Ísafold - 01.09.1906, Side 1
Kpimir út ýtnist einu sinni eöa
tvisv. í viku. VerÖ árg. (80 ark,
minnat) 4 kr., erlendis 5 kr. eÖa
1 ‘/a doll.; borgist fyrir miöjan
jAH (erlendis fyrir fram).
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramðt, ðgild nema komin sé til
átgefanda fyrir 1. október og kaup-
andi skuldlaus við blaðið.
Afgreiðsla Aunturstrœti S
Reykjavík langardaginn 1. september 1906
56. tölublaö.
er sórlega vel birg
af alls konar vefnaðaryörnm og skrautvarningi,
með hinu alþckta lága veröi.
Þar fást nú
hrokknu sjölin hlýju og* smekklegu
með 25% afslætti.
Þetta er vert að athuga nú undir haustiö.
XXXltl. árg.
Landskjálftarnir í Chile
(Valparaiso o. v.).
Frá þeim segir þetta í Marcoai-
skeytum þessa viku:
Landsklálftarnir halda áfram í Chile.
Voðalegt Astand í Valparaiso. þar
er vatnsskortur og loft mengað ólyfjan
ár ójörðuðum náum. llt að koma
þeirn í jörðina. Kviðið drepsótt þar.
þrjátíu þúsundir manna eru á flótta-
leið þaðan til Sanriago. Stjórnin læt-
ur reisa þar skýli handa þeim.
Borgarstjórnin í Valparaiso segir tvö
þúsund manna hafa farist þar í land-
skjálftunum.
Fólk er skelkað í Lima, höfuðstaðn-
um í Perá, vegna þess, að tekið hefir
fyrir vistaflutning þangað sunnan úr
Chile-ríki.
Samskot byrjuð í Lundánum til að
hjálpa nauðstöddum eftir landskjálft-
ana í Valparaiso, og eru saman komin
eftir fyrstu auglýstu samskotaskránni
23,265 pd. sterl.
Kcn n ar al eið an gur inn.
Þetta skjal hefir Isafold borist frá
kennatafólkinu, sem hór var á ferð í
sumar, frá Norvegi, Danmörku og Sví-
þjóS (þyðingiu eftir ísafold):
Atlanzhafi 2. ág. 1906.
Til formanns viðtSlcunefndarinnar,
hr. skólastjóra M. Hansen!
Kennaraferðafólkið frá Norðurlönd•
um, sem er saman safnað í dag til
minningar um þjóðhátíðardag íslands,
sendir hjartanlegustu hamingjuósk til
íslands, landi og lýð, er vér höfum
fengið miklar mætur á.
Gangi vorurn yngsta bróður alt til
tirs og tima.
Jafnframt vottum vér innilegustn
þakkir hinum mörgu vinum vorum í
Reykjavík.
Anna Reck. Angnsta Gjerding.
! Anna Ottesen. Agnete Buhl.
Karoline Niekelsen. Asta Mikkelsen.
Karoline Miiller. Márie Hansen.
Dortea Kosendal. Augnsta Krook.
Marie Blix. Marie Kolkinn.
Astrid Aru.p. Thea Cohn.
Ingeborg Michaelsen. Anders Hovden.
Trond Kvale. R. A. G. Rnstoen.
Ola Rökke. Rolleiv Lia.
Pauline Löken. Karen Reitau.
Olaf Adrian. Andreas Holmsen.
Nicolai Espeland.
Vísindalegan styrk
ftf danskri dánargjöf, Linnes-Iegati,
hefir cand. jur. Einar Arnórsson
fengið ádrátt um og fór því utan um
daginn á Láru. Hr. E. A. er einn
hinn allraefnilegasti laganámsmaður
vor, fekk afbragðsgóða prófseinkunn í
vor, enda höfðu þeir, sem tíl hans
þektu, gengið að því vfsu, að hann
fengi landsjóðsstyrkinn frá síðasta þingi
til undir búnings lagamensku hér. En
þá þurfti að gera það fé, 2000 kr. á
ári, í 2 ár, að bitling handa Stykkis-
hólmsmág ráðgjafans.
Hr. E. A. hugsar sér að leggja sér-
staklega stund á íslenzka réttarsögu.
Frá Danmerkurförinni.
Eftir
alþingismann Sigurð Stefánsson.
Ilx.,
það erkunnugt, að misjöfnum augum
var litið á þetta ferðalag þingmanna
til Danmerknr í fyrstu, þegar boðið
kom. En eftir að förin var ráðin af
öllum þorra þingmanna, munu flestir
hafa gert sér meiri eða minni vonir
um einhvern árangur af henni fyrir sjálf-
stórnarmál vort. Vér, sem erum ekki
alls kostar ánægðir með stjórnar-
ástandið, getum því vel báist við þeirri
spurning, hvern árangur ferðin muni
hafa í þessa átt.
Spurningin er sjálfsögð af hálfu þeirra
manna, er einhverjar bætur vilja fá
ráðnar á stjórnarfyrirkomulagi þvf, sem
nú eigum vér við að báa. En henni
er að svo stöddu engu að síður vand-
svarað. Eitt er víst, og það er, að
ferð þessi hefir drjágum stutt að því,
að vekja eftirtekt á íslandi, ekki ein-
ungis með samþegnum vorum í Dan-
mörku, heldur og öðrum öndvegisþjóð-
um álfu vorrar.
Meðan vér dvöldum í Danmörku,
var mér sagt, að auk sænskra og norskra
blaða hefðu og ensk og þýzk og jafn-
vel frönsk blöð haft tíðindamenn í
Danmörku, er skýra skyldu frá öllu því
helzta, er gerðist í ferð vorri. Til
Svíþjóðar var oss beinlínis boðið, þótt
vér gætum ekki sætt því boði fyrir
tímaleysi.
þekking Dana á Iandi voru og þjóð
hefir löngum verið lítt við brugðið.
En þessi ferð hefir 'drjúgum stutt að
því að auka þessa þekking samþegna
vorra á íslandi og högum þess, eins og
gefur að skilja, þar sem vér umgeng-
umst daglega allan tímann úrvalalið
danskra þingmanna, auk margra ann-
arra, og áttum daglega samiæður við
þá um ísland, íslenzka þjóðháttu og
staðháttu, atvinnuvegi og m. fl. Vér
áttum með þeim hætti kost á að skýra
fyrir þeim margt það, er þeim var áð
ur lítt kunnugt, bæði um stjórnftrfar
vort og atvinnuvegi.
Um stjórnmálaatriði þau, er valdið
hafa ágreiningi milli flokkanna hér á
landi, og eins þau, er búast má við
ágreiningi við Dani um, urðum vér
allir ásáttir á leiðinni til Danmerkur,
að hreyfa þeim ekkert í heyranda hljóði,
í borðræðum eða á mannfagnaðarmótum
meðal Dana. Allar ræður frá vorri
hálfu við slík tækifæri voru því alveg
litlausar að því leyti.
Hins vegar kom það í ljós á útleið-
inni, að, allmikill hluti stjórnarflokks-
ins, sem sé LöGEÉTTU-mennirnir, töldu
sjálfsagt að nota ferðina til að leita
hófanna við helztu menn í Danmörku
um endurskoðun stöðulaganna í sömu
átt og Guðmundur Bjömsson (2. þ m.
Rvík.) hafði vikið að í vor. Frá
LöGKÉTTC-manna hálfu var og talið
eðlilegt, að skipun ráðgjafans yrði
eftirleiðia löguð eins og minni hlutinn
telur réttast.
Samkomulag vor þingmannanna var
á allri ferðinni yfirleitt hið allra bezta,
þrátt fyrir undanfarnar errur. Vér
fundum allir til þess, að gagnvart Dön-
um þurfturn vér að koma fram eins og
einn maður, það er framast var hægt.
En þrátt fyrir þetta taldi þjóðræð-
isflokkurinn sér skylt og rétt að leiða
ágreioingsatriðin í tal við helztu stjórn-
málamenn Dana, svo sem undirskriftar-
málið og ríkisráðssetuna.
Enda var um þau atriði af vorri
hálfu beinlínis grenslast eftir skoðun
stjórnmálaflokkanna dönsku, auk þess
sem vér, og sjálfsagt LöGEÉTTU-menn
líka, leituðum álitsþeirra á endurskoðun
stöðulaganna, er ekki virtist sæta
neinni verulegri mótspyrnu.
í þessum málaleitunum áttum vér
hvarvetna að mæta rólegri ihugun og
stillilegum umræðum nm kröfur vorar,
og þeim undirtektum, sem fremur hlutu
að styrkja en veikja von vora
um áheyrn og samkomulag um þessi
atriði. Ríkisráðs-ákvæðið virtist þó
einkum vera viðkvæmt atriði, en að þó
mætti greiða úr því með skipun lands-
stjóra, er hefir æðsta vald sérmála
vorra í umboði konungs á ábyrgð
innlendra ráðgjafa.
Opinberlega áttum vér allir ekki
kost á að koma fram með þessar kröf-
nr vorar á þaqn hátt, er oss þótti
við eiga, nema á umræðufundi, er hald-
inn var, fýrir luktum dyrum þó, af oss
öllum og ríkisþingmönuum þeim, er
með oss höfðu verið allan tímann, auk
Alberti dómsmálaráðgjafa. Komu þar
öll þessi sömu atriði til umræðu, og tókst
ræðumönnum beggja flokkanna að setja
svo fram kröfur sínar bæði í undirskriftar-
málinu, ríkisráðssetunni og endursköðun
stöðulaganna, að ekki kendi neins
flokkarígs eða verulegs ágreinings um
þessi atriði, þótt fullskýrt væri að orði
um þau kveðið, enda var því þegar
hreyft í blöðunum daginn eftir, að
íslendingar hefðn þar sýnt, að þeir
væri menn, sem vissu hvað þeir vildu.
það var ekki fyr en á þessum fundi,
er þjóðræðisflokknum hafði gefist kost
ur á að eiga opinberlega tal við stjórn-
arflokkinn í Danmörku um þessi atriði,
og voru undirtektir hans að mörgu
leyti betri en vér höfðum búist við. —
jpví kann að verða varpað fram af
einhverjum, að ekki sé mikið að treysta
á ummæli danskra stjórnmálamanna
við oss um ágreiningsmál vor~við Dani,
meðan vér vorum gestir þeirra, er þeir
vildu leika við á alla lund, og hafa
sem glaðasta og ánægðasta á meðan
á heimboðinu stóð; þegar hátíðarvíman
og veizlurykið sé runnið af Danskinum,
muni hann lítt minnugur verða sinna
ummæla við oss íslenzku þingmenn-
ina.
En þegar þess er gætt, að þessum
málaleitunum var stranglega haldið
fyrir utan allar veizlur og mannfagn-
að, og þær bornar fram með fullri
alvöru og einurð, þá virðist það ganga
getsökum næst, að telja ummæli Dana
um það markleysuhjal, að engu hafandi.
Auðvitað kemur mér ekki í hug, að
Danir muni eftir ferð þessa segja já
og amen til allra óska vorra í þeim
málum, er oss hefir greint á við þá
um hingað til; en það er mér nær að
halda, að ekki muni jafntorsótt hér
eftir sem hingað til fyrir oss að fá
rétting mála vorra hjá þeim, ef vér
getum sjálfir orðið á eitt sáttir.
þeir eru n ú teknir að líta alt öðr-
um augum á land vort og þjóð en þeir
hafa gert öldum saman áður. Sú með-
vitund er óðum að vakna hjá æðri
mönnum og lægri þar í landi, að Dan-
mörku sé bæði gagn og vegsauki að
því, að Island sé í því einu sambandi
við daDska ríkið, er íslendingar séu
ánægðir með.
þetta þóttist eg verða var við oftar
en einu sinni, bæði í einslegu samtali
við merka Dani og í opinberum ræð-
um þeirra á mannamótum, og þennan
hugsunarhátt tel eg að ferð vor hafi
töluvert stutt.
IV.
Hvernig sem litið er á ferð þessa
og tildrög hennar, má óhætt fullyrða,
að hún verður talin allmerkur viðburð-
ur í sögu þjóðar' vorrar.
Hvort hún verður til þess að koma
sjálfstjórnarmáli voru í friðsamlegra
horf hér heima fyrir en það hefir verið
í síðustu árin, skal ósagt látið.
En víst er um það, að það var sam-
huga viðleitni allra vor, er í förinni vor-
um, að koma svo fram gagnvart konungi
vorum og samþegnum vorum í Dan-
mörku, að þjóð vor mætti vel við una;
hvernig oss hefir tekist það, mega aðr-
ir um dæma.
Ferðin hefi aukið samhygð og bróð-
urhug vorn og Dana, þekkingu þeirra
á þjóð vorri og þörfnm hennar, og