Ísafold


Ísafold - 03.10.1906, Qupperneq 3

Ísafold - 03.10.1906, Qupperneq 3
ISAFOLD 255 Berklaveikis-heilsubötarreglur. Lýsingin í ísafold 1. f. ra. á heilsu hæii BergsHelgasonar og frá- sagan af vist han8 þar í vetur, á Fossi á Síðu, hefir vakið mikla eftirtekt. Vitað hafa um þá lækningaraðferð áður allir þeir, er kynt hafa sér berkla- Veikiskver það er, Guðm. læknir Björns- son islenzkaði fyrir nokkrum árum og landstjórnin Iét prenta og útbýta um laud alt að undirlagi alþingis. En það er hvorttveggja, að almenningur er ótrúlega fljótur að gleyma tómum bók- legum leiðbeiningum, enda er óiíkum mun áhrifameiri verkleg dæmi sam- lend, og miklu líklegri til að festast í minni. þ>að stendur á einum stað í Berkla- veikisbæklinguum, að berklaveikis- heilsuhælin eigi að vera »ekki einungis lækningastaður, heldur einnig nokkurs konar skóli fyrir hvern sjúkling. Sjrrk- lingurjnn lærir af lækninum, hvernig hann á að verja sjálfan 3Íg og aðra sóttkvukjunni, komast hjá kvefi, halda holdum, og mörg önnur holl ráð; og þennau dýrmæta lærdóm hefir sjúk- lingurinn heim með sér» (bls. 52). þ e 11 a hefir Bergur Helgason gert, og einmitt fynr það hepnaðist honum svo prýðilega að lækna sjálfan sig í vetur. Enda má ekki gleyma því, að fara m á sér að voða með líkri aðferð þeirri er hann hafði, hafi sjúklingurinu ekki fengið verklega tilsögn í henni né njóti læknisleiðbeiningar. Nú vegna þeirra berklaveikra manna, er kynnu að vilja nota aðferð B. H. sér til heilsubótar, hefir hann ritað upp handa Isafold »nokkur h e i I r æ ð i, sem honum voru kend í Silkiborgar- heilsuhæli*, segir hann. Heilræðin eru þessar tólf lögmáls- greinar: I. Vegna annarra. 1. Hafið jafnan hrákabauk i vasanum og hrækið í hann, hreinsið hann vandlega á hverjum degi og hafið í honum dálítið af sterku karból- vatni. (Hrákabaukarnir fást eða eiga að fást í lyfjabúðum. |>að eru myndir af þeim í Berklaveik- isbæklingnum bls. 16—17). 2. Hrækið aldreiannarstaðar en annað- hvort í baukinn eða í hrákadall. 3. Hóstið aldrei framan í aðra, held ur skal halda vinBtri hendinni fyr- ir munninn, meðan hóstað er, og þvo hana síðan rækilega. 4. Hafið ætíð karbólvatn f hrákadall- inum og farið gætilega með það sem í hann kemur (eius og segir í Berklaveikisbæklingnum). 5. Hafið yfir höfuð alt það hreinlæti, sem föng eru á. II. Vegna sjálfra yðar. 6. Ef þér hafið sótthita (feber), þá liggið í rúminu fyrir opnum glugga eða gluggum, þar til er sótthitinn er horfinn. Hitinn má ekki vera meiri en 36,8° (C.) að morgni og ekki meiri en 37,4° að kvöldi eða um miðjan dag. Fáið yður hita- mæli hjá lækni eða í lyfjabúð. 7. Ef þér hafið hósta, þá hóstið sem allraminst og vægilegast, sem þér komist af með. 8. Ef þér getið verið á fótum, þá gaDgið ætíð spölkorn 3 eða 4 sinn- um á dag, x/2—D/2 stund í senn. Hvílið yður áður en þér farið að þreytast, og gangið ætíð þar sem er hreint loft og ómengað. 9. Dragið andann djúpt og rólega, bæði þegar þér eruð á gangi og þegar þér haldið kyrrufyrii, og látið sem allra-oftast lungun troðfyllast hreinu og góðu lofti. 10. Látið yður jafnan vera heitt á fótum. 11. Haldið hörundinu hreinu með því að lauga yður. 12. Haldið meltingunni í lagi með reglulegum máltíðum og góðri fæðu; drekkið nýmjólk eftir iyst Norðvesturleiðin farin af entla og á. Maður er nefndur R o a 1 d A m u n d- s e n, norskur fræöimaður og sægarpur raikill. Hann lét í haf fyrir raeira en 3 arum frá Kristjaníu snemraa sumars (16. júní 1903) við áttunda mann í þeim erindum, að hitta segulskaut jarðar hið nyrðra (er Ross hinn enski fann 1845, í eynni Boothia Felix sunnativerðri) og gera ýmsar vfsindalegar rannsóknir um þær slóðir, í eykjabálknum mikla norð- an við Ameriku. Gjöa het skip það, er hann var á og þeir félagar, einsiglt selveiðaskip, en raeð gufnvól þó. Það spurðist síðast til ferða hans, að hann lagði inn í sundin vestur úr Ginn- ungagapi (Baffinsfióa) á áiiðnu surari 1903. Þar til í vetur sköratrm fyrir jól. Þá kont lausafrétt frá Ameríku, og þó ógreinileg, ura að skipið hefði komist suraarið eftir vestur sundið milli Vik- toríulands og meginlands Ameríku. Það er vestarlega nokkuð í áminstum eyja- bálki. Þar hafði veriö íslaust þá. En brátt varð skipið ístept og varð að halda kyrru fyrir vetur hinn næsta. En í mánaðamótin fyrri kont ltrað- skeyti frá bæ þeirn í Alaska, er Nome heitir og er örskamt fyrir sunttan Ber- ingssund milli Ameríku og Asíu, alveg jafnnorðarlega að kalia má og Reykjavík. Þar var þá Gjöa kornin og þeir fólagar, er í förina höfðu raðist, allir heilir á húfi netna einn. Það var norskur verk- fræðingur, er Wiik hét. Hann lózt á áliðnum vett'i hinum síðasta. Þeir höfðu komist sjóleiðis n o r ð - v e s t u r 1 e i ð i n a a 11 a af enda og á, f y r s t i r mauna; og þóttu það allmik- il tíðindi. Þykjast menn vita, að það hafi búið undir fyrir Amundsen þessum frá upphafi, að vittna siikt afrek, þótt ekki hefði hatin orð á því. Það hafði þreytt verið hátt upp í 4 aldir, alt frá dögum John Cabots í lok 15. aldar, aö komast sjóveg norður um Vesturheim, og niargir vaskir menn látið líf sitt i þeint þrautura; þeirra er frægaastu Sir Johti Franklin (t 1847). Þá var það, að einu hinna mörgu, er gerðir voru út af Bretastjórn í dauðaleit aðhonum og þeim félögum, fann loks norðvesturleiðina, en komst ekki nokk- urn kafla af henni, heldur varð að fara þar landveg. Sá hót Mac Clure. Það var árið 1853. Hann hafði farið (1850) norður Beringssund og þaðan austur með landi, þar tiþ er skip hans varð ístept á ntiðri leið, við Banksland, og varð hanti að skilja við það þar, en gekk á ísunt þaðan norður og austur < Melville-ey. Þar hitti hann fyrir menh og skip ensk, er farið höfðu hina leiðina, austan úr Ginnungagapi, í sömu erind- um, og komst með þeim heimleiðis. Þessi sjóleið norðan um Ameríku vita allir fyrir löngu að er gagnslaus til flutninga eða verzlunarviðskifta, fyrir ísalögum. En frægð þykir það vera mikil, að komast hana alla, svo torsótt sem hún'er og vandrötuð. Það er hin mesta hættuför. Vegarlengdin frá Bafí'ins- flóa til Beringssunds er 740 sæmílur beina leið, að mælt er. Einn í för með Amundsen var dansk- sjóliðsforingi, Gotfred Hansen, lautinant, sonitr H. N. Hanseus konferenzráðs og landsþingisfotseta í Khöfn. Hann gekk Amundsen næstur að völdurn. Hann símreit föður sínum koniuna til Nome 31. ágúst. Þeirra félaga er heintvon seint í haust, og munu þá eiga von á miklum fagn- aðar- viðtökum, líkt og Notðenskiöld hlant og þeir fólagar, er þeir koniu heint úr sittni frægu för norður og austur um Asíu, landnorðurleiðiuni, fyr^tir manna (1882). Pórn Abrahams. (Frh.l. J>að var engin miskunn hjá Magnúsi — og Búar voru þau flón, að lofa honum að vera. þeir eru yfirleitt ekki neitt góðir við óþokka, en í þetta skifti brugðu þeir út af reglunni þeirri. Nú á þessi .... heitir hann ekki Blenkins? — Jú, Blenkins, æptu fimm dimm- ar raddir, er höfðu sérlega garnan af að hafa upp þetta nafn. — Já, Blenkins hét hann. Heyrið þér þarua! þér þurfið ekki að flýta yð- ur, þér megið gjarna leggja orð í belg. ------Nú jæja, yður langar ekkert til þess. Nú; það kemur ekki mál við mig. sagði beiningamaðurinn, þegar varðhundurinn beit hann í tréfótinn. Já, hélt riðilstjórinn áfram, — höfuðs- maðurinn sagði, að við ættum að fara með þeim stiáða. Síðustu orðin, sem hann sagði, voru: — Eg reiði mig á yður, Mac Dunn; hafið jafnan í huga sæmd hersveitar- innar. — Herra höfuðsmaður, anzaði eg; hún hefði getað lent í lakari stað en höndunum á mér. — En nú spyr eg yður alla: Hæfir það okkur, að banga á hælunum á drykkjuræfli og hlýða honum? — Nei! öskraði Kennzie æfur. Svei mér ef vér höfum eigi hlaupið af stað sem skoilatófur. Eg skal lemja af honum hendur og fætur. — Skeggið á þér er viðlíka mikið og vitið í þér, Kennzie minn. Nei, láttu það ógert. þetta hefir okkur verið skipað, og við skulum vara okk- ur á að aðhafast enn meiri flónsku. Annars hefir pilturinn fengið sína ráð- ningu, án þess að við höfum þurft að hreyfa einn fingur. Hvers vegna hann hefir fengið hana, kemur okkur ekkert við; en eg þori að fullyrða, að það hefir eigi orðið um sakleysi. |>ið sáuð að eg gekk inn til gamla Búans þarna, og þið Báuð að eg kom út aftur. f>að getur enginn efi ieikið á því, að óþokk- inn hefir fengið hýðinguna, af því að hann hefir til hennar unnið; uei, það er af og frá um það. Eða hvað á maður að halda, þegar hann sér annan manu ætla að gráta augun úr höfði sér og heyrir hann æpa: — Eg hefi gert þaö. Gerðu skyldu þína og skjóttu mig? — Taktu byssuna þína og komdu út, svaraði eg ; hlað þú hana, og á meðan skal eg horfa á og svo skjót- umst við á, á tuttugu skrefa færi. En hann gerði ekki nema reif í hár- ið á sér og æpti: — Maður, í nafni guðs miskunn- semdar: dreptu mig, dreptu mig! Eg játa það, að mér fór ekki að verða um sel, því hacn æpti í sífellu: — Dreptu mig, dreptu mig! f>e88 konar er ekkert gaman að heyra, og eg fór líka leið mina. — Riðilstjóri! gall Craggs fram í. — f>egi þú, þegar eg tala. Og er hinn þagnaði, hélt Dunn ótrauður áfram: — Nú er það trúa mín, að gamli Búinn og þetta fyllisvín eigi einhver ólokin viðskiíti sín í milli; en hvað það er, veit eg ekki. Blenkins hefir fengið eitthvað upp í það á syndugan bakhlutann, og þess ann eg honum. En um mann, sem hagar eér eins og gamli Búinn gerði, er hann hafði tal- að hálfa stund við kunningja okkar þarna — — um hann er ekki alt með feldu, það fær enginn inn £ höfuðið á mér, þótt það væri lamið eins og fiskur. Nei, piltar, hér býr eitthvað undir og við erum eitthvað blektir. f>essi böl- vaður Blenkius hefir skotið einhverri lygaflugu í lögreglufyrirliðann og hann trúað honum; eg þekki ekki heimsk- ara fólk eu þessa náunga i herliðs lög- reglunni. Svo verða sex heiðarlegir Hálendingar að labba langar leiðir, af því að daunillur fylliraftur þarf að koma fram hefnd á einhverjum, sem honum er ílla við. Loftskeytafrettir 2/io- Uppreisnin á Cuba. Vaxandi líkur fyrir íhlutun af Banda- rikja bálfu, með því að stjórnin er enn með vífilengjur. Sóð fyrir flutniugi á fyistu herdeild, er í eru 8,220 manns, og á að leggja hald á eyna. Bráða- birgðafyrirskipun gerð um að vígbúa aðra viðlíka herdeild. Sveit amerískra sjóliða (Bandar.) letiti í Havanna til að vernda fjárhirzluna. Von á meiri liðs- afla á land í dag, er Taft gefur út á- varp, þar sem hann gerir sjálfan sig að hervaldsstjóra yfir eynni. Palnia forseti sagði af sór í dag. Svo sagði Taft við matin, sem spurði hann frétta, að hann vantreysti báðum flokkum á Kuba. Slysfarir. Fellibylur gekk yfir ríkin Louisiana, Missisippi og Georgíu í Bandaríkj. tólf stundir. Borgarstræti í kafi í New Or- leans.. Járnbrautarlestir teptust. Mik- ið manntjón og eigna við Mexikoflóa. Bana fengu 75 manns í borginni Mo- * bile. Þar skemdust og 5000 hús. — Haldið er að skemdir á bómullarupp- skeru í suðurríkjunum nemi 5 milj. pd. sterling. Annar fellibylur í Honkong (Kína) á laugardaginn. Skipsmíðastöðvar allar brotnar og bramlaðar. Fjaran öll þak- in skipsflökum. Ýms tíðindi. Stössel hershöfðittgi látinn segja af sér fyrir uppgjöfina á Port Arthur. Samblástursmenn frá Kronstadt í sum- ar dæmdir af lífi nítján, 12 í æfilan'ga þrælkun og 23 £ 20 ára þrælkuu. Sextán loftför £ Paris lögð á stað £ kappflug um alþjóða-verðlaunabikar Gordons Bennetts, þar á meðal 3 brezk. Það, sem vinnur, verður að vera 2 sól- arhringa í lofti. Játvarður konungur hefir vígt ny- reist háskóla-húsakynni £ Aberdeen.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.