Ísafold - 03.11.1906, Síða 1

Ísafold - 03.11.1906, Síða 1
fitemar út ýmist einn sinni eO» 'tvisv. i viku. VerO árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa l‘/» doll.; borgist fyrir miOjan jóli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppeögn (skrifieg) bnndin r.S iramót, ógíld nema komin sé til itgefanda fyrir 1. október og kanp- andi skuldlaus við blaðið. Afgreiðsla Ausfurstrœti 8 XXXIII. árg. Reykjavik laugardaginn 3. nóvernber 1906 73. tölublað. I. 0. 0. F. 881198'/» Fl. (J.P.) Augnlfekning ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—8 í spítal iForngripasafn opió A mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2 l/a og ö»/s—L $£. F. U. M. Le8trar- og skritstofa frá 8 árd. til 10 sibd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 »/* aiód. ‘Landakotskirkja. Guftsþj.91/* og 6 A helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10V*—12 og 4—6. Landsbankinn 10 */*—21/*. Bankastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—B og 6—8.' Landsskjalasafnið A þrdM fmd. og Id. 12—1. 'Lækning ók. i lreknask. þrd. og fsd. 11—12. ’N&ttúrugripa^afn A sd. 2—8. Tannlækning ók.i Pósthússtr. 14, l.ogð.md. 11—1 / Lar’dpóstar nv8:ll a 12:II nvalíhll ,av3:l2 a7:!2 nva!4:l2. Verzlunin Edinborg i Reykjavík Excelsior laffi í hvern pundspoka af möluðu kaffi verður hér eftir látinn stimplaður miði með upphafsstaf. Kaupendur eiga að saína þessum nfiðum, þangað til þeir einn eða fleiri í félagi, hafa fengið þá stafi, er úr verða lesin orðin PóstskJp 7:11 10:11 20:llt •21:111 23. II t vf25: II t 27:11 vf 1:12 vf2; 12t 5:12 vf8:12 11:12 12:12 17:12. fer upp í Borgames '8. og 18. nóv.; 3., 13. og •21. des, Suður i Keflavik m. m. fer hann 13. nóv. og 18. des. EDINBORG-AR EXCELSIOR KAFFI Þegar svo er komið, má hlutaðeigandi, um leið og hann skilar miðunum, velja sér einhvern af þeim eigulegu munum, sem til sýnis eru i næstaustasta glugganum í Nýlenduvörudeildinni. Lítið á munina. 20 kr. virði hver og* þar yíir. Reykjavíkur Biograftheater byrjaði 2. þessa mánaðar í Breiðfjörðs-húsi sýningar sínar á lifandi myndum. Nýtt prógramm hverja viku. Sýning á hverju kveldi kl. 7 og 9. Hljóðfærasláttur og raflýsing. Ur prógrömmunum má nefna: Hs. hátign Friðrik 8. tekur við konungdómi; Alþingismenn i Khöfn og margt annað. Húsfyllir við hverja sýningu. Klaððarnir hentugu eru komnir enn þá einu sinni f bókverzlun ísafoldarprentsmiðju. Strokleður er langbezt og ódýrast eftir gæðum f bókverzlun ísafoldarprentsmiðju. Erlend tíðindi ýmisleg. F r á Danmörku. Friðrik 8. setti þing mánud. 1. f. mán. með fátíðri viðhöfn. Hásætisræðu hans var svarað af þingsins hálfu með sérstaklegu ávarpi, í fyrsta skifti, líkt og siðnr er í Englandi, eftir margra daga umræður, þ)ar sem þeir leiddu saman hesta sína, stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar. .Stjórnarliðar réðu því, að svarið varð -efnislaust og litarlaust. Miðlunarmenn fylgdu þeim þar að' máli og urðu sam- ;an alls 68 atkv. Ekki hefir í manna mintium meiri mannfagnaður verið í Khöfn og víðar >um sextugsafmæli Holgers Drach- manns, 10. f. m. — fæðingardagur 9., — nema ef vera skyldi á stórfagn- aðarhátíðum konungs. Aðalhátíðarsam- koman var haldin í bæjarstjórnarhöllinni. Konungur lét óvenjumikið viö hafa, er Hákon konungur sonur hans og Maud drotning ásanit syni þeirra kom í kynn- isför til Khaftiar 4. f. m., meira en dæmi eru til, þótt keisarar sóu á ferð eða aðrir stórveldishöfðingjar. Lyðfrels- isblöðutn þykir nóg um skrautgirni hins nýja konttngs og viðhafnartildur af hirðarinnar hendi. Frá Rússlandi. Kjósa skal þar á þ i n g af nýju fyrir jólin í vet- ur. Kennivaldið brýnir fyrir lýðnum að kjósa skynsamlega, en það er í þess munni sama sem eins og stjórnin vill. Bannað hefir stjórnin embættismönn- ■um slnum að vera þjóðræðisflokknum rússneska. Ofan á stjórnaróöldina hefir bæzt í haust voðalegt hallæri þar í sumum laudsálfum. Hálf miljón manna vista- latts alveg í eittu arntinu og 1,200,000 -á öðrum stað. Þessu fylgja bændaó- eirðir. Mál vill stjórnin höfða gegn þing- ^ömmm þeim, er áttu með sór stefnu- tag í Viborg á Finulandi eftir þ i n g- r 0 f i ð í sumar. Lögvitringar kalla jþað lögleysu, með því að fundurinn var haldinn utan endimarka rússnesks lög- dæmis. En Stolypin fer ekki að þv-í. Hatin kvað hafa látið varpa þeim í varð- hald sumum. Mikið er enn ttm datiðadóma og aftokur. Roald Amundsen hinn norski og þeir fólagar á Gjöa eiga nú að vera heim komnir til Kristjaníu úr ferðalaginu n o r ð a 11 u nt Ameríku. Þeir komu við í bænum Seattle við Kyrrahaf á Kolumbíu hinni brezku um miðjan septbr. og ætluðu þaðan suður til San Francisco. Þar í Seattle er eitthvað af íslendigum. Þeir Anmndsen höfðti lát- ið þar allmikið af ýrniss konar vísinda- legum rannsóknum, er þeir höfðu gert á ferð sinni norðan um Vesturheim. En hann kvað þurfa langan tíma til að gera sór mat úr þeim, alt að þrem árum, hélt hann. Þeir höfðtt rekist á ýmsar Eskimóakynkvíslir allmerkilegar, er höfðtt aldrei hv/tan mann séð áður og seint gekk að skilja. Höfðu þó tölu- vert gagn af þeim áðttr lauk. Ekki spurðist neitt til Andrée heirn- skautsfara nó neintia menja eftir hann. En legstað Franklins sáu þeir, í Beechey- ey hjá Boothia Felix. Aðrar menjar eng- ar eftir norðurfara. Þeir kornu þar sem Ross hinn enski hélt sig hafa fundið segulskaust jarðar, í Boothia Felix. En geta ekki að svo stöddu úr því skorið, hvort bað muni vera óhreyfanlegur depill, eða færast til nokkuð, sem v/sindamenn hafa ætlað eða fnllyrt. Þar að lútandi sthuganir þeira þurfa frekari rannsókna, er heim kemur. Fundist hefir nýlega / jörðu í V/kinni í Norvegi (í Jarlsberg) allmikið af slegnu s i 1 f tt r p e n i n g u m, á að gizka gröfuum þar á 10. öld eða 11. Þar á nteðal 2 peningar frá tíð kalífanna í Bagdad, 1 summan úr Miklagarði og 10 frá þýzka keisaradæminu í þá tíð. Fleiri fágætir gripir voru þar og, í sama haug. Það hafði verið mikilfengleg sjón, er 16 flugbelgir afarstórir lögðu á stað / senn úr keisarahallargarðinum gamla í París 1. f. m. og 2-manna-far neðan við, / kappflug norður á leiS til Eng- lands. Loftfararnir voru frá ýmsum þjóSurn. Þetta var glíma þeirr í milli, einkutn stórveldanna Amer/ku, Englands, Frakklands og Þýzkalands, og til vand- aS eftir beztu föngum. Hvert loftfar var skreytt þjóðfána síns ríkis. Battdar/kin urðu hlutskörpust. Þeirra loftfar leuti norSan til á Englandi, þar sem heitir Whitby-sýsla, all-langt fyrir norðan Jórv/k. Vegalengdin rúniar 18 þitigmannaleiðir eða 440 m/lur enskar. Það nær þriSjungi lengra en Island er af enda og á. Sá heitir Frank Lahm, lautinant, er því fari stýrði. Tima- lettgdin 32 stundir. Hann hlaut fyrir- heitin verðlaun, 12,000 franka, frá Gordon Bennett ristjóra í New York. Honum var næstur /talskur maður, Alfred von Willer. Sá kom niður skamt frá Hull. Enginn komst fram úr þv/ er fransk- ttt' maður gerði fyrir nokkrum árum, Henry de la Vaulx greifi. Hantt fór loftförum frá Vincennes nærri Par/s lengst austur á rússland á 35 stmidum og 40 míuútum. VoSatjón gerði fellibylur, er gekk yfir Mexikoflóa og strandlendiS þar umhverfis i lok septembermán. i haust. Hann stóð nær 2 sólarhringa. Tjón ágizkaS fullar 200 miljónir kr. Um 5000 hús gjörféllu eða eyddust í sjávarróti. StórmikiS uppskerutjón á sykri, baðmull og aldinum. Kirkja veltist um koll á einum stað, i bænum Mobile. Skipatjón geysimikið. Franskur sjóliðsforingi nafnkendur, Lebeuf, heldur því fram, aS neSansjávar- vígsnekkjur sóu hið eina h j á 1 p r æ ð i smáríkja, er lendir santan við stór- veldi. Tólf slíkar mundu einhlítar til að verja heimsins öflugusta herskipa- flota að komast inn eSa út um sundin dönsku. Þeir kosti ekki nema 14—15 milj. kr., en 7 smáir bryndrekar danskir 36 rnilj.; en þeir standi örlítilli deild brezka flotans ekki háifan snúning. B a n k a h r 11 n hafði orSið mikið í Winnipeg um miðjan f. mán. fyrir svik- samlegan frárdrátt bankastjóra. Það nam mörgttm milj. dollara. Bankinn var kettdur við Ontario. Hlutaféð farið, að sögn, en ekki sparisjóðsinnlög. Tyrkjasoldán varð snögglega veikur seint í sumar og jafnvel eigi ætiað 1/f unt tíma. Fáir mundu harma hann að líkindum; en þó var haldin fagnaðar- hátíð, er hann hrestist. Það hefir tiú kvisast, að veikindin hafi veriö skotsár eftir tilræði frá áhrúðugri drós í kvenna- búri hans. Stjórnin í J a p a n ætlar að verja 270 milj. yen tii að auka herskipastól sinn. Hvert yen er 1 kr 80 a. Það verður nál. 500 niilj. kr. Háskólastúdentar íslenzkir í Khöfn eru nú ekki færri en 66, segir í fréttapistli þaðan í Fjallk, síðast. Nær þriðjungs (20) stunda lögfræði og annar þriðjungur (19) lækn- isfræði. Málfræði stunda 10, hagfræði 7, guðfræði 4. verkfræði 3. Væri ekki ólfku meira vit í því og landinu heillavænlegra, að sá akur all- ur hefði dreift eér á 3—4 háskóla alls í ýmsum nálægum löndum, ef þess hefði verið kostur? Akureyri 2. nóv. (T a 1 símaskey ti) S/s Ceres fór héðan i fyrra dag austur um, Vesta i gær vestur á leið. Fjárhús brann á Eyrarlandi i fyrri nótt og 10 kindur er þar voru inni. Eigandinn, Magnús Björnsson, sagður hafa verið þar inni drukkinn að reykja í pipu og mist neista i heyið.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.