Ísafold - 28.07.1906, Page 2
190
ÍSAFOLD
Erlend tíðindi.
Frá Rússlandi. Loftskeytin
hingað þessa viku eru nær eingöngu um
ástandið þar, og eru aðaltíðindin þau,
að keisari hefir eftir langa umhugsun
hallast á þá sveifina, að hafna allri sam-
vinnu við kjörna fulltrúa þjóðarinnar og
taka höndum saman við afturhaldshöfð-
ingjaríkið og ofbeldisstórbokkana, sem
telja það eitt þjóðráð, að bæla allar
frelsishreyfingar í landinu niður með
hervaldi og hvers kyns ofstopa. En það
er sama sem að magna byltingarflóðiö
svo, að það gangi fjöllum liærra. Hugs-
unin er sjálfsagt, að nota tímann meðan
þinglaust er, nálægt 8 mánuðum, til
þess að ganga milli bols og höfuðs á
byltiugarófreskjunni og »spekja« landið
til fulls, sem kallað er. En árangurinn
verður vafalaust alveg gagnstæður. Og
fari herinn að verða ótryggnr, sem ekki
er laust við að bólað hafi á, getur
naumast hjá því farið, að óðum líði að
skapadægri keisaravaldsins, og jafnvel að
hið mikla bákn liðist alt í sundur, sjött-
ungur heims, sem 1/tur einum höfðingja.
M a r c o n i skeytin eru á þessaleið:
24/t-
Margir verkamenn, er gert höfðu verk-
fa.ll, voru drepnir og særðir, er þeim
lenti saman við herliðiö í Pétursborg.
Fimm menn vopnaðir réðust á féhirði
í rússneskri póstflutningaeimlest og
rændu 2500 puudum (sterl.). Þeir
stöðvuðu lestina og komust undan.
Rússneskt b!að, sem er hálfgert stjórn-
arblað og heitir Rossia, birtir grein um
að Þyzkaland og Áusturríki hafi oröið
ásátt um að hlutast til með vopnuðu
liðí um bændaóeiröir á Rússlandi, ef þær
færi enn út kvíarnar. Boriö er þó á
móti þessu af stjórnarinnar hálfu.
Þingrofsskipun var út gefin í ríkis-
ráði í gær í Pétursborg með forsæti
keisara og um að þingi skuli stefnt
saman af nyju 5. marz 1907.
Herlið streymir enn inn í Pétursborg,
en óánægja fer dagvaxandi bæði i land-
hernum og skipaliðinu.
Stolypin innanríkisráðgjafi orðinn yfir-
ráðgjafi í stað Goremykins.
Pótursborg lögð undir hermenskulög.
Búist við enn óvægilegri aðförum en
áður til að bæla niður byltingaróeirðir.
Gengiö er að því vísu, að þjóðin muni
svara þingrofinu með allsherjar-verkfalli
og glundroða á öllu viðskiftalífi. Megn-
ustu róstur taldar óhjákvæmilegar.
Sendiberrar stórveldanna í Pétursborg
og meiri hluti hinna fyrverandi þingmanna
hafa farið til Finnlands til þess að bera þar
saman ráð sín um ástandið á Rússlandi.
27/r-
Rússneskir þingmenn komu saman í
Viborg (á Finnlandi) og afréðu að gefa
út ávarp til þjóðarinnar, þar sem 1/st
er atferli stjórnarinnar svo sem tilræði
til að svifta Rússland þjóðfulltrúaþingi,
og segir þegnum ríkisins skylt að gjalda
enga skatta og leggja ekki til neina
hermenn.
Lið dregiö saman í Pétursborg og
fengið lögreglustjóra til umráða.
Allir fundir bannaðir og að ganga
um stræti í þyrpingum.
Þingmennirnir fyrverandi komnir aftur
frá Finnlandi til Pétursborgar og voru
ekki höndum teknir, svo sem við hafði
verið búist. En aðrir fangelsaðir hundr-
uðum saman.
Stolypin yfirráðgjafi hefir lagt ríkt á
við landshöfðingja og amtmenn að bæla
niðtir allar byltingaróeirðir með lögleg-
um ráðum og hyggilegum.
Lögreglan hefir lokað öllum lands-
málaklúbbum.
Fundir voru haldnir í gærkveldi í
tólf húsum í Pétursborg og hinumegin
við landamærin. Þar var rætt um,
hvernig ætti að koma allri stjórn úr
skorðum.
Gyðingar í Odessa ákaflega hættulega
staddir. Kósakkar syndu af sér stjórn-
lausa grimd.
Frá /msum löndum. John
Burns ráðgjafi í Lundúnum (af verk-
mannaflokki) hefir boðað 200,000 pd.
sterl. fjárveiting af stjórnar hálfu til
uppbótar frjálsum samskotum til bjarg-
ar atvinnulausu fólki næsta vetur.
Dauður er Russel Sage, stórgróöamað-
ur nafntogaður í Bandaríkjum.
Járnbrautarslys á einum stað í Norður-
Karólínu (Ameríku), og biðu þar bana
73 manns. Flutningslest og farþega
rákust á. — Enn getið um 2 eða 3 járn-
brautarslys minni háttar í Ameríku.
Kodama greifi, herstjórnarráðsformað-
ur í Japan, lézt snögglega í gær.
Alþjóðafundur friðarvina meðal þing-
manna frá ymsum löndum var settur í
gær í Lundúnum. Þar flutti Campbell-
Bannerman ráðuneytisforseti ræðu, og
harmaði það, að herbúnaöur færi sívax-
andi þrátt fyrir alla viðleitni að koma
á allsherjar-gerðardómum.
Kennaraleiðangvirinn.
það fór, kennarafólkið danska og
norska, frá Borgarnesi fyrra miðviku-
dag á vélarbát upp eftir Hvftá og gisti
í Bæ nóttina næstu. Næsta dag reið
upp að Reykholti. Lengra komsí það
ekki upp eftir Borgarfirðinum, en fór
fýrir Ok til þingvalla í 2 áföngum —
lá í tjaldi við Brunna nokkuð af nótt.
Hrepti allgott veður og gekk ferðin
slysalaust, svo óvant sem það var að
ríða yfirleitt. Frá þingvöllum reið
helmingurinn til Geysis, en hitt hélt
kyrru fyrir á meðau á þingvöllum —
gisti sumt á Kárastöðum. Hingað
smátíudist síðan allur hópurinn undan-
farna daga, sumt gangandi, sumt ríð-
andi, sumt í vagni. Fór út í Viðey f
gærkveldi. J>ví verður haldið fjölment
sam8æti í kveld f Iðnaðarmannahús-
inu. Heimleiðis leggur það á stað á
morgun með s/s Tryggva kongi.
f>að er ekki nema 26 alls — einu
nafni ofaukið um daginn (Callesen).
f>á var og rangt stafað eitt nafnið:
frk. Aroup f. Arup.
Munnalát.
Sama kveldið og brann í Hafnar-
firði, 23. þ. m., varð bráðkvaddur hér
í bæ gamall Hafnfirðingur, J ó n
Bjarnason, verzlunarmaður við
Edinborgar-verzlun. Hann var stadd-
ur hér upp við Steinkudys með fleiri
mönnum, og vissu þeir eigi fyr til en
hann fekk hvorki hreyfðan legg né lið,
hvern veg, sem við var leitað. Loks
var læknis vitjað og reyndist bann þá
örendur og hálfstirðnaður. Hafði fengið
hjartaflog. — Hann var fæddur og upp
alinn í Hafnarfirði, var þar við verzl-
un hina sömu (J. Christensens, og
síðan C. Zimsens) meira en 20 ár, rak
síðan sjálfur verzlún þar nokkur ár
áður hann fluttist hingað til Edin-
borgar-verzlunar, sama árið og hún
var stofnuð (1895). Hann lætur eftir sig
ekkju, Helgu Árnadóttur járnsmiðs
Hildibrandssonar, nafnkends borgara í
Hafnarfirði á sínni tlð, og fjögur börn
upp komin, 2 sonu og 2 dætur ógiftar.
Elzt þeirra barna er Árni Jónsson
bókari og gjaldkeri Völundar-félagsins.
— »Jón sál. var dugandi og lipur
verzlunarmaður og ávann sér hylli og
traust bæði hjá húsbændum sínum og
skiftavinumi. Haun verður jarðaður
að Görðum á Álftanesi föstud. 3. ágúst.
Austur í Hornafirði lézt 4. þ. mán.
háöldruð sæmdarkona, K r i s t í n
Eiríksdóttir á Seíbergi, af Hof-
fellsætt, systir þeirra Stefáns heit.
alþm. í Árnanesi, síra Benedikts heit.
í Guttormshaga m. fl.; þau systkin
höfðu verið 16 alls. Hún hafði verið
tvígift. Synir hennar 3, sem lifa, eru
nefndarbændur austur þar.
Nýlega er látinn nyrðra í s a k
J ó n s s o n íshúsamaður, sá er hingað
kom fyrir nokkrum árum í þeim er
indum, að koma upp íshúsum hér á
landi og rak það starf með dygð og
atorku. Hann var nú farinn að búa
fyrir skömmu á þönglabakka í þor-
geirsfirði, mun hafa ætlað að reka þar
sjávarútveg af kappi. Hann hafði
druknað þaðan 4. þ. m., segir Norðurl.
M i s n e f n d var fyrir vangá í síð-
asta bl. ekkja síra Filippusar á Stað,
Elín f. Ólína (Jónsdóttir).
Husbrimi
varð í Hafnarfiröi töluverður mánudag
23. þ. m. Þar kviknaði um miðjan dag
í íbúðarhúsi Ágústs Flygenrings kaup-
manns, sem nú er staddur erlendis í
þingmannaförinni, og brann það til
kaldra kola á skammri stundu, með því
að engin voru slökkviáhöldiu, enda
óvíst að dugað hefði. Þau voru send
héðan óðara er um var beöið í talsímanum
og munu hafa átt góðan þátt í að verja
eldinum að færast út meira en hann
gerði. Bjargað varð mestöllum lausum
munum út úr húsinu, áður en það brann,
nema einhverju lítils háttar, er g'eymt
var uppi á efsta lofti.
Auk þessa eina íbúðarhúss brunnu
2 vörugeymsluhús Brydesverzlunar, er
þar stóðu mjög nærri, annað alveg fult
af kolum, er varðskipinu (Islands Falk)
voru ætluð, og töluvert í hinu. Þrjá
daga lifði í kolunum, áður slökt yrði
til fulls, enda bjargaðist megnið af þeim.
Tvö lítil /búðarhús voru rifin, þau
er næst stóðu, til að stöðva eldinn.
Talsímastöðin í Hafnarfirð brann einn-
ig, en áhöldunum lánaðist að bjarga
óskemdum. Þar hefir orðið að koma
upp talsímastöð á öðrum stað.
Búð Brydes-verzlunar hafði skemst til
muna, þótt ekki kviknaði beint í henni,
og annað tjón hefir sú verzlun beðið
töluvert af því, að ekki var undir öðru
átt en að ryðja út því sem var í geymslu-
húsum hennar, þar á meðal mörg þús-
und pundum af ull.
Syslumaður var staddur hér inni í
Reykjavík, er eldurinn kom upp, en reið
þegar suður. Jón Gunnarsson verzlun-
arstjóri styrði bjargráðum og slökkvitil-
raunum þangað til hann kom.
Hús Ág. Flygenrings hafði verið
furðulágt vátrygt, ekki nema fyrir 6000
kr., en talið hálfu meira virði vel.
Aðkomandi langferðamenn hér staddir
nm þessar mnndir ern meðal annarra sýelu-
memirnir Gisli ísleifsson og Magnns Torfa-
son (sýslnm. og bæjarfóg. á ísafirði), sira
Jón Árnason i Otradal, f. prestur sira Jón
Þorláksson frá Þóreyjarnúpi, Carl Proppé
verzlunarstjóri á Dýrafirði.
Póstgufusk. Laura (Aasberg) lagði
á stað héðan áleiðis til Khafnar miðviknd.
25. þ. m. Þar tóku sér far þangað meðal
annara Oddur Gislason yfirréttarmálfærslu-
maður og frú Briet Bjarnhéðinsdóttir.
Skipstrancl
varð í fyrri nótt í Grindavík. það
var þýzk skonnorta, M i n n a, frá Ham-
borg, um 70 smál. á stærð, hefir komið
bér nokkur ár með matvöru o. fl. í
umboðssölu til Björns kaupm. Kristjáns-
sonar, en nú hafði Magnús Gunnars-
son 1 Rvík tekið við umboðinu. Skipið
var búið að athafna sig hér að öllu
leyti, afferma varninginn á ýmsum
höfnum, og snúið heim á leið, en kom
við í Grindavík til þess að taka þar
járn í seglfestu, leifarnar af gufubátn-
um O d d i frá Eyrarbakka. |>að lá á
Járngerðarstaðavík og rak þar upp í
vörina í sunnanveðri. Mbdd komust-
allir af. Sýslumaður reið suður í morg-
un að ráðstafa strandinu.
I*iii”inaivnaf örin.
Guðjón Strandaþingmaður hafði það
af að komast í förina þá, þótt annríkt
ætti og haft væri eftir honum til síð-
ustu forvaða að hann færi hvergi.
Kleif til þess þrítugan hamarinn og
komst á skipsfjöl á ísafirði. VantaðÞ
á endanum ekki nema 4 þm. í hópinn-
Veizla var þeim haldin á ísafirði, að
tilhlutun bæjarstjórnar. Til ferða
þeirra hefir síðast frézt á Seyðisfirði
13. þ. mán.
Fórn Abrahams.
í Prb.I.
Hvernig í dauðanum getur nokkur
maður verið svo heimskur að fleygja-
frá sór peningaseðlum í ólæstan skáp?
Er það yfirsjón mín, hvað? þú hafðir
lagt þá þar til þess að freista mín, og
eg er viss um, að þú hefir gert það af
ásetningi. það var gildra, þvf að þú
vildir losna við hvíta manninn fátæka,
sem hafði hnigið niður fyrir framan
dyrnar hjá þér hálfdauður af sulti og
þreytu og sárfættur. þér geðjaðist
eigi að mér, gamli þorparinn þinnr
af því að eg þeytti ekki um mig biblíu-
orðum og gekk ekki með augun upp f
skýjunum. f>ú grunaðir eigi Kaffa-
bófana, sem runnu hér út og inn,.
heldur réðstu á útlendinginn, og þú,.
ásamt nágrönnum þínum, gerðist dóm-
ari yfir mér og sparkaðir Sisyfusí
Blenkins út úr héraðinu.
Blenkins hafði búið sig rækilega
undir þessa ræðu; hann hafði hlakkað
til hennar heila viku og eytt mörgum
stundum til að setja saman orð þaur
er hann ætlaði sér að mylja með óvim
sinn. Að hann hafði margsinnis áður-
orðið uppvis að verra athæfi en al-
gengum þjófnaði og tekið út refsingu
fyrir, það kærði hann sig kollóttan-
um; hann hafði aldrei litið á lífið frár
betri hlið þoss og fmyndaði sér raunar
eigi að hún væri til. En hér hafði
hlaupið á 8nærið fyrir honum. For-
lögin höfðu sjálf loksins sýnt honum.<
miskunn og fleygt í faðm honum tæki-
færi til að koma fram hefnd á fjand-
manni hans, og hver heiðarlegur mað-
ur var fjandmaður hans.
f>að var orðið rígfast í höfði hansr
að koma því fram er hann hafði ásett
sér; hann hafði verið svo lengi að1
velkja því í huganum, að koma fram
hefnd á einhverjum, hver sem það svo
yrði.
J>að var orðið samvaxið huga hans ;
og þótt hann gerði ekki nema að ná
sér niðri á einum manni, þá þótti hon*
um sem það mundi verða indœl við-
rétting mála sinna. Honum var þvf
orðið þetta að nokkurskonarlífsnauðsyn.-
Maðurinn, sem stóð þarna frammi’
fyrir honum, var hinn síðasti í langri
lest þeirra manna, er allir höfðu móðgað
Sisyfus Blenkins, og þegar hann hugs-
aði um það, fann hann enn til sáriuda
eftir fótarsparkið; það var hegning,
sem Blenkins skildi betur en nokkura
aðra. þessa stund hafði hann lengi
þráð. Hann var mjög hreykinn af að
standa þarna og þora að mæla hvað
sem hugurinn bauð. Hversu oft hafði
hann eigi núið saman höndunum af
ánægju yfir þessari langþráðu stund
En reiðin lét hann gleyma flestu jafn-
skjótt sem hann kom inn fyrir dyrnar.
Blenkins komst nú að raun um, að
hann var eigi sá maður, sem hann hafði
ímyndað sér að hann gæti orðið, og
það gramdist honum. Hann æpti það
sem hann sagði nærri því eins og brjál
aður maður.
— f>ú ert mjög sterkur, Abraham van
der Nath, og stígvélið þitt er þungt;-