Ísafold - 01.08.1906, Síða 1
Xenmr út ýmist einn sinni eBa
vviev. i vikn. Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa
l‘/» doll.; borgÍ8t fyrir miðjan
jáli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sé til
átgefanda fyrir 1. október og kaup-
andi skuldlaus við blaðið.
Afgreiðsla Austurstræti 8
Keykjavík miðvikudaginn 1. ágúst 1906
Verzlunin EDINBORG
Singleton & Priestman hnífar!
Það var einu sinni sú tíð, að enginn hnífur þótti þess virði að nota
nema hann væri tilbúinn af Joseph Rodger. — En nú er öldin ónnur.
Margir jafningjar Rodgers hafa nú risið upp og sumir orðið
honum meiri. Þar á meðal þeir Singleton & Priestman,
sem hafa hlotið þann orðstír, að hans hátign Játvarður konungur
hefir gert þá að sínum hnífasmiðum.
Reynið einn af okbar
aluminium S. & P. hnifum á 85 aura.
-X XXIII. árg.
o. 0. F. 888109
.Augnlækning ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—8 l spltal
Porngripasaf'n opið A mvd. og ld. 11—12.
Hlutabankinn opinn 10—2*/* og ú1/*—7.
P. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 Ard. til
10 siðd. Alm. fundir fsd. og sd. 81/* síðd.
&andakotskirkja. Guðsþj. 9 og 6 A helgidögum.
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—6.
•Landsbankinn 101/*—21/*. Bankastjórn við 12—1.
Landsbókasafn 12—8 og 6—8.
■Land88kjaia8afnið A þrdn fmd. og ld. iS—1.
Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12.
^Náttúrugripasafn A sd. 2—8.
Tannlækning ók. i Pósthússtr. 14, l.ogð.md. 11—1
Kaupið einu sinni
brent og malað kaffi
hjá Jes Zimsen
'Og þér munuð frainvegis
^kki vilja annað kaffi.
kingmannaförin.
Koman til Kaupmannahafnar.
Hún varð 18. f. m. að kveldi, eins og
til var ætlast.
Ferðin hafði gengið ágætlega; bezta
veður alla leið.
Þeir urðu þó á endanum ekki nema
35 alls, heimboðsþingmennirnir: 33 á
Rotníu og 2 fyrir í Khöfn. Auk áður-
oefndra 4, er heima sátu, varð Ólafur
Thorlacius einhvern veginn afhlaups
lerðinni.
I’eir fögnuðu þingmönnum á skipsfjöl,
C. Christensen ráðuneytisforseti, og
Hkisþingsforsetarnir báðir, H. N. Hansen
konferenzráð og Anders Thomsen kenn-
ari' Mikill mannfjöldi var og á Toll-
húðiuni, er Botnía lagði þar að, og
'kvaddi þingmenn fagnaðarsamlega.
CÍ8ting var þeim ætluð í hótel Kongen
Hanmark, einú meðal beztu hótell-
anna í Khöfn, öllum 35; þeir 2, sem
fyrir voru í Khöfu, dr. V. G. og Jóh.
Jóhannesson, færðu sig þangað á meðan.
Hópnum var öllum ekkið þangað frá
1 ollbúfiinni.
Háskólaliátíðin.
Haginn eftir, 19. júlí, fóru fram við-
hafnarvifitökuruar á hákólanum, í hátíða-
°al hans. j>ar kom konungur og hans
fólk alt, drotning hans og bræður og
I>örn þeirra. J>ar voru og ríkisþing-
^ennirnir allir saman komnir og margt
't'anna annað, danskur höfðingjalyður og
j^enzkir stúdentar; þeim hafði verið
b°ðið þangað.
• ■ C. Ghristensen yfirráðgjafi
^eig fyrstur í stólinn. Hann mælti:
nungurinn vildi kynnast sínum ís-
j zbu Þjóðfulltrúum og að þeir kyntust
uni' Eg vona, að þessir samfundir
Styrki r|kið og samheldni milli dönsku
Þjóðarinnar og íslenzku. Þess óskar
^jórnin, þess óskar konungur.
Andeis T h o m s e n fólksþingisforseti
sagði þingmenn velkomna fyrir ríkis-
þingsius hönd.
E i r í k u r B r i e m, forsetinu í sam-
einuðu þingi, þakkaði fyrir boðið, og bað
guð að blessa konuuginn og drotninguna,
stjórn, þing og alla þjóðina dönsku.
Eftir það var sunginn og leikinn á
hljóðfæri fyrri kafli tvítugrar drápu með
ymsum bragarháttum, eftir ungt skáld
L. C. Nielsen, (var fyrir nokkrum árurn
ritstjóri fyrirlllustr. Tidende), sumt af
fjölrnennum söngflokk, sumt af söng-
snillingnum Herold einum.
Eftir það tók til máls Edvard Holm
prófessor, garnall sögukennari við há-
skólann, og flutti langa tölu og snjalla,
um sögu sambandsins milli Islands og
Danmerkur, »og bar ekki vel söguna
konuugsvaldinu danska á einveldistímuu-
um fyrir vanrækslu þess á Islandi«.
Hann bað þingmenn vera vel komna til
Danmerkur.
Eftir það var sunginn síðari hluti
drápunnar, sumt af Herold. — Hún er
snjalt orðuð og all-fbutðarmikil sumstað-
ar, sem títt var um drápur. Kautate
kalla Danir annars slík viðhafnarljóð.
Upphafið er þetta:
Hil Jer, Frænder paa Friheden1! 0,
Thingmænd, til hvem vi taler.
Eitt stefjamálið byrjar svona:
Saa foer de mod Yest til Vinland
mod Syd til Kongens Sæde.
Hannes Hafstein gæti gert smellna
íslenzka þýðingu á henni.
Konungur þakkaði skáldinu fyrir áður
en hann gekk burt.
Að því þrekvirki afloknu var farið
með þingmenn út í Tivoli til dögurðar.
Ríkisþingsveizlan fyrsta.
Það var þessu næst, að ríkisþingið
veitti þingmönnum náttverð sama kveld
í þinghúsinu, og var þar margt stór-
menni saman komið annað, alls 4—500
manna. Þar flutti Holger Drachmann
kvæði og Georg Brandes mjög snjalla
tölu. Fanst þingmönnum og öllum við-
stöddum harla mikið til þess korna
hvorstveggja. Ráðgjafinn íslenzki tal-
aði þar, slótt og áheyrilega, en fremur
efnislaust.
Konungsveizlan.
Daginu eftir, föstudag 20. júlí, voru
þingin bæði, alþingi og ríkisþingið, í
konungsboði í sumarhöll konungs,
Fredensborg.
Þar flutti k o n u n g u r mjög hjart-
næma ræðu og snjalla; hann er mjög
vel máli farinn. Hann ávarpaði alþingis-
menn fyrst, bað þá vera vel komna og
þakkaði þeim hjartanlega komuna.
Hann kvaðst leggja við konungsorð sitt
um það, að hann mundi æ.tíð ljá opið
eyra ö 11 u þv/, er Islandi horfði til
framfara og nytsemdar.
Forseti neðri deildar, M a g u ú s
Stephensen, svaraði ræðu konungs.
Hann kvað þingmennina íslenzku vera
þar komna til þess að »hylla yðar há-
tign sem erfðahöfðingja vorn og konung
og heita yður þegnlegri hlýðni og trú-
mensku«. Hann talaði mikið nm »sér-
staklega hylli og náð og landsföðurlega
uinhyggju hans hásæla föður«, kvað ís-
lendinga vera þess fullörugga, að þeir
mundu verða sönni konunglegrar náðar
og landsföðurlegrar umhyggju aðnjót-
andi, og fór fögrum orðum um þá »alveg
sérstaklegu náð«, að hans hátign hefði
boðið fulltrúúm þjóðarinnar íslenzku
hingað til Khafnar til þess að verða
»leiddir fram fyrir ásjónu yðar hátign-
ar«.
H. N. H a n s e n konferenzráð, lands-
þingisforsetinn, þakkaði fyrir ríkisþings-
ins hönd, allur ofanjarðar þó, líkt og
menskir menn tala við þjóðhöfðingja á
20. öld, en ekki eins og þeir gerðu á
17. eða 18. öld, lengst niðri í duftinu
fyrir hásætisskörinni.
Þá tók konungur enn til máls og
þakkaði ræður forsetanna mörgum fögrum
orðum. Hann kvað marga konunga
mundu öfunda sig af þessari hinni veg-
miklu stund, er hann ætti því láni að
fagna að vera um horfinn fulltrúum
hinnar dönsku og íslenzku þjóðar. —
Þetta eru síðustu utanfararfréttirnar.
49. tölnblað.
L IX S og i fyrra, fær
unclirritaður nú í ág-úst-
mán. steinolíu. I»að verður
amerisk prima Standard
White olía (sama tegund
og í fyrra). — Vonandi
kaupa allir bæjarbúar olíu
þá, sem þeir hafa þörf fyr-
ir, hjá mér, af þvi að þá fá
þeir ágæta oliutegund og
liið lægsta verð, sem hugs-
anlegt er að geta tengið
góða olíu fyrir. — Eg fæ
alls ca. 2000 tunnur af olíu,
en dálitið af henni kemur
ekki fyrri en i sept.mán.,
ca. 2—300 tunnur.
S. Sigíiísson,
Hverfisg. 12.
Bjornstjerne Bjornson
sendlr íslandi kveöju sína.
Hér hafði verið fluttur fyrirlestur um
hann í vor einhvern tíma í félaginu
S k a n d i a. Það gerði David Östlund
ritstjóri. Formaður fólagsins, J. Aall-
Hansen, sendi B. B. stutta skýrslu um
fyrirlesturinn og innihald hans, og fekk
aftur þakkarpistil frá honum nú með
síðustu ferð. Þar segir hann meðal
annars:
íslendingar sendu mér svo fallegt
áva-p á 70 ára afmæli mínu. Eg kom
mór ekki að því að senda innilegar
þakkir míuar fyrir það undir eins. Það
kom svo mikið í senn, að eg átti á hættu
að þakka mig tóman. Það hefði orðiS
eins og utan viS mig, og það kunni eg
ekki við.
En innilega glaSur varð eg, er eg
fekk ávarpið, og eg hefi veriS að hugsa
um aS seuda þeim eitthvað aftur. Má
vera að það komi.
Marga nótt hefir mig dreymt, að eg
væri staddur á Islandi. Mig dreymdi þaS
líka um Ameríku, og þangað kom eg.
En til íslands naumast.
HeilsiS frá mér.
YSar
Bjornstj. Bjurnson
O. Myklestad
fjárkláðalæknir hvarf heimleiðis héSan
um miSjan f. mán., frá Akureyri, við
bezta orðstír fyrir framkvæmdir sinar,
frábæra atorku, alúð og samvizkusemi
við sitt starf, lagni og fylgi. Ræktun-
arfélag NorSurlands sendi honum áður
skrautritaS skjal með alúSarþakklæti
fyrir frammistöður hans. Enn fremur
fekk hann þakkarpistil frá Þingeyingum,
sýslumanni þeirra fyrir hönd sýslunefnd-
anna beggja.