Ísafold - 18.08.1906, Side 3

Ísafold - 18.08.1906, Side 3
ISAFOLD 215 Þin^niannalörin. Hófin og þeysingurinn. I. Svona hér um bil er annáll þeirrar annálsverðu utanfarar eða dvalarinnar þar, eftir frásögn danskra blaða: Fyrsti d v a 1 a r d a g u r, fd. 19. júlí. Yiðtökuhátíð á háskólanum. Dög- urður í Tívolí. Kveldát í ríkisþings- híbylunum. Annar dagur, fsd. 20. Dögurður veittur af konungi í Fredensborg al- þingismönnum, öllum ríkisþingsmönnum og mörgum meiri háttar mönnum.öðr- um innan hirðar og utan. Tala sam- sætismanna um 350. (Frá þessu hvorutveggja hefir verið áður sagt, og ræðum kotmngs og landsh. M. St. m. fl.). Um kveldið þann dag lítils háttar sumbl á Garði alþingismönnum emgöngu undir linditrénu. Varaprófastur hélt ræðu. Gtiðl. syslum. þakkaði. Þriðji dagur, ld. 21. Þeyst með þingmennina alla vestur í Oðinsvé á Fjóni. Þar landbúnaðarsýning mikil þá daga. Þar kom og konungur. Veizla gerð í móti honum og alþingismönnum í bæjarstjórnarhöllinni, dögurður. Marott fólksþingismaður mælti fyrir minni heið- ursgestanna frá íslattdi. Júlíus látinn þakka. Þá farið að skoða sýninguna. Stjórn hennar veitir miðdegisverð, dýr- legan. Þórhallur lektor þakkaði fyrir það sem mælt var fyrir minni alþingis. Þotið til Khafnar aftur um kveldið seint. F j ó r ð i d a g u r, sd. 22. Margt þingmanna, þeir sem treystu sér fyrir þreytu og svefni, skrapp út í Lyngby, að skoða þar þjóðgripasafn m. fl. Þá hófst ríkisþittgsveizlan mikla kl. 5 í Oddfellow-höllinni. Gestir um 500 alls, við 13 borð. Veizlusalurinn, hinn mesti og prýðilegasti í Khöfn, tjaldaður ntyndum frá íslandi á hliðarvegg (af Eskifirði, nteð íslandsfálkatmm ; af Horni, Þingvöllum og Oxarárfossi), en frá Dan- mörku á hinum. Þar með úttroðnir æðarfuglar og svartfuglar m. nt. Blómskrúð mikið og skógarviður. H. N. Hattsen konferenzráð, landsþingis- forsetinn, talaði fagurlega fyrir minni íslands; landsh. M. St. fyrir minni Dan- merkur. Kvæði til íslands eftir Holger Drachmann. Herold söng. Þá komu fram á sjónarsviðið í innri enda á salnum ungar meyjar og sveinar og börn, alt búið dönskunt þjóðbúningum og steig mjúklegan þjóðdatts fornan við lágan hljóðfæraslátt og þýðan. Það fólk gekk síðan niður í veizlusalinn og bar blóm- körfur á handlegg sór, fullar af hvítum rósum, er það miðlaði gestunum óspart. Þegar borð voru ttpp tekin, gengu boðsmenn til sjávar, við Kvæsthús- bryggju, og stigu á gufuskipið Gefion. Hún eimdi norður Eyrarsund og lenti við Skodsborg. Þar var þeint fagnað t' 7000 Ijósurn prýddri sumarhöll (hvít- um og rauðum). Þar flutti dr. Vilh. Andersen fagurlistafræðingur »andrfka« tölu og furðusnjalla, fyrir minni íslands. Herold söng. Landar stórhrifnir, en »Jón Jaoobsen, varaforseti alþingis(!)«, svo gagntekiun af »hrifningu«, að hann sagði fyrir íslands hönd Dani vel komna á fiskimið vor, hin auðugustu í heimi; þeim mundi tekið með opnum örmum! F i m t i d a g u r, md. 23. Þeyst með þingmannahópinn íslenzka og 30 danska ríkisþingmenn útvalda þeim til föru- neytis suður í Köge og á þjóðhátíð þar nærri, í Billesborgar-skógi. Þar sátu þingmenn á haugi (fornum). Þar talaði landanum til dýrðar Svarre ritstjóri. Guðm. Björnsson þakkaði. Þrjár þús- undir manna lágu í brekkunum í kring. Guðl. sýslum. talaði um þorskinn og fálkann. Danir hrifnir. Étið og drukkið. Þá var þeyst suður í þorpið Haslev. Gripasýning. Skoðað ítölumjólkurbú Trifolium. Drukkið kampavín og áfir, og étið hveitibrauð og ostur. Skoðað geysistórt sláturhús; »þar létu nokkur svín lífið íslandi til sæmdar«. Átveizla þar á eftir. Þá þeyst til Krosseyrar um kveldið og um nóttina yfir sundin, fram hjá Fjóni, til Jótlands. Sjötti dagur, þrd. 24. Lent í Kolding. Þar fagnaðarviðtökur. Sigur- bogi (eða sæmdar) reistur niður við höfnina. Ræður — ræður. Þá til Askov, að skoða lýðháskólann þar. Því næst áfram í vestur til Esbjerg. (Nl.). Raöstofa brann í f. mán. á Vífilsstöðum í Hróars- tungu. Munum flestum bjargað. Dáinn er 3. þ. mán. á ísafirði fyr. veitinga- maður J. Vedholm, hraustleikamað- ur alt fram í banalegu í sumar. J árnbrautarstæði austur um Hellisheiði ætlar þorvaldur Krabbe verkfræðingur að rannsaka um þessar mundir aö fyrirlagi landsstjórn arinnar. Vöruverð á ísl. varningi, segir. þjóðv. vera þetta vestanlands, og settu ísfirzkir kaupmenn það í sumarkauptíðinni: S j ó v a r a. Málsfiskur 67 kr., 47 og 32 (þ. e. nr. 1, 2 og 3); smáfiskur og Ianga 56, 36 og 24 kr.; ýsa 45, 32 og 24; ufsi og keila 24; lýsi 20 kr. tn.; sundmagi 60 a. pd. Landvara. Hvít vornll 90 a., mislit 65; hvít haustull þvegin 80; hvítt tog 40; dúnn 10 kr.; hvft lamb- skinn 50 a., mislit 25. Geipiverð hefir verið f sumar á u 11 norðanlands og austan, 105—110 a., eystra jafnvel 110—115. Heldursmerki þessi hrutn af náðar* horði konungs i þingmanna-utanförinni: kommandörkrossar 2. flokks á þá Hannes ráðgjafa og Eirik Briem, og heiðursmerki dannebrogsmanna á Þórhall Bjarnarson. Hins vegar hefir landl. dr. J. Jónassen hlotið kommandörkross 2. fl. um leið og hann fekk lausn frá emhsetti — nauðsyn- legum undanfara þess, heiðursm. dannebr.m., var hann lagðaður með fám mánuðum áður. Bæjarstjórn Reykjavíkur fullgerði á fundi sínum 1 fyrra dag kaup á Good- Templara-húsinu fyrir 20 þús. kr. er greið- ast 30. nóv. þ. á. Seljandi heldur þó hús- inu til næstu krossmessu fyrir 80 kr. leigu, nema hvað bæjarstjórn notar það til funda. Nefnd var kjörin, 3 manna, til að íhuga tilhoð um leigu á Elliðaám næsta ár: Ás^. Sigurðsson, Kristján Jónsson og Jón Magn- ússon. Afsalað forkaupsrétti að erfðafestulandi Jóns Jónssonar á Litlubrekku, er hann selur fyrir 450 kr. Skógræktarfélagi Reykjavíkur veittar 200 kr. þ. á. Sira Eirikur Briem fer fram á endurgjald fyrir lóðarræmu, er tekin hefir verið af erfðafestulandi hans til breikkunar Bók- hlöðustigs. Fjárhagsnefnd og bæjarstjórn voru sammála um, að til þess bæri enga nauðsyn. Samþykt brunabótavirðing á þessum hús- eignum, i krónum: íslands banka í Austurstræti 113,700; Húseign Chr. Fr. Nielsens i Kirkjust. 28,482; Sunnuhvoli Péturs Hjaltesteðs 21,092; Hús- eign Péturs lngimundssonar o. fl. Lauga- veg 20 15,630; Húseign Guðjóns Jónssonar járnsmiðs við Fischerssund 11,395; Timbur- geymsluhús Völundar á Klapparlóð 7,884; Húseign Árna Jósefssonar við Grett- isg. 3,233; Húseign Vilhjálms Bjarnarsonar á Fúlutjörn 2,244. Fórn Abrahams. í Frh.). — Farðu frá, ísak! — þú veizt eigi, hvað þú ert að gera, pabbi! — Veiztu, hvað þú ert að gera, son- ur minn? — þú verður skotinn, ef þú ber hann. — Ekkert betra getur hlotnast mér — né þér. Drengurinn glenti upp augun forviða. Var þetta faðir hans, sem hann hafði svo oft heyrt hrósað fyrir margreynda stilling hans; var þetta faðir haDS, er nú stóð frammi fyrir honum ? Hann grunaði, að eitthvað hefði að borið; en hvað? það hafði hann engan tíma til að hugleiða; það voru aðrir hlutir, sem meira reið á og gera varð fyrst; svo gat hann spurt um þetta á eftir; hér lék á því að aftra föður hans frá að gera það sem mundi verða vís bani hans. Og að hann ætlaði sér að fram kvæma hótun sína, það sást á undar- lega eldhvössu augnaráði hans. — þeir drepa þig, pabbi! — Er það þá eigi betra en-------? Van der Nath þagnaði snögglega, nísti saman tönnum og hóf upp keyrið. — Pabbi, sagði ísak einbeittur; þessi raaður hefir hjálpað okkur meira en margir aðrir. Van der Nath leit upp í loftið, svo sem til að leita eftir innblæstri af hæð nm, en hann fekk bann eigi. — Farðu, ísak! sagði hann byrstur. — Nei! svaraði drengurinn, engu miður einbeittur. þú veizt eigi hvað þú ert að gera pabbi; þú ert mikið veikur. — Eg er hryggur til dauða. Farðu frá mér, ísak. Og hann hóf upp keyrið aftur. Drengurinn gat eigi skilið, hvernig á því stóð, að faðir hans var svona æstur, en hann sá, að eitthvað varð að gera, sem hrífa muudi. Honum óx hugur með hættunni, og með fögrum svip í andliti tók hann sér stöðu fyrir framan Blenkins. — Svona, faðir minn; fyrsta hóggið kemur á mig, sagði hann. Hönd van der Nath hneig niður með síðunni, og í augu hans kom eitthvað það, sem svipaði til dauð- ans angistar í særðu dýri, er það sér allar leiðir lokaðar til undankomu. — Drottinn ! taktu þenna kaleik frá mér, bað hann nú af instu rót slns sárkvalda hjarta. Og alt í einu brut- ust tárin fram, runnu niður eftir kinn- unum og ofan í skeggið. Innra með hon- um gerðist mikil breyting. Hann fann, að haun var yfirbugaður, ósjálfbjarga og fjötraður; ekkert gat borgið framar lífi sonar hans. Eiðinn varð að halda; og hann laut bljúgur almættinu, er rann sakar hjörtu og nýru mannanna. En þótt kalt og ósveigjanlegt vofu-andlit nauðsynarinnar glotti framan í ha"fcn, þá ól hann enn von f brjósti. Og í voðalegri angist bað hann : — Drottinn, drottinn! líttu á þjón þinn í neyð hans; miskunna þig yfir orminn, sem engist í duftinu. Hann féll á knó og fórnaði höndum. þetta var hin mesta þraut, er fyrir hann hafði komið í lífi hans, meiri en kraftar hans gæti borið, fórn, sem hann megnaði eigi fram að bera. — Drottinn, drottinn! kveinaði hann og nísti saman höndunum ; heyrðu raust mfna, sláðu mig með magnleysi, sviftu mig Ijósi augna minna, deyð þú mig sökum synda minna, en láttu mig eigi — láttu mig eigi gera þetta. Og með óendanlegri ást starði hann brennandi augum á son sinn. Pilturinn studdi sig skjálfandi við borðið. Hann vissi ekkert enn þá; en þessi takmarkalausa angist vakti lfkar tilfinningar í hans eigin brjósti, og titr- andi af hræðslu um það, hvert svarið yrði, spurði hann sjálfan sig, hvernig gæti staðið á þeim ógnarharmi. — Pabbi, pabbi minn ! hvað er það ? Van der Nath spratt á fætur. Hvers vegna var hann að þrábæna drottin um hjálp, þegar sekúndurnar gátu bor- ið lff eða dauða í skauti sfntl? — Sjálfur áttu að gera það, sagði hann hátt, og hélt sér enn dauðahaldi við gömlu vonina. Sjálfur, —sjálfur! æpti hann, greip einn stólinn og skotraði ísak til hliðar. — Hugsaðu þig um, pabbi! — Eg geri það, drengur; eg hugsa einungis um sjálfan mig. Ringl-svipurinn kom aftur fram f augnaráði hans. Hann hafði eigi tíma til útskýringar á málinu; hann vildi einungis forða lífi sonar sfns, og hljóð- ur þakkaði hann tilviljuninni eða þá drotni, sem hefði lagt líf fjandmanns hans í þróttmiklar hendur honum. En ísak hafði einnig af ráðið, hvernig hann ætti að haga sér. Hann sá að eins hættuna, sem faðir hans var í. Hann færðist f aukana og að föður sfnum. Hér dugðu hvorki bænir né fortölur; því hér var að eins eitt að gera : að halda aftur af honum, og það þótt beita yrði valdi til þess. þeir horfðust í augu suöggvast, feðg- arnir, logandi af æstum skapsmunum; jafneinbeittir voru þeir báðir að eðlis- fari, og voru komnir þarna í hinar þyngstu raun, er örlögin gátu úthlutað þeim; en báðir höfðu einnig einsett sér að vinna sigur, hvor á sinn hátt. — Hann skal deyja, sagði van der Nath sem óður væri. — Ekki, ef eg get afstýrt því. — Farðu frá, ísak! — Aldrei! það varð þögn svo sem hálfa mlnútu, með þungum andardrætti og eldlegu augnaráði; en svo mælti ísak f bænar- róm: — Faðir minn! Neyddu mig eigi til að beita valdi við þig. — Ha, ha, ha! og þetta líka — þetta líka. þeir tóku saman, faðirinn til að halda syni sínum frá, og • tsak til að haida föður sfnum föstum. Dimmur roði færðist í kinnarnar á þeim báðum, og drengurinn, sem vissi að hann skorti mjög afl við föður sinn, leit um öxl til að sjá, hvort Blenkins tæki eigi eftir hættu þeirri, er hann var í stadd- ur, og reyndi að flýja. Hvorugur þeirra hugsaði um sjálfan sig; þriðji maður- inn var orsökin í öllum ákafa þeirra. Svo reif van der Nath sig lausan úr greipum sonar síns, snaraði honura frá og ruddist fram að flakkaranum til að kyrkja hann. En þá var hurð- inni brundið upp; Blenkins kastaðist skyndilega .niður af riðinu og nam staðar á hlaðinu. Honum var borgið. c. F. Muller, Köbenhavn, Cort Adelersgade 2. Commissions og Agenturforretning. Biðjið kaupniann yðar um DL~n D CIG ARCTTCN ~Ti p TQ P og önnur algeng nöfn á vindlum vor- um, cigarettum og tóbakstegundum og verið vissir um, að þér fáið jafnan vörur af beztu tegund. Karl Petersen & Co. Köbenhavn.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.