Ísafold - 01.08.1906, Side 2

Ísafold - 01.08.1906, Side 2
Keunaraleiðanguriim. FyrirhugaS heiSurssamsæti þeim til handa laugardagskveldiS 28. f. m. var í fjölmennasta lagi, sem hér gerist, meira en 100 manns, fullásett í ISnaSarmanna- húsinu niSri. Þar var haldinn mikill fjöídi af ræSum, fram undir 20, og mik- iS um söng. Björn Jónsson talaSi fyrir minni gestanna. Fyrir r.iinni Islands fluttu gestirnir 2—3 ræSur (Holmsen yfirkennari, A. Hovden prestur og frk. D. Rosendal frá Khöfn). Þá var og mælt fyrir minni NorSurlanda í einu lagi (Matth. Jooh.), fyrir minni Noregs sér- staklega (J. Ól.), fyrir minni Danmerk- ur (B. J.) og minni SvíþjóSar (A. Hov- den prestur). Ennfremur töluSu Morten Hansen skólastjóri, Þorleifur H. Bjarna- son adjunkt, David Ostlund ritstjóri, Rustöen kennari (og formaSur f'ararinnar), frk. Halldóra Bjarnadóttir frá Moss, kand. Adrian frá Khöfn, og ef til vill fleiri. — Fyrir minni gestanna var sung- iS þjóShátíSar-gestaminni síra M. J. nokkuS breytt (Velkomnir, ge3tir). Fyrir minni íslands hiS damka kvæSi, er hér fer á eftir og ort hafSi ein kenslukonan meSal gestanna. HiS nýnorska kvæSi, sem hér er einnig prentaS, flutti höf., A. Hovden prestur, í samsætinu; þaS var ekki sungiS. — DansaS var á eftir samsætinu nokkuS fram eftir nóttu. SamkvæmiS fór hiS bezta fram, meS miklu fjöri og glaSværS. Daginn eftir, sunnud. 29., lagSi kenn- araliSiS á staS heimleiSis á s/s Tryggva kongi, alt nema frk. Halldóra Bjarna- dóttir, sem dvelst hér enn nokkrar vikur. Anders Hovden prestur steig í stólinn í dómkirkjunni á sunnudaginn. Hann talaSi vel og sköfulega, upp úr sér, og kom í ræSu sinni nokkuS viS ísland, meS árnaSaróskum m. m. Kirkjan var vel sótt, og mun þorra áheyrenda hafa gengiS dável aS skilja nýnorskuna, lands- s‘ máliS, er þeir svo kalla, er þaS tala og rita; dönskuna, algenga bókmáliS í Nor- vegi, kalla NorSmenn ríkismáliS. Kvæðið nýnorska mnnu allir skilja dável, sem kunna bæði dönsku og íslenzku, og margir sem kunna ekki dönsku. Nema ef vera skyldi lýsingarorðið f j a a g e; það þýðir fjörugur, glaður. Hilsen til Island. Meh: Blev nu til Spot dine tusindaars Minder. ISLAND, der knejsende Hovedet lofter op af Havets Brænding, saa vældig og strid, Island med Jokler og gabende Klofter, Svanesang paa Heden i Morgenen blid! Island med Fossernes brusende Fald og med de rivende, skummende Stromme, Sagaers lysende Hojenloftshai Maal for de tusinde Dromme! Over vor Barndom med Vælde saa saare lyste Bergtorshvaal med sit brændende Baal, »Snorre« og »Gunnar« og »Flose« og »Kaare« lod i vore 0ren som Klangen af Staal; men da den ændrende Tid havde lagt Barndommens brogede Verden i Dvale, Gunlug og Helga med nnderlig Magt kunde til Hjerterne tale. Island! vi vidste, at Bjergenes Tinder hvidner af den evige skinnende Sne; vidste, at kogende Kildevæld rinder frem af skjulte Dybder, som ingen kan se; men til din Knlde vi mærkede kun, naar vore 0jne paa Bjergene hvilte, Varmen oss mudte saa mangen en Stnnd i hvert et Ansigt, der smilte. Island! vi stævned’ imod dine Strande, atter gaar vor Kurs mod den hjemlige Kyst. Drammen er endt. Bag de blaanende Vande vinker vore Hjem og vor daglige Dyst. Du felger med. I vort Hjerte du bor, der vil vi huse dig, lukke dig inde, derfra du stiger som Blomsten af Jord. Island! vort lysende Minde! Dortea Rosendal. Til Island. »Fager er lidi«, han Gunnar kvad Ja, fagert er Island, bröder, med glitre-jöklar, med tinderad, som bjart i solskinet glöder. Fagert, fagert med dal og mo, der elvar fram seg svinga. Som ville svana det sym paa sjo med brim um kvite bringa. Vel stormen flaksar i örnebam um vetternæterne svarte; men varmekjeldurna biyt seg fram, og Geysir er Islands hjarte. Og Island ligg under stjernekrans med nordljos um höge skalle, og Island straalar i soguglans og dreg til seg augo alle. Her gamle Egil gjekk ut og inn med skjaldeaugo, som loga. Her Snorre sat paa kulturens tind og skreiv si herlege soga. Naar Noreg ned i mold seg grov, kom Islands skalder fjaage og hugarne mot högdi hov til idealer haage. Han Tormod skald med sin sterke song — kong Olafs her han vekkte. Aa, Island, lær oss endaa ein gong, at gamle maalet er ekte. Du trufast stod, der Noreg fall og glöymde fedratunga, di syng du enn som Tormod skald med same kraft i lunga. Du runnen er av vort beste blod, me hev den same moder. Du tok deg fram, du vart gjæv og god, ver heil og sæl, vaar broder. Gud fader vera Islands hegn, Gud signe folk og yrke, Gud gjeve raust med sol og regn, Gud vera Islands styrke! Anders Hovden. Við íjjárkláðann er töluverð hræðsla hingað og þangað um land — að hann sé hvergi næri úr sögunni enn og muni rísa upp aftur, er hætt sé að hafa á honum sterkar gætur. Fyrir viku er ísafold skrifað vestan úr Dölum : Síðustu kláðafréttir héðan að vestan er það, að í Borgum á Skógarströnd fanst kláði í mörgum kindum um frá- færurnar, og hann mikill. Sýslumanni Snæfellinga hafði verið til- kynt það, en hann fyrirskipaði ekki böðun á fónu eða gerði r.einar ráðstaf- anir um þetta, heldur hafði vísað frá sér til Myklestads, sem nú er í fjarlægð. Eigi hefir heldur heyrst, að búið sé að hálda í Snæfellsnessýslu auka-sýslunefnd- arfund um haustböðunina, sem stjórn- arráðið hefir þó beðið allar sýslunefndir að gera; en það er nú enn tími til þess. Það erum vér Dalamenn sannfærðir um, að þessi nýi kláði í landinu sé að kenna miður góðri trúmensku við böðunina hjá sumum. Annaðhvort af því að kindur hafi sloppið alveg hjá böðun eða verið haldið of stutt niðri í, ellegar þá af slæ- legri suðu á tóbakinu, sem er mjög skaðlegt að eigi sér stað. Hvernig sem þessu er háttað, þá er samt víst að, fé á alkunnum kláðabæ- jum hér í sýslu allæknaðist við böðun- ina, og eins hefði átt að vera alstaðar, svo einhverju er hér eflaust um að kenna öðru en því, að eigi sé lafhægt að lækna kláðatm. Brunimi í Hafuarfirði. Eg 8é, að sum af Reykjavíkur blöð- unum, eigna mér etjórn og björgunar tilrauna-eftirlitið við eldsvoðann hér i Hafnarfirði þann 23. þ. m. alt þang að til sý8lumaðurinn kom að brunan- um. — í tilefni af þesau finn eg ástæðu til, fyrsc og fremst að geta þess, að um- mæli þessi eru um of ákveðin, og að þau gera alt of mikið úr afskiftum mínum; hið sanna er, að enginn einn maður hafði þetta á hendi fyr en sýslu- maðurinn kom og tók það að sér ásarot slökkviliðsBtjóranum úr Rvík. En fyrst eg nú á annað borð fór að minnast á þetta, get eg ekki stilt mig um að geta þess um leið, að hvert einasta mannsbarn, er vann að vörninni g9gn eldinum, sýndi hinn mesta dugnað, margir alveg framúrskarandi, enda mun það lengi í minnum haft, og vekja undrun allra sem kunnugir eru, eða koma á brunastaðinn, hvert afreksverk það var, að verja sölubúð J. P. T. Bryde, sem stóð í 3 til 4 ál. fjarlægð frá 2 all- Btórum húsum, er samtímis stóðu í björtu báli, og það án þess að hafa önnur áhöld en sciga og vaualegar vatns- fötur. Mikill hópur af fólki þessu sýndi auk dugnaðarins aðdáanlegan kjark, snarræði og hyggindi, leit með- al annars út fyrir að nærri hver einasti maður sæi f svip, eða hefði á tilfinn- ingunni, hvað nauðsynlegast og hyggi- legast væri á því og því augnablikinu, engu síður konur en karlar; en um búð- arhúsvörnina tel eg engan efa á því, að ráðsnjallastur og jafnframt stórvirkast- ur allra var Jóh. J. Reykdal verk- smiðjueigandi; og er það engum öðrum af öllum þeim mörgu, er þar unnu eins og hetjur, til ámælis Bagt, en nöfnin yrðu of mörg, ættu þau öll að teljast upp. Frá fyrsta til síðasta augnabliks voru allar björgunartilraunir fram- kvæmdar með fátlausri og hræðslu- lausri alvöru, enda muu dæmafátt, að hlutir sem bornir eru út úr húsum, hafi bjargast betur, þ. e. verið jafn- lítið skemdir eftir, sem hér varð raunin á, og átti kvenfólkið góðan þátt í því. — þegar slökkvitólin frá Rvík komu var íbúðarhús Aug. kaupmann Flygen- rings og kolageymsluhús J. P. T. Brydes-verzlunar, er stóð við hiiðina á því, brunnin og fallin. Sölubúð J. P. T. Bryde varþá úr hættu, að minsta- kosti mestu hættunni, en eldurinn kom- inn í 2 kolageymsluhús, einnig tilheyr- andi Brydes-verzlun, og annað þeirra svo brunnið, að ómögulegt var að bjarga því, eu i hinu var slökt með dælunum. — Auk þeirra þriggja húsa, er brunnú til kaldra kola, og tveggja er skemdust af eldinum, voru 2 lítil íbúðarhúe rif- in niður til þess að fá autt svæði í grend við eldinn og þannig vama litbreiðslu hans. — Allir þeir menn er komu hingað ásamt slökkvitólunumHÍr Rvík —bæði yfirmenn og aðrir — sýndu lofsverðan dugnaö og áhuga, margír þeirra vöktu yfir eldinum fyrstu nóttina, og unnu svo ásamt Hafnfirðingum fulla tvo daga að því, að slökkva hann — í kola dyngjunum, — og sem hepnaðist lokB að kvöldi þess 25. eða hérumbil 55 stuudum eftir að bruninn hófst. — Nálega allan þann tíma, að fáum næturstundum undanteknum, varsýslu- maður við brunann, og slökkviliðsstjór- inn frá Rvík oftastnær, eftir að dælurnar komu hingað. — Fróðir menn segja full 90 ár liðin síðan er húsbruni hafi verið hér í Hafnarfirði. Hafnarfirði 29. júlí 1906 Jón Gunnarsson. Nálægt 2500 skp. af kolum hafði verið í kolageymsluhúsunum báðum samtals og er gizkað á að þau hafi rýrnað um 1/!j eða sem því svarar. Smáhýsin, sem rifin voru, höfðu verið vátrygð annað fyrir 1000 kr., en hitt 1500—1800. Gizkað er á, að brunatjónið muni nema nál. 40 þús. kr. Erlend tíðindi. M a r k o n i s k. sl/7 F r á R ú s s 1 a n d i. Enn er haldið- áfram að hefta og bæla niður blöð á Rússlandi í hrönnum. Herlið gerði samblástur í Bielstliosk,. réðst á híbýli liðsforingja sinna og meiddi þá marga með grjótkasti. Fótgöngulið' umkringdi upphlaupsmenn og handtók 700. Sjötíu Gyðingar voru handteknir f Odessa og barðir miskunnarlaust. Tíu þúsund liggja í tjöldum í garðinum við Gyðingasjúkrahúsið. Fyrverandi íhaldssamir þingmenn hafa skorað á lýðinn að liíta vilja keisarans og halda át'ram að vinna friðsamlega að frelsi þjóðarinnar. Landshöfðingjar út um land hafalagt fyrir lögreglustjóra að banna alveg þjóð- ræðismönnum og verkmannavinum að halda fundi, og sagt þeim að beita fyrir sig herliði, ef á þurfi að halda. Óeirðir eru að færast út uin Kákasus- lönd. Tíðindamaður frá Reuters hraðskeyta- skrifstofu fann að máli Stolypin yfirráð- gjafa og kvað hann keisara hafa i-'ðið fyrir sér að halda fram einbeittri um- bótastefnu og að hann reiði sig á ætt- jarðarást þjóðarinnar til að bæla niður alla óstjórn. Rússneskar byltingarnefndir hafa átt fund með sér handan landamæra, æ Finnlandi, og afráðið að taka ekki upp almtnt verkfall að svo stöddu. Lögreglumenn í Helsingfors gerðu verkfall og voru settir frá að vörmu spori. Ýmsir rússneskir biskupar hafa flutt þakkarrnessugjörð fyrir þingrofið. Ýms tíðindi. Fimm hundruð Filippseyjamenn réðust á fótgöngulið Bandarfkjamanna, en voru reknir á flótta, og féllu af þeim og urðu sárir 150' manna. Landskjálfti varð í Belgrad. Liðsforingi rak Dreyfus snoppung í samsæti í hermannaklúbbnum f París. Russel Sage, ameríski auðmaðurinn, hefir eftirlátið ekkju sinni allan sinn auð, 16 milj. pd. sterl. ( = nær 300 milj. kr.), en ekki 1 dollar til líknar- verka. Heiðursfylkingarráðið hefir ekki viljað veita Söru Bernhardt riddarakross, sem til hafði verið ætlast. Tilkynt var í neðri málstofunni í Lund- únum niðurfærsla á herskipasmíða-áætl- unintii — á meðal annars aðeins að smíða 3 herskip önnur eins og Dread- nought, en ekki 4. Dölum 24. jnll: Helztu fréttir héðan eru þær, að tíðin hefir verið afarköld nú um hríð. Það hefir verið sifeldur norðan- garður siðan 7. þ. m., og iðulega snjáað á fjöllin niður undir bæi og oft kafaldsfjúk i hygðinni. Aður hafði gengið blíðviðrí um 5 vikna tíma, þvi eiginlega kom vorið hér eigi fyrr um júnihyrjun og á þeim tima spruttu tún svo undurfljótt, að þan eru orðin í meðallagi. En útjörð er afar- snögg; engjar hljóta þvl að verða afleitar i sumar, þvi nú um túnasláttinn er vana- lega hezti timi þeirra að spretta, en við þenna voðakulda hefir öll jörð hætt að spretta, sem von er til, þegar sannarlegt vor er eigi nema rúman mánuð, og svo kemur alt 1 einu köld haustveðrátta. Verð á islenzkri vörn er hér ágætt. Ullin er tekin á 1 kr. pd. i kaupstöðum hér, og smjör á 65—70 a. pr. pd. Heilsufar fólks er í sæmilegu lagi, og i fénaði er einnig góð heilsa að minsta kosti hefir hvergi orðið vart við fjárkláða hér 1 sýsln, en i nágrannasýslunum sumnm er hann, og stendur oss Dalamönnum stór stnggur af honum og viljum helzt, að alt fé á landinu verði haðað i haust.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.