Ísafold


Ísafold - 10.10.1906, Qupperneq 3

Ísafold - 10.10.1906, Qupperneq 3
IS AFOLD 263 Kjöt af veturgl. fé og eldra 23—25 a.; innan úr l'/2 kr. úr veturgl. með öllum mör, og eins úr eldri sauðum mörlaust hér nm bil; mör 25 a. Sauðargærur allar hér um bil tekur nú 8em undanfarin haust konsúll Jes Zimsen i nmhoðssölu, handa einhverri stúrverzlun erlendis, og þykir það hafa mikið vel gef- ist. Hann kvað gera ráð fyrir 40 a. verði (á pd.) nú eða þar um bil. Til Benedikts Gröndals frá Stúdeiitafelagiim í Keykjavík. Við blysför 6. okt. 906. Hátt skal það úma : Upp yfir drunga timanna lýst hefir ljósvöndur þinn. — Kyndla frá ljóma kynslóðin unga geisla vill senda um gluggann þinn inn. Þökk fyrir ljóðin, þökk fyrir snjalla málið, sem t.öfraði meyjar og hal. Lengi mun þjóðin list þina kalla djásn sitt — og geyma sem gimsteina val. Faldskrýdda meyjan, fögur að llta, segnl- frá stólinum sér til þin nú : Aldrei skal eyjan itur-brein, hvlta, glata þvi skrauti, sem gafst henni þú. Tindra æ ljósin tindunum yfir mánahjört kvöld, sem að minna’ á þin ljóð, glóir æ rósin. — Gröndal, þú lifir ætíð i heiðri hjá islenzkri þjóð! Þorst. Gíslason. Fórn Abrahams. (Frh.l. |>að getur einkasonur hennar móður minnar bölvað eér upp á, að heldur kýs hann að ganga aleinn á móti fjand- samlegu fallbysBuvirki, en að skerða eitt hár á höfði manns, er gerir ekki nema hrópa í BÍfellu: *Dreptu mig!« Hvaða maður sem hann svo er að öðru leyti. Nú, hér er ekki alt ein- leikið, og þegar eg því næst hugleiði orð höfuð8mann8Ín8 um að gæta vel sæmdar hersveitarinnar, hum!--------- Nei, piltar, því minna sem við eig- um við mál þetta, því betra fyrir hersveitina. |>að voru heldur óhýr augu, er að Blenkins beindust, er hann gekk þarna á undan dátunum. |>að var lfka eina og hann fyndi til þeirra aftan í hnakkanum á sér, þvf haun eneri sór við alt í einu: — Eruð þið bráðum búnir? Honum var engu svarað. f>á eegir hann: — |>að mun verða dálagleg skýrsla, sem eg kemst ekki hjá að semja um þetta. f>ér skuluð ekki gleyma honum Sieyfus Blenkins bvo fljótt, Mae Dunn riðil- stjóri. Að vörmu spori var riðilstjórinn kominn á hlið við hann og tók hann svo til máls: — Eg blanda mér ekki í smásýslanir yðar, látið yður bvo heldur engu skifta Um mínar, þá eruð þér vænn. En það get eg sagt yður í mesta trúnaði. Eurt með þig, Kennzie, kallaði riðil- ®tjórinn til hans. — Já, góði Blenk- ins minu, eða Jenkins eða hvern fj ..... . þér heitið, mælti hann enn- fremur. í herbúðunum eru 2 Hálend- iuga-tvffylki og bíða fararboðs. Tvær þúsundir manna, þar Bem yngsti ný- liðinn er langt um meiri hefðarmaður en þér verðið nokkurn tíma. f>eir úska einskia fremur, en að fá að gera sér eitthvað til gamaus, t. d. við ein- hvern lögreglunjósnara; þeir hafa ekki tiltakanlegar mætur á þvf fólki. Má vera að það sé skapbrestur þeirra; sjálfir kalla þeir það kost, en ekki löst; þeir líta nú svona á það mál. Jæja, nú getið þér kjaftað um mig, þér getið fengið mig settan af; slík hafa dæmin gefist; þótt mér yrði snarað f dýflissu eina viku eða svo, þá hafið þér ekkert gagn af því. Allir hinir spyrja: Hvers vegna? f>ér eruð þá laus við mig, en við höfum Kennzie á bak við okkur. Eg þekki hann bæði að utan og innan; honum þykir gott í staupinu, og stúlkum er hann ekki frábitinn heldur, en vænst þykir nonum þó um almennileg áflog í illu. Hann mun lúberja yður eins og bezt kunna menn þá list, og því heldur hann áfram meðan nokkur líf- tóra er í syndum hlöðnum skrokknum á yður; hann er bölvans þrár. Vera má að þér komið honum í dýflissuna, hann er eigi alveg ókunnugur þar. En þá eru hinir fjórir eftir. Craggs er engin liðleskja í hnefabarsmlð, þótt hann sitji aldrei á sér að hafa f frammi ýmsa smáhnykki. Honum er nú svo farið. f éí verðið að gera yður það að góðu. Nú hefi eg varað yður við. f>ér getið komið honum og hinum 3 í myrkvastofuna; þeir hafa komið þar áður; en áður en þeir skreiðast þar inn held eg helzt að einhver af þeim hvísli í eyra einhverjum lagsmanni sínum: Æ! hérna heyrðu: hér er bölvaður lögregluliðsnjósnari, stakasti óþokki, ragmenni og skriðkvikindi. Hann heitir Blenkins; hann hefir sagt eftir þau orð, sem berast út um herbúðirnar og hinn daginn leggur heilt tvífylki ilt til yðar. Eg efast eigi um að þér séuð maður hugprúður, herra góður; eg hefi enga ástæðu til að halda annað; en það munuð þér skilja vel, að ekki verði það ánægjulegt er til lengdar lætur. Já, nú gerið þér sem yður sýn- ist; eg hefi sagt það, að eg sletti mér ekki fram í það sem öðrum kemur við. i OgMacDunn riðilstjóri yfirgaf Blenk- ins og slóst f hóp félaga sinna. f>á heyrðiet jódynur bak við flokk- inn. f>eir litu við og sáu hvar maður kom rfðandi. Blenkins, sem alstaðar átti sér ills von, staldraði við til þess er dátarnir komu að honum; hann vissi þó lífi sínu borgið hjá þeim og meira þorði harn eigi að fara fram á. Hann virti vandlega fyrir sér manninn og brá heldur enn ekki í brún, þegar hann sá að það var ísak van der Nath. Pilturinn reið mikinn og var óðara kominn til þeirra félaga. Hann reið að Blenkins, hélt aftur af hestinum og spurði með öndina í hálsinum : — Er það satt? Blenkins skildi óðara við hvað hann átti, og f augum hans brá fyrir áköfum ánægjusvip; hann þóttist sjá, að hann hefði hitt betur en hann bjóst við. — Já, það er satt, kallaði hann glaður, hvert orð satt. f>ú ert nautshaus drengur minn, og faðir þinn er sauður. Farið þið fj ... tíl báðir tveir. ísak horfði orðlaus og höggdofa á illgjarnlegt andlitið sem að honum sneri. — Já, sagði Blenkins hátt og áfjáður í að segja sem mest. f>að varst þiú sem varst lausmáll, og það er þér að kenna, að fallbyssurnar ykkar fundust ha, ha, hæ! ísak beit á vörina, laut fram á makka hestsins og laust Blenkins hnefanum beint f andlitið. — Hundur, sagði hann og annað ekki, sneri við hestinum og reið f loftinu sömu leiðina og hann kom. Blenkins emjaði hátt af tilkenningu og bræði. Biðjið kaupmann yðar um jjWÍ ASTROS fiJOTGA R E T T C N~~l [_| *np top j og önnur algeng nöfn á vindlum vor- um, cigarettum og tóbakstegundum og verið vissir um, að þér fáið jafnan vörur af beztu tegund. Karl Petersen & Co. Köbenhavn. Tombóla verður haldin fyrir Ekknasjóð Reykja- víkur í næstkomandi nóvembermánuði. Þeir bæjarbúar, er góðfúslega vildu styðja tombólu þessa ,með gjöfum, eru beðnir að snúa sér til undirritaðr- ar forstöðunefndar. — Um stað og stund verður auglýst nánar siðar. Reykjavík 8. okt. 1906. Sigurður Guðlaugsson kaupm. Hveríisgötu. Tómas Þorsteinsson málari á Laugaveg. Steindór Jónsson snikkari. Guðmundur Diðriksson Hverfisgötu. Olafur Björnsson Bakka. Runólfur Magnússon Guntiarsholti. Guðmundur Guðmundsson Kröggólfsstöðum. Sigurður Jónsson skipstjóri, Görðnnum. Eiríkur Eiríksson Laugaveg. Gisli Jónsson Nýlendu. Gunnar Gunnarsson kaupm. Hafnarstræti 8. Þakkarávarp. Hérmeð vil eg innilega þakka öllnm þeim mörgu, sem veittu mér hjálp og hughreystu mig við fráfall manns- ins míns sál. Eiriks Helga Eirikssonar. Sérstaklega vil eg tilnefna Eirík Gisla Eiriksson bróður hins látna; Jón Torfason og konu hans; Ingimund Þórðarson trésm. og konu hans; Margréti Þorgrímsdóttur og syni hennar; cann. tbeol. S. Á. Gislason og frú hans. Siðast en ekki sízt vil eg þakka skip- stjóra mannsins mins sá). herra Finni Finns- syni ásamt konu hans og allri skipshöfn- inni á fiskiskipi hans »Margrét«, fyrir þá rausnarlegu gjöf, er þeir gáfu mér. Eg hið góðan guð að blessa alla þessa »góðu gjafara« með alls konar timanlegri og andlegri blessun. Selkoti i Reykjavík, 9. okt. 1906. Guðrún Jónsdóttir. Tilsögn í dráttlist (teiknun). Undirrituð veitir tilsögn í teiknun í vetur (privat-kursus). Þeir sem kynnu að vilja sæta því boði, eru beðnir að gefa sig fram sem fyrst. Mig er að hitta frá 12—2 dag hvern. Austurstræti 8. Sigríður Björnsdóttir. Þuríður Lange Laugaveg 10 kennir eins og að undanförnu alls konar hannyrðir og selur áteiknað á klæði og angola. Tvíbr. sícngurdúkiir á 0,96 Hura al. Earill Jacobsen. Kartöflur dansk. Laukur Kálfhöfuð Epli nýkomiðtilGuðm.Olsen Agæt viniiuull hvít og mislit fæst hjá * Birni Kristjánssyni. Uppboðsauglýsing. Laugardag 13. okt. verður stórt upp- boð haldið í Kirkjustræti 10, og þar selt, meðal annars: 100 stórir kassar 2 hryssur 1 vagn með aktýgjum 1 bátur, og sófi og margt fleira. Kensla handa unglingum og fullorðnum. Undirritaður veitir stundakenslu í öllum venjulegum námsgreinum við hærri unglingaskóla — og auk þess í ensku, nýnorsbu og iiðluspili. Ef nógu margir unglingar gefa sig fram, verður kveldskóli settur á fót í vetur. NB. Sérstakar námsgreinar fyrir skólapilta og iðnnemendur: — Per- spektiv-, projektions- og konstruktions- teikning, hærri flatarmálsfræði, mathe- matik o. fl. Undirr. hefir tekið lægri og hærri kennarapróf við fjölsóttan kennaraskóla í Noregi, hefir verið kennari í mörg ár bæði í Noregi og hér heima — og hefir fyrir 2 árum síðan gengið í Centralskólanu í Kristjaníu — æðsta leikfimis- og skylmingaskóla Norðmanna, sem sérstaklega er ætl- aður herforingjum. Helgi Valtýsson, Þingholtsstr. 23. á fallegum stað í vesturbænum eru til sölu. Nánari upplýsingar í »Liverpool«.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.