Ísafold - 07.07.1906, Qupperneq 3
IS AFOLD
174
Mannalát.
H e1g a S o f f í a Vigfúsdóttir
frá Asi í Holtum andaöist eftir holskurö
á Landakotsspítala hér í bænum 24. f. m.
Hún var dóttir hinna nafnkunnu hjóna
Vigfúsar Eiríkssonar dannebrogsmanns í
Asi og Katrínar Bjarnadóttur frá Sand-
hólaferju, en systir Guðrúnar konu Páls
Stefánssonar búfræðings í Ási, er nú er
ein á lx'fi af 10 systkinum. — Hin láttia
varð fullra 47 ára að aldri og ól hún
allan sinn aldur ógift í Ási. Eigi að
síður munu þeir margir, er nú sakna
hennar og minnast hennar góðu mann-
kosta, því hún var fyrirmynd annarra
kvenna að háttpryði, stillingu og grand-
varleik í orði og verki. P.
Hinn mikla mannskaðadag 7. apríl
þ. á. druknaði ásamt fl. á skipinu
Sophia Wheatley G í s 1 i H a 11 s s o n
úr Reykjavík, 35 ára, kominn af merk-
um bændaættum í Gullbr.sýslu, og voru
þeir systkinasynir Guðm. læknir Hannes-
son og Gísli heitinn, en hann var fóstur-
son Guðm. bónda Guðmundssonar á
Áuðnum og bróðursouur konu hans.
Kvæntur var hann fyrir nokkrum árum
Sigríði Ólafsdóttur, og áttu' þau ,eitt
barn á lífi. — Gísli heitinn Hallsson var
með ötulustu sjómönnum við Faxaflóa,
sórstaklega á opnum skipum, og stund-
aði hann sjó á Austfjörðum mörg ár
með miklum vaskleik; var þar talinn
einhver með allra beztu formönnum og
fiskimönnum, sem þangað hafa komið
af Suðurlandi, og er hans víst víða þar
getið með virðingu og söknuði. Hann
var stiltur maður og háttprúður, og
unnu honum allir, er honum kyntust.
Kona hans, barn, fósturforeldrar, aldrað-
ur faðir, bræður og vinir hins látna
sakna lians mikið, sakir mannkosta hans,
atorku og atgervi.
Einn af vinum hins látna.
Kristín Björnsdóttir ekkja
Gísla Sigui-ðssonar frá Neðra-Ási í Skaga-
firði andaðist í gær úr taugaveiki á
heimili sonar síns Sigurbjarnar Á. Gísla-
sonar kandidats, eftir 2 ára dvöl þar.
Hún varð 59 ára gömul. Auk þessa
sonar sins á hún 3 dætur á lífi: Sigur-
línu, sem er gift kona á Ingveldarstöð-
um á Reykjaströnd, Lilju, rjómabústýru
við Kálfárbúið í Eystrihrepp, og Sigur-
björgu hjá bróður sínum hór í Iivík,
báðar ógiftar.
Jarðarförin fer fram laugard. 14. þ. m.
og byrjar kl. 11 í Þingholtstræti 11.
Marconiskeyti
heldur ófréttnæm þessa viku. Sagt
frá samblæstri 16 tyrkneskra herfylkja
í Yernen og að þau hafi gefist upp
fyrir kastalaskothríð eftir mikið mann-
fall.
Lögregla liafði fundið sprengikúlna
verksmiðju í Moskva og vopnabúr.
Tuttugu manns fangelsaðir fyrir það.
Fyrir kvitt um áformuð mergðarvíg
á lögreglumönnum í Varsjá var þeim
öllum komið burt þaðan og fótgöngu-
lið látið hafa þar löggæzlu á hendi í
þeirra stað.
Mikill stormur gerður á fulltrúa-
þinginu í Pétursborg á miðvikudaginn
út af því, að ráðgjafarnir sögðu, að
morðingja væri sjálfsagt að láta sæta
líflátshegning.
Skæð kólera í Filippseyjum.
Eldur eyddi Mikaelskirkju í Ham-
borg og mörgum húsum. Fjórir menn
biðu bana og margir fengu meiðsl.
Meiri hluta embættismanna í ný-
lenduráðaneytinu í Berlín á að reka
úr embætti fyrir uppljóstun stjórnar-
leyndarmála.
Keisarinn er lagður á stað frá Kiel
til Norvegs.
Strand.
þýzkur botnvörpungur strandaði ný-
lega á Skeiðarársandi. Menn björguð-
ust allir, 10 á land beint, en 4 á ann-
an botnvörpung, sem misti 4 menn af
sér í þeirri björgun. Páll bóndi Ólafs-
son frá Höfðabrekku kom með skip-
brotsmennina 10 hingað á sunnudag-
inn.
Landlækniseml>ættið
er að losna, fyrir uppgjöf landlækn-
is dr. J. Jónassen, sem er orðinn tölu-
vert ellihrumur.
Emb ættispr ófi
í lögfræði við Khafnarháskóla hefir
lokið nýlega Einar Arnórsson með
mjög góðri I. einkunn.
Læknaskólinn.
Fyrri hluta embættisprófs leystu þeir
af hendi þar seint í f. m. Guðmundur
Tómasson með I. eink. og Valdimar
Steffensen með II. betri aðaleinkunn.
858'"' Vegxxa flutnings á prentvélum
Isafoldarprentsniiðju kom ísafold ekki út
á miðvikudaginn 4. þ. m.
Aðkonxandi eru hér í hæ um þessar
mundir meðal annarra þeir Hjörleifur pró-
fastur Einarsson frá Undirfelli (sér til
heilsuhótar) með frú sinni, sira Hatthías
Jochumsson og Júlíus læknir Halldórsson
með sinni fx-ú.
Vel er gefið íyrir
vorull
í Liverpool.
F e r ii i s o 1 í a
hjá
Jes Zimsen.
Óskilahestur er nýlega fundinn í
Krisuvíkurfjöllum, rauðtoppóttur að lit,
skáhlesóttur, sokkóttur og hringeygður á
öðru auga. Vitja má til undirritaðs gegn
því að horga þessa auglýsingu og áfallinn
kostnað.
Reykjavik 7. júli 1906.
Hjörtur Fjeldsted.
Lambskinn
kaupir
H. P. Duus.
Frem
fæst í bókverzlun ísafoldarpr.sm.
Passíusálniar
fást altaf í bókverzlun ísafoldarpr.sm.
Verðið er I kr-, 1,50 og 2 kr-
Ostar
eru beztir í verzlun
Einars Árnasonar
Telefón 49.
Vorull
livíta og mislita, saltfisk, sundmaga og
aðrar ísl. vörur kaupir hæsta verði
Æ. <3*. %)uus.
Útdráttur á Lotteríseðlum er út-
gefnir voru af nefnd þeirri er stóð fyr-
ir tombóluhaldi til ágóða fyrir: þurf-
andi eftirlifendur sjódruknaðra og til
bjargráða, hefir farið fram í dag undir
umsjón lögreglustjóra Páls Eiuarsson.
ar og hafa eftirfarandi númer hlotið
munina, sem um var dregið.
Nr. 1079 myndina Kvöld við Rvík,
— 47 do. St.Paul að stranda
— 572 do. Hekla,
— 801 Borðstofuskáp.
Munirnir verða afhentir réttum hlut-
aðeigendum í verzluninni Edinborg.
Reykjavík 3. júlí 1906.
Ásgeir Sigurðsson
form. nefndarinDar.
Á g' æ 11
margarine
fæst í verzlun
Kristins Magnússonar.
L j á b 1 ö ð
með fílnum, 3 lengdir. Brýni. Brún-
spónn o. s. frv. í verzlun
H. P. Duus.
Meöan eg er erSendis,
gegnir embættisverkum, sem fyrir
kunna að koma, síra Ingvar Nikulás-
son Laugaveg 48. Samkvæmt álykt-
un á safnaðarfundi verður ekki mess-
að í Fríkirkjunni, meðan eg er í burtu.
— Á morgun verður messað á venju-
legum tíma.
Reykjavík 7. júlí 1906.
Ólafur Ólafssou.
Rokkar
nýkomnir í vei'zlun
H. P. Duus.
Siðari ársfundur
Reykjavíkurdeildar
Bókmentafél.
verður haldinn í Iðnaðarmannahúsinu
(í salnum uppi á Iofti) mánudaginn
9. þ. mán. kl. 5l/2 síðdegis.
Rvík, 5. júlí 1906.
Kristján Jónsson
(p. t. forseti).
Vorul 1
kaupir
Jes Zimsen.
Klæðaverksm. Alatoss
tekur að sér:
að kemba ull, spinna og tvinna,
að búa til tvíbreið fataefni úr ull,
að þæfa heima-ofin einbreið vaðmál,
lóskera og pressa,
að lita vaðmál, band, ull, sokka, sjöl ofl.
ÁLAFOSS
kembir ull hvers eiganda út af fyrir sig,
vinnur alls ekki úr tuskum,
vinnur einungis sterk fataefni úr ísk ull,
notar einungis dýra og haldgóða liti,
gerir sér ant um að leysa vinnuna
fljótt af hetrdi,
vinnur fyrir tiltölulega mjög lág
vinnulaun.
Utanáskrift:
Álafoss pr. Reykjavík.
Cacaopulver
er bezt hjá
Jes Zimsen.
Hðtee
STJtRNl
★
★
STJERNI
* * w
riargars
m # t,
er aftið óen SeósL
B
L a m b s k i n u
er bezt að selja
Jes Zimsen,
Reykjavík.
Konan mín hafði hálft ár þjáðst af
taugaveiklun, sem einkum kom fram í
örðugleikum í göngu, máttleysi og þess
konar. Eftir að hafa brúkað 2 flöskur
af Waldemars Petersens ekta
KÍDa-Lífs-Elixfr fór henni að
batna og af því að hún hefir haldið
áfram að neyta lyfsins, er hún nú al-
bata.
Borde pr. Herning 13. sept 1904.
J. Ejby.
Kína-Lífs-Elixír er því að eins ekta,
að á einkennismiðauum aé vörumerkið,
Kínverji með glas í hendi og nafn
verksmiðjueigandans: Waldemar Pet-
ersen, Frederikshavn — Kóbenhavn,
og sömuleiðis innsiglið i grænu
lakki á flöskustútnum. Hafið ávalt
flösku við hendina innan og utan
lieimili8.
Fæst hvarvetna á 2 kr. flaBkau.
hjá
Jes Zimsen.
Ritstjóri B.iörn Jónsson.
Isafoldarprentsmiðja.