Ísafold - 10.10.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.10.1906, Blaðsíða 2
262 ÍS AFOLD skerju þvert yfir lónið; þar tná tylla 4 8bipum í einu sínu við hverja þver- feati, og geta þau öll snúist eftir veður stöðu eins og vindhani, án þess að rekast á sker eða hvert á annað. — Áður voru skipin fest í báða stafna, og var þeim þá hætt við að slitna upp í miklum veðrum. — Skipalegan er stærri á Eyrarbakka en Stokkseyri, og auk þess fjær brim- inu og nær landi. Milli hennar og brimgarðsins eru langar og breiðar klappir, sem koma upp úr þegar lág- sjáað er. Á þessar klappir væri líklega gott að 8teinlíma öflugan garð eða ávalan grjóthrygg, og sömuleiðis hlaða fyrir vestan skipaleguna til varnar f suð- vestanroki og fyrir ísrek frá Olfusá. Grjót ætti að taka úr skeri, sem nú er milli tveggja þröngra sunda, svo að þar kæmi eitt gott sund, og einnig úr smáskerjum og klettanefjum, sem helzt eru til baga, bezt rýmkuðu höfn- ina og bættu innsiglinguna. Væri þetta gert, yrði sundið fært að líkindum jafnt og útsjórinn, og skipum á höfninni yrði engin hætta búin í ofviðrum af neinni átt. Hér er ekki nauðsyn á stórri höfn, en örugg þarf hún að verða. Höfund- nr náttúrunnar hefir gert svo mikið af hafnarvirkjum á þessum stöðum, að ekki vantar nema dálitla viðbót. Undirstaðan er góð og óbilug, þótt hækka þurfi öldubrjótinn, rýma nokkuð til og gera góða uppskipunarbryggju úr steini. Eeynt hefir verið með góðum árangri að dýpka sund á Stokkseyri. Er þó völt von, að svo lítið fé (16 þús. kr.) til slíkra hluta geti einu sinni svarað kostnaði. Slfk stórvirki á ekki að byrja fyr en nota má til þeirra svo mikið fé, sem brýnasta þörfin krefur. Vér í slendingur erum of fátækir til að vera að káka við mörg hálfverk í einu, og ættum líka að vera farnir að hrekk- jast á því. •— Tíu þúsund kr. geta horfið algjörlega í undirbúningskostn- að, þó ekki þurfi nema nokkra tugi þús. kr. til að fullgera verkið. Kostnaðurinn. Hvar bezt er að gera höfnina, hvern- ig það verði gert, og hve mikið það kosti, er auðvitað ekki unt að fullyrða nema með nákvæmri rannsób góðra sérfræðinga, hafnfræðinga og ef til vill kafara. Hugsanlegt er þó, að gera mætti notandi höfn á þessu svæði, stein- bryggju og hentugt lítið gufskip fyrir mikið minna fé en járnbraut kostaði frá Reykjavík að eins austur í bygð í Árnessýslu. Hvort kæmi þá að meiri notum fyrir bændur og borgara? J>ó svo reyndist nú ekki, að höfn o. s. frv. yrði ódýrari en járnbraut milli bygða, jafnvel þótt höfnin yrði dýrari, þá má gæta þess, að kostnað- urinn allur til járnbrautar í óbygðum, bæði lagningarkostnaður og viðhald, hlyti aðlenda á landsjóði einum. Ekki er líklegt, að nokkur sjóður annar, félög eða auðmenn vildu leggja fé í slíka braut, sem auðsjáanlega yrði notuð svo lítið fyrst um sinnj að ekki svaraði flutning8kostnaði, hvað þá heldur vöxt- um af stofnkostnaði. Aftur á móti dreifðist kostnaðurinn til hafnar á marga, vegDa viðtækari og al- mennari nota, en einkum þó vegna hagsmuna fyrir einstaka menn og félög. Landeigendur, kaupmenn og sveitar- félög á Eyrarbakka og Stokbseyri verða keppinautar um höfnina, og ættu þeir að hljóta happið, sem bezt bjóða að öðru jöfnu. Stór fjártillög frá þeim, er hefðu mestan hag af verkinu, er bezta ráðið til að hrinda því áfram og útrýma tvídrægni. Landssjóður ætti að kosta rannsókn og áætlanir til undirbúnings, og auð- vitað yrði hann að leggja mest fé til svo mikils framfarafyrirtækis, en sýslu- sjóðir í 3—4 sýslum ættu líka að hjálpa til, og ef til vill kæmi styrkur úr fleiri stöðum. þó að eg nefndi gufubát með hafnar- kostnaðinum, þá tel eg ekki nauð- synlegt að kaupa hann í byrjun eða veita fé til þess. Mætti að líkindum leigja skip til milliferða fyrst um sinu. Hitt getur verið, að landssjóður þyrfti nokkuð að styrkja milliferðirnar fyrstu árin, líkt og aðrar strandferðir. Sfðar ættu þessar ferðir að bera sig vel sjálfar án nokkurs styrks. þegar samlagsverzlun bænda hefir náð að festa rætur, ættu slfkar milliferðir að bomast undir þeirra yfirráð, svo að engin einokun gæti komist að. V. Eitsímafréttir erlendar. Khiifn 8. okt. Sendinefnd sænskra kvenna krefst þingkosningarréttar. Stjórnin er að bugsa sig um svarið. Óeirðauppþot í Stafangri. Hákoni konungi fagnað glæsilega í Khöfn. Við umræður í fólksþinginu um svar við hásætisræðunni gerðu gagnbreyt- ingamenn breytingartillögu um að verða við óskum íslendinga um umbót á stöðulögunum. >i: * Þetta er fyrsta skifti, sem þan Hákon Noregskonungar og Maud drotning hans vitja föðurgarðs eftir hrottför þeirra þaðan i vetur sem leið; og er þetta upphaf kynnis- farar til ýmissa höfuðstaða álfunnar. Norðurnaálasýslu 13. sept. Sumarið eitt með hinum kaldari, er menn hér mnna og snjóað hefir ofan nndir bygð í hver- jum mánnði, alhvitt varð úti í Vopnafjarð- arkaupstað, anstan undir hússtöfnum þar, seint i ágúst (17. eða 18.). Þó hafa hey manna ekki hrakist tilfinnanlega, og hey- fengur á flestum hæjum nær meðalfeng. Aflaleysi eitt hið mesta er verið hefir í tugi ára. Útgerðarmenn stórtapað sumir, einkum þó þeir er dýrari útvegiun hafa haft — vélarbátaeigendur. Bilnn vélanna og skortur á góðri beitu á nokknrn þátt í þvi. Ullarverð var hátt, kr. 1,10 pd., og kjöt og gæruverð uppkveðið hátt nú fyrir haust- kauptiðina. Fyrir nokkru farið að síma milli Hofs og Vopnafjarðarkaupstaðar (nm 14 rastir eða nær 2 mílnr) og leggur landssjóður efni til, en hreppshúar annast vinnukostnað og Btöðvarrekstur á Vopnafirði. Búast þeir við riflegum styrk af sýslusjóði og ef til vill hinum erlendu verzlunareigendum þar, en sjálfir gjöra þeir ráð fyrir að leggja eitt- hvað fram af hreppsfé, og lúka með sam- skotum það sem til vantar. Heyrt hefi eg, að þeir eigi von á skiftiborði fyrir 10 not- endur, og að 6 hús hafi þegar óskað sam- hands. Þykja þetta sem von er nýjungar, og hugsa menn gott til ef vel reynist. Jón læknir Jónsson flytur sig burt héð- an í haust og sezt að á Blönduós, og hvort sem læknishéraðshúar telja missinn mikinn eða litinn, þá er hann mikill fyrir hrepps- félagið, því þar hefir hann hæði verið öt- nll fjármálamaður og framfaramaðnr hinn mesti; á hann hér þær menjar þess, er munn lifa honnm lengur, þótt ekki sé gam- all. Tveir eldri menn hafa horfið hér i sum- ar, og má vist telja, að báðir hafi ráðið sér haua. Annars hafa fáir andast hér það sem af er árinu, og almenn heilbrigði góð. Benedikt Gröndal áttræðnr. Minst var hér í bæ maklega og myndarlega áttræðisafmælis þjóðskálds- ins Benedikts Gröndal, laugardag 6. þ. m. Veifa var á hverri stöng, og um kveld- ið var gerð til hans liðmörg blysför, er í var mestallur skólagenginn lýður höfuðstaðarins, með forgöngu Stúdenta- félagsins, og söng kvæði það eftir |>or- stein Gíslason, er hér er prentað á öðrum stað. Margir helztu menn bæjarins hinnar elztu kynslóðar heimsóttu hann hins vegar og fluttu honum heillaóskir. Daginn sama gerði Sigurður bóksali Kristjánsson skáldinu það til sæmdar og sjálfum sér um Ieið, — með því að hér er slíkt fátítt mjög, — að birta á prenti mjög snoturt minningarrit, er nefnist: »Benedikt Gröndal áttræð- ur, 1826—1906, 6. október* og þeir hafa lagt Baman um að skrásetja, Jón Jóns son sagnfr., mag. Guðm. Einnbogason, Finnur Jónsson prófessor, Helgi Jóns- son náttúrufræðingur og |>orsteinn Er- lingsson skáld. Jón ritar aðalæfisög- una, á 2 örkum; Guðm. um skáldskap hans, á öðrum 2 örkum; Finnur grein, er heitir Benedikt Gröndal og forn- fræði (á rúmri 1 örk); Helgi aðra, er heitir: Gröndal og náttúrufræðin; og |>orsteinn: Dálítið um Ben. Bröndal, á 2 örkum. Sín myndin fylgir hverri greininni: fremst af skáldinu rosknu, þar næst tvítugu, þá rúmlega þrítugu (lesandi í bók), þá: Gröndal á málara- verkstofunni, og Ioks: Gröndal áskrif- stofu sinni. Enn er þess ógecið, að framan við ritið er ávarp í Ijóðum eftir kostnaðarmanninn sjálfan, Sigurð Kristjánsson, sem fáir eða engir hafa haft hugmynd um að væri neitt hagmæltur, og er þó kvæði þetta bvo laglegt, að enginn er vansi að, hvorki þjóðskáldinu, sem þar er ávarp- að, né kverinu öllu, svo einkar-snoturt sem það er þó og eigulegt. Loks birtist sama dag dálítið ljóða- kver nýtt eftir »afmælisbarnið« og heitir D a g r ú n (kostnaðarm. Arinbj. Svein- bjarnarson), nálægt 4 örkum, sömu- leiðis mjög snoturt útlits. Sum kvæð- in þar eru frá fyrri árum skáldsin3, og prentuð þá í tímaritum (Norðurfara, Gefn), sum áður óprentuð, og nokkur (8) alveg ný, en ótrúlega laus við öll ellimörk. J>að eru ekki vansmíðin á öðrum eins smákvæðum eins og Stjarna og Kvöld, — seœ byrjar á þessari limamjúku og léttstfgu fer- skeytlu: Rennur sól að háru hrún, brosa sjóinn lætur, geisla-kossi kyssir hún kaldar Ránar dætur, Eða mundi margt áttrætt skáld kveða með meiri æskugáska en kemur fram í þingmannafararkvæðinu frá í sumar, er byrjar svona: Nú er Botnia farin heint út í Danmörk. Margur mundi ætla, að annað eins erindi og þetta: Þar er siróp og svartabrauð út i Danmörk; o. s. frv.---- Þar er Alberti, þar er bjór, þar er mýmargur Bensi Þór út i Danmörk hlyti að vera frá tímum Tíu-álna-langs og tíræðs kvæðis. Eða þá niðurlagið: Svo var etið og drukkið dátt út i Danmörk. Frelsisvinirnir höfðu hátt út i Danmörk. Átu grundvallarlagagraut, en þó gott af þvi enginn hlaut út í Danmork. f>að er vafalaust gleðifrétt öllum hinurn fjölmörgu vinum B. G. og skáld- skapar hans, en það er sama sem öll þjóðin hér um bil, að hann er enn mikið hress og fjörugur í anda, við- mótið glaðlegt og ástúðlegt, líkt og bezt gerðist á yngri árum, og lfðanin góð eftir hætti, — nokkur bjúgur í fót- um, leifar af lasleikaköstum, sem hann hefir fengið öðru hvoru síðustu missirin. Hjartaiis þakkir. Vinum minum Arnesingum og Rang- œingum (vnokkrum bœndum*-), þeim er létu fœra mér að heiðursgiöf á sextugs- afmæli mínu mikið og fagurt, íslenzkt listaverk og mér einkar-kœrkomið, votta eg minar alúðarfylstu þákkir, bceði fyrir dýrgripinn sjálfan, og eigi síður fyrir það hugarþel í minn garð, er eg: veit að gjöfin er sprottin af. B.jörn Jónsson.- Reykjavikur-annáll. Dánir. Sigurlaug Nikulásdóttir, kona Guðm. bónda Pálssonar frá Skeiði á Rang- árvöllum, lézt 1. þ. m. i Landakotsspítala, rúml. fimtug. Fasteignasala. Þessum fasteignarskjölum var þinglýst hér siðasta fimtudag: Gisli Gíslason selur Páli Jónssyni húseign nr. 52 við Grettisgötu á 3500 kr. Grimur Þórðarson kaupm. selur Arnóri Jónssyni húseign nr. 55 við Njálsgötu á 3.200 kr., og Jóni Jónssyni kaupm. hálft hús nr. 52 við Hverfisg. ú 2000 kr. Guðmundur Bjarnason selur Yigfúsi Jósefs- syni skipstjóra húseign nr. 4 við Mjóstræti á 5,000 kr. Guðmundur Guðmundsson selur Páli Ein- arssyni húseign nr. 34 við Grettisgötu á 4.200 kr. Helgi Þórðarson selur Bjarna Árnasynl húseign nr. 7 við Holtsgötu á 1800 kr. Magnús sál. Msrkússon hafði arfleitt konu sína Ingibjorgu Eiríksdóttur að húseigninni nr. 21 við Grettisgötu með tilheyrandi lóð (1552 ferálnir). Þórhildur Pálsdóttir ekkja selur Birní Stefánssyni húseign nr. 52 viö Laugaveg með 900 ferálna lóð á 7 450 kr. Hjúskapur. Benedikt Tómasson stýrim,- frá Bjargi á Skipaskaga og yngismær Guð- rún Sveinsdóttir í Rvik, 9. okt. Sigurður Ólafsson i Gíslaholti og yngism. Þorbjörg Þórarinsþóttir, 6. okt. A t h s. Kona Bergs Einarssonar sútara, Anna, er Árnadóttir, en ekki Eiriksd. (sbr. Isaf. 3. þ. m.). Kaupskipafregn. Hingað kom i fyrra dag s/s Gambetta (334, H. Riise) frá Leith með kol og ýmsan varning til Edinborgar-verzl. Frá sömu verzlun lét i haf i dag s/s Urania með fiskfarm áleiðis til Spánar. Lik er fundið af Jafet Ólafssyni, skipstjóra á Sophia Weathley, er týndist í vor í mann- skaðaveðrinu mikla, 7. april, einhversstaðar nálægt Hjörsey, að mælt er. Likið þekt- ist á fötunum. Skipstjórafélagið A 1 d a n hér i bænum lánaði þilskipið Njál um daginn og sendi upp eftir að sækja líkið til greftrunar hér. En þá hvesti svo, að ekki varð komist að landi. Nú hefir Faxaflóabáturinn (Rvik), er fór upp í Borgarnes i morgun, verið feng- inn til að biða þar meðan líkið væri sótt og kemur væntanlega með það á morgun. Skurðarfjár-verð er sem stendur þett.a hér i bæ á fæti: fullorðnir sauðir vænir úr góðu haglendi (Borgarf. og að norðan helzt) 16—19 kr.; tvævetrir 15—16 kr.; smærra fé (svo sem helzt úr Skaftafellssýslu og sum- um sveitum i Rangárvallasýslu) 13-“16 kr, tvævetrir sauðir og eldri, veturgamalt 7—" 10 kr.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.