðs er að vanda stór- um betri en ráð var fyrir gert þegar samin var áætlun um það á sínum tfma. það er vitanlega mest að þakka góðærinu undanfarið langan tíma. Eftir þeirri áætlun mátti búast við hálfrar miljónar tekjuhalla í reiknings- Iok. En hann v a r ð vel helmingi minni fyrra fjárhagsárið, 1904, eða að eins 103 þús. kr., í stað 250 þús. eða vel það. Og síðara árið, 1905, hefir hann enginu orðið, heldur gengið af til muna, einmitt rúmar 103 þús. kr. það er með öðrum orðum, að fjár- hagstímabilið skilar sér hallalaust fyr- ir landssjóð. Tekjurnar urðu um 200 þús. kr. drýgri fyrra árið (1904) en við var bú- ist, og 300 þús. meiri síðara áríð. f>að er furðu-álitlegur búskapur. Tekjudrýgindin bera sérstakl. ánægju- legan vott um vaxandi velmegun þjóð- arlnnar. Hún kemur fram í tollunum. þvf meira veldur hún þar um að jafnaði en óspilun og eyðsla um megn fram. Tollhækkun sú, sem lögleidd var í fyrra, að þarflausu raunar, dregur nokkuð síðara áriö að eins. Aðflutningsgjaldið eitt hefir hleypt fram tekjunum um hátt upp í 200 þús. kr. f>að var áætlað árið sem leið nál. 450 þús., en hefir orðið 630 þús. kr., eftir því sem blað stjórnarinnar Löge. skýrir frá. J>að er aðallega kaffi- og sykurtollur, tóbakstollur og áfengis- tollur. f>ar næst hafði útfiutningsgjald af fiski og lýsi orðið nær helmingi meira en á var ætlað, eða nær 130 þús. í stað 70 þús. Enn fremur óvissar tekj- ur 55 þúg. kr., í stað einna 5 þús. Tekjur af áfengisverzlunarleyfum og árgjald af áfengissöluleyfum eða veitinga urðu nokkuð minni en á var ætlað. Af áætluðum gjöldum landsjóðs spöruðust það árið enn 35 þúsundirn- ar til ritsímans. Kostnaður tilútrým- ingar fjárkláðans varð 39 þús. kr. í stað áætlaðra 16 þús. kr. f>á urðu verðlaun fyrir útflutt smjör ekki minni en 29 þús. kr. samtals, en höfðu verið áætluð að eins 5 þús. kr. Einna stærstu útgjaldaliðirnir eru um 130 þús. kr. til vegabóta og um 104 þús. kr. til gufuskipsferða og gufu- báta. Alþingi hefir kostað í fyrra 52 þús. kr., í stað kringum 40 þús. kr. áður me8t. f>ingmenn voru að vísu 4 mönnum fleiri, og þingtíminn heldur ílengri. En þó virðist munurinn vera meiri en því svarar. Amtsráðsfundur hér í SuSuramtinu var haldinn 25. f. mán. Þessir voru fulltrúar á fundinum: Jón bóndi Einarsson í Hemru, síra Skúli Skúlason í Odda, síra Valdimar prófastur Briem, Agúst bóndi Jónsson í Höskuld- arkoti, Þórður hreppstjóri Ouðmundsson á Hálsi og Hjörtur Snorrason skólastjóri á' Hvanneyri (varamaður Borgf.). Sýsluvegagjald var leyft að hækka þ. á. upp í 1 kr. á hvern verkfæran karlmann í Vestmanneyjum, 2 kr. í Kjósarsýslu og 2 kr. 25 a. í Árnessýslu. Til þjóðvegar upp Mosfellssveit veitti þingið í fyrra 4000 kr. gegn jafnmiklu tillagi annarsstaðar frá. Samþykt var á þessum amtsráðsfundi 3000 kr. fjár- veiting til þess vegar úr sýslusjóði Kjósar- sýslu gegn 1000 kr. minst frá Mosfells- hreppi, og 2500 kr. lántaka Kjósarsýslu í þessu skyni. Til að styrkja vólarbátskaup lianda Kjósarmönnum og Kjalnesingum sam- þykti amtsráðið, að verja mætti 1000 kr. af fyrnefndu 2500 kr. láni til Mos- fellshreppsvegarins til lilutabrófakaupa í þeim bát. Samþykt var 2250 kr. fjárveiting úr sýslusjóði Gullbringusýslu til vegargerðar úr Hafnarfirði suður að Vogastapa, gegn 2500 kr. fjárlagaveiting í fyrra. Þessar lögferjur í Árnessýslu var sam- þykt að leggja niður: á Brúará hjá Böð- móðsstöðum, á Hvítá hjá Ai’narbæli og á Þjórsá hjá Þjórsársholti. Skógræktarfólagi Eeykjavíkur voru veittar 150 kr. úr jafnaðarsjóði þ. á. og Kvennaskóla lleykjavíkur 100 kr. Héraðssýningii á að halda laugardaginn kemur (14. júlí) við Þjórsárbrú fyrir Árnes og Kangárvallii sýslur. Þar verða að eins sýndir stóðhestar 3 ára og eldri og graðneyti ll/2 árs og eldri. Verðlaun verða liá, 10—40 kr., enda verðlaunafóð 600 kr., 400 frá Landsbúnaðarfélaginu og 100 kr. úr sýslusjóði bvorrar sýslu. í sambandi við sýninguna eiga að vera skemtanir: ræðuhöld, söngur, dans o. fl. Með vélarbát frá Norvegi komu 3 menn (2 norskir, 1 íslenzkur) til Vestmanneyja 22. f. m., handa Magnúsi bónda Þórðarsyni í Sjó- lyst. Þeir voru 10 daga frá Norvegi til Seyðisfjarðar, en 12 daga þaðan. Bát- urinn er 1G1/^ alin á lengd og 5J/2 á breidd. Enn varð slys fyrir skömmu, fyrra föstudag, uppi á Mýrum. Maður var á ferð frá Borgar- nesi út í Hjörsey og reiddi barn í söðli á öðrum hesti, er hann hafði í taumi. Sá fældist og kipti af manninum taumn- um. Barnið var bundið í söðulinn, en hann snaraðist undir kvið, og var barnið rotað til bana áður næðist. Það var 8 vetra piltur, sonur Ásgeirs kaupm. Ey- þórssonar, og hét Háukur. Landsdómarar. Kosið hafa Kangæingar í landsdóminn þá Einar sýslumann Beuediktsson, Eyólf Guðmundsson oddvita í Hvammi, Grím hreppstjóra Thorarensen í Kirkjubæ og Tómas bónda Sigurðsson á Barkarstöð- um. En Vestur-Skaftfellingar Gunnar Olafsson verzlunarstjóra í Vík og Jón hreppstjóra Einarsson í Hemru. Settur liéraðslæknir í Eyrarbakkahéraði um sinn er Guð- mundur Tómasson læknaskólastúdent rneðan héraðsl. Ásgeir Blöndal er að leita sór lækninga erlendis —- við brjósttær- ing, sem er í byrjun. Hvanneyrarskóli. Eftir framlagðri skýrslu á amtsráða- fundi hér um daginn eru eigur skól- ans nú nál. 92 þús. kr., en skuldir eru um 34 þús. Skuldlaus eign því nál. 58 þús. kr. — Jörðin Hvanneyri með Kvígstöðum er metin 20,600 kr.; hús og húsaefni 41,500, auk kirkjunn- ar, sem er metin 5 þús.; lifandi pen- ingur rúm 12 þús.; heyfyrningar og búsafleifar 4 þús.; annað lausafé rúm 4 þús.; jarðyrkjuverkfæri og heyskap aráhöld hátt upp í 2 þús. Amtsráðið skipaði í stjórnarnefnd skólans þ. á. þá Guðm. próf. Helga- son í Eeykholti og f>órð hreppstjóra Guðmundsson á Hálsi, en til vara Björn búfr. Jónsson á Akranesi. Amts- ráðið veitti Hirti skólastjóra meðmæli til forstöðu fyrir bændaskólanum fyrir- hugaða á Hvanneyri, ef hann sækti um hana. Mannskaðinn niikli. Fiskiskútan Keistján úr Stykkishólmis var eitt þilskipið, sem týndist í vor í siðara manndrápsveðrinu, viku af sumri, með 11 mönnum, eins og áður hcfir getið vcrið hór' í blaðinu. Níu voru úr Helgafellssveit, 1 vir Eyrarsveit, 1 úr Ólafsvík. 1. Þorsteinn Lárusson skipstjóri, 43 ára, ekkjum., lætur eftir sig 3 börn, 6—11 ára. 2. Guðmundur Jóhanusson stfrimað- ur, 19 ára, ókvæntur. Móðir á lifi, er misti mann sinn fyrir nokkrum árum í sjóinn. 3. Páll Jóhannsson, 18 ára, ókvæntur, var stoð aldraðrar, dauðsjúkrar ömmu. 4. Jón Magnússon, 31 árs, lætur eftir sig unnustu og 2 ung börn. 5. Kristján Kristjánsson, 30 ára,, ókvæntur; aldraðir, lúnir foreldrar syrgja. 6. Sigurjón Sveinsson, 27 ára, ekkju- maður, lætur eftir sig ungt barn ; kona hans druknaði fyrir nokkrum árum. Þessir allir voru úr Stykkishólmi, Enufremur úr sókninni: 7. Pétur Jónsson, bóndi úr Hösk- uldsey, 48 ára, lætur eftir sig ekkju með 4 börnum, 3 ófermd. 8. Guðmundur Jónsson, ekkjumaður, húsmaður úr HöskuldseyItt.59 ára; böm í ómegð. 9. Jón Þorleifsson, 17 ára, úr Þor- móðsey. Móðir á lífi, ekkja; faðirinn druknaði. — Þá 10. Jóhannes Þorsteinsson, bóndi frá Hömrum í Eyrarsveit; lætur eftir sig ekkju og mörg börn. — Loks 11. Hans Hansson, húsmaður úr Ólafsvík, lætur eftir sig ekkju og barn.. Hér hefir enn bæzt tilfinnanlega við- tölu hinna mörgu, er sjórinn hefir að bana orðið hinn minnisstæða aprílmánuð síðast, ritar próf. Sig. Gunnarsson. Mörg er undin, sem hór blæðir, og allir syrg- jendur eru fátækir. Tilfinnanlegast kemur þetta manntjón niður á Stykkishólmi og nágrenninu. Huggunar og styrks þarf hér við sem annarstaðar,.er þessi hörmulegui stórslys hafa orðið. Um ódáðamannimi Thygesen skóara í Árósum, þann er telpuna mýrti o. s. frv., segir svo Kristeligt Dagblad, að hann hafi aldrei verið i þjónustu heimatrú- boðsins, heldar verið um tima ráðsmaður sjómannaheimilis í Árósum, sem nokkrir borgarar þar áttu, og var þá leyft, eftir meðmælum kunningja sinna, að tala í heima_ trúboðshúsum til að hlynna að þessu heim- il, án þess þó að vera ráðinn starfsmaður heimatrúboðsins danska. Fyrir hér um bil þremur árum komst upp/um hann saurlifnaðar-ódæði við ungar telpur; það kom mjög flatt upp á alla, því þá grunaði engan, að hann væri sturlaður annað veifið, nema ef til vill konu hans, sem fór fram á að stjórnarvöld sæi um að hann gerði engum mein framar. Hann misti vitanlega þegar ráðsmenskuna á sjómannaheimilinu, og var dæmdur i 2 ára hetrunarhúsvinnu. Þá fyrst tók heima- trúboðið að ser alla umsjón þessa sjómanna- heimilÍB. Þegar Thygesen kom úr betrunarhúsinu aftur, var hann bersýnilega bilaður á geðs- munum, hann sat um að ganga nakinn,. var um tíma "i geðveikradeild sjúkrahússins Árósum o. s. frv. Nákunnugur maður heimatrúboðinu danska, cand. theol. Sigurbjörn A. Gislason, segir að þvi fari fjarri, að stjórn heima- trúboðsins hafi Hátið hann halda áfram« nokkru starfi þetta geðveikisár hans. Hvort hann‘hefir þá sjálfur ráðist i að halda • kristilegar, 8amkomur« veit eg ekki, bætir S. A.|G. við, en að minsta kosti hefir það ekki veríð i húsum heimatrúboðsins.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.