Ísafold - 20.10.1906, Blaðsíða 3

Ísafold - 20.10.1906, Blaðsíða 3
ISAFOLD 275 Seyðíirðingar synja af nýju um YinYeitingaleyfi. Nú með s/s Ceres um daginn var Iaa- fold pkrifað af Seyðisiirði áþessaleið: Komið er það hér á dagskrá, að kaupmaður einn frá Niðarósi í Norvegi kaupi veitingahús Kr. Hall- grímssonar hér í bænum, með útihús- um og lóðarréttindum. En það mun hann hafa gert að skilyrði, að hann fengi leyfi til áfengisveitinga í bænum. Bæjarstjórnin tók mál þetta til með- ferðar á bæjarstjórnarfundi 15. f. m. og samþykti fyrir sitt leyti í einu hljóði, að veitingaleyfið yrði veitt með þeim skilyrðum, að hr. O. Wallan, Norðmaðurinn, yki og endurbætti hús- rúm í veitingahúsinu, svo að þar yrði að minsta kosti 10 herbergi, er boðleg væri og sæmileg heldrí gestum, og auk þess venjulegt gistihúsnæði fyrir 30 ferðamenn, og hesthús og heyforði handa alt að 40 hestum ferðamanna; áfeDgisveitingar skyldu eigi fram fara eftir kl. 10 að kvöldi og á laugardög- um ekki eftir kl. 6 handa öðrum en næturgestum, félögum eða samkomum. |>etta mál á svo að bera undir at- kvæði bæjarmanna á almennum borg- arafundi 12. þ. m. (okt.), og er útlit fyrir, að kepni muni verða þar tölu- verð á báðar hliðar. * * * Nú er komin ritsímafregn að austan þess efnis, að á borgarafundinum hafi verið synjað um vínveitingaleyfið með 54 atkv. gegn 48. |>að er í annað sinn, er Seyðfirð- ingar sýna slíka alvarlega röggsemi í því að bægja frá sér áfengissölunni til fulls, og eiga þeir fyrir það heiður og þökk allra þeirra, er bindindisfram- förum unna. Reykjavikur-annáll. Alþýðustyrktarsjóður. Bæjarstj. veitti i fyrra dag 33 kvenmönnum styrk úr honum, 10 kr. hverri. Brunabótavirðing samþykti bæjarstjórnin i fyrra dag á þessum hnseignum, i kr.: Ben. S. Þórarinssonar við Langaveg 2322 Bjarna Jónssonar 4 Kasthúsalóð 7650 Ellerts Schram við Bræðraborgarstig 3692 Guðm. Mattiassonar við Lindargötu 7' 77 Guðm. Þorleifssonar við Njálsgötn 5784 Hans Hoffmanns við Holtsgötu 9853 Helga Helgasonar við Skólavörðust. 6683 Jakobs Ámasonar við Þoktorshússtig 7747 Kl. Jónssonar landr. við Tjarnarg. 19100 Lárusar preBts Halldórss. á Melnum 7792 O. Ellingsens verkfr. við Stýrim.stig 13703 Ól. Th. Guðmundssonar við Laugav. 3772 Sig. Björnssonar við Hverfisg. (ym.) 10231 Sigurðar Jónassonar við Klapparstig 10966 Skúla Jónssonar við Grettisgctu 6083 Steingr. Guðmundss. við Stýrim.stíg 12813 Þórarins Jónss i Króki á Selsholti 6049 Dáin i gærkveldi saumakona Kristbjörg Bjarnadóttir, Laugaveg 11. Erfðafestulönd. Dr. J. Jónassen vildi fá leyfi til að selja Thor Jensen kaupmanni 2310 ferálnir úr túni sinu við Tjörnina, á 2 kr. feralin, og gera að sérstöku erfða- festulandi. En það vildi hæjarstj. ekki sam- þykkja. Leyft var Sigurði Jónssyni fangav. að selja 400 ferálnir af Neðraholtshl. og gera að byggingarlóð gegn 20 °/0 gjaldi i bæjar- sjóð og vegarstæði um það ef 4 þyrfti að halda. Fasteignasala og þilskipa. Þinglýsingar frá i fyrra dag: Árni ÁrnaBon og Einar Sigurðsson selja Jörgeir Benediktssyni húsið nr. 21 i Berg- staðastræti með 1100 ferálna lóð á 5000 kr. Árni Hannesson skipstjóri og Sigurður Sigurðsson selja Sturlu Jónssyni kaupm. og Oísla Þorhjarnarsyni húfr. húseign sina nr. 81 i Bergstaðastræti með lóð á 6,100 kr. Jón Pálsson organisti, Sigurður Þórðarson *kipstjóri og Kristinn Jónsson trésmiður, *elja Elis Stefánssyni og Árna Gislasyni, fyrrum pósti, þilskipið Golden Hope á 24 þús. kr. Eirikur Bjarnason járnsmiður selur Run- ólfi Stefánssyni skipstjóra húseign sina við Tjarnargötu á 3,600 kr. (hús þetta er nú flutt á Skólavörðustig 15 B). Guðmundur Sigurðsson verzlunarnt. selur Sigurði Guðmundssyni afgr.m. Thore-félags og Magnúsi Magnússyni skipstjóra og stýri- mannaskólakennara 500 ferálna lóð í Ing- ólfsstræti nr. 8. Söluverð ekki nefnt. Múr- og steinsmiðafélagið selur Ágúst Pálmasyni húseign sina með 1200 ferálna lóð við JRauðarárstig. Söluverð ekki nefnt. Kirkjutorgið. Bæjarstj. bannar að höggva saman húsgrindur 4 blettinura fyrir sunnan dómkirkjuna. Oðinstorg er bæjarstj. hætt við að kaupa lóð undir af Sv. Sveinssyni. Raflýsingin m. m. Þvi máli lauk svo á bæjarstjórnarfundi i fyrra dag, að samþykt var að leita samninga við innlend og út- lend félög eða menn, sem vilja takast á hendur að gera hér og reka á BÍnn kostnað gegn einkaleyfi um víst árabil rafmagns- stöð og gasstöð, og að hún veitir slikt einkaleyfi, svo framarlega sem samkomulaí næst um verð á rafmagninu og gasinu, svæði það, er rafmagns- og gasveita skal liggja um, timamörk einkaréttarins, endurkaupskjör hæjarins og annað það, er i slikum samn- ingi þarf að standa. Þessa ályktun samþykti bæjarstj. með 7 atkv. gegn 5. En verið höfðu þessir 5 (Kr. J., M. Bl., B. Kr., Kr. Þ. og M. E.) alla tið m e ð raflýsing og voru enn; þeim bar það eitt i milli við meiri hlutann, að þeir vildu láta bæinn sjálfan kosta verkið, héldu hann og bæjarmenn verða harðara úti mfð því að gefa sig á vald einkaleyfis- gróðafélagi. Samein. félag. S/s Ceres komst loks á stað aðfaranótt fimtud. vestur um land og norður. Eitthvað af farþegum. Skipakvi, þurrakví fyrir hafskip, hefir Hostgaard vélastjóri við Völundar-verksm. látið sér detta i hug að koma upp inni i Vatnagörðum hjá Kleppi, og samþykti bæjar- stjórn i fyrra dag, að hann fái land eftir þörfum til þess að gera þar slika kvi með nauðsynlegum húsum; leyfið sé þeim skil- yrðum bundið, að hyrjað verði á verkinu eigi siðar en 1. júlí 1907 og því lokið eigi siðar en 1. júli 1909. Þegar hyrjað verð- ur á verkinu, mælir bæjarstjórn landið út; það sé borgað 2 aur. árgjald fyrir hverja feraiin í 20 ár, síðan eftir þvi sem hæjar- stjórn ákveður, þó eigi hærra en 20 aur. fyrir hverja feralin á ári. Bæjarstjórninni sé og áskilinn réttur til að taka lóðina og öll mannvirki á henni til almennings nota, hve- nær sem er, gegn endurgjaldi eftir óvil- hallra manna mati fyrir mannvirkin. Réttur sá, sem aðrir kynnu að hafa feng- ið til sama lands, se þó óskertur. Slökkviliðið. Bæjarstjórn skipaði i fyrra dag þessa yfirmenn i slökkviliðið: sveitar- höfðingja Rostgaard vélarstjóra (i stað Ásg. Sigurðssonar), undirsveitarhöfðingja í hús- rifsliðinu trésmiðina Guðm. Jakobsson og Hjörleif Þórðarson, flokkstjóra við 1. slökkvi- dælu Jón Pálsson og Karl Nikulásson, við 2. Kristófer Egilsson, og i vatnsliðinu Gisla Jónsson kaupmann. Kaupa skyldi 4 hjálma handa bunumeisturunum, og öllum foringjum húfu með silfurborða og snúru mismunandi eftir stöðu þeirra. Tjörnin. Vikið milli Eiriks Bjarnasonar járnsmiðs og Brunnhúsalóðar samþ. bæjar- stjórn að fylla. Veðrátta. Rosarnir tekið sig upp aftur. Alt af við suður frá þvi um daginn. Peningamarkaöurinn. Hann virðist vera ískyggilega illa staddur um þessar mundir, peninga- markaðurinn erlendis. Nýi bankinn (íslands banki) fekk í gærkveldi s í m s k e y t i um, að Lundúnabanki hefði alt í einu hækkað víxlagjald m. m. úr 5% upp í 6% En sá banki hækkar ekki peninga- leigu svo stórkostlega nema örsjaldan, stöku sinnum. á ófriðartímum, en örsjaldan ella. Stórbruni á Akureyri. Tjón 200,000 kr. f>ar kviknaði í húsi, á Oddeyri, í fyrra kvöld, og magnaðist eldurinn svo, að 5 verzlunarhús og 2 vörugeymsluhúa brunnu áður við varð ráðið. J>að tjón talið 80,000 kr. En gizkað á, að alls nemi tjónið ná- lægt 200,000 kr. Manntjón ekkert. Hundrað manns húsnæðislausir. Einstakir menn beðið etórtjón. (f>etta er aðalinnihald í símskeyti frá í gær til Blaðskeytabandalagsms hér). * * Af öðrum rit8Ímafréttum eða talsíma, til einstakra manna, má ráða, að ekki muni hafa brunnið nema framan- greind 7 hús alls. Búðirnar áttu kaupmennirnir Kol- beinn Árnason (2), Jósef Jónsson, Magnús G. Blöndal og Davíð Ketilssou. * * * BÚ8Ín voru öll ný eða mjög nýleg, og stóðu ofan til á Oddeyrinni innan- verðri. Búðir þeirra Kolbeins og Jósefs kaupmanna voru þrílyft stórhýsi mjög snotur, Jósefs með fallegum turni. Hin tvílyft. íbúðir höfðu verið uppi yfir verzl- unarbúðunum. Mælt er, að vátrygging á því, sem brann, muni nema 150,000 kr., og ætti þá óbættur skaði að vera um 50,000 kr. * * * Helmingi skaðameiri er þassi bruni, ef rétt er frá skýrt, heldur en sá sem varð á Akureyri fyrir 5 árum, 19. des. 1901. Tjónið var þá talið 100,000 kr., og þótti mikið. f>að voru 7 íbúðarhús, sem þá brunnu til kaldra kola, og önnur nokkur skemdust til muna. En húein hafa verið minni, og engin búð né vörubirgð ir, sem eldurinn eyddi þá. Húsnæðislausir urðu þá 50 manns, en nú 100. Akureyri á ekki úr að aka. Og ekki mun þetta bæta þeim í skapi, stjórnendum ábyrgðarfélaganna erlendis, sem nota hvern meiri háttar bruna hér til að skrúfa upp iðgjöldin vou úr viti Síinslit. Býsna rpikil brögð virðast vera að bilun á landsfmanum öðru hvoru. T. d. komu sfmskeyti, sem send voru bæði frá Khöfn og Akureyri um dag- málaskeið í gærmorgun, ekki hingað fyr en í gærkveldi seint. Mjög var ogjerfitt að tala í gær milli Akureyrar og Reykjavíkur. f>ráðurinn sagður slitinn einhversstaðar í Skagafirðinum. Eu baslast má nokkuð, meðan ekki slitnar meira en annar þráðurinn í senn og með ekki mjög skömmu millibili. Enda tekur viðgerð ekki langan tíma, er bilunin verður í bygð. Frá 1. nóv. er gott herbergi til leigu í miðbænum. Bitstj. vísar á. Hin snildarfagra ræða síra Ó1. Ólafssonar, frík.pr., flutt á Sorgarhátfð G.t.s.t. í Báruhús- inu 12. maí síðastl. í minningu mann- skaðans mikla, er nýkomin út, (ekki prentuð áður). — Eæst hjá; Felix Guð- munsds., Laugaveg 44, Jóh. Ögm. Oddss., Hverfisg. 18 og J. Baldvinss., Gutenberg. — Bæðan kostar 25 aur. Útsölumenn óskast. Ágóðinn rennur til mannskaðasam- skotanua. Prentað fyrir nokkrum árum í einu lagi: Sagan af Heljarslööarorrustu Og Tólf-álna-langt ogtirætt kvæöi eftir Benedikt Gröndal. Bókin kostar heft 80 aura. Fæst í Bókverzlun Isafoldarprentam. og vfðar. Um Heljarslóðarorruatu segir svo Jón Jódsbou aagnfr. (í minningar- ritinu um Ben. Gr., bls. 24): Hún er hreinasta snild í sinni röð og rituð af óviðjafnanlegri fyndni og fjöri. Og f sama riti (bls. 61) fer mag. Guðm. Finnbogason um hana þe8sum orðum meðal annars: Sagan af Heljarslóðaiornstu er meist- araverk Gröndals i gamanskáldskap. Hún er skrifuð 4 einum hálfum sumarmánuði i háskóla i Löwen, suður í Belgiu. Blessað- ur sé sá mánuður og lengi lifi Löwen! Þaðan er mikill græskulaus hlátur runninn- Sagan hefir mörgum skemt og svo mun enn lengi verða. Margt ber til þess. Fyrst málið. Þetta leikandi létta og glæsilega mál, sem enginn á slikt sem Gröndal. Hvar vita menn í hókmentnm vorum frá siðustu öld aðra eins flugferð og svífandi gang is- lenzkunnar, nema þá í sumu öðru scm Grön- dal hefir skrifað, t. d. þýðing hans á »Brúð- ardraugnum«. Svo er sögusniðið; riddara- sögustilnum er haldið svo vel, að hvergi skeikar, og rétttrúaðri riddarasaga er varla til, svo vel kann skáldið að segja frá fjar- stæðunum án þess að depla augunum. Þar fellur alt 1 faðma eins og eðlilegir viðburðir. Landa- og þjóðalýsingarnar koma með sömu einfeldni hjartans og þó þær stæðu í Hauks- bók. Innan þessara viðu véhanda riddara- sögunnar fær svo imyndunaraflið að leika óhindrað, taka sin kattmjúku stökk, sem enginn má fyrir sjá. Fornaldarbragur og nútiðarlif rennur hvað i annað, og alstaðar er islenzkt duggarahand að öðrum þræði við suðrænt silki, islenzkir sveitasiðir, lifn- aðarhættir og orðhragð jöfnum höndum við gulli glæst hirðlíf og riddaralega kurteisi. Þessi stöðugi tviveðrungur hugmyndanna er hinn dillandi grunntónn sögunnar. Utn Tólf-álna-langt og tírætt kvæði segir sami höf. (G. F.) í satna riti bls. 59: Tólfálna kvæðið er liklega eitthvert kynlegasta afmæliskvæði sem sögur fara af; það er skrifað eins og suáldinu datt það strax i hug, á einum degi eða svo, og ritað á tólf álna langa pappirslengju, limda á léreft. Kvæðið ræðir mikið um Cæsar og grisku guðina, en skáldið notar svo hvers- dagsleg orð og samlikingar nm það sem hátíðlegast á að vera og lætur guðina haga sér og tala svo húralega, að hláturinn brýzt fram. Hér er tekið i sama streng og siðar i »Heljarslóðarorustu«, að miða alt við (s- lenzkan kotungshátt; þegar t. d. Seifur vaknar »eftir þrjú hundruð þúsund ár — það er að segja á hundatölu«, þá litur hann út um gluggann, að gá til veðurs, dregur svo ýsur eftir dúrinn og bröltir fram úr bælinu. Búningar guðanna eru auðvitað Íeir sem þá tíðkuðust hér á landi og keyptir islenzkum húðum, og brennivínið frá Mathiesen. »

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.